Morgunblaðið - 20.11.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
59
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR
47 prósent
sóknamýting
Sóknarnýtnig íslenska liðsins í
gœrkvöldi var 46 prósent. Átti
liðið 47 sóknir, en skoraði úr
þeim 22 mörk. Þorgils Óttar
Matthiesen var með 80 pró-
sent skotanýtingu, skoraði 4
mörk úr 5 tilraunum og glataði
knettinum aldrei. Fiskaði auk
þess eitt vítakast.
Einn íslensku leikmannanna var
reyndar með 100 prósent nýt-
ingu, Guðmundur Guðmundsson
sem fékk eitt færi og nýtti það.
Alfreð Gfslason, sem lék svo vel í
fýrri hálfleik var með 61 prósent
heildamýtingu skota, átti 13 skot,
þar af tvö vítaskot, og skoraði 8
mörk, þar af eitt víti. Pjögur skota
hans voru varin, þar af annað 'víta-
kastanna. Þá átti hann eitt stangar-
skot og var einu sinni rekinn af
leikvelli. Jakob Sigurðsson var með
66 prósent með tvö mörk úr þremur
skotum.
Þrír leikmenn voru með 50 prósent
nýtingu, Kristján Arason, Páll Ól-
afsson og Karl Þrainsson . Kristján
skaut átta sinnum, skoraði 4 mörk.
Þijú voru varin og eitt fór í stöng.
Kristján glataði knetti einu sinni
og átti eina línusendingu sem gaf
mark. Páll skaut fjórum sinnum og
skoraði 2 mörk. Eitt skot var varið
og eitt fór í stöng. Palli glataði
knetti fjórum sinnum. Karl Þráins-
son skaut líka fjórum sinnum og
skoraði tvívegis. Hann var með eitt
varið og annað í stöng.
Morgunblaöið/Júlíus
Krlstján Arason er hér kominn í gegnum pólsku vömina og skorar eitt af
fjórum mörkum sfnum f leiknum.
Morgunblaðið/Bjarni
AlfreA í ham
Alfreð Gíslason lék mjög vel í fyrri hálfleik og skoraði þá 7 mörk af 13 mörkum íslands. Hann hefur sjaldan verið í
betri æfingu en um þessar mundir.
Hvað sögðu þeir?
PállÓlafsson
„Pólverjar vom sterkari en í fyrri
leiknum og við vomm slakari. Það
vantaði alla einbeitingu. Það hefur
verið okkar veikleiki að ná upp ein-
beitingu eftir sigurleik. Leikurinn
var erfiður og við gerðum okkur
seka um slæm mistök bæði í vöm
og sókn. Pólvetjar komu nú meira
út á móti okkur og áttu við því
erfíðara með að komat áleiðis gegn
þeim.“
Sigur&ur Gunnarsson
„Pólveijar spiluðu tvisvar sinnum
betur en í fyrra kvöld. Þeir sýndu
meiri baráttu en okkur skorti ein-
beitingu. Eftir svo stóran sigur eins
og fyrri leiknum þá er alltaf erfitt
á ná upp 100 prósent einbeitingu.
Þetta er veikleiki hjá okkur sem
við þurfum að yfirvinna."
Atll Hllmarsson
„Pólveijar spiluðu allt annan hand-
bolta en í fyrri leiknum. Vöm þeirra
var mun sterkari. Þeir vom ákveðn-
ir og gáfu aldrei þumlung eftir.
Bogdan Wenta náði sér vel á strik
og lék mjög vel. Fyrri leikurinn var
allt of auðveldur þá gekk allt upp
hjá íslenska liðinu," sagði Atli.
Hann lék ekki með í gærkvöldi
vegna lasleika. Hann sagðist þó
vera farin að halda mat niðri og
það kæmi í ljós í dag hvort hann
færi með liðinu til Akureyrar.
Ísland-Pólland
22 : 25
Laugardalshöll, landsleikur í hand-
knattleik, fimmtudaginn 19. nóvember
1987.
Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:4, 4:4,
5:5, 7:5, 9:7, 10:9, 11:9, 11:11, 13:12,
13:13, 13:14, 15:16, 16:16, 16:18,
17:18, 17:20, 18:21, 21:21, 21:24,
22:24, 22:25.
Áhorfendur: 1200.
