Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 47

Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 47 fræði frá háskólanum í Osló í þeirri grein, er nefnist norræn listfræði (nordisk kunstteori). Hann hefur áður skrifað bók um listamanninn, sem inniheldur vísindalegar ritgerð- ir og hefur verið gefin út í átta löndum (Edvard Munch. Malerier — skisser — studier). Auk þess hefur hann skipulagt margar alþjóðlegar sýningar á list Munchs, m.a. þá í Norræna húsinu í fyrra, sem svo mikla athygli vakti. Um þessa bók fjalla ég í þessari samantekt minni og stikla að sjálf- sögðu á stóru. Bókin er mjög þarft verk og mik- ilvægt innlegg í myndræna rökræðu á vorum dögum og ætti að feykja burt ótal fordómum í sambandi við ljósmyndina og notkun hennar af málurum. Hún telst nú fullgildur miðill og mikilvægt hjálpartæki, svo sem allt annað í reynslu og sjón- heimi málarans. Vísast hafa fordómamir orðið til fyrir þá sök, að ýmsir óttuðust, að ljósmyndavélin gengi af málverkinu dauðu og útiýmdi þar með málurun- um. En það hefur reynst vera mikill misskilningur, því að hún hefur einmitt haft mjög örvandi áhrif á þróun málaralistarinnar og orðið til aukins skilnings á sérkenn- um hennar. Hinu ber ekki að neita, að enn er til fólk, sem ruglar þessu saman og ofnotkun ljósmyndarinn- ar er einnig inni í dæminu og er síst af hinu góða. Þessi ofnotkun, sem raunar var flótti frá málaralistinni, gekk einnig yfír listheiminn á áttunda áratugn- um og lagði m.a. undir sig ýmsa listaskóla eða þá hluta þeirra, er rækta dellumar eða listbylgjumar, svo sem það nefnist á fínu máli. Við að fletta í bókinni um ljós- myndir Munchs kemur margt í ljós og vafalaust verða margir furðu lostnir, sem lítið þekkja til. Það er fullljóst, að Munch notaði ljósmynd- ir við gerð margra frægra málverka og hann fékk hugmyndir að ýmsum myndefnum sínum og tæknibrögð- um í gegnum ljósmyndina — jafnvel með því að teikna ofan í ljósmyndir. En gagnstætt því, sem einhveijir munu vafalaust álykta, þá opin- berar notkun Munchs á ljósmynd- inni einmitt styrk hans sem myndlistarmanns. Hann bætir jafn- an svo mörgu við frá eigin bijósti, að myndimar öðlast nýtt líf, breyt- ir og stílfærir og eiginlega er öll meðhöndlun hans með fijálslegasta móti. Við verðum einnig að hafa það í huga, að margar af bestu myndum listamannsins eru sjálfsprottnar lif- anir, og þannig séð þurfti hann ekki endilega að styðjast við ljós- myndina — en hún var sterkur áhrifamiðill í listsköpun hans — líkt og svo margt annað í samtímanum, t.d. ritlist og tónlist. Ólíkir lista- menn eins og fjöllistamaðurinn August Strindberg og enska tón- skáldið Frederick Delius höfðu djúp áhrif á hann auk fjölda annarra jöfra í listheimi Evrópu, sem hann umgekkst eða urðu á vegi hans. Og svo næmur sem Munch var þá endurvarpa myndir hans þessi margþættu evrópsku áhrif en á mjög norrænan hátt og þar sem stöðugt má kenna heimaslóðir. Þessi áhrif runnu saman í eina fastmótaða heild í málverkum hans. — Munch virðist öðru fremur hafa notað ljósmyndavélina til sálrænnar afhjúpunar, hann tók m.a. ótal ' sjálfsmyndir við hin ýmsu tæki- færi. Frá veikindum hans og niðurlægingu, án fata ekki síður en sem uppábúnum heimsborgara með rissblokkina í hendinni og er þá jafnvel ekki að fela aumbúðimar frá voðaskotinu í Ásgárdstrand. Sem sagt mjög náin og miskunnar- laus sjálfsafhjúpun í niðurlægingu sem reisn listamannsins og eins fjarri yfírborðslegum blekkingar- ljósmyndum markaðsins og hugsast getur. Svo iistrænar eru margar þessar myndir í tæknilegum ófullkomleika sínum, að þær eru jafnvel kynntar sem sérstakur og sjálfstæður kafli á ferli hans. Hann telst um sumt langt á undan atvinnuljósmyndur- um samtíðarinnar, sem sést m.a. af mynd þeirri, sem fylgir þessari grein og nefnist „Sjálfsmynd í líki Marats". Aðferðin að þrengja fram- hluta líkamans fast að ljósopinu, þannig að aðrir hlutar hans smækka að mun, var ekki tekin upp fyrr en 20—30 árum seinna, er ljósmyndar- ar fóru að gera tilraunir með fjarvíddina. Þessa aðferð notaði Munch svo í frægum málverkum svo sem „Á skurðarborðinu" og „Hestur á stökki". Þessi mynd er kannski