Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 31 gaumur í upphafí, t.d. varðandi fornleifarannsóknir og skráningu fornra mannvistarleifa á Þingvöll- um, gerð sérstaks korts af þing- helginni og staðsetningu skrá- settra minja. Þá er gerð grein fyrir gróðurfarsrannsóknum og athug- un á ferðavenjum í þjóðgarðinn. í lýsingu á tillögunum í næsta kafla er gerð grein fyrir mörkum athafnasvæðis þjóðgarðsins, auknu svigrúmi fyrir þjónustu við þjóðgarðsgesti vestan Almanna- gjár, breyttri girðingarlínu, byggingu menningarmiðstöðvar og öðrum byggingum. Sérstakur kafli fjallar um þing- helgina og grennd hennar og byggingar í þinghelginni, breytt vegastæði að Skógarhólum og ný tjaldstæði við Leiralæk. Kaflar eru um áningarstaði hestamanna við Skógarhóla, um Meyjarsæti og Hofmannaflöt, um gamlar minjar í Þingvallahrauni og útivist þar, um breytta legu þjóðvegar við Gjábakka og mið- stöð þar. Og loks um Arnarfell og veiðisvæði í vatninu, umhirðu trjá- gróðurs og samninga við sumarbú- staðaeigendur í þjóðgarðinum. I eftirmála segja höfundar að framangreindar hugmyndir séu lagðar fram til kynningar og um- fjöllunar og þeir voni að niðurstöð- ur þeirrar umfjöllunar megi koma að gagni við gerð endanlegs skipu- lags. Þetta kann að þykja nokkuð löng upptalning á atriðum hér að framan en hún er iátin fylgja með til þess að menn átti sig betur á ástæða til að benda á að hér er ekki verið að undirbúa neina bylt- ingu í sambandi við Þingvelli. Þetta eru fyrst og fremst hug- myndir um þróun til langframa. Þingvallanefnd er einvörðungu að velta fyrir sér valkostum sem tveir fagmenn hafa sett fram. Enginn ætlar að troða neinum um tær, enda höfum við ekki löngun til að taka neitt af neinum. Við þessa vinnu var strax haft samráð við fjölmarga aðila sem hafa verið með í ráðum. Við þær umræður kom ekki mikið fram sem gæti kallast „al-nýjar" hug- myndir. í drögunum er kannske heldur ekkert sem gæti kallast „al-nýtt". En ég vil benda mönnum á að þeim ber í lengstu lög að varast að horfa bara á einn þátt, útleggja hugmyndirnar einhliða. Það er sama og að misskilja allt. Málið er ekki einfalt. Það er mjög flókið. Og taka þarf tillit til margra sjónarmiða." Og Heimir heldur áfram: „Við gerum okkur alveg ljóst að Þingvellir eru eign allra lslend- inga. Almenningur er mjög vakandi fyrir því sem verið er að gera. En það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þetta sem nú liggur fyrir er ekki aðal- skipulag svæðisins. Þetta eru bara drög að aðalskipulagi. Við upphaf skipulagsvinnunnar voru gefin fyrirheit um að tekið yrði tillit til allra þeirra þátta sem nefndir eru í greinargerðinni. Þegar fjallað hefur verið ýtarlega um þá alla með þessum hugmyndum er ekki ætlunin að kollsteypa neinu. Mér finnst Einar og Reynir hafa reynt að koma til móts við öll sjónarmið- in, reynt að láta alla sem koma til Þingvalla fá góð tækifæri til að njóta sín, án þess að nokkrum áhugasviðum þurfi að ljósta sam- an." Þeir félagar eru beðnir að segja nokkuð nánar frá ábendingunum sem hafa borist án þess að farið sé í smáatriði. í ljós kom að nokkrar fjölluðu um Valhöll og um stærð þjóð- garðsins. Þeir sem minntust á stærðina vildu allir stækka frá því sem nú er nema hreppsnefndir Þingvalla- og Grímsneshrepps. Athugasemd kom vegna „furu- lundarins" svokallaða sem markar upphaf skógræktar á íslandi og athugasemdir voru gerðar vegna barrviðar í þjóðgarðinum. Tvær athugasemdir komu vegna vatns- borðsins, einhver vildi meiri vegagerð milli eyðibýlanna, flestir voru meðmæltir byggingaráform- um en lítið kom fram vegna sumarbústaðanna, nema óskað var eftir umræðum varðandi þá. „Að því er varðar Valhöll," seg- ir Reynir, „vil ég taka fram að við höfum bent á að Valhallarsvæðið er ekki heppilegt til að hýsa um alla framtíð þjónustumiðstöð þjóð- garðsins. Til þess er of þröngt um hús og aðkomusvæði. Valhallar- svæðið liggur einnig mjög lágt miðað við vatnsborð Þingvalla- vatns sem leiðir af sér ýmis tæknileg vandamál t.d. frárennsli- Morgunblaðið/Júllus Landslagsarkitektarnir