Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 47 fræði frá háskólanum í Osló í þeirri grein, er nefnist norræn listfræði (nordisk kunstteori). Hann hefur áður skrifað bók um listamanninn, sem inniheldur vísindalegar ritgerð- ir og hefur verið gefin út í átta löndum (Edvard Munch. Malerier — skisser — studier). Auk þess hefur hann skipulagt margar alþjóðlegar sýningar á list Munchs, m.a. þá í Norræna húsinu í fyrra, sem svo mikla athygli vakti. Um þessa bók fjalla ég í þessari samantekt minni og stikla að sjálf- sögðu á stóru. Bókin er mjög þarft verk og mik- ilvægt innlegg í myndræna rökræðu á vorum dögum og ætti að feykja burt ótal fordómum í sambandi við ljósmyndina og notkun hennar af málurum. Hún telst nú fullgildur miðill og mikilvægt hjálpartæki, svo sem allt annað í reynslu og sjón- heimi málarans. Vísast hafa fordómamir orðið til fyrir þá sök, að ýmsir óttuðust, að ljósmyndavélin gengi af málverkinu dauðu og útiýmdi þar með málurun- um. En það hefur reynst vera mikill misskilningur, því að hún hefur einmitt haft mjög örvandi áhrif á þróun málaralistarinnar og orðið til aukins skilnings á sérkenn- um hennar. Hinu ber ekki að neita, að enn er til fólk, sem ruglar þessu saman og ofnotkun ljósmyndarinn- ar er einnig inni í dæminu og er síst af hinu góða. Þessi ofnotkun, sem raunar var flótti frá málaralistinni, gekk einnig yfír listheiminn á áttunda áratugn- um og lagði m.a. undir sig ýmsa listaskóla eða þá hluta þeirra, er rækta dellumar eða listbylgjumar, svo sem það nefnist á fínu máli. Við að fletta í bókinni um ljós- myndir Munchs kemur margt í ljós og vafalaust verða margir furðu lostnir, sem lítið þekkja til. Það er fullljóst, að Munch notaði ljósmynd- ir við gerð margra frægra málverka og hann fékk hugmyndir að ýmsum myndefnum sínum og tæknibrögð- um í gegnum ljósmyndina — jafnvel með því að teikna ofan í ljósmyndir. En gagnstætt því, sem einhveijir munu vafalaust álykta, þá opin- berar notkun Munchs á ljósmynd- inni einmitt styrk hans sem myndlistarmanns. Hann bætir jafn- an svo mörgu við frá eigin bijósti, að myndimar öðlast nýtt líf, breyt- ir og stílfærir og eiginlega er öll meðhöndlun hans með fijálslegasta móti. Við verðum einnig að hafa það í huga, að margar af bestu myndum listamannsins eru sjálfsprottnar lif- anir, og þannig séð þurfti hann ekki endilega að styðjast við ljós- myndina — en hún var sterkur áhrifamiðill í listsköpun hans — líkt og svo margt annað í samtímanum, t.d. ritlist og tónlist. Ólíkir lista- menn eins og fjöllistamaðurinn August Strindberg og enska tón- skáldið Frederick Delius höfðu djúp áhrif á hann auk fjölda annarra jöfra í listheimi Evrópu, sem hann umgekkst eða urðu á vegi hans. Og svo næmur sem Munch var þá endurvarpa myndir hans þessi margþættu evrópsku áhrif en á mjög norrænan hátt og þar sem stöðugt má kenna heimaslóðir. Þessi áhrif runnu saman í eina fastmótaða heild í málverkum hans. — Munch virðist öðru fremur hafa notað ljósmyndavélina til sálrænnar afhjúpunar, hann tók m.a. ótal ' sjálfsmyndir við hin ýmsu tæki- færi. Frá veikindum hans og niðurlægingu, án fata ekki síður en sem uppábúnum heimsborgara með rissblokkina í hendinni og er þá jafnvel ekki að fela aumbúðimar frá voðaskotinu í Ásgárdstrand. Sem sagt mjög náin og miskunnar- laus sjálfsafhjúpun í niðurlægingu sem reisn listamannsins og eins fjarri yfírborðslegum blekkingar- ljósmyndum markaðsins og hugsast getur. Svo iistrænar eru margar þessar myndir í tæknilegum ófullkomleika sínum, að þær eru jafnvel kynntar sem sérstakur og sjálfstæður kafli á ferli hans. Hann telst um sumt langt á undan atvinnuljósmyndur- um samtíðarinnar, sem sést m.a. af mynd þeirri, sem fylgir þessari grein og nefnist „Sjálfsmynd í líki Marats". Aðferðin að þrengja fram- hluta líkamans fast að ljósopinu, þannig að aðrir hlutar hans smækka að mun, var ekki tekin upp fyrr en 20—30 árum seinna, er ljósmyndar- ar fóru að gera tilraunir með fjarvíddina. Þessa aðferð notaði Munch svo í frægum málverkum svo sem „Á skurðarborðinu" og „Hestur á stökki". Þessi mynd er kannski eitt skýr- asta dæmið um