Morgunblaðið - 20.11.1987, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
„ ég þuse v/cnjulega- upp <x af~
rnaeli$cla,q)nn hennar."
HÖGNI HREKKVÍSI
Tjörnin og andmælendur
Til Velvakanda.
Á meðal okkar þrífst lítill en
harðskeyttur hópur atvinnumót-
mælenda sem rýkur upp til handa
og fóta ef eitthvað á að gera, sem
þeim er ekki að skapi. Þá er stofn-
að til mikils gauragangs og óspart
spilað á tilfínningalíf hins almenna
borgara. Þetta fólk er yfírleitt
vinstrisinnað en samt hið mesta
afturhald, því framfarir og breyt-
ingar eru sem eitur í beinum þess.
Ef þeir menn sem valdir hafa
verið til að stjóma málum okkar
hefðu látið undan þeim þrýstingi
sem hópnum hefur tekist að skapa
með mótmælunum, væri engin
Borgarfjarðarbrú, því talið var að
gerð hennar gæti kannske drepið
marflær. Engin brú yfír Elliðaámar
því gerð hennar styggði laxinn. (Þó
var mjög góð veiði í ánum sumarið
sem brúargerðarmenn vora að sulla
í þeim.) Ennþá þyrftu húsmæður
að fara í sérstakar búðir til að fá
keyptar mjólkurvörar, því ekki gekk
lítið á þegar matvöraverslanir áttu
að fá að selja mjólkurvörar. Þetta
era aðeins nokkur nærtæk dæmi.
Hins vegar varð hópnum að ósk
sinni fyrir norðan. Því miður, fyrir
hann. Við Eyjafjörð stóð til að
byggja álver. Það mátti ekki því
það gæti traflað fískigengd inn
fjörðinn sem aldrei hafði bragðist.
Hvort sem það varð vegna aðgerða
mótmælendanna eða ekki, hefur
ekkert orðið úr byggingu álverk-
smiðjunnar ennþá.
En um sama leyti og mest gekk
á hjá mótmælendum, hvarf allur
fískur úr Eyjafírði og hefur hans
varla orðið vart síðan. Þetta var
nú verri sagan, því gott hefði verið
að geta bent á stóreflis álverk-
smiðju og geta sagt sem svo: „Hvað
sögðum við? Þama er sökudólgur-
inn.“
Nú er það blessuð Tjömin okkar
í Reykjavík. Hefur nokkur hugleitt
hvemig hún eða umhverfí hennar
liti út í dag ef hliðstæður hópur
hefði ráðið ferðinni um það leyti
sem núverandi byggingar risu við
Tjömina? Þegar æsingahópar era í
essinu sínu og setja á svið uppákom-
ur sem ríkisfjölmiðlamir gera góð
skil, fer oft lítið fyrir hinum þögla
meirihluta sem veit að óhætt er að
treysta þeim mönnum sem hann
hefur trúað fyrir stjóm borgarmál-
anna, enda hafa þeir sýnt í verki
að þeir era vel starfi sínu vaxnir.
Eg er einn þeirra fjölmörgu
Reykvíkinga sem þykir vænt um
Tjömina og fuglalíf hennar, og vil
alls ekki að það sé skert, en ég læt
engan telja mér trú um að þótt
yfírborð hennar skerðist um 1—2%,
sé verið að útrýma öllu fuglalífi
Tjamarinnar. Ef mótmælendur
gætu hins vegar sýnt fram á að
lífsskilyrði fuglanna þyldu ná-
kvæmlega enga skerðingu á vatns-
fletinum, gætu borgaryfirvöld
eflaust látið grafa jafnstóra holu
við suðurenda hennar. Þá mundi
Tjömin ekkert minnka, aðeins fær-
ast!
Þegar moldviðri uppákomufólks-
ins léttir, og venjulegt fólk áttar
sig á að lífríki Tjamarinnar skaðast
ekkert, mun það sjá að ráðhúsið
verður mikil borgarprýði og kemur
til með að veita bæði íbúum og
gestum Reykjavfkur mikilvæga
þjónustu í framtíðinni.
Trúlega er upphlaup alþýðu-
bandalagsfólksins sprottið af kvíða
yfír tilhugsuninni um að þurfa um
aldur og ævi að horfa upp á þetta
fallega ráðhús við Ijömina, og í
hvert skipti kemur það til með að
minna á Davfð. En minnismerki
vinstri stjómar Reykjavíkur, staur-
amir sem reknir vora niður í
norðurenda Tjamarinnar era fyrir
löngu horfnir.
