Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
MUNCH
OG
LJÓSMYNDIN
verkun áhrifa á báða bóga og geta
má þess, að áhugi og rannsóknir
Strindbergs á ljósmyndatækninni
var af mun eldri toga en Munchs,
sem í raun afneitaði henni í upp-
hafi ferils síns. En það er löng og
mjög áhugaverð saga að segja frá
öllu því, sem þessir snillingar bröll-
uðu hver um sig og í sameiningu á
þessum árum, og víst er það, að
hugmyndaauðgi þeirra og uppátæki
>standa ekki ( neinu að baki hinu
ferskasta og framsæknasta á tutt-
ugustu öldinni.
Hins vegar er ekki mögulegt í
þessu samhengi að fjalla um annan
þeirra án þess að geta hins og úti-
lokað er að nefna ljósmyndir
Munchs án þess að geta um víðtæk
áhrif Strindbergs á hann á því sviði.
Þá mun Strindberg vafalítið hafa
komið Munch á sporið um sértæka
notkun ljósmynda í málverki og
þannig er auðsær skyldleikinn á
sjálfsmjmd Strindbergs tekin í
Gersau haustið 1886 og hinni frægu
sjálfsmynd Munchs frá 1895.
Strindberg hafði látið prenta mynd-
ina á nafnspjald sitt í Berlín 1890
og hefur trúlega gengið með það í
vasanum, er hann hitti Munch.
Það var öðru fremur hin sálræna
túlkun og barátta innri afla, sem
þeir voru uppteknir af — hér kveiktu
þeir hver í öðrum og þannig segir
Strindberg í bréfi til þáverandi heit-
meyjar sinnar, Frida Uhl, um hið
bláhjúpaða málverk Munehs af
Dagny Juel, sem hann sá verða til
á vinnustofu hans, að það túlkaði
„frekar andlega en líkamlega
töfra“.
Þegar Röngten kynnti gegnum-
lýsingartæknina, í grein sinni „Um
nýja tegund af geislum" árið 1896
og fjallaði um svonefnda x-geisla,
þá hélt Strindberg því staðfastlega
fram, að hann hefði uppgötvað
þetta miklu fyrr með sínum „dimmu
ljósgeislum"! Með röntgengeislun-
um var mögulegt að taka myndir í
gegnum tréborð og þessi aðferð við
að ljósmynda hluti varð hið nýja
æði á mörkuðum og tívolíum þeirra
tíma. Hinir mjúku röngtengeislar,
er gengu í gegnum tréð, skildu eft-
ir för af samsetningu þess, árhringj-
um og kvistum, og það var einmitt
hér, sem Munch fékk trúlega hug-
myndina að þeirri sérstöku aðferð,
sem hann notaði í tréristum sínum.
Þá voru á þessum árum gefnar
út ýmsar bækur ljósmyndatilrauna,
sem áttu að sýna árur mannsins
eða dýrslegt, líkamlegt segulmagn.
Af þessu má ljóslega ráða, hve
nátengdar núlistir eru jafnan sam-
tíðinni, en þær draga til sín afl og
næringu frá því helsta, sem er á
baugi í nánasta umhverfi hverju
sinni — standi þær undir nafni.
Af framanskráðu má ráða hve
mikilvæg viðbót bók Ame Eggum
er til greiningar listar Edvards
Munch, og hún er fjársjóður af fróð-
leik um listamanninn sjálfan og
tímana, sem hann lifði á — fróð-
leik, sem ekki hefur legið á lausu
áður.
Hún varpar skýru ljósi á sálræna
notkun ljósmyndatækninnar, sem
er svo miklu dýpri og sannari þeirri
yfírborðslegu flatneskju, sem notk-
un ljósmyndarinnar var áður og
varð seinna í myndlistinni, annars
vegar blóðlausar stælingar en hins
vegar frásögn og fréttamennska án
tengsla við innri lífæðir.
— Og um leið kynnir bókin, af
fullu afli, nýja hlið á list Munchs
og gerir hana jarðtengdari og skilj-
anlegri en um leið ennþá meira
heillandi og magnaðri...
Enginn, sem lætur sig nokkru
varða list þessa mikla, norska mál-
ara og norræna list yfirleitt, getur
verið án þessarar bókar.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
~ O u
Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma,
REGÍNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
er lést í Vancouver, Kanada, þann 11. september 1987, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hjartavernd.
Sigríður Brynjólfsson, Geir Jón Geirsson,
Erna Geirsdóttir, Karólfna Mackenzie,
Helgi Geirsson, Helga Irvine,
Sesselja Molesky Regfna Helgason,
tengdabörn og barnabörn.
er álitlqsur Ustinn
Menning og listir skipa veglegan sess í dagskrá Sjónvarpsins í vetur.
Þar ber hæst nýjan þátt: Gleraugað á mánudögum, þar sem fjallað er um
menningarmál.
Tilbury, mynd Viðars Víkingssonar eftir sögu Þórarins Eldjárns, er á dagskrá
um jólin.
Að auki:
Merkir samtímamenn, viðtalsþættir á mánudögum.
Matarlyst, nýir þættir í umsjón Sigmars B. Haukssonar og Bryndísar
Jónsdóttur á föstudögum.
Hér nefnum við aðeins hið innlenda, en utan úr heimi er einnig von á
afbragðsefni. Og mundu að síðdegis á sunnudögum geturðu gengið að góðu
efni vísu, svo sem tónlistarþáttum og sígildum kvikmyndum.
Fylgstu með Sjónvarpinu - og njóttu vel.
!