það, hvemig Munch notfærði sér tilraunir sínar í ljós- myndatækninni og enginn getur vænt hann um að hafa stælt ljós- myndina — heldur uppgötvar hann ný og óvænt, myndræn sjónhom með aðstoð ljósmyndatækninnar og víkkar um leið út svið málaralistar- innar. Og þó að myndir Munchs séu frumstæðar og um margt tæknilega ófullkomnar, enda var hann hér öðru fremur áhugaljósmyndari og sjálflærður í faginu, þá var hann svo mikill sjáandi auk þess að vera gæddur ómældum myndrænum hæfíleikum, að þær eiga vafalítið sumar hveijar eftir að ganga inn í sögu ljósmyndarinnar. Einkum sem heimild um sköpunargildi. Eðlilega hafa menn leitt líkur að því, að hinir mörgu ljósmyndrænu gallar, sem koma fram í myndum hans, hafí verið meðvitaðir. Svo sem að vera of nærri myndefninu, þann- ig að það fer úr fókus, staðsetning ljósmyndavélarinnar á glerplötu, þannig að endurskinið skyggir á myndefnið, og að hann hrejrfði sig, á meðan á töku stóð, á mörgum sjálfsmyndum þannig að húsgögn og málverk lýsa þvert í gegnum hann — í öllu falli virka þessir þættir ekki sem tilviljanir í mynd- gerðinni, svo oft sem þeir koma fram. Aukinheldur ekki sem van- kunnátta né þekkingarleysi hjá hinum mikla listamanni, því að það afsanna aðrar og tæknilega fram- bærilegar myndir. Þetta eru trúlega sömu eiginleik- amir, sem koma fram í annarri myndsköpun hans, en hann með- höndlaði málverk sín ekki alltaf af mikilli virðingu og setti þau oft út undir bert loft í geymslu og til veðr- unar, jafnvel mánuðum saman. Fingraför sjást og á ýmsum grafík- mjmdum Munchs og hann krukkaði ósaldan 5 þær eftirá og á ýmsan hátt á tímum, er slíkt þótti dauða- synd. En málið er að sköpunarkraft- ur Munchs var svo mikill og sérstæður, að þetta urðu sem smá- munir, sem enginn tekur eftir, sem á annað borð skynjar neistann f list meistarans. Mikilvægasti hluti bókarinnar eru ljósmjmdir teknar á árunum 1902—1908, er Munch átti í mikilli sálarkreppu, hliðstæðri þeirri, er kemur fram í „Infemo" Strind- bergs. Skotið sem hljóp óvart úr byss- unni, er á uppgjöri hans og Tullu Larsen stóð og sennilega missir hennar einnig, höfðu ómæld áhrif á hann, einkum vegna meiðslanna á vinstri hendi. Þótt ekki væri um annað að ræða en að Munch missti tvo fíngraliði framan af löngutöng vinstri handar, leiddi atburðarásin til þungljmdistímabils, ofnotkunar vímuefna og loks innlagningar á heilsuhæli dr. Daniels Jakobsen í nágrenni Kaupmannahafnar. — Ljóst er að August Strindberg hafði mikil áhrif á Munch og einnig á vettvangi ljósmyndarinnar. Strindberg var mikill áhugamað- ur um ljósmyndir og tengdist það mannffæðilegum rannsóknum hans og tröllatrú á dulrænum yfírskilvit- legum krafti ljósmyndarinnar — það gekk jafnvel svo langt, að hann rejmdi að lækna böm sín af veikind- um með því að taka af þeim myndir — kannski til að reka út illa anda. Munch og Strindberg voru nánir félagar og vinir á Berlínarárunum, og Munch hlýtur að hafa kynnst tilraunum Strindbergs í ljósmjmda- tækninni. Báðir voru upptendraðir af áhuga á hinum ólíkustu fyrirbær- Auðsær er skyldleiki sjálfs- mjmdar Strindbergs frá 1886 og málverks Munchs frá 1895. Ein frægasta ljósmjmd Munchs sýnir fyrirsætu hans, Rósu Meissner, og er tekin á hótel Rohne í Warne- mtinde 1907. um, þótt bókmenntir og myndlist skipuðu þar veglegasta sessinn, en hin áhugamálin mögnuðu upp vold- ugt hugarflugið — líkast sáu þeir það báðir í hillingum, sem Strind- berg nefndi „skandinavíska endur- reisn". Þeir sýndu meira að segja saman á frjálsu Berlínarsýningunni 1893 og málverk þeirra fengu þann dóm hjá einum gagnrýnandanum að vera „ótrúleg klessuverk" og annar skrifaði, að hvað list áhrærði stæðu mjmdir Norðmannsins (!) Strind- bergs á ennþá lægra sviði en litaklessur Munchs, sem Strindberg virðist hafa lært af. En Munch hafði sjálfsagt einnig kynnst vinnubrögðum Strindbergs í málverkinu, sjálfsprottnu tilfínn- ingaflæði í litum, svo sem það birtist í verkum núlistamanna á sjötta og sjöunda áratugnum undir stflheitinu „tassismi" (Tachismus). . Þetta hefur þannig verið víxl- Framhald á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.