Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 36
voor cr'tfCTWT'Jvrvr/ oó CTim a /'tttt/tt/tto citcta T<JT/TTr\arrk>4r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 KÓR MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ efst í huga úr kórstarfinu, að þar hefði hún kynnst manninum sínum og það hefði verið og væri mikið um pör og hjón í kómum. „í kómum lærir maður að taka tillit til ann- arra og tónlistarlega er kórstarfíð mjög góður skóli. Við syngjum allar tegundir tónlistar." Fólk lærir að vinna saman Áslaug Thorlacius var á öðru ári I menntaskólanum þegar hún hóf að syngja með kómum 1980, hún missti af inntökuprófinu í kórinn árið áður. Áslaug er ein af stofnfé- lögum í framhaldskómum, Hamra- hlfðarkómum, og hefur sungið óslitið með honum síðan. Áslaug sagði að dagurinn í gær væri henni minnisstæðastur, en þá flutti kórinn tónverkið Triptych eftir Hafliða Hallgrímsson á tónleikum í Nor- rænna húsinu en einnig hefði verið ógleymanlegt að syngja Dafnis og Klói, eftir Ravel, með Sinfóníu- hljómsveit íslands; menn hefðu alveg sleppt sér í lokakaflanum. Ennfremur sagði hún að í Hamra- hlíðarkómum lærði fólk miklu meira en að syngja, þar lærir fólk að vinna saman og l(ka að hlusta á tónlist, kjmntist öllum tegundum tónlistar, bæði eldri verkum og nútímatónlist. Ætlaði ekki í kórinn Ólafur Kjartan Sigurðarson sjmgur bæði í hinum eiginlega nem- endakór og í framhaldskómum. Hann viðurkenndi að það færi ansi mikill tími í sönginn. Hann hefði komið í Menntaskólann við Hamra- hlíð ákveðinn f því að fara ekki í kórinn, en fyrir áeggjan skyld- menna m.a. föðurbróður sem var í kómum á sinni tíð, hefði hann sleg- ið til og sæi ekki eftir þvf. Ólafur sagði að það sem honum væri minnisstæðast úr kórstarfinu væru utanlandsferðimar og einnig það að sjmgja einsöng með kómum. Fulltrúa Morgunblaðsins lék for- vitni á vita hvemig stjómandi Hamrahlfðarkóranna, Þorgerður Ingólfsdóttir, næði þeim tóni úr kómum, sem hún vildi, hvort hún væri strangur kennari eða mildur. „Hún er mjög strangur kennari og gerir miklar kröfur, en hún er rétt- lát og mjög góður félagi og vinur, hún er góður kennari og maður á henni mikið að þakka." Kórínn er hljóðfæri Jónas Valdimarsson byqaði ekki að syngja í kómum fyrr en á síðasta ári sfnu f menntaskóla, haustið 1982. Reyndar var Jónas við tónlist- amám á þessum tíma og hljóm- fræðikennari hans, Atli Heimir Sveinsson, benti honum á að það væri mjög gagnlegt og gaman að vera í kór, svo að lokum hefði hann loks látið slag standa og skellt sér í kórinn. Jónas sagðist halda tengsl- um við tónlistina með kórsöngnum, en núna væri hann í námi f háskól- anum. „Ég hef gaman af að sjmgja, ekki síst nútímatónlist og félags- skapurinn og félagsandinn er mjög góður. Það er skemmtilegt hvað þetta er samheldinn hópur þrátt fyrir allar annir í þjóðfélaginu. Mér finnst verkin, sem við flyljum núna, erfiðari heldur en við fluttum þegar ég byijaði í kómum, t.d. spanna sum verkin mjög vítt tónsvið, við fömm mjög hátt upp og mjög langt niður." Fulltrúi Morgunblaðsins spurði Jónas hvemig sambandi kórstjóra og kórs væri háttað á tónleikum. Hann sagði að athygli allra kórfé- laga væri auðvitað bundin við Þorgerði. „Það verða sterkir tón- leikar þegar við náum að samstillast kórstjóranum, að vissu leyti missir maður einstaklingseðlið í kómum, verður hluti af heild. Kórinn er hljóðfærið hennar Þorgerðar og góður hljóðfæraleikari þekkir hljóð- færið sitt. Það má segja að það sé töluvert erfiðara fyrir Þorgerði því að það verða alltaf nokkur um- skipti á hveiju ári og hún þarf að stilla sig upp á nýtt og læra upp á nýtt á hljóðfærið." Mjmdi það hafa áhrif á sönginn ef Þorgerður væri að kvefast? „Al- veg örugglega en það kemur varla fyrir, hversu illa haldin sem Þor- gerður er mætir hún á kóræfingu, hún ieggur sig fram af lífí og sál.