Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Síðasta sýning á „Föðurnum“ hjá LR: Leikararhafa skilað sínum hlutverkum með sóma - segirSveinn Einarsson leik- stjóri verksins LEIKFÉLAG Reykjavikur sýnir leikritíð Faðirinn eftír sænska skáldið Augnst Strindberg í síðasta sinn f kvöld, sunnudag. Aðsókn að leikritinu hefur verið þokkaleg, en hefði mátt vera meiri, að sögn Sveins Einarsson- ar sem leikstýrði verkinu. „Aðsóknin fór hins vegar vax- andi,“ sagði Sveinn. „Það er ef til vill blöðunum að þakka því þessi uppfærsla fékk mjög góða dóma í þeim. Hins vegar hafa sjónvarps- stöðvarnar ekki sýnt henni neinn áhuga og finnst mér það dálftið undarlegt. Þeir, sem séð hafa sýn- inguna, hafa látið vel af henni og er það vissulega ánægjulegt. Þetta verk hefur gert miklar kröfur til leikaranna en þeir hafa skilað sínum hlutverkum með sóma. Nú eru liðin eitt hundrað ár síðan Faðirinn var fyrst frumsýndur en það var f Kaupmannahöfti," sagði Sveinn. 8JABNI GI5L450* Morgunblaðið/Ágúst Btöndal Bjarni Gíslason, báturinn með engin veiðarfæri, aðeins einn sfldarháf. Neskaupstaður: V eiðarfæralaus á síldveiðum Neskaupstað. Á síldarvertfðinni ber margt skemmtilegt fyrir augu. Fyrir skömmu kom hér vélbáturinn Bjarni Gfslason frá Hornafirði og landaði sfld í bræðslu. Eitt- hvað þóttí mönnum vanta um borð f þennan vel hirta og fal- lega bát og þegar betur var að gáð kom S ljós að engin voru veiðarfærin, aðeins einn sfldar- háfur sem þeir á Bjarna notuðu til að háfa úr nótum annarra báta sem fengu stærri köst en þeir höfðu þörf fyrir. Eftir þessa löndun var aflinn orðinn um 300 lestir og sjálfsagt hefur bæst við síðan. Að sögn sfldarsjómanna kemur það sér oft vel að hafa svona fleytu á miðun- um sem ávallt er iaus og tilbúin að koma til aðstoðar þeim hinum sem eru með nótimar úti og þurfa aðstoðar við. — Ágúst Hrafn Gunnlaugsson dagskrársljóri um „Mann vikunnar; Dagskrárstj óra að ákveða efni þátta Ekki vettvangnr fyrir umdeild mál segir, Sonja B. Jónsdóttír „DAGSKRÁRSTJÓRI er ráðinn tíl að ákveða um hvað sjónvarps- þættír fjalla. Þegar dagskrár- stjóri tekur svona ikvörðun og umsjónarmaður vreystír sér ekki tíl að fjalla vtm málið, þótt hann hafi um það : rjálsar hendur er ekki annað að :<era en ,tð skipta um umsjónarmann,' uegir Hrafn Gunnlaugsson . lagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar sjón- varpsins þegar leitað var álits hans á gagnrýni á gerð þáttarins „Maður vikunnar". ítjóðvijjinn greindi frá pví á fÖBtu- dag að Ilrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri !\já Sjónvarpinu hafi rekið Sonju B. Jónsdóttur frétta- mann úr starfi. Sonja 'iafi neitað að vinna að þættinum ;,Maður vik- unnar" sem Hrafn nafði ákveðið að skyldi Qalla um Margréti Harð- ardóttur arkitekt ráðhússins sem fyrirhugað er að reisa við Reykja- víkurtjöm. Hún hafi viljað að þátturinn fyallaði um séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur og dætur hennar Döllu og Yrsu sem báðar eru prestvigðar. Hrafn hafí þá rekið Sonju og ráðið Baldur Hermanns- son í hennar stað til að gera þátt um Margréti Harðardóttur. Sonja starfar enn sem fréttamaður Sigrún Stefánsdóttir, sem haft hefur umsjón með vikulegum þátt- um um „Mann vikunnar" í Ríkis- sjónvarpinu, er um þessar mundir I nokkurra vikna leyfí frá störfum. Sopja B. Jónsdóttir fréttamaður hefur í Qarveru hennar haft umsjón með þáttunum. Egill Eðvarðsson staðgengill Hrafns í starfí réð Sonju til starfans. Sonja kveðst hafa lagt þann skilning i ráðninguna að hún væri ráðin til að annast þættina meðan Sigrún væri fjarverandi. Hrafn segir svo ekki vera, einungis hafi verið ráðið í ainn þátt í einu. Þættimir eru unnir á vegum Tnn- lendrar dagskrárgerðardeildar sem Hrafn veitir forstöðu en ekki frétta- deildar þár lem Sopja er vinnur fullt starf. Sonja hefur meðfram aðalstarfi aínu gert tvo þætti um „Mann vikunnar". Hún heldur áfram starfí við Fréttadeild og vinn- ur einnig að jiferð tveggja þátta um menningarmál fyrir Innlenda dag- skrárgerðardeild þrátt fyrir að hún hafi nú verið ,.leyst undan því að vinna við bessa þætti," eins og Hrafn Gunnlaugsson orðaði það. „Dagskrárstjóra að ákveða um hvað sjónvarpsþættir fjalla“ „Dagskrárstjóri er ráðinn til að ákveða um hvað sjónvarpsþættir fjalla. Þegar dagskrárstjóri tekur svona ákvörðun og umsjónarmaður treystir sér ekki til að fjalla um málið, þótt hann hafí um það fijáls- ar hendur er ekki annað að gera en skipta um umsjónarmann," sagði Hrafn Gunnlaugsson. „Eina pólitíska lyktin sem ég fínn af þessu máli er það að Sonja, sem er yfir- iýstur andstæðingur ráðhússins, hefur þama séð sér leik á borði til að gera málið tortryggilegt. Hins vegar vek ég athygli á að ég skrif- aði í sumar greín I Morgunblaðið sem ég kallaði „Vartan í Mið- bænum“. Þar varaði ég við þing- húsinu og því að reist væm stórhýsi í Kvosinni. Ég hef ekki tekið af- stöðu til staðsetningar ráðhússins. Kynningin var í gangi meðan meðan ég var við kvikmyndatökur erlendis f sumar og þetta pólitíska mold- virðri er nýskollið á. Hins vegar hef ég séð teikningar af húsinu og ég er sammála dómnefndarmönnum um það að þetta er n\jög falleg bygging. Þetta er eitt ílf fáum íslenskum arkitektúrverkum sem mér fínnst virkilega bera af og það er það sem ég vildi láta varpa ijósi á >g þennan komunga nrkitekt, 'jjessa ungu konu, sem gæti orðið oins konar Guðjón Samúelsson dagsins í dag, því ef af ráðhúss- byggingunni verður, mun hún setja jafnmikinn svip á Miðbæinn og byggingar Guðjón gerðu. Ef menn vi\ja endilega sjá það í pólitísku aamhengi, þá er sennilega ekki til það mál sem ekki er hægt að sjá $ slfku samhengi. Sonja B. Jónsdóttir kvaðst hafa litið svo á að hún væri ráðin til að annast gerð þáttanna um „Mann vikunnar í fíarveru Sigrúnar Stef- ánsdóttur. „Eg taldi að þessi þáttur væri ekki vettvangur fyrir jafnum- deilt mál og ráðhúsið við Tjömina er. Þættinum var ætlað var fíalla um hvunndagshetjur og fínna já- kvæða og skemmtilega fleti á málum. Um pólitísk mál, eins og ráðhúsmálið er orðið, er fíallað af fréttum og í Kastljósi. Þar var reyndar rætt við Margréti Harðar- dóttur fyrir viku sfðan." Soi\ja sagði að sér hefði fundÍBt sem með því að fíalla um ráðhúsmálið á þessum vettvangi væri Sjónvarpinu misbeitt í pólitísku máli og að þvf hefði hún ekki viljað standa. Eftir að Hrafn Gunnlaugson leysti Sor\ju frá störfum við „Mann vikunnar" réð hann Baldur Her- mannsson til að vlnna að þætti um Margréti Harðardóttur arkitekt. Þátturinn var á dagskrá í gær- kvöldi, laugardag. Sól á heimsenda Saga eftir Matthías Johannessen ÚT er komin i\já AB bókin Sól á heimsenda, saga eftir Matthías Johannessen. I fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist frá Almenna bókafélaginu kemur eftirfarandi meðal annars fram: Ritstörf