Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 KAFLAR ÚR VIÐTALSBÓK HJARTAR GÍSLASONAR VIÐ FIMM SKIPSTJÓRA MORGUNBLAÐIÐ birtir hér fimm stutta kafla úr viðtalsbókinni Aflakóngar og athafnamenn eftir Hjört Gíslason. í bókinni er rætt við fimm skipstjóra, Magna Kristjánsson, Neskaupstað, Þorstein Vilhelmsson, Akureyri, Guðjón A. Kristjánsson, ísafirði, Sigurð Georgsson, Vestmannaeyjum og Ragnar Guðjónsson, Hellissandi. I bókinni rekja skipstjórarnir feril sinn, fjalla um fiskveiðistjórnun og ýmsa þætti sjávarútvegsins auk þess sem gamanmál ber á góma. Hjörtur Gíslason er blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur undanfarin ár skrifað um sjávarútveg í blaðið. Þetta er fyrsta bók höfundar. Magni Kristjánsson: „Eg á systur sem gæti rassskellt þig“ Ég var eitt haust með þessum skipstjóra á Gerpi NK. í einum túm- um vomm við að láta bakborðstroll- ið fara. Þá var um borð maður, Guðjón Ingibergsson, ákaflega klár togarasjómaður. Þetta var þegar hampurinn var og þá rifnaði trollið stundum undan eigin þunga á síðunni út frá smá gloppum, þegar það var látið fara. Karlinn öskrar „lagó með rópana!" Guðjón var á afturrópnum og sér að það er rifið við rópinn og öskrar á móti að það sé rifið. Hinn rópurinn var farinn, svo það var lítið hægt að gera ann- að en láta þetta bara fara allt, en Guðjóni fannst allt of mikið rifið og neitar að láta þetta fara. Karlinn kemur hálfur út um brúargluggann og öskrar á hann: „Láttu það fara helvítið þitt!“ Þeir bölva og ragna hvor á annan og alltaf rifnar trollið meira og meira. Þá lætur Guðjón loksins rópinn fara, en karlinn var svo þijózkur að hann hífir ekki strax, heldur lætur trollið fara í botn. Svo gerðist ekkert í þessu fyrr en afianum hafði verið landað í Þýzkalandi. Þá verða báðir fullir og hittast þannig. Það var eins og andskotinn hefði hitt ömmu sína. Þeir byija umsvifalaust að slást. Skipstjórinn var kattliðugur og nokkuð sterkur, en Guðjón stór og þrekinn. Þetta var í eldhúsinu og þeir slást lengi og tekur að mæða. Þá setjast þeir af og til hvor í sitt hom og formæla hvor öðmm meðan þeir hvflast. Við sáum þetta í gegn- um lúguna á borðsalnum, en enginn þorði inn til þeirra. Þeir taka svona þijár lotur og enda með því að Guðjón hefur betur og tekur skip- stjórann í fangið. Ulskan var nú ekki meiri en svo að hann henti honum fram á gang og segir, eftir um klukkutíma slagsmál: „Ég á systur, sem gæti rassskellt þig.“ Ég man meðal annars eftir einum manni frá því ég var á Hvalfellinu. Hann hafði verið drykkjumaður, en náð að þurrka sig og hafði hangið þurr í ein tvö ár. Hann var ákaflega flinkur, en tæpur í bindindinu og passaði sig á því að sigla aldrei og koma sér ekki í þannig aðstöðu að hætta væri á falli. Svo gerist það að við siglum beint og hann verður að koma með. Karlinn dettur úti og það tók okkur sárt. Hann átti konu og 5 eða 6 böm heima. Við höfðum þá reglu að stýrimennimir voru á vakt úti frá því byijað var að landa aflanum og þar til hann var seldur. Ég var á fyrri vaktinni og var laus klukkan 2 um nóttina. Þá koma strákamir og segja að vinurinn sé dottinn í það. Hann hafði dottið og sé alblóðugur og spyija hvort ég vilji ekki kíkja á hann. Hann var með hátt enni og hársvörðurinn farinn að færast aft- ur eftir höfðinu. Það var skurður efst á enninu, eins og vaff í laginu og ekkert mjög stór, en karlinn var fullur og erfiður viðfangs, svo ég setti bara plástur á sárið svona til bráðabirgða. Þar með fór hann. Um morgun- inn er mér sagt að hann hafi farið í land aftur og lent í lögreglunni, sem er oft harðhent. Hann hafði lent á spítala og kemur aftur með reifaðan haus eins og arabi og óskaplega aumur. Ég segi við hann að ég hafi séð skurðinn í gærkvöldi og þó umbúðimar séu miklar þurfi hann engar sérstakar áhyggjur að hafa. Hann vissi auðvitað ekkert hvað hafði gerzt. Við frestuðum því eitthvað að taka af honum umbúð- imar, en þegar næði gafst fór ég að vefja þetta af hausnum á honum. Við vomm báðir orðnir nokkuð for- vitnir, en ég fullvissaði hann um að þetta væri ekkert. Þegar ég var aðeins byijaður að veíja af honum umbúðimar kemur allt í storknuðu blóði og umbúðimar vom eins og steypa. Ég þurfti að bræða þetta af honum með volgu vatni. Mér brá nú heldur, þegar umbúðimar vom famar. Þá kom í ijós mikill skurður eftir endilöngum hausnum, frá enni og aftur úr. Löggan hefur sennilega sett kylfu í hausinn á honum og sprengt höfuðleðrið. Hausinn var að auki krúnurakaður svo útlitið var ekki beint glæsilegt. Það hefur trúlega verið erfitt fyrir karlinn að koma heim með þennan rokna út- saum á skallanum. Þorsteinn Vilhelmsson: „Mellan í Englandi hún er dauð“ Eftir þetta sumar tók Gagn- fræðaskólinn við, en við Ámi Bjama komumst í jólatúrinn og það þótti gott á þessum ámm, því jólatúram- ir með tilheyrandi siglingum gáfu vel af sér. Þá var kuldinn að drepa okkur. Grimmdar gaddur var allan túrinn og talsverð ísing. Mokveiði var fyrstu dagana og við klámðum túrinn fljótlega. Þegar átti að sigla, kom í ljós að það var ekki ætlunin að hleypa okkur með. Við börðum það svo í gegn á endanum og kom- umst í „menninguna" í fyrsta sinn. Við fómm auðvitað á Rauða ljónið í Grimsby og bjuggumst við ein- hveiju stórkostlegu eftir allar sögumar, en urðum fyrir miklum vonbrigðum. Ég held að þetta hafí verið einhver ógeðslegasta búlla, sem ég hef séð á æfínni. Eftir allar sögumar þekkti maður orðið kven- peninginn þama áður en við komum. Það var sérstaklega ein, sem við veittum eftirtekt, sem var kölluð Magga feita eða Magga skozka. Það var svo nokkmm árum seinna, að við áttum að landa í Aberdeen. Við stoppuðum þar í stuttan tíma, því hætt var við sölu þar. Menn skmppu þó upp í bæ og einn fékk þær fréttir að Magga skozka væri dauð. Þá sagði hann harmi sleginn upp úr eins manns hljóði: „Mellan í Englandi hún er dauð.“ Sumarið eftir kom ekki annað til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.