Reykvíkingar! Til hamingju með
ráðhúsið. Andavinur
Víkverji skrifar
Frábær frammistaða Önnu
Margrétar Jónsdóttur í keppn-
inni Ungfrú Heimur á dögunum
vakti almenna gleði hér á landi. í
annað sinn gátu Islendingar fylgst
með þessari keppni í beinni útsend-
ingu fyrir atbeina Stöðvar 2. í fyrra
vakti útsendingin ekki eins mikla
athygli og nú því þá komst ísland
ekki í úrslitin. En að þessu sinni
sátu Islendingar límdir við skjáinn
og fylgdust með sínum fulltrúa.
Ríkissjónvarpinu bauðst í mörg ár
að sýna þessa keppni beint fyrir
viðráðanlegt verð, m.a. árið sem
Hólmfríður Karlsdóttir sigraði, en
á þeim bæ var áhugi ekki fyrir
hendi. En á þessu sviði sem öðrum
hefur Stöð 2 farið inn á nýjar braut-
ir og fært sjónvarpsáhorfendum
efni sem þeir höfðu ekki tækifæri
til að sjá áður. Gott dæmi um já-
kvæða samkeppni.
XXX
var jafnvel farinn að gera sér vonir
um fyrsta sætið á tímabili. Sú von
rættist ekki en þriðja sætið er stór-
kostlegur árangur. Eftir keppnina
ræddu erlendir blaðamenn um það
sfn á milli að ísland hefði tekið við
af Svíþjóð sem land fegurðarinnar.
Þessi ummmæli koma ekki á óvart
þegar árangur íslenzkra stúlkna í
keppninni undanfarin ár er skoðað-
ur.
Þegar Anna Margrét var valin
Fegurðardrottning íslands sl. sum-
ar urðu ýmsir til að gagnrýna það
val eins og gengur. En Víkvetja er
kunnugt um að val dómnefndar á
þeim tíma var einróma og að nefnd-
in taldi að Anna Margrét væri prýdd
þeirri fegurð og þeim glæsileika
sem dygði til góðs árangurs í al-
þjóðlegri keppni. Þetta mat reyndist
hárrétt hjá dómnefndinni.
XXX
algjörlega fyrir hann. Það gengur
ekki að einstaka hópar í þjóðfélag-
inu geti keypt bjór en aðrir ekki.
Víkveiji var að koma frá útlönd-
um fyrir skömmu og varð vitni að
samtali sem sýndi eina mótsögnina
í núverandi ástandi. Maður frá
Akureyri var að koma frá útlöndum
og keypti Thule-bjór. Hann spurði
þeirrar eðlilegu spumingar hvort
hann gæti ekki borgað bjórinn í
Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og
tekið með sér kvittunina norður og
tekið bjórinn út hjá Sana á Akur-
eyri, sem framleiðir hann. Svarið
var nei. Maðurinn varð að taka bjór-
inn í Keflavík og ferðast með hann
þvert yfír landið! Bjórdósimar sem
maðurinn keypti höfðu sem sagt
verið fluttar frá Akureyri til
Keflavíkur og aftur til baka þegar
þeirra var loks neytt!
XXX
En þetta var aðeins útúrdúr.
Frammistaða Önnu Margrétar
í keppninni er það sem uppúr stend-
ur. I útsendingunni á dögunum var
hún taugaóstyrk til að byija með
en þegar á keppnina leið óx henni
ásmegin og framganga hennar varð
glæsileg og óaðfinnanleg. Það var
engum vafa undirorpið að Anna
Margrét var í hópi glæsilegustu
stúlknanna í keppninni og Víkveiji
Svo virðist sem bjórmálið ætli
að fara í sama farveg og fyrr
í þinginu. Enn er máiið til 1. um-
ræðu í neðri deild og sömu menn
taka til máls aftur og aftur. Víkveiji
neitar að trúa öðra en þingmenn
gegni þeirri þingræðislegu skyldu
sinni að taka ákvörðun í málinu af
eða á. Ef bjórinn verður samþykkt-
ur kemur hann næsta haust en ef
hann verður felldur þarf að skrúfa
Tveir menn heita Bobby Harri-
son og Tony Sandy. Þeir reka
fyrirtæki sem heita Töff, Split og
Top Class. Þessi fyrirtæki hafa
haldið hljómleika m.a. með Meat
Loaf og Á-Ha. Nú kann einhver að
halda að þessi starfsemi fari fram
erlendis en svo er ekki. Hún fer
fram á Islandi. Það eina sem bend-
ir til þess er að hljómleikamir vora
haldnir í Reiðhöllinni!