Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 33 JNtot&ttriWUútfb Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar rltstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Slgtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Áhyggjur í Vestur-Evrópu IMorgunblaðinu í dag birt- ist athyglisverð frétt um þær áhyggjur, sem menn hafa nú í Vestur-Evrópu af því, að menningarleg sér- kenni ýmissa þjóða þar séu í mikilli hættu. Fram- kvæmdastjóri Evrópuráðs- ins, Marcelino Oreja, flutti ræðu á ráðstefnu, sem sótt var af fulltrúum ýmissa menningarsvæða í Evrópu og sagði m.a.: „Nánara sam- starf Vestur-Evrópuríkjanna verður öðrum þræði að mið- ast við að varðveita tungu og menningarleg einkenni smáþjóðanna og einstakra héraða, en við stöndum nú frammi fyrir allsherjarstöðl- un og samsömun." Sam- kvæmt frétt Morgunblaðsins sagði framkvæmdastjóri Evrópuráðsins einnig, að menningarlegri margbreytni í Vestur-Evrópu stafaði stór- hætta af vaxandi samstarfi og samtvinnun efnahagslífs- ins í þessum heimshluta. Þá var um það rætt á þessari ráðstefnu, að stefnt væri að því að bæta hlut smáþjóða og þeirra, sem eiga mállýzk- ur að móðurmáli. Loks var lýst hættum á því, að íbúar vinsælla ferðamannastaða týni þjóðlegum einkennum sínum án þess að tileinka sér nokkur önnur. Þær umræður, sem þarna hafa farið fram um stöðu smáþjóða, tungu þeirra, menningarleg sérkenni og mállýzkur eru efnislega hin- ar sömu og farið hafa fram hér á íslandi, m.a. hér í Morgunblaðinu, t.d. í Reykjavíkurbréfi fyrir viku, um þá hættu, sem íslenzkri tungu og menningu stafar af þróun fjarskiptatækni og alþjóðlegri fjölmiðlun. Þorsteinn Pálsson, for- sætisráðherra, vék einnig að þessu í ræðu sinni á flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í gær, sem birt er í heild í Morgunblaðinu í dag, þegar hann sagði:„Öld tækni og upplýsinga færir þjóðirnar nær hver annarri. A miklu veltur því, að okkur takist að varðveita íslenzka menn- ingu og íslenzka tungu í því ölduróti. Menningin og tungan eru það, sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð, sem borin er virðing fyrir. íslenzk tunga er í hættu. En höfum það hugfast, að sérhver ógnun við íslenzka tungu er um leið ógnun við fullveldi þjóðarinnar. Varð- veizla og viðhald íslenzkrar menningar er því ekkert gamaldags tal, það er enginn óður til liðinnar tíðar, til for- tíðar, það er sjálfur grun- dvöllur framtíðarsjálfstæðis íslenzks samfélags." Það er bæði eftirtektar- vert og^ fagnaðarefni fyrir okkur íslendinga, að þær áhyggjur, sem við höfum haft hér af framtíð okkar og kannski talið, að við vær- um ein um í okkar heims- hluta, skuli einnig vera til staðar hjá öðrum þjóðum og þjóðarbrotum. Ástæðan er einfaldlega sú, að aukið sam- starf okkar við aðrar þjóðir á þessu sviði getur styrkt okkur mjög í baráttunni fyr- ir því að halda tungu okkar, menningu og sjálfstæði. Um leið og smærri þjóðir í Vest- ur-Evrópu og þjóðarbrot innan stærri samfélaga hafa sömu áhyggjur og við og stríða við sömu vandamál að þessu leyti verður auð- veldara fyrir okkur að hafa áhrif á stærri þjóðir og alla þróun mála. Það er því full ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að kynna okkur rækilega það, sem fram hefur farið á þeirri ráðstéfnu, sem hér er vitnað til og leita eftir sam- starfi við þá, sem þar hafa verið í forystu. Samstaða með öðrum og samvinna við aðra mun auðvelda okkur þessa baráttu og veita okkur nýtt þrek til þess að láta hvergi undan síga. Þess er að vænta að bæði utanríkisráðherra og menntamálaráðherra hafi frumkvæði um að efla tengsl okkar við þessar smáþjóðir °S þjóðarbrot. Með slíku samstarfi getum við skapað okkur nýja og betri vígstöðu en við höfum áður haft. REYKJAVIKURBREF I Inóvembermánuði fyrir tveimur árum var mikil svartsýni ríkjandi í landinu. Miklir