Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 25
Allar þessar spumingar eins helsta hug- myndafræðings Alþýðubandalagsins nú um stundir varpa ljósi á það eitt, að sósíalism- inn er á undanhaldi. Það hlýtur að efla okkur í sókn fyrir einstaklingsfrelsið og atvinnufrelsið. Ummæli af þessu tagi gefa ekki tilefni fyrir sjálfstæðismenn að láta undan í grundvallarviðhorfum sínum. Þvert á móti hljóta þau að hvetja til nýrrar sóknar. Framsóknarflokkurinn hefur á marga lund hagnast á atburðum undangenginna missera, klofningnum í Sjálfstæðisflokknum og upplausninni í Alþýðubandalaginu. Þó að við höfum átt ágætt samstarf við Fram- sóknarflokkinn á undangengnum árum er ástæðulaust að færa honum þau vopn í hendur, að skírskota til kjölfestunnar í íslenskum stjómmálum. Þegar til lengri tíma er litið getur Framsóknarflokkurinn ekki gegnt slíku hlutverki. STÖNDUM VÖRÐ UM GRUND- VALLARÞÆTTIUTANRÍKIS- STEFNUNNAR Þó að samstaða hafl jafnan verið um grundvallaratriði utanríkisstefnunnar á milli þriggja stærstu flokka landsins, Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, hefur Framsóknarflokkurinn ávallt með ákveðnu millibili sveigt utanríkismálastefnu sína á átt að viðhorfum Alþýðubandalags- ins. Talsmenn þess halda því nú fram, að nýtt tímabil af því tagi sé að hefjast. Ég skal láta ósagt um það, hvort þeir reynast sannspáir í því efni. En framhjá því verður ekki horft að það verður hlutverk Sjálfstæð- isflokksins að standa vörð um grundvallar- þætti íslenskrar utanríkisstefnu og móta hana í samræmi við nýjar aðstæður og ný viðhorf. Markmið okkar er það fyrst og fremst að tryggja öryggi og frelsi landsins. í annan stað að leggja þeim málstað lið sem virðir mannhelgi, mannréttindi og frelsi einstakl- inga. í þriðja lagi að vinna að gagnkvæmri afvopnun og útrýmingu kjamorkuvopna. Staðföst afstaða Vesturveldanna í kjam- orkuvopnaumræðum síðustu ára hefur nú leitt til þess að mikilvægir samningar liggja nú á borðinu um útrýmingu og fækkun kjamorkuvopna og líkur em á að stór skref verði stigin á næstu ámm í ffamhaldi af þeim. Augljóst er að allar einhliða aðgerðir um kjamorkuvopnalaus svæði og frystingu kjamorkuvopna hefðu raskað svo jafn- væginu í þessu efni, að engar líkur em á að gagnkvæmir samningar hefðu tekist af því tagi, sem nú er verið að gera hefði sú stefna orðið ofan á. Staðfestan hefur því fært okkur að sameiginlegu markmiði. Að tala um frið án frelsis og mannréttinda er blekking. Við fögnum auðvitað nýjum viðhorfum í Sovétríkjunum. Að vísu er þetta ekki í fyrsta skipti sem umbætur hafa verið reyndar inn- an Sovétkerflsins. Þó að fyrri tilraunir hafí mistekist hljótum við að vona að Sovétskipu- lagið þróist til meira frjálsræðis og aukinna mannréttinda, en við megum ekki falla fyr- ir fagurgalanum einum saman. Við megum ekki gleyma því fólki, sem enn er hneppt í ánauð og fjötra, þó að yfír slíkt sé reynt að breiða í auglýsingamennsku „glasnost". Miklu skiptir að við höldum á rétti okkar gagnvart öðrum þjóðum þar á meðal banda- mönnum okkar innan Atlantshafsbanda- lagsins. Og óþarfí ætti að vera að brýna menn til að halda virðingu sinni gagnvart leiðtogum ráðstjómarinnar. Við erum að sönnu fámenn þjóð en engir kotungar í al- þjóðlegu samstarfí. ALGER UMSKIPTI TIL HINS VERRA Ríkisstjómin hefur allt frá því hún tók við völdum fengist við fylgifiska góðæris, ofþenslu og spennu í efnahagslífinu. Nú síðustu daga horfum við hins vegar fram á algjör umskipti til hins verra að því er varð- ar viðskiptakjör og verðmæti sjávarfangs á næsta ári. Hovrt tveggja þetta setur okkur í nýjan vanda. í júlí og október sl. var gripið til fjöl- þættra ráðstafana á sviði ríkisfjármála og peningamála í þvi skyni að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum, draga úr verðbólgu og viðskiptahalla. Ein mikilvægasta ráðstöfun- in í þessu efni var að strika út halla í ríkisbúskapnum. Að meginhluta til var hallarekstur ríkissjóðs til orðinn vegna þess að menn kusu með þeim hætti að greiða fyrir kjarasamningum sem miðuðu að lækk- un verðbólgu. Þegar jöfnuður er í viðskiptum við útlönd er unnt að reka ríkissjóð tímabundið með halla, í þeim tilgangi að ná þjóðarsátt um MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 svo mikilvægt markmið sem stöðugt verðlag og lága verðbólgu. En meginstefna okkar hlýtur að vera sú, að reka ríkissjóð með jöfnuði eða afgangi. í fyrstu voru stjómarflokkamir sammála um að ná hallanum niður í áföngum á þrem- ur ámm í samræmi við tillögur okkar. En nýjar upplýsingar um vaxandi viðskiptahalla gerðu það að verkum að útilokað var annað en að, við sjálfstæðismenn, gerðum tillögur um að jöfnuði yrði náð þegar á næsta ári. Um það markmið er nú samstaða. Með þess- um aðgerðum hefur einnig verið dregið úr lánsfjárþörf ríkissjóðs, sem þannig á ekki að þurfa að taka ný erlend lán á næsta ári. Það er rétt, sem bent hefur verið á, að skatttekjur ríkissjóðs hafa aukist nokkuð, en það var ein meginkrafa okkar í stjómar- myndunarviðræðunum að umsvif ríkisins yrðu ekki aukin umfram vöxt þjóðarfram- leiðslu. A þetta féllust samstarfsflokkamir. Láta mun nærri að þetta markmið náist með því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir. Það er ekki í fyrsta skipti sem við þurfum að taka á erfiðum verkefnum eins og þeim sem við höfum verið að basla við síðustu vikur og við blasa á næstu misserum. Bjami Benediktsson hélt ræðu í flokksráðinu í októbermánuði 1966 og lýsti svipaðri glímu með þessum orðum: „Jafnframt höfum við barist á móti verð- bólgu með beinum stjómaraðgerðum. Við höfum átt þátt í vaxtahækkun, við höfum átt þátt í bindingu sparifjár. Við höfum átt þátt í skattalagabreytingum til þess að taka umframfé að mönnum, ef svo má segja, og fleira mætti telja, sem hvarvetna annars staðar er talið sem frumstæðustu og sjálf- sögðustu ráð til þess að berjast gegn verðbólgunni." Til þessara ummæla er vitnað hér vegna þess að menn virðast oft gleyma því að við- fangsefnin koma aftur og aftur í sömu mynd og kalla á svipuð viðbrögð. Við höfum aldrei, sjálfstæðismenn, stungið höfðinu í sandinn, þegar taka hefur þurft til hend- inni. Það er ekki óeðlilegt, á tímum uppgangs í efnahagslífinu, þegar tekjur og umsvif fara vaxandi, að ríkissjóður taki sinn toll af því, enda gerir fólk í nútíma þjóð- félagi miklar kröfur um þjónustu í heilbrigð- is- og tryggingakerfi, um skóla og menningarmál, um samgöngubætur, og svo mætti lengi telja. Allt kostar þetta fé og verður að greiðast af sameiginlegum sjóð- um. UMSVIF RÍKISINSINNAN HÓFLEGRA MARKA Innan ríkisstjómarinnar mun Sjálfstæðis- flokkurinn gæta þeirra sjónarmiða, að umsvif ríkisins haldist innan hóflegra marka og að ýtrasta spamaðar og aðhalds verði gætt í opinberum rekstri. Við munum standa gegn skattahækkunarkröfum þeirra, sem ganga vilja lengra í þeim efnum en góðu hófí gegnir. í flestum vestrænum ríkjum, þar sem stjómlyndisöflin sitja á stjómarandstöðu- bekkjum, er nú unnið að því að draga úr opinbemm afskiptum af atvinnurekstri og stjóm peningastofnana. Þannig er verið að selja ríkisfyrirtæki og peningastofnanir. í tíð fyrri ríkisstjómar vom stigjn fyrstu skrefin í þessu efni. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut, en um leið er ástæða til þess að tengja saman umbrejrtingar af þessu tagi og mikilvægustu verkefnin sem við blasa. Ég hef þess vegna varpað fram þeirri hugmynd að gerð verði nokkurra ára áætlun um sölu ríkiseigna og að þeir fjármunir, sem þannig losna, renni inn í þróunarsjóði lands- hiutanna, í þeim tilgangi að styrkja og auka fjölbreytni atvinnulífsins á landsbyggðinni. En það er nú eitt meginverkefni okkar að auka íjölbreytni atvinnulífsins og treysta á þann veg undirstöður byggðar í landinu. Þannig er hægt að losa um bundið, opin- bert fjármagn og færa það út í byggðimar til arðsamra verkefna. Ráðstafanir ríkisstjómarinnar í peninga- málum hafa einkennst af þvi, að þeim er í senn ætlað að koma á betra jafnvægi í þjóð- arbúskapnum og auka frjálsræði í efna- hagslífínu. Eftir aldarfjórðungs hlé, frá upphafi viðreisnaraðgerða, var á síðasta kjörtímabili hafíst handa við breytingar af svipuðum toga, í þeim tilgangi að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði og ábyrgð einstaklinga og atvinnufyrirtækja. Þessi ríkisstjóm mun halda áfram á sömu braut. En sígandi lukka er best í þessu efni eins og fleirum. Því hafa verið stigin var- fæmisleg skref um minni miðstýringu varðandi verðbréfaviðskipti og möguleika fyrirtækja til samstarfs við erlenda aðila. í þeim tilgangi að' styrkja viðskiptaaðstöðu sína og fá greiðari aðgang að erlendri mark- aðs- og tækniþekkingu. Þetta á bæði við um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlend- is og erlendra fyrirtækja hér á landi, sem þó hljóta ávallt að lúta þeim takmörkunum að útlendingar öðlist ekki aðgang að auð- lindum okkar. En ég tel mikilvægt að frjálsræði í þess- um efnum komi í markvissum áföngum, en ekki í stökkum, enda er slíkt farsælli háttur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft betri tengsl við atvinnulífíð en aðrir stjóm- málaflokkar í landinu. Þannig hefur Sjálf- stæðisfjokkurinn haft betri skilning á högum atvinnufyrirtækja, þorfum þeirra og nauð- syn á að mæta síbreytilegum skilyrðum sem fylgja breyttum markaðsháttum og tækni- þróun. Fjárhagsleg undirstaða atvinnufyrirtækja er homsteinn velferðar og bættra lífskjara. Við getum ekki sinnt þeim sem búa við skarðan hlut, líknað sjúkum og öldruðum, tryggt fjárhagslega aflcomu ellilífeyrisþega og öryrkja, bætt skólakerfið, eflt menntir og vísindi; í stuttu máli stuðlað að betra mannlífi á íslandi nema hin fjárhagslega undirstaða sé traust. Atvinnufyrirtækin, auðlindir lands og sjávar, ásamt atorku og framtaki einstaklinga í landinu em það sem þjóðin byggir lífsafkomu sína á. Við sjálfstæðismenn höfum staðið í fylk- ingarbrjósti við að bæta skilyrði atvinnu- lffsins í landinu og treysta hag þjóðarinnar. Það er eitt meginhiutverk okkar í íslenskum stjómmálum, við höfum haft erindi sem erfiði í þessum efnum, en eigum mörgum verkefnum ólokið. TÍMABILIHAGVAXTAR AÐLJÚKA Svo virðist sem tímabili hagvaxtar sé að ljúka með því að sjávarafli og fískverð á erlendum markaði hafa náð hámarki að sinni. Við getum ekki skellt skollaeymm við þeim aðvömnum fískifræðinga um að óbreyttur fískafli fæli í sér, að gengið væri of nærri fiskstofnunum. Við hétum sjálfum okkur og öðmm því, að með óskoruðum yfirráðum yfir fískveiðilandhelginni mynd- um við standa gegn rányrkju og stuðla að vísindalegri vemdun fískimiða landgmnns- ins. Við munum ekki bregðast því fyrirheiti. Með því að horfur em á að vemlega dragi úr hagvexti á næsta ári er ljóst að tekjur þjóðarinnar munu ekki aukast að ráði. Kjarasamningar þeir sem nú standa fyrir dymm geta ekki snúist um almenna tekju- aukningu öllum til handa, heldur skiptingu tekna milli launþega innbyrðis. Þorri alls almennings á íslandi býr nú við góðan hag. Lífskjör era almennt betri en í annan tíma og kaupmáttur hærri en við höfðum áður þekkt. Um það verður ekki deiit. Því verður auðvitað ekki jafnað við stór- áfall, þótt á næsta ári gefíst ekki færi á að auka tekjur manna almennt í þjóðfélag- inu. Þvert á móti væri það vemlegur árangur, ef tækist að koma í veg fyrir umtalsverða kaupmáttarminnkun atvinnu- tekna og viðhalda þeim lífskjöram sem okkur hefur tekist að ná á síðustu ámm. Þetta markmið hefur ríkisstjómin sett sér. í því felst raunsætt mat á þeim aðstæðum sem við blasa. Við bætum ekki lífskjörin með því að skipta upp tölum á pappír, held- ur með því að skipta upp raunveralegum verðmætum. Ýmis stjómmálaöfl virðast telja sér til álitsauka að haga orðum sínum svo á vett- vangi stjómmálabaráttunnar, að þjóðin búi að stómm hluta til við bág kjör og skarðan hlut. Ég vil á engan hátt gera lítið úr því, að til er hópur fólks í landinu, sem býr við kjör sem enginn er sáttur við. Við skulum horfa til þeirra sem af ýmsum ástæðum geta ekki bjargað sér sjálfír, sumir vegna sjúkleika eða af öðmm óviðráðanlegum ástæðum. Við skulum ekki gleyma stöðu aldraðra, sem standa uppi einstæðingar og sumir hveijir hafa aldrei eignast eigið hús- næði. Við skulum ekki gleyma einstæðum foreldmm og lágtekjufólki, sem hefur fyrir stómm bamahópi að sjá og hefur alls ekki úr of miklu að spila. Á ýmsa lund hafa kjör þessa fólks þó verið bætt með skattaaðgerð- um og auknum tryggingabótum. Brýnt er að afla sem haldbestra upplýs- inga um raunvemlega skiptingu tekna og hag þjóðfélagshópa, að teknu tilliti til skatta og tryggingabóta, því að launatekjur einar segja auðvitað ekki alla söguna. Þekking er forsenda þess að taka með réttum og skynsamlegum hætti á þeim viðfangsefnum sem hér er við að etja. Það þjónar engum tilgangi, nema e.t.v. að drepa málinu á dreif, að halda því statt og stöðugt fram 25 að hallæri sé í landinu. Velmegunin er sem betur fer almenn og hagsældin mikil. Það er kjami málsins. ÓVISSA Á VINNUMARKAÐI Óvissu gætir nú um framvindu mála á vinnumarkaði. Samningar opinberra starfs- manna og bankamanna gilda til ársloka 1988, en samningar á almennum vinnu- markaði em lausir um næstu áramót. Svo virðist sem enn sé nokkuð langt í land að samningar takist á almennum vinnumark- aði, enda þótt flestir hafi verið sammála um að heppilegast væri að ljúka samninga- gerð fyrir áramót. Samningamenn launþega og atvinnurek- enda standa frammi fyrir því verkefni, að semja svo um kaup og kjör að samrýmist þeim skilyrðum sem þjóðarbúinu em sett. Það er ein meginástæðan fyrir því að síðustu samningalotu Verkamannasambandsins og atvinnurekenda lauk án áirangurs. Ábyrgð samtaka vinnumarkaðarins er mikil. Á þeirra herðum hvílir að kjarasamningar leiði ekki til kostnaðarhækkana umfram það sem atvinnureksturinn getur borið. En um leið að fínna farveg fyrir eðlilega tekjuskiptingu. Ríkisstjómin hefur lýst því yfír fyrir sitt leyti að hún sé tilbúin til þess að greiða fyrir samningum að svo miklu leyti sem það er á hennar færi. En það skilyrði er auðvit- að sett að aðilamir sjálfír komi sér saman um launaákvarðanir sem samrýmast efna- hagsmarkmiðum ríkisstjómarinnar. Eftir umrót kosninga og stjómarmyndun- -ir hefur enn ekki tekist að koma böndum á verðbólgu sem er nú alltof mikil. Nýtt verðbólgubál myndi kynda undir vandræða- lögum fyrirtækja og heimila og gæti knésett húsbyggjendur og aðra sem greiða þurfa að verðtryggðum lánum. Því ríður á miklu að unnt reynist að draga úr verðbólgu og koma henni niður á ásættanlegt stig á næsta ári. Stöðugleikastefnan hefur dugað vel til að hemja verðbólgu og ríkisstjómin hefur rennt stoðum undir þá stefnu með aðhaldsaðgerðum í ríkisíjármálum og víðtækum ráðstöfunum í peningamálum. Ríkisstjómin mun ekki hverfa frá stöðug- leikastefnu í gengismálum, því að hún er forsenda árangurs í baráttu við verðbólg- una. Hátt gengi krónunnar skapar vissulega margvíslegan vanda, en gengislækkun er heldur ekki einföld lausn. Ríkisstjómin get- ur ekki axlað þá ábyrgð að verðbólga magnist fyrir tilstilli gengislækkunar, sem gerð væri til að mæta kjarasamningum sem ekki samrýmdust hag þjóðarinnar. Með öðr- um orðum: Við lækkum ekki gengi krónunn- ar til að hækka kaupið. Ríkisstjómin mun hinsvegar með frekara aðhaldi í ríkisfjármálum og peningamálum spoma gegn þeirri spennu, sem enn einkenn- ir efnahagslífíð, og freista þess að koma á þann hátt á nýju efnahagslegu jafnvægi hér á landi. Slíkt jafnvægi gefur færi á að at- vinnurekstur og heimiii nái vopnum sínum á ný og unnt verði að blása til nýrrar fram- farasóknar, svo að ná megi nýjum áfanga við að bæta lífskjör almennings á íslandi. RÉTTLÁTARA SKATTAKERFI í fyrri ríkisstjóm hafði Sjálfstæðisflokk- urinn forystu um að leggja gmnn að nýju heilsteyptara, réttlátara og skilvirkara skattakerfí í landinu. Fyrsti sjáanlegi árang- urinn af því starfí var sú kerfisbreyting tekjuskatts sem samþykkt var á síðasta þingi. Þar náðist sá langþráði áfangi, að koma á staðgreiðslukerfi skatta samhliða vemlegri einföldun á álagningarkerfi ein- staklinga. Tvímælalaust mælir sú löggjöf fyrir um einhveija mestu réttarbót í þessu efni sem gerð hefur verið um áratuga skeið. Undanfamar vikur hefur sérstök milliþinga- nefnd allra stjómmálaflokka unnið með embættismönnum og fulltrúum aðila vinnu- markaðarins að því að ganga frá lausum endum í þessu máli og tryggja snuðmlausa framkvæmd staðgreiðslu, þegar hún tekur gildi um næstu áramót. Nefndin lauk störfum í þessari viku og þau lagafmmvörp, sem nauðsynleg em til að tryggja eðlilegan framgang þessara mála, em í þann mund að sjá dagsins ljós. Um þessi efíii hefur alveg frá byijun náðst breiðari samstaða en vænta mátti í svo við- kvæmu máli. En það er ekki síst að þakka ágætu samstarfi stjómvalda við aðila vinnu- markaðarins; Alþýðusambandið og Vinnu- veitendasambandið. Komið hefur í ljós, þegar útreikningar f tengslum við skattakerfisbreytingamar vom yfírfamar í ljósi nýjustu upplýsinga, að unnt myndi að hækka persónuafslátt og bamabætur í hinu nýja kerfí allnokkuð frá því, sem áður var gert ráð fyrir, án þess að tekjur ríkissjóðs rými að nokkm marki. SJÁ BLS. 52.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.