Mörk Íslands: Alfreð Glslason 8/2,
Þorgils Óttar Mathisen 4, Kristján
Arason 4, Páll Ólafsson, Karl Þráinsson
og Jakob Sigurðsson 2 mörk hver.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 8 skot,
Guðmundur Hrafnkelsson 4 skot.
Mörk Póllands: Bogdan Wenta 9,
Leszek Sadowy 5, Jrztsztif 4, Marek
Kordowiecki 2, Zbigniew Plechoc 2,
Ryszard Masion, Tomas Lebiedzinski
og Grzegorz Subocl eitt mark hver.
Varin skot: Wieslaw Goliat 10/1,
Wasilewski Robert 2.
Dómarar: Öjvind Bolstad og Teije
Anthonsen og dæmdu þeir vel.
Alfreðfrábær
í fyrri hálfleik
PÓLVERJAR voru ákveðnir f
hefna ófaranna eftir tapið í
fyrra kvöld. Þeir náðu að
stöðva stórskyttur íslands f
seinni hálfleik eftir jafnan fyrri
hálfleik og stóðu uppi sem sig-
urvegar. Islenska liðið var ekki
eins sannfærandi og ffyrri
leiknum og þvf fór sem fór.
Fyrri hálfleikur var mjög jáfti
allan tímann. Þá var um al-
gjört einvígi milli Alfreðs Gfslasonar
og Bogdan Wenta. Alfreð fór á
kostum og gerði sjö
mörk og Wenta
gerði enn betur og
skoraði 8 mörk í
hálfleiknum.
Leikurinn hélst í jafnvægi í upphafi
seinni hálfleiks allt þar til staðan
var 16:16 er 10 mínútur voru liðnar
af hálfleiknum. Þá skoruðu Pólveij-
ar fjögur mörk á móti einu marki
íslendinga.
íslendlngar jafna
íslendingar náðu að jafna 21:21
þegar 9 mínútur voru til leiksloka.
vaur
lónatansson
skrifar
Pólveijar skoruðu 22. markið og
Alfreð var síðan óheppninn að jafna
ekki þegar hann átti þrumuskot í
stöng. Pólveijar gengu á lagið og
gerðu næstu tvö mörk áður en
Kristjáni tókst að minnka muninn.
í tvö mörk, 22:24, þegartæpar þijár
mínútur voru til leiksloka. Pólveijar
áttu svo sfðasta orðið. Alfreð átti
misheppnað vítakast þegar ein
mínúta var til leiksloka.
AHreð hóH uppl lelk llðslns
Fyrri hálfleikur var betri að hálfu
íslands eða réttara sagt Alfreðs,
en hann hélt þá uppi leik liðsins.
Pólveijar náðu síðan að stöðva hann
í seinni hálfleik. Þeir komu þá vel
út á móti og trufluðu sóknarleikinn
sem var þá oft mjög fálmkenndur.
Vömin var einnig veik og fékk
Wenta oft að leika lausum hala.
Alfreð var besti leikmaður íslands
eins og áður segir. Páll og Þorgils
Óttar byijuðu vel en döluðu eins
og reyndar allt liðið í seinni hálf-
leik. Kristján var ekki eins ógnandi
og hans er von og vísa. Jakob Sig-
urðsson kom inná fyrir Guðmund
Guðmundsson í seinni hálfleik og
stóð sig vel. Karl og Geir vom tölu-
vert frá sínu besta. Sigurður
Sveinsson og Júlfus fengu aðeins
einu sinni að koma inná og gerðu
mistök og fengu ekki tækifæri eftir
það. Guðmundur Hrafnkelsson kom
í markið f upphafí seinni hálfleiks,
en skipti útaf um hann miðjan.
Pólska liöió alH annað og betra
Pólska liðið lék allt annan hand-
knattleik en í fyrri leiknum. Þar
munaði mest um stórleik Bogdan
Wenta og eins var vamarleikurinn
ákveðnari. Leslaw Dziuba var einn-
ig sterkur í seinni hálfleik. Eins
vom markverðimir betri en í fyrri
leiknum.
íslenska liðið skoraði 5 mörk fyrir
utan, 5 mörk með gegnumbrotum,
5 mörk úr hraðaupphlaupum, 4
mörk af lfnu, 1 mark úr vfti og 1
mark úr hominu.
Pólska liðið skoraði 8 mörk fyrir
utan, 6 mörk með gegnumbrotum,
6 mörk úr hraðaupphlaupum og 5
mörk af línu.