efnahagserfið- leikar virtust framundan, sem stjórnmálamenn sáu ekki auð- velda lausn á. Útlendingur, sem hingað kom á þeim tíma, hafði orð á því við höfúnd Reykjavíkur- bréfs, að sér virtist vonleysi einkenna viðhorf og afstöðu fólks. Þessi sami maður kom til íslands á ný rúmum tveimur mán- uðum síðar eða í lok janúar 1986. Þá hafði hann orð á því, hve viðhorf fólks hefði breytzt mikið frá nóvembermánuði. Mikil bjartsýni ríkti og kraftur í öllu atvinnulífi. Á þeim rúmum tveimur mánuðum, sem þarna skiptu sköpum, gerðist þrennt: Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi og verð- lag á fiskafurðum okkar á Bandaríkja- markaði hækkaði. Jafnframt lækkuðu vextir af skuldum okkar erlendis. Þetta varð upphaf þess góðæris, sem við höfum búið við síðan. Ef einhverjir sérfræðingar hefðu spáð því í nóvember 1985, að tíma- bil góðæris mundi ganga í garð í ársbyrjun 1986 hefði enginn trúað þeim. Þetta litla dæmi sýnir hversu erfitt er að segja fyrir um framvindu efnahagsmála á íslandi. Með hliðsjón af þessari reynslu er það því ekki að tilefnislausu, að Þröstur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, tekur takmarkað tillit til þjóðhagsspár Vinnu- veitendasambands íslands og bendir á, að vinnuveitendur hafi áður dregið upp svarta mynd af ástandi og horfum í efnahagsmál- um skömmu fyrir nýja kjarasamninga. Spurning er hins vegar sú, hvort líklegt sé, að við verðum jafn heppin nú og 1986. Þótt ekkert verði fullyrt um það, eru líkurnar á því ekki miklar. Verðfallið í kauphöllum í Bandaríkjunum og víðar hef- ur afhjúpað veikleika í bandarísku efna- hagslífi, sem margir sérfræðingar telja að muni leiða til verulegs samdráttar í atvinn- ulífí þar. Samdráttur í bandarísku efna- hagslífí getur valdið verðlækkun á fiskafurðum en það er alla vega hægt að ganga út frá því sem vísu, að slíkir erfið- leikar leiða ekki til verðhækkana á fiski! í þessu sambandi má einnig minnast á frétt í Morgunblaðinu í dag, laugardag, þess efnis, að einn stærsti kaupandi á íslenzkum fiski leiti nú að ódýrari fiski til þess að selja í veitingahúsum. Stríðsástand við Persaflóa veldur því, að ólíklegt er að verð á olíu falli í bráð, sennilegra er að það geti hækkað eitt- hvað. Þess vegna eru líkurnar á sams konar happdrættisvinningi og í ársbyrjun 1986 ekki miklar. Alla vega er ekki hægt að géra út á þann vinning! Olíkviðhorf Viðhorf vinnuveitenda og verkalýðssam- taka til framvindu mála næstu mánuði eru afar ólík. Verkalýðssamtökin leggja áherzlu á tvennt: bætta afkomu fisk- vinnslufólks og að dregið verði úr ójöfriuði í launamálum. Á margan hátt er þessi afstaða verkalýðssamtakanna skiljanleg. Það hefur valdið mikilli og vaxandi gremju hjá starfsfólki í fískvinnslustöðvum, að hinn mikli hagnaður sem orðið hefur í sjáv- arútvegi síðustu misseri hefur fyrst og fremst runnið til útgerðarmanna og sjó- manna. Kjör fiskvinnslufólks hafa að vísu verið bætt verulega, en ekki nægilega að þess mati þegar það ber sig saman við sjómennina. Menn verða að átta sig á þeirri nálægð sem er rnilli sjómanna og fískvinnslufólks í litlu sjávarþorpunum. Þar er návígið svo mikið, að öllum er ljóst að sjómaðurinn á togaranum hefur mikil uppgrip á sama tíma og konan hans, sem vinnur í fiskverk- unarstöð í landi, ber mun minna úr býtum. Sums staðar hefur þetta leitt til þess, að fólk hefur hætt að vinna við fískvinnslu. Þetta fólk herjar nú á forystumenn þeirra verkalýðsfélaga, sem það á aðild að, um sanngjarna skiptingu á þeim mikla hagn- aði, sem orðið hefur í sjávarútvegi. Kröfur um, að kvótanum verði skipt á milli útgerð- ar og sjómanna annars vegar og fisk- vinnslu og fískverkunarfólks hins vegar eiga m.a. rót sína að rekja til þess mikla tekjumunar, sem orðið hefur svo áberandi milli sjómanna og fískvinnslufólks. Peningaflóðið hefur verið mikið í góðær- inu