Matthíasar Johannessens eru orðin mikil og margvísleg. Ljóð- skáld er hann þó fyrst og fremst, en samtalsbækur hans hafa einnig þótt frábærar og hafa markað tíma- mót í þeirri bókmenntagrein hér á landi. Tvö smásagnasöfn hefur hann einnig sent frá sér, Nítján þætti, 1981 og Konungur af Aragon 1986. Og enn leggur Matthías á nýjar leiðir og sendir frá sér alllanga sögu, sem hann nefnir Sól á heimsenda. Hlýtur slíkt að vekja athygli hans fíölmörgu lesenda — hvemig tekst ljóðskáldinu við sagnagerð? Sól á heimsenda er 135 bls. að Matthfas Johannessen stærð og prentuð og bundin í Prent- verki Akraness. Listasafn ASÍ: Málverkasýning Tryggva Olafssonar Tryggvi Ólafsson hefur opnað málverkasýningu í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Á sýning- unni er hátt á fimmta tug málverka, flest frá þessu ári, en einnig hefur Tryggvi valið nokk- ur eldri verk sem honum eru sérstaklega hugleikin og birtast í listaverkabók um hann, sem Listasafn ASÍ og Lögberg-bóka- forlag gefa út. í fréttatilkynningu frá Listasafni ASÍ segir einnig: „Tryggvi hefur fyrir löngu skipað sér sess meðal virtustu listmálara íslenskra. Hann var einn af SÚM-hópnum á sfnum tfma, og á áttunda áratugnum vakti hann einkum athygli fyrir myndir sem túlka tilfínningar hans gagn- vart fréttum af ógnum styijalda þeirra sem geisuðu í Asíulöndum. Þær myndir eru meðal þess athygl- isverðasta og áhrifaríkasta, sem sést hefur f pólitískri list nú á tfmum. Myndefni Tryggva og aðferðir til þess að koma boðskap sínum á framfæri hefur breyst mikið frá þessum tíma. Myndir hans eru full- ar af táknum, jafnt í lit sem formum, en á síðustu tímum hafa formin einfaldast og smáatriðum er kippt burt svo inntak myndanna standi eitt eftir. Tryggvi stundaði nám við Mynd- lista- og handfðaskóla íslands 1960—61, en flutti síðan til Kaup- mannahafnar þar sem hann nam við konunglegu listaakademíuna. Hann hefur verið búsettur í Kaup- mannahöfn upp frá því. Tryggvi hefur haldið um tuttugu einkasýningar hér heima og í Dan- mörku. Hann hefur einnig tekið þátt í hátt á þriðja tug samsýninga víða um Evrópu. Sýningin í Listasafni ASÍ verður opin alla virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—22. Henni lýkur sunnudaginn 6. desember." Ríkisútvarpið þjálf- ar rafeindavirkja ERFITT hefur reynst fyrir Ríkisútvarpið og stærri tölvufyr- irtæki að fá rafeindavirkja til starfa. Að sögn Magnúsar Hjálm- arssonar yfirmanns tæknideildar Rikisútvarpsins, hyggst Rikisút- varpið halda 18 mánaða nám- skeið og þjálfa fólk tíl starfa. Talið er að utanríkisráðuneytið muni óska eftir að ráða rúmlega 60 rafeindavirkja til starfa við lór- an- og ratqjárstððvar á næstu árum þegar fslendingar taka við rekstri þessara stöðva. Magnús sagði að því hefði Rfkisútvarpið ákveðið að reyna nýjar leiðir til að ráða fram úr þessum vanda. Þörf væri fyrir fíóra til fímm rafeindavirkja en lítið framboð af mönnum með þessa menntun. Innan við tuttugu raf- eindavirkja útskrifast frá Iðnskól- anum á ári. „í stað þess að fá menn sem Iðn- skólinn hefur inenntað í rafeinda- virkjun, þá ætlum við að reyna að fara svipaða leið og víða er farin erlendis. Auglýst var eftir mönnum með stúdentspróf og bárust milti 20 og 30 umsóknir. Við ætlum síðan sjálfír að halda 18 mánaða verklegt og bóklegt námskeið í rafeinda- virkjun fyrir þá,“ sagði Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.