Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 rFATASKÁPAR-| MARGAR STÆRElIR HENTA ALLSSTAJDAR VERÐ FRÁ Kr. 5.901.- Greiðslukjör við allra hæfi! -J%~ o gf- h n LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 Skrifstofutæknir Eitthvað fyrir þig? Tölvufræðslan mun í janúar endurtaka hin vinsælu námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin hafa verið sl. ár. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám ívinnuaðferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun PC-tölva, sem nú eru orðnar ómissandi við öll skrifstofustörf. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn- un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. NÁMