Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Framleiðsla kindakjöts öll innan fullvirðisréttar Heimtaka bænda á kjöti margfaldaðist Morgunbladið/Ingvar Guðmundsson Eldur kom upp í kerskála í álverinu í Straumsvík, en skemmdir urðu ekki miklar. Eldur í álverinu RÚMLEGA 12.300 tonn af kjöti komu út úr sauðfjárslátruninni í haust. Er það rúmlega 600 tonna minni framleiðsla en haustið áð- ur. Sá hluti þessa kjöts sem kemur til mats á fullvirðisrétti er um 11.500 tonn, sem er um 100 tonnum minna en ríkissjóður og Framleiðnisjóður greiða bændum fullt verð fyrir í sam- ræmi við gildandi búvörusamn- ing. Ekki er þó útséð um að allir bændur sleppi við skerðingu. Það kjöt sem bændur tóku heim úr sláturhúsum í sláturtíðinni í haust margfaldaðist frá þvi sem verið hefur. Endanlegt uppgjör á sauðfjár- slátruninni liggur ekki fyrir, þar sem skýrslur vantar enn frá ein- hveijum sláturleyfíshöfum. Sam- kvæmt bráðabirgðaskýrslu Framleiðsluráðs hefur slátrunin verið þannig; Slátrað var 801.833 kindum alls, 46.427 færra en í fyrra. Þar af voru dilkar 723.598. Ut úr þessu komu 12.319 tonn af kjöti, á móti 12.950 tonnum árið áður. Heim voru tekin 344 tonn, Framleiðnisjóður á 284 tonn sem ekki fara á markaðinn og 175 tonn eru af riðuveiku fé, sem verður grafíð. A almennan markað fara því um 11.500 tonn. Heildarfullvirð- isrétturinn er tæplega 11.600 tonn þannig að framleiðslan er innan hans. Framleiðslan getur átt eftir að aukast eitthvað vegna slátrunar lamba fyrir jólin. Er því útlit fyrir að bændur fái almennt litla skerð- ingu á kjötinnleggið því þó ein- hverjir hafí farið yfír fullvirðisrétt sinn fá þeir að nýta ónotaðan rétt annarra. Athygli vekur hvað mikið kjöt er heimtekið, 344 tonn. Bændur hafa með því verið að reyna að halda sig innan fullvirðisréttar og ekki treyst á að fá afgang frá öðr- um. Einnig er talið líklegt að menn hafí sett töluvert á í_von um að fá það greitt fiillu verði síðar og að heimaslátrun hafí verið í meira lagi. Meðalfallþungi dilka var með mesta móti, eða 14,55 kg á móti 14,31 kg síðasta ár. Mestur varð meðalfallþunginn 1980 og 1985, 14,65 kg. ELDUR kom upp í álverinu í Straumsvík um kl. 1.30 að- faranótt laugardagsins. Greið- lega gekk að ráða niðurlögum hans og urðu skemmdir á hús- inu ekki miklar. Eldsupptök voru þau að glóandi ál lak úr keri í suðurenda ker- skála. Álið kveikti í timburskúr, sem er þar inni, og brann hann. Slökkviliðið í Hafnarfírði kom á vettvang og gekk greiðlega að kæfa eldinn, sem ekki náði að breiðast út. Hætta á að við töpum markaði - segir Jón Ingv- arsson stjórnar- formaður SH „ÞAÐ er vissulega hætta á að viðskiptum okkar við Long John Silver’s sé stefnt i voða þegar fyrirtækið snýr sér annað eftir fiski,“ sagði Jón Ingvarsson, stjómarformaður Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna. í gær var sagt frá þvi i Morgunblaðinu að veitingahúsakeðjan í Banda- ríkjunum sneri sér í æ ríkari mæli að ódýrari fisktegundum en þorski. Jón sagði ástæðu þess að Long John Silver’s leggi nú áherslu á ódýrari físk en þorskinn, ekki að- eins vera verðhækkun á honum, heldur einnig að íslendingar hafí ekki getað uppfyllt þarfír fyrirtæk- isins. „Þegar hörguli er á góðum þorski frá íslandi þá verður fyrir- tækið að snúa sér annað og auðvit- að er alltaf viss hætta á að við missum hluta viskiptanna vegna ódýrari tegunda," sagði Jón. „Hins vegar er okkar þorskur svo miklu betri vara en þessar ódýrari tegund- ir og við erum enn langstærsti viðskiptavinur Long John Silver’s," sagði Jón Ingvarsson að lokum. Hugmyndasamkeppni um Viöey BORGARRÁÐ hefur samþykkt Borgarstjóm samþykkti á af- tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur mælisfundi sínum 18. ágúst 1986 borgarfulltrúa Framsóknar- að efna til hugmyndasamkeppni flokksins, um að efna nú þegar um framtíðarskipulag og nýtingu til samkeppni um Viðey. Verða Viðeyjar í þágu Reykvíkinga og úrslitin kynnt þegar Viðeyjar- þjóðarinnar allrar. stofa verður tekin i notkun. Hjúkrunarfræðíiiga vantar í sex skóla Heilsugæslustöðvar taki að sér heilsugæslu í nokkrum skólum BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt tillögur Heilbrigðisráðs Reykjavíkur um úrbætur i þeim erfiðleikum, sem eru við ráðn- ingu heilsugæsluþjúkrunarfræð- inga við grunnskóla borgarinnar. Tillögur þessar fela það meðal annars i sér að heilsugæslustöðv- ar í viðkomandi hverfum taka að sér þessa þjónustu, þar sem ekki hefur tekist að ráða hjúkr- unarfræðinga. Heilbrigðisráð hefur undanfarið §allað um málefni heilsugæslu í skólum borgarinnar. Verr hefur gengið að ráða í stöður heilsugæslu- hjúkmnarfræðinga en oft áður. Hjúkrunarfræðinga vantar sem stendur í 6 skóla, með rúmlega 3.000 nemendur, þ.e. Hólabrekku- skóla, Hvassaleitisskóla, Langholts- skóla, Laugamesskóla, Laugalækj- arskóla og Vesturbæjarskóla. Til þessa starfs vantar 3 hjúkrunar- fræðinga í fullt starf. Úrbótatillögur heilbrigðisráðs fela í sér að heilsugæslustöðin í Asparfelli 12 taki að sér heilsu- gæslu Hólabrekkuskóla, heilsu- gæslustöðin í Fossvogi taki að sér heilsugæslu í Hvassaleitisskóla, heilsugæslan Álftamýri 5 taki að sér heilsugæslu í Laugamesskóla og Laugalækjarskóla og bamadeild Heilsuvemdarstöðvarinnar, í tengslum við Langholtsútibú sjái um heilsugæslu f Langholtsskóla í samvinnu við skólalækni þar. Vom þau tilmæli heilbrigðisráðs sam- þykkt í borgarstjóm að leita SEÐLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir desembermánuð. Hún reyndist vera 1886 stig og hefur hækkað um 2,44% frá fyrra mánuði. Þessi hækkun jafngildir 33,6% hækkun samráðs við viðkomandi heilsu- gæslustöðvar. Eftirfarandi tillaga heilbrigðis- ráðs var einnig samþykkt á síðasta fundi borgarstjómar: „Til að auka líkur á að hjúkranarfræðingar fáist til starfa í skólum, er lagt til að fela starfskjaranefnd að bera launa- kjör og starfslýsingu skólahjúkr- unarfræðinga saman við kjör annarra hjúkmnarfræðinga." vísitölunnar á einu ári. Síðustu þijá mánuði hefur vísital- an hækkað um 26,6% umreiknað tii árshækkunar, síðustu sex mán- uði um 25% og síðustu 12 mánuði um 22,3%. Lánskjaravísitalan: Hækkunin samsvarar 33,6% verðbólgu Unglingar sem eru í íþrótt- um reykja mun síður en aðrir í dag JRorgunlHnbib Lengi býr að fyrstu gerð æska og menning BLAÐ C ÞEIR unglingar, sem taka þátt í Sþróttum, nota mun síður tó- bak og „sniffefni“ og neyta síður áfengis en J»eir, sem eng- ar íþróttir stunda. Þetta kom fram í erindi Þórólfs Þórlinds- sonar, prófessors, sem hann hélt á ráðstefnu Ungmennafé- íslands á laugardag. erindinu kom fram, að því meiri sem þátttaka unglinga er í íþróttum, því minna reykja þeir og drekka. Sérstaklega er sam- bandið milli reykinga og íþrótta- iðkunar sterkt. í könnun, sem var gerð árið 1983 kemur fram, að 27,4% þeirra sem ekki stunda íþróttir reykja. Af þeim sem stunda iþróttir einu sinni f viku reykja 14,7%, en 7,6% þeirra sem æfa tvisvar í viku eða oftar. í könnunum árið 1981 og 1983 kom fram hvort unglingar hefðu „sniffað" eða ekki. Unglingum var skipt í tvo hópa, þá sem æfa íþróttir sjaldnar en einu sinni í viku og þá sem æfa einu sinni í viku eða oftar. Niðurstaðan var sú, að 8,4% af síðamefnda hópn- um höfðu „sniffað", en 22,3% hinna, eða um það bil þrisvar sinn- um fleiri. Ekki em til kannanir um samband íþróttaiðkunar og neyslu annarra fíkniefna. Þórólfur Þórlindsson sagði, að íþróttastarfíð gæti skilað mun betri árangri í baráttunni við fíkniefni en nú er. Hann sagði f niðurstöðum sfnum eftirfarandi: „Bæta þarf aðstöðu til íþrótta- iðkunar og brýnt er að unglingum sé sköpuð aðstaða til þess að stunda íþróttir. Það þarf að styrkja íþróttafélögin veralega eigi þau að hafa bolmagn til þess að sinna þeim fjölda unglinga sem með þeim vill starfa. Þá blasir það við að mikið vantar upp á að þeim sem vilja stunda íþróttir utan íþróttafélaganna sé sköpuð sú aðstaða sem til þarf. Gera má allt fþróttastarfíð áhrifameira í baráttunni gegn ávana- og fíkniefnum með því að fá þjálfara og leiðbeinendur bama og unglinga til þess að fræða þau markvisst um skaðsemi ávana- og fíkniefna f daglegu starfí sínu við þjálfun íþrótta. Afreksmenn í íþróttum, sem em fyrirmynd unglinga í mörgu, gfætu haft mikil áhrif með því að láta til sín taka f baráttunni gegn ávana- og ffkniefhum. Hér má minna á auglýsingu Kristjáns Arasonar og félaga í „reyklausa liðinu". Rannsóknir benda til þess, að beita megi íþróttum meira í endur- hæfíngu og meðferð þeirra sem hafa lent í vandræðum vegna ffkniefnaneyslu. Því væri rétt að kanna hvort meiri áhersla á íþrótt- ir í slíku endurhæfíngarstarfí skilaði ekki betri árangri en nú næst.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.