Einar E. Sæmundsen og Reynir Vilhjáimsson ásamt framkvæmdastjóra Þing- vallanefndar sr. Heimi Steinssyni. hve flókin og umfangsmikil atriði þarf að taka með í reikninginn og leysa hvert um sig svo aliir megi vel við una. Sr. Heimir Steinsson hefur búið á Þingvöllum í sex ár. Hann er gjörkunnugur staðnum og öllu því sem þar fer fram sumar sem vet- ur. Hann er auk þess fróðari um sögu staðarins í fortíð og nútíð en flestir aðrir. Það vita þeir sem notið hafa leiðsagnar hans um staðinn. Og honum er ljóst eins og höfundum tillagnanna að ekki dugir að einblína á einn þátt en gleyma öðrum þegar málefni Þing- valla eiga að ráðast. Vegna all-harkalegra viðbragða sem vart hefur orðið úr einstaka stað vegna tillagnanna og byggð virðast að nokkru á misskilningi, varð sr. Heimi að orði þegar þau bar á góma: „Mér hefur reyndar fundist umfjöllunin í fjölmiðlum einkenn- ast um of af æsifréttastfl, og óeðlilega mikil áhersla verið lögð á spurninguna: „Á Valhöll að vera eða fara?". Þess vegna finnst mér verða lagðar fram stefnumótandi tillögur." „Vert er að leggja áherslu á það," segir sr. Heimir, „að þjóð- inni allri fmnst hún eiga erindi á Þingvöll í hinum margvíslegasta tilgangi. Sumir vilja koma vegna áhuga á jarðfræði eða fornleifum, sögu eða á náttúrufræði svæðisins eða umhverfisins í heild. Aðrir koma til að veiða eða dvelja í tjaldi. Sumir hafa aðeins áhuga á þinghelginni og aðrir fyrst og fremst á Valhöll eða kirkjunni eða bænum. Og ekki má gleyma þeim sem eru í hestamennskunni. Svona mætti lengi terja. En sumum hætt- ir til að sjá einungis sitt áhugasvið og líta fram hjá hinum. Allir hafa þó nokkuð til síns máls. En þetta er afar skemmtilegt verkefni sem öll þjóðin vill taka þátt í. Ekki má heldur gleyma því að Þingvellir eiga ekki einvörð- ungu forna sögu. Þar er líka saga 20. aldarinnar. Og þótt ekki væri sköpuð nein aðstaða á ÞingvöHum mundi fólk koma þangað í stríðum straumum. Og ég vil ftreka að slagnir. Þess vegna höfum við lagt til að þjónustu- og menningarmið- stöð rísi ofan við Kárastaðastíginn þar sem gott svigrúm er fyrir byggingar og aðkomusvæði í mjög lítilli fjarlægð frá þinghelginni. Við bendum á að slíkt hús yrði væntanlega mjög áhugavert til skoðunar og hluti af þeirri upplifun að koma ti! Þingvalla. Eftir sem áður geta menn valið um að fara gangandi um Al- mannagjá niður á vellina eða aka þangað í bíl. Bílastæði verða eins og nú á Valhallarsvæðinu og við Efri Velli. Þar á öðrum hvorum staðnum er gert ráð fyrir nauðsynlegustu þjónustu við gesti svo sem snyrt- ingu, síma og hugsanlega kaffi- stofu. Ekki er gert ráð fyrir að loka neinum peirra vega sem nú liggja um þjóðgarðinn. Tillagan gerir því ekki ráð fyrir neinum breytingum í raun varðandi aðgengileikann að Þingvöllum nema til bóta. Ljóst er að þessar hugmyndir verða ræddar betur á næstunni og það er einnig ljóst að Valhöll mun hafa miklu hlutverki að gegna um allmörg ár ennþá þó að síðar meir kunni aðrar bygging- ar að taka við." Einar benti ¦ á að yfirvofandi vandamál hefðu komið fyrr í ljós en búist var við vegna gífurlegrar aukningar á bilaeign landsmanna. „Sú staðreynd kallar fyrr á nauð- syn endurskoðunar á skipulagi Þingvalla og sömuleiðis þörfina á endurskoðun aðstöðunnar til veit- ingarekstrar og annarar þjónustu á staðnum. Með aukinni umferð hlýtur umfang sliks rekstrar að þenjast út." Nú berst talið að því að þeir félagar ásamt framkvæmdastjór- anum gerðu sér ferð á hendur í haust til að kynna sér þjóðgarða í Bandaríkjunum en Bandaríkja- menn eru brautryðjendur á þessu sviði: „Þar voru fyrstu þjóðgarðar í víðri veröld settir á stofn," segir sr. Heimir, „og þar er margt að sjá. Mér datt í hug að Bandaríkja- menn hefðu viljað bæta sér upp skort 4 fornri sögu með þessum þjóðgörðum, að þeir hafi viljað skapa sér þjóðleg verðmæti með þeim. Það vekur athygli að varsla sumra þessarra þjóðgarða var upphaflega í höndum hersins. Síðan klæðast gæslumenn allir sérstökum einkennisbúningum. Varslan nær einnig til sögulegra minnismerkja. Þannig rákumst við á menn