“ Þolinmæði og bjartsýni Fulltrúi Morgunblaðsins bað kór- sljórann, Þorgerði Ingólfsdóttur, um viðtal til að fræðast enn frekar um kórinn og hvað stæði til sunnu- daginn 22. nóvember. Þorgerður sagði að þá myndu allir kórfélagar sjmgja, stilla sig saman í voldugum samsöng, bæði núverandi og fyrr- verandi kórfélagar. Báðir Hamra- hlí- ðarkóramir myndu syngja saman og einnig hvor í sínu lagi, þá jrrðu einnig atriði með gömlum kórfélög- um, t.d. Kristni Sigmundssjmi og Stuðmönnum. Verk eftir Þorkel Morgunblaðið/Sverrir Kristínn Sigmundsson, söngvari. Morgunblaðið/Sverrir Áslaug Thorlacius. Sigurbjömsson yrði frumflutt. Þor- gerður sagði alla vini og velunnara kóranna vera velkomna á afmælis- hátíðina. Blaðamaður innti Þorgerði eftir þvf hvort hann mætti vera svo djarf- ur að spjuja hvort það hefði ekki þurft mikla ákveðni og þrautseigju til að koma kómum á fót og til þeirrar virðingar sem hann nú njrti. Þorgerður tók framhleypni blaða- mannsins ljúfmannlega og svaraði: „Jú, það hefur svo sannarlega þurft ákveðni. En það er þolinmæðin og bjartsýnin sem hafa ráðið úrslitum. Að trúa á unga fólkið, hæfileika þess og treysta þeim til stórra Fyrsta sjónvarpsupptaka kórsins, árið 1970. Morgunblaðið/Sverrir Þórhildur Halla Jónsdóttir. Morgunblaöið/Sverrir Egill Ólafsson, tónlistarmaður. Morgunblaðið/Sverrir Bryndis Guðmundsdóttir. á hveijum degi allan ársins hring. Það má ekki verða neitt hlé á, hvort heldur er sunnudagur, jól eða pásk- ar. Hljóðfæri mitt er kór og hljóð- færaleikari, sem vill ná árangri spyr ekki sjálfan sig: „Hvað æfí ég marga klukkutíma?" Hann spyr: „Hvað get ég gert þetta vel?““ Morgunblaðið/Sverrir Jónas Valdimarsson. hugar, það er ekki hægt að vinna þetta nema vera með þessu vakandi og sofandi. Sumum finnst það ótrú- legt að ungt fólk geti gert eitthvað sem sé hægt að telja til listsköpun- ar. En ég tel að svo sé, er ekki í nokkrum vafa. Þetta unga fólk er svo duglegt. Ef það er ákveðið verk- efni sem við höfum tekið að okkur, krefst það þess að við æfum og ég verð að vera.“ Þegar markið er sett svona hátt, ertu þá ekki allaf að? „Starfsdagur minn er auðvitað langur og ég er alltaf á kvöldvakt, það er æfing á nærri hveiju kvöldi. Það eru æfingar fyrir mig næstum Þarf að hafa fyrir hlutunum Nú þarf peninga til flestra hluta, hvemig hefur gengið að fjármagna svona umfangsmikið kórstarf? „Það er ótrúlegt, hreint ótrúlegt. Við höfum verið svo gæfusöm að við höfum mætt velvild frá skólanum, ýmsum fyrirtækum, einstaklingum og síðast en ekki síst fjölskyldum okkar. Þó að við séum boðin til útlanda er það ekki vaninn að ferð- imar séu borgaðar, þótt gestgjaf- amir greiði götu okkar þegar þangað er komið. Menntamálaráðu- neytið hefur styrkt okkur í nokkur skipti, en það hefur ævinlega verið vilji kórfélaga til að leggja mikið af mörkum sem hefur ráðið úrslit- um. Það væri auðvitað heppilegra ef við gætum notað tímann til að æfa í stað þess að ganga í hús og selja happdrættismiða, borðtuskur eða rækjur o.s.frv., til að flármagna næstu tónleikaferð. En maður lærir . að það þarf að hafa fyrir hlutunum, þeir koma ekki fljúgandi af himnum ofan.“ Þorgerður var innt eftir því hvort kórinn hygði á einhveijar utanferð- ir á næstunni. Hún sagði að kómum hefði verið boðin þátttaka í tónlist- arhátíð í Ungveijalandi í júlí á næsta ári og væri ætlunin að þiggja það boð. Þorgerður nefndi tilboð Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Kjartan Sigurðarson. verka. Þetta held ég að hafi átt mestan þátt í koma kómum á fót.“ Alltaf á kvöldvakt Þessu næst spurði Morgunblaðið Þorgerði hvemig starfdegi hennar sem kórstjóra væri háttað. „Ja, þetta er nú ekki mitt eina starf, ég er líka kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík." Blaðamanni þótti þetta nokkur tfðindi og spurði því Þorgerði hvort það væri ekki í raun fullt starf að stjóma kór af þessari stærð og í þessum gæðaflokki. Hún kvað það vera í sjálfu sér rétt. „í slíku starfi getur maður ekki verið nema maður sé virkilega heils-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.