og augljóst, að fjölmennir hópar þjóðfélagsþegna komast betur af en þekkst hefur áður hér á íslandi. Efnamunurinn hefur farið vaxandi. Það er raunar ekki nýtt fyrirbæri. Hann varð mikill á verð- bólguárunum, þegar sumir einstaklingar söfnuðu miklum eignum með því að spila á verðbólguna. En hann hefur orðið aug- ljósari öllum þorra almennings nú hin síðari ár. Þótt þjóðinni hafí fjölgað er fá- mennið samt svo mikið, að í daglegu lífí fólks er tekið rækilega eftir því, ef efna- munur verður áberandi mikill. Raunar er hægt að færa rök að því, að svona fá- mennt þjóðfélag þoli ekki til lengdar of mikinn mun á kjörum fólks. Krafa verka- lýðssamtakanna um að jafna kjörin er m.a. sprottin af þessari tilfínningu hins almenna borgara, sem er orðin býsna sterk. Rökin fyrir kröfugerð verkamannasam- takanna viðvíkjandi þessu tvennu eru því fyrir hendi. En vinnuveitendur hafa líka sterk gagnrök. Það fer ekkert á milli mála, að afrakstri góðærisins hefur verið dælt út í efnahagslífíð. Kaupmáttur hefur aukizt ótrúlega mikið. Atvinnurekendur geta nú bent á þá staðreynd, sem blasir við, að kostnaður atvinnuvega hér innan- lands er orðinn meiri en útflutningsat- vinnuvegirnir geta staðið undir. Gengi dollars var óbreytt í nokkur misseri. Ástæðan fyrir því, að sjávarútvegur og fískvinnsla gátu staðið undir því þrátt fyr- ir miklar kostnaðarhækkanir innanlands var sú, að fískverð hækkaði verulega á Bandaríkjamarkaði. Auk þess hefur meira af sjávarafíanum en áður farið á markaði í Evrópu, en þar hefur gengisþróunin ver- ið önnur. Nú hefur það gerzt undanfarnar vikur, að gengi dollars hefur ekki staðið í stað heldur lækkað, þannig að útflutn- ingsfyrirtækin fá færri krónur fyrir hvern dollar, sem þau flytja út fyrir. Enginn veit, hvert framhald verður á þessari þró- un. Sumir sérfræðingar vestan hafs eru þeirrar skoðunar, að dollar eigi eftir að styrkjast, aðrir telja að hann geti enn fall- ið verulega í verði. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að við þessar óvissu aðstæður hafa atvinnurekendur rök fyrir sínu máli, þegar þeir telja sig ekkert eiga aflögu og stjórnmálamenn hafa mikið til síns máls, þegar þeir segja, að markmiðið nú hljóti að vera að reyna að verja þann kaupmátt, sem náðst hefur. Af þessu má sjá, að báðir aðilar, vinnu- veitendur og verkalýðssamtök hafa sanngirnisrök fyrir sinni afstöðu og því engin ástæða til að fordæma annan hvorn aðilann. Verst er, að svo mikil óvissa ríkir um framhaldið, að það er nánast ómögu- legt að átta sig á því á þessari stundu, hvort við stöndum frammi fyrir nýju góð- æri eftir þrjá mánuði eða stórfelldum vandamálum. Það eru þó óneitanlega meiri lfkur á því, að það harðni á dalnum en að við eigum eftir að upplifa umskipti árs- ins 1986 á ný. í merkri ræðu, sem Þorsteinn Pálsson, forsetisráðherra, flutti á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú um þessa helgi, segir hann m.a.: „Því verður auðvitað ekki jafnað við stóráfall, þótt á næsta ári gef- ist ekki færi á að auka tekjur manna almennt i þjóðfélaginu. Þvert á móti væri það verulegur árangur, ef tækist að koma í veg fyrir umtalsverða kaupmáttarminnk- un atvinnutekna og viðhalda þeim lífskjör- um, sem okkur hefur tekizt að ná á síðustu árum. Þetta markmið hefur ríkisstjórnin sett sér." Umræður um gengislækkun Fyrrverandi ríkisstjórn lagði ríka áherzlu á að halda gengi krónunnar stöð- ugu og koma í veg fyrir það gengissig, sem einkenndi verðbólguár vinstri stjórna. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig gert svokallaða fastgengisstefnu að grundvall- aratriði í sinni efnahagsstefnu. Skömmu eftir að þing kom saman og áður en dollar Laugardagur 21. nóvember Þessa mynd tók ÓL.K.M. af Kópavogskirkju fyrir skömmu en að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á kirkjunni og hún nui. máluð að utan. byrjaði að lækka svo mjög, sem síðar varð, fóru fram miklar umræður á Alþingi utan dagskrár um efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, sem nokkrum vikum síðar var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins, sem hðf þær umræð- ur og sagði m.a.: „Þess vegna beini ég þeirri spurningu til hæstvirts forsætisráð- herra, hvort hann sé reiðubúinn að lýsa því yfir hér, að ríkisstjórnin muni hvorki á þessu ári né á næsta ári fella gengi íslenzku krónunnar, hvort hann sé reiðubú- inn að veita þeirri yfírlýsingu það vægi aðleggjalíf ríkisstjórnarinnar að veði..." Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, sagði m.a. í svari sínu til Ólafs Ragnars: „Jafnframt var tekin sú ákvörðun að halda fast og ákveðið við þá fastgengisstefnu, sem hefur verið og er og verður grundvöll- ur að efnahagsstefnu stjórnarinnar. Til þess að treysta þá stefnu í sessi og draga úr viðskiptahalla var nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða í ríkisfjármálum og jafnframt að grípa til aðgerða í peninga- málum til þess að auka aðhald, opna möguleika til frekari sparnaðar og gera mönnum kleift að leggja peninga inn á gengisbundna reikninga. Ráðstafanirnar í peningamálum eru í því fólgnar, að bönkum og sparisjóðum verður heimilað að bjóða gengisbundna innlánsreikninga. Einstaklingum og fyrir- tækjum verður heimilað að eignast erlend verðbréf, heimildir íslenzkra fyrirtækja til að fjárfesta í atvinnurekstri erlendis og styrkja þannig viðskiptastöðu sína verða rýmkaðar og ríkissjóður mun bjóða gengis- bundin spariskfrteini. Hér er verið að opna fjölbreyttari kosti til sparnaðar. Hér er verið að gera ráðstafanir til að ðrva sparn- að. Auðvitað er það svo, að menn hafa spurt sjálfa sig: stenst fastgengisstefnan þegar þannig stendur á i íslenzku þjóðfélagi eins og raun ber vitni? Er þetta mögulegt? Getur þetta tekizt? Við höfum með þessum ráðstöfunum stigið skref til þess að svo megi verða og tryggt að svo megi verða, ef annað gengur eftir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því öll, að það kunna að vera uppi efasemdir. En með þessu eru opnaðir möguleikar fyrir þá sem kunna að efast til þess að leggja sparifé sitt inn á gengisbundna reikninga fremur en að verja því til innkaupa og eyðslu." I þessum sömu umræðum svaraði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, spurningu Ólafs Ragnars á þennan veg: „Ríkisstjórnin vísar á bug kröfum sumra atvinnurekenda um gengislækkun. Ég spyr háttvirtan málshefjanda: Er það stefna hans óbreytt eins og hún var á stjórnartímanum 1980-1983 að fellageng- ið á degi hverjum samkvæmt pöntun frá atvinnurekendum? Er það sú stefna, sem háttvirtur þingmaður ætlar að draga að húni í málflutningi sínum, þegar hann gerir tilkall til forystu fyrir leifunum af Alþýðubandalaginu? Það er einmitt með hliðsjón af reynslunni frá þessu tímabili, sem íslenzka þjóðin, líka öflugir talsmenn atvinnurekenda og öflugir talsmenn laun- þega segja: Lærum af þeirri reynslu. Látum ekki undanlátssemi og aumingja- skap gagnvart kröfum sérhagsmunahópa í þjóðfélaginu verða til þess að ríkisstjórn- ir sitji en þori ekki að stjórna." Jón Sigurðsson, núverandi viðskiptaráð- herra og einn helzti sérfræðingur þjóðar- innar í efnahagsmálum, sagði í þessum umræðum: „Með þessum ráðstöfunum er verið að hafna þeirri gengislækkunarleið, sem iðulega hefur verið farin þegar nauð- syn hefur borið til að draga úr þjóðarút- gjöldum og innflutningi. Undaníátssemi við þá, sem nú hafa uppi háværar kröfur um gengisfellingu, hefði verið að skvetta olíu á verðbólgueldinn, sem hefur verið að lifna að undanförnu. í stað gengisfell- ingar hafa nú verið akveðnar öflugar aðhaldsaðgerðir einmitt til þess að treysta gengi krónunnar. Markmiðið er að koma í veg fyrir, að nýr vítahringur gengisfell- inga og innlendra verðlagshækkana myndist. Þetta er lykilatriði, því að stöð- ugt gengi er, eins og hér hefur komið fram, hornsteinn efnahagsstefhu ríkisstjórnar- innar." Loks er ástæða til að vitna til orða Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð- herra, sem nú er að verða helzti talsmaður Framsóknarflokksins í innanlandsmálum en hann sagði: „Það má sjálfsagt deila um það lengi, hvern kost eigi að velja í þeim efnum, en það er alveg rétt, sem hann sagði hér, að ríkisstjórnin byggir til- veru sína á því, eins og hann sagði, og hún var stofnuð á þeim grundvelli, að genginu yrði haldið föstu. Hitt er svo ann- að mál, eins og kom fram hjá hæstvirtum fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin er ekk- ert ein um að viðhalda fostu gengi hér. Meira að segja stjórnarandstaðan skiptir þar miklu máli. Það skiptir máli, hvernig stjórnarandstaðan talar og hvað stjórnar- andstaðan vill. Sem betur fer skiptir stjórnarandstaðan allmiklu máli, þótt háttvirtur 5. þingmaður Reyknesinga (ól- afur Ragnar) sé e.t.v. annarrar skoðunar. Ég vænti nú að hann sé það ekki. Aðilar vinnumarkaðarins skipta þar einnig miklu máli. Það er alveg Ijóst, að aðilar vinnu- markaðarins hafa ekki hagað sér þannig undanfarið, ef nota má það orð, eða breytt þannig á undanförnum mánuðum, að það skapi mikla tiltrú á því að þeir vilji halda hér föstu gengi. (ÓRG: Á það líka við um verkalýðshreyfinguna?) Það á jafnframt við um verkalýðshreyfínguna, háttvirtur þingmaður. Það á jafnframt við um verka- Íýðshreyfmguna." Af þessum ummælum forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra má ljóst vera, að núverandi ríkisstjórn hefur ekki í hyggju að lækká gengi krónunnar. Þótt gengi dollars hafí lækkað töluvert eftir að þessi tilvitnuðu orð voru sögð á Alþingi ísiend- inga getur það þó tæpast ráðið úrslitum og þess vegna verður að ætla að þessar yfíríýsingar ráðherranna séu enn í fullu gildi. Hvað er framundan? Það má færa rök að því, að gengislækk- un mundi leysa bráðan vanda verkalýðs- foringjanna. I krafti hennar gætu þeir knúið fram krónutöluhækkun launa, sem mundi friða þeirra fólk um hríð. Það má líka færa rök að því, að gengislækkun mundi leysa aðkallandi vanda útflutnings- atvinnuveganna, sem standa frammi fyrir meiri kostnaðarhækkunum innanlands en útflutningsverðið stendur undir. Það fer á hinn bóginn ekkert á milli mála, að gengislækkun leysir engan vanda fyrir þjóðina, þegar til lengri tíma er litið, hvorki fyrir íaunþega né atvinnurekendur. Hún þýðir einfaldlega nýja kollsteypu og vaxandi verðbólgu. Hvað er þá framund- an, ef gengið er út frá því, að ráðherramir haldi fast við yfírlýsta afstöðu ríkisstjórn- arinnar til gengisbreytinga? Gamalkunn aðferð frá fyrri árum er sú, að taka upp millifærslukerfi, sem þýðir dulbúna gengislækkun. Sennilega getur ekki nokkur maður nú á dögum hugsað sér þá leið. Þess vegna er líklegast að bæði ríkisstjórn og aðilar vinnumarkaðar doki við og sjái hver þróunin verður í upp- hafi nýs árs. Það er engum í hag að til átaka komi strax í ársbyrjun. Skynsam- legra er að sjá hver framvindan verður á alþjóðavettvangi og taka svo mið af þeirri stoðu, sem upp kemur á miðjum vetri. En þá verður ekki undan því vikizt að taka afstöðu. „ Af þessu má sjá, að báðir aðilar, vinnuveitendur og verkalýðssam- tök, hafa sann- girnisrök fyrir sinni afstöðu og því engin ástæða til að f ordæma annan hvorn aðil- ann. Verst er, að svo mikil ó vissa rikir um fram- haldið, að það er nánast ómögulegt að átta sig á þvi á þessari stundu, hvort við stöndum frammi fyrir nýju góðærieftirþrjá mánuði eða stór- f elldum vanda- málum. Það eru þó óneitanlega meiri líkur á því, að það harðni á dalnum en að við eigum eftir að upplifa umskipti ársinsl986áný."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.