eitt skýr- asta dæmið um það, hvemig Munch notfærði sér tilraunir sínar í ljós- myndatækninni og enginn getur vænt hann um að hafa stælt ljós- myndina — heldur uppgötvar hann ný og óvænt, myndræn sjónhom með aðstoð ljósmyndatækninnar og víkkar um leið út svið málaralistar- innar. Og þó að myndir Munchs séu frumstæðar og um margt tæknilega ófullkomnar, enda var hann hér öðru fremur áhugaljósmyndari og sjálflærður í faginu, þá var hann svo mikill sjáandi auk þess að vera gæddur ómældum myndrænum hæfíleikum, að þær eiga vafalítið sumar hveijar eftir að ganga inn í sögu ljósmyndarinnar. Einkum sem heimild um sköpunargildi. Eðlilega hafa menn leitt líkur að því, að hinir mörgu ljósmyndrænu gallar, sem koma fram í myndum hans, hafí verið meðvitaðir. Svo sem að vera of nærri myndefninu, þann- ig að það fer úr fókus, staðsetning ljósmyndavélarinnar á glerplötu, þannig að endurskinið skyggir á myndefnið, og að hann hrejrfði sig, á meðan á töku stóð, á mörgum sjálfsmyndum þannig að húsgögn og málverk lýsa þvert í gegnum hann — í öllu falli virka þessir þættir ekki sem tilviljanir í mynd- gerðinni, svo oft sem þeir koma fram. Aukinheldur ekki sem van- kunnátta né þekkingarleysi hjá hinum mikla listamanni, því að það afsanna aðrar og tæknilega fram- bærilegar myndir. Þetta eru trúlega sömu eiginleik- amir, sem koma fram í annarri myndsköpun hans, en hann með- höndlaði málverk sín ekki alltaf af mikilli virðingu og setti þau oft út undir bert loft í geymslu og til veðr- unar, jafnvel mánuðum saman. Fingraför sjást og á ýmsum grafík- mjmdum Munchs og hann krukkaði ósaldan 5 þær eftirá og á ýmsan hátt á tímum, er slíkt þótti dauða- synd. En málið er að sköpunarkraft- ur Munchs var svo mikill og sérstæður, að þetta urðu sem smá- munir, sem enginn tekur eftir, sem á annað borð skynjar neistann f list meistarans. Mikilvægasti hluti bókarinnar eru ljósmjmdir teknar á árunum 1902—1908, er Munch átti í mikilli sálarkreppu, hliðstæðri þeirri, er kemur fram í „Infemo" Strind- bergs. Skotið sem hljóp óvart úr byss- unni, er á uppgjöri hans og Tullu Larsen stóð og sennilega missir hennar einnig, höfðu ómæld áhrif á hann, einkum vegna meiðslanna á vinstri hendi. Þótt ekki væri um annað að ræða en að Munch missti tvo fíngraliði framan af löngutöng vinstri handar, leiddi atburðarásin til þungljmdistímabils, ofnotkunar vímuefna og loks innlagningar á heilsuhæli dr. Daniels Jakobsen í nágrenni Kaupmannahafnar. — Ljóst er að August Strindberg hafði mikil áhrif á Munch og einnig á vettvangi ljósmyndarinnar. Strindberg var mikill áhugamað- ur um ljósmyndir og tengdist það mannffæðilegum rannsóknum hans og tröllatrú á dulrænum yfírskilvit- legum krafti ljósmyndarinnar — það gekk jafnvel svo langt, að hann rejmdi að lækna böm sín af veikind- um með því að taka af þeim myndir — kannski til að reka út illa anda. Munch og Strindberg voru nánir félagar og vinir á Berlínarárunum, og Munch hlýtur að hafa kynnst tilraunum Strindbergs í ljósmjmda- tækninni. Báðir voru upptendraðir af áhuga á hinum ólíkustu fyrirbær- Auðsær er skyldleiki sjálfs- mjmdar Strindbergs frá 1886 og málverks Munchs frá 1895. Ein frægasta ljósmjmd Munchs sýnir fyrirsætu hans, Rósu Meissner, og er tekin á hótel Rohne í Warne- mtinde 1907. um, þótt bókmenntir og myndlist skipuðu þar veglegasta sessinn, en hin áhugamálin mögnuðu upp vold- ugt hugarflugið — líkast sáu þeir það báðir í hillingum, sem Strind- berg nefndi „skandinavíska endur- reisn". Þeir sýndu meira að segja saman á frjálsu Berlínarsýningunni 1893 og málverk þeirra fengu þann dóm hjá einum gagnrýnandanum að vera „ótrúleg klessuverk" og annar skrifaði, að hvað list áhrærði stæðu mjmdir Norðmannsins (!) Strind- bergs á ennþá lægra sviði en litaklessur Munchs, sem Strindberg virðist hafa lært af. En Munch hafði sjálfsagt einnig kynnst vinnubrögðum Strindbergs í málverkinu, sjálfsprottnu tilfínn- ingaflæði í litum, svo sem það birtist í verkum núlistamanna á sjötta og sjöunda áratugnum undir stflheitinu „tassismi" (Tachismus). . Þetta hefur þannig verið víxl- Framhald á næstu síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.