í sömu einkennisbúningun- um vestur í Klettafjöllum og við Jefferson Memorial í Washington svo að dæmi séu nefnd. Þetta ásamt fjölmörgu öðru bendir til þess að með þjóðgörðun- um sé beinlínis unnið markvisst að því að efla sjálfsmynd þjóðar- innar og heilbrigða sjálfsvitund. Sama viðleitni birtist enn skýrar í kynningarstarfsemi „gestamið- stöðvanna" í þjóðgörðunum. Þar er sögu, menningu og náttúru kómið til skila með einkar hrífandi hætti, sem bersýnilega hrærir við- kvæma strengi í brjóstum banda- rískra gesta." „í þessari ferð," segir Reynir, „sem ég held að við höfum farið á réttum tíma skipulagsvinnunnar við Þingvöll, styrktumst við í þeirri trú að við værum á réttri leið. Okkur varð líka betur ljóst hvað upplýsingamiðstöðvar skipta miklu máli á slíkum stöðum sem áróðurstæki. Þær geta blátt áfram skipt sköpum um að vel takist til." „Við komust líka að þvi," segir Einar, „að í Bandaríkjunum er það stefna að ríkisstjórnin yfirtekur eignir sem eru á slikum svæðum sem gerð eru að þjóðgörðum, þ.e. þær sem falla undir aðstöðu eða veitingarekstur. Síðan er rekstur- inn leigður öðrum aðila eða hann er fjarlægður úr garðinum, sem ekki er síður algengt. Við rákumst líka á það að mik- il áhersla er lögð á að svæðin séu opin öllum, en á hinn bóginn þurfi líka að varðveita þau. Engu megi ofbjóða. Þetta gerir starf við skipulagsvinnu þjóðgarða dálítið tvíbent. Það er í eðli sínu íhalds- samt, en þó þarf að horfa fram. Þarna takast stöðugt á tvær and- stæður..." „Þær eru hvort eð er alltaf fyr- ir hendi í lífinu," segir sr. Heimir, „og gera það bara meira spenn- andi. En ég vil itreka að með þessum tillögum er ekki ætlunin að kollsteypa neinu. Það er ein- ungis verið að reyna að koma til móts við óskir og þarfir sundur- leitra hópa, sem leita til Þingvalla og eiga hagsmuna að gæta og allir hafa nokkuð til síns máls. Þess vegna þarf enginn að óttast neitt. En ég get ekki annað en bent á að æskilegast væri að umræðan um þessi mál einkennist helst af þeirri vinsemd og þeim hlýhug sem Þingvöllum sæmir." H.V. Kjartan Árnason Nýjar smá- sögur eftir Kjartan Arnason ÚT ER komin hjá bókaútgáf uuni Orlaginu bókin Frostmark eftir Kjartan Arnason. Frostmark er safn smásagna með fimm nýjum sögum. 1 fréttatilkynningu segir að at- burðir sagnanna sem eru allt í senn hlægilegar, spennandi og grálegar, gerist á hinum ótrulegustu stöðum í nútímanum og fjöldi hressilegra persóna kemur við sögu, þar á meðal Afi úr kafi, Hinn og Eg, að ógleymdum E. Frostmark, þeim dularfulla uppvakningi úr Kyrra- hafinu. Bókin er 177 bls. að stærð, prent- uð og bundin í Prentstofu G. Benediktssonar. Kápu gerði Páll Stefánsson. Frostmark er önnur bók Kjart- ans. í fyrrasumar gaf Örlagið út Ijóðabókina Dagbók Lasarusar. Norðurhöf: Þorskkvóti Norðmanna minnkar Osl6, frá Jau Erik Laure, fréttaritara MorgunbUðsins i Noregi. NORÐMENN mega veiða 320.000 lestir af þorski i Norður- höfum á næsta ári, þar af 40.000 lestir á grunnslóð. Er þetta nið- urstaða samningaviðræðna Norðmanna og Sovétmanna, sem lauk f Moskvu i fyrradag. Kvóti Norðmanna á næsta ári verður þar með 22.000 lestum minni en á þessu ári. Heildarkvóti allra fisktégunda hækkar þó um 30.000 tonn í 630.000 tonn. Samkvæmt samkomulaginu fá Sovétmenn að veiða 255.000 tonn af þorski í Norðurhöfum en 55.000 lestum af þorski verður ráðstafað til annarra rfkja. Samkomulag var I nefndinni um bann við loðnuveiðum á Barents- hafi á næsta ári. Ýsukvótinn var einnig lækkaður úr 250.000 tonnum í 240.000 tonn. Hlutur Norðmahna í kvótanum verður 92.000 tonn. Selakvótinn á Austurísnum var lækkaður um 10.000 ddyr og verð- ur því heimilt að veiða 70.000 dýr á næsta ári. Kvótinn á Vesturísnum var hins vegar aukinn um 3.000 dýr í 28.000 dýr. Til viðbótar þessu getur hvort ríkið veitt allt að 5.000 dýr í vísindaskyni. Norsku samningamönnunum tókst ekki að fá Sovétmenn til að auka möskvastærð þorskanetanna úr 120 í 135 millimetra. Samkomu- lag náðist heldur ekki um lágmarks- stærð. Ii>-^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.