Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 59 30 tonna hal þykir gott, jafnvel þó aflakóngar eigi i hlut. greina en að fara á sjó og ég fór aftur á Harðbak og var þar það sumar, en um haustið kjmntist ég Þóru Hildi Jónsdóttur, sem síðar varð eiginkona mín. Ég var svo á Harðbaki um veturinn og fram á næsta haust, þegar ég fór í Stýri- mannaskólann, og það voru kannski einhver beztu árin. Maður eignaðist þar marga góða kunningja og kynntist frábærum kennurum og skólastjóra. Ámi Bjama vinur minn fór líka í skólann þetta haust, en hann kom þá heim úr Norðursjónum alveg moldríkur. Ég var nú trúlof- aður á þessum tíma, en kærastan var fyrir norðan fyrsta veturinn. Ég hafði ekki efni á því að leigja íbúð fyrir okkur fyrsta árið. Annað árið bjuggum við Þóra í hurðar- lausri íbúð í Hafnarfirði með eldhúsinnréttingu og nánast ekkert annað. Sumarið eftir annan bekkinn byijaði ég á skuttogaranum Sóibaki og byijaði að leysa af sem annar stýrimaður, þó kunnáttan væri ekki mikil. Sumarið 1973 eftir skólann, fékk ég pláss á Lofti Baldvinssyni, sem var eitt af toppskipunum á síldinni í Norðursjónum. Gunnar Arason var þá fastur skipstjóri á honum, en Þorsteinn Gíslason, sem þá var kennari við Stýrimannaskól- ann og fiskimálastjóri núna, var með hann að mestu um sumarið. Ég hafði aldrei verið á nót áður og þetta var erfiður tími en geysilega skemmtilegur. Það gekk mjög vel á sfldinni og þá fór maður að velta því fyrir sér hver salan væri, hætti að hugsa í tonnum og fór að hugsa í verðmætum. Ég held ég hafí aldr- ei vitað hve mikill aflinn varð. En ég hafði fyrir fokheldri íbúð í rað- húsi á fjórum mánuðum og efast um að menn þéni svo mikið nú. Við lönduðum alltaf í Hirtshals og lítið var stoppað í landi eins og árangurinn gefur til kynna, en væri stoppað var oft mikið fjör. Um haustið fór ég tvo túra á Sólbaki og síðan á loðnuna á Lofti um veturinn og það gekk eins og í ævintýri. Um vorið ætlaði ég aftur í Norðursjóinn, en ég frétti fyrir tilviljun að það vantaði fyrsta stýri- mann á Sólbak. Þá kom metnaður- inn fram í mér, þrátt fyrir litla reynslu sem annar stýrimaður. Ég talaði því við skipstjórann, Sigurð Jóhannsson, og mér til mikillar furðu var ég ráðinn sem fyrsti stýri- maður. Ég var sem sagt ráðinn á Sólbak með þeim fyrirvara að ég mætti hætta á Lofti, þar sem ég var í plássi, og það var auðsótt mál að fá mig lausan. Á Sólbaki var ég um sumarið, en viðbrigðin voru mikil hvað varðaði tekjur. Ég held ég hafí varla verið háifdrættingur í tekjum miðað við Norðursjóinn. Á Sólbaki gerðist þetta nokkuð hratt og fyrsta túrinn sem skipstjóri fór ég um jólin, þá 22 ára gamall. Ég fann ekkert annað en karlamir tækju því bara vel að hafa svona strákling yfír sér. Ég hugsaði hins vegar ekkert um aldurinn, heldur tók þetta alvarlega og hugsaði mik- ið um það, sem ég var að gera, enda svaf ég ekki mikið þennan túr. í lok túrsins færðu þeir mér áritað skjal, sem einn hagleiksmað- ur um borð hafði gert og mér óskað til hamingju með fyrsta túrinn sem skipstjóri og þökkuð samveran. Þetta var hroðalegur reiðileysistúr. Það var bæði ótíð og misjafnt fiskirí og græjumar voru takmarkaðar. Mamma sagði reyndar, þegar ég kom í land, að ömmu, sem þá var látin, hefði fundizt þetta góð byijun. Guðjón A. Kristjánsson: „Það er alveg sama hver búmmar“ Auðvitað var ég til sjós með mörgum kynlegum kvistum. Einu sinni var með okkur maður um borð frá ísafirði, sem tók oft sér- kennilega til orða. í sakleysi sínu sagði hann oft ýmislegt, sem hitti vel í mark. Hann var mjög góð- gjam og vildi gjaman hughreysta menn ef eitthvað bjátaði á. Ég man eftir því einu sinni, að skipstjórinn, sem þá var með Gunnhildi, þurfti að fara í frí einhverra hluta vegna og stýrimaðurinn átti að fara út með bátinn. Þegar skipstjórinn var að kveðja þennan náunga, sagðist hann vona að vel gengi meðan hann væri í burtu. Maðurinn sá að skip- stjórinn hafði af þessu nokkrar áhyggjur svo honum þótti nauðsyn- legt að hughreysta hann, en stýri- maðurinn stóð við hliðina á honum: „Það er nú allt í lagi vinur minn þó þú farir heim. Það er víst alveg sama hver búmmar." Þetta var ekkert illa meint, hann sagði þetta bara si sona. Ég var líka einu sinni með hóp af merkilegum mönnum. Það var fyrsta sumarið, sem ég var á sjó á handfærum á skipi, sem hét Már og var gerður út frá ísafirði. Þess- ir menn voru ákaflega vel að sér í íslendingasögunum svo ekki sé meira sagt. Þeim þótti öllum sopinn góður og stundum, þegar við vorum að fara út, töluðu þeir saman á fommáli. Einn af þeim var að mig minnir í Háskólanum á þessum tíma, annar var vélstjóri frá ísafírði og sá þriðji var togarasjómaður frá Reykjavík. Þeir fluttu kafla úr sög- unum og léku hver sinn manninn. Þeir fóru með kafla úr Njálu og fjölmörgum sögum. Þá ákváðu þeir fyrirfram hver skyldi vera hver og síðan hófust ræðumar. Maður þurfti þá ekki annað en að loka augunum og var um leið kominn að Bergþórshvoli með Njáli og son- um hans. Þeir fluttu þetta frá orði til orðs á fommálinu og léku hlut- verk sín af kostgæfni. Þetta sumarið lærði ég mikið í íslendinga- sögunum og það gagnaðist mér vel í skólanum á eftir. Um vorið fékk ég 10 í sögunum og þakka það fyrst og fremst „náminu" um suma- rið. Nú er þetta orðið mikið breytt. Þó merkilegir menn séu enn um borð, fínnst mér þeir ekki eins eftir- tektarverðir og sérstæðir eins og áður. Menn njóta sín kannski ekki lengur. Eigi menn frístund um borð í skipi, fer hún í tilbúna afþreyingu eins og videogláp og blaðalestur. Áður þurftu menn að skemmta sér sjálfír og þá komu menn fram eins og þeir vom og lögðu hver sitt að mörkum. Menn lögðu sig þá fram um að segja söguna skemmtilega, gera úr henni gaman fyrir aðra og sérkenni hvers manns komu fram í sögunum og umræðunum um þær. í dag er þetta allt meira í fastari skorðum og menn meira í sama mótinu. Einstaklingseðlið nýt- ur sín ekki sem skyldi í allri þeirri afþreyingu, sem á boðstólum er. Nú em menn móttakendur í stað þess að vera skapendur áður. Mér fannst mannlífíð fjölbreyttara, þeg- ar ég var að byija til sjós, en það er í dag. Sigurður Georgsson: „Draugaskipið“ Gulltoppur Síðan lá leiðin yfír á Gulltopp, sem var svolítið skrýtinn bátur. Það var talið að reimt væri um borð. Ég varð nú aldrei beint var við drauginn, en oft kenndum við hon- um um ýmislegt, sem aflaga 'fór og átti kannski ekki að hafa getað skeð. Það lá við að maður væri farinn að trúa því, að það væri draugur um borð. Ég var stýrimað- ur og ég man eftir því einu sinni, er við vomm á nót, að baujumar í endunum brotnuðu alltaf. Draugn- um var auðvitað kennt um það, en ég fékk mér einu sinni þykkt álrör og bjó til baujuna úr.því. Það átti auðvitað ekki að geta brotnað, nema eitthvað sérstakt skeði, en það brotnaði líka. Svona var ýmis- legt annað. Einu sinni var talað um að draugurinn hefði reddað okkur. Við vomm þá með gott kast á síðunni, en allt í einu lak nótin í sundur og öll sfldin burtu. Við náð- um bara 30 tonnum. Svo lögðum við af stað heim til að láta gera við nótina og koma þessari skömm í vinnslu. Þá fór að bræla og bátur- inn að leka þessi ósköp. Hann hafði þá nuddazt eitthvað, annaðhvort við bryggjuna eða annan bát, þannig að rifaði milli borða svo hægt var að koma hendi á milli. Báturinn míglak þar inn og hefðum við haft það af að fylla hann, hefði hann ömgglega sokkið. Einu sinni, þegar við komum nið- ur á bryggju og ætluðum út, var stefnið fast undir bryggjunni og báturinn stóð upp á endann. Við gátum ómögulega skilið hvemig það gat gerzt og svo var víst ýmis- legt fleira, sem erfítt var að skýra. Ég man nú ekki hvort þetta var einhver nafngreindur draugur, en mig minnir að hann hafí átt að vera einhver maður, sem hafði unn- ið við byggingu bátsins og farizt af slysfömm við það. Maður sá hann aldrei, en einhveijir töldu sig hafa heyrt í honum. Hann lét greini- lega lítið fara fyrir sér nema þegar hann gerði mönnum alls konar grikki og óleiki, þó hann hafí reynd- ar líka komið okkur til hjálpar. Ég heyrði það svo seinna, þegar aðrir höfðu keypt bátinn, að þeir hefðu annaðhvort ætlað eða látið messa um borð í honum til þess að fá draugsa til að vera góðan eða koma honum úr bátnum. Fljótlega eftir það sökk báturinn og það var auð- vitað sett í samband við messuna og drauginn. Ragnar Guðjónsson: 350 tonn á háifu ári Hvemig fara menn að því að afla hundmða tonna á trillu? Taka meiri afla á 8 tonna bát með tak- markaðri sókn en margir stærri bátar taka á heilu ári með mikið til stöðugu úthaldi. í huga flestra virðist það óhugsandi. Fyrir Ragn- ari virðist það mikið til sjálfsagður hlutur. Aflasældin er ekki með- fædd, ekki tekin í arf. Hún er afrakstur þrotlausrar ástundunar, sem er eitt af einkennum Ragnars. Hann og María gefast ekki upp. „Það hefur gengið vel að afla á bátinn alla tíð, en aldrei betur en 1985. Þá réram við $ 6 mánuði og svo nokkra daga um haustið og í fyrra var svipaður, en tekinn á lengri tíma og um mitt sumar 1987 er aflinn orðinn yfír 200 tonn. Þetta er heldur minna tvö seinni árin, af því kvótinn er kominn á netaaflann hjá okkur eins og stærri bátunum. Kvótinn var ekki á 1985, hann átt- aði sig ekki á þessum möguleika hann Halldór, að smábátamir gætu tekið svona mikið í netin. Menn verða bara að passa sig á því að sækja ekki um of á þessum litlu bátum. Byija seinna á vertíð- inni og gæta sín vandlega. Veðrið skiptir svo miklu máli. Á því bygg- ist sóknin og veturinn, sem bezt gekk, var eiginlega stöðug blíða. Við emm venjulega þrir á bátnum á netunum og höfum verið með 45 til 50 net, 8 í trossu. Við fengum mest 10 í róðri og til jafnaðar var aflinn 7 til 8 tonn. Ég byija alltaf á línu í janúar og svo er farið á netin, þegar loðnan gengur yfír. Þá fáum við ekkert á línuna leng- ur, fiskurinn leggst í loðnuna og tekur ekki beituna. Það er svona í febrúar eða marz, sem það gerist. Annars hef ég bara verið fjórar vertíðir á netunum, lét línuna og skakið duga áður. Skakið tekur svo við af vertíðinni á vorin. Það er ekkert svipaður afli á því og netun- um. Mest höfum við fengið 4 tonn en þykir gott að fá tvö til tvö og hálft tonn á dag. Stundum er þetta svo nánast ekki neitt. Það fæst minna af fiski á hand- færin og línuna en í netin, en netafískurinn er lakari. Hann er hins vegar stærri og meira borgað fyrri hann. Það liggur við að gæðin skipti ekki máli. Verðið fer eftir stærðinni og fímm kflóa fískurinn er dýrastur. Þetta mætti vera öðm vísi.“ Stjómun fiskveiða og kvótinn hafa haft víðtæk áhrif á fískveiðar íslendinga síðustu árin. Tekin var upp skömmtun á físki í ljósi minnk- andi afla og allir urðu að gefa eftir, en mismikið. Trillukarlar fóm í stríð við sjávarútvegsráðherra, en þeim deilum er að mestu lokið. Trillukarl- ar em ekki háðir kvóta nema á netum á vertíðinni. Annars er þeim heimilt að veiða eins og þeir vilja þess utan, að þeir em skyldugir til að stoppa ákveðinn dagafjölda á ákveðnum tímum ársins. Ragnar er að mestu sáttur við þetta fyrir- komulag, þó það hafí skert mögu- leika hans. „Ég hef alveg nóg,“ segir hann. „Ég er tiltölulega sáttur við stjómun fískveiða, þó netakvótinn hafí skert aflann hjá okkur. Við megum vel við una miðað við hina bátana, sem hafa bara visst magn og ekkert umfram það. Við megum fiska 100 tonn af óslægðum fiski í net á vertíðinni og eins og við viljum og getum þess á milli. Að auki megum við taka ótakmarkað í önn- ur veiðarfæri en netin á vertíðinni. Kvótinn er bara á netunum, en það gæti nú breytzt. Þegar við tókum 350 tonnin á hálfu ári, vora sumir stóm bátamir ekki einu sinni með svona stóran kvóta yfír allt árið. 12 tonna bátamir em til dæmis með 150 tonna þorskkvóta yfír allt árið, en reyndar ótakmarkað af öðram tegundum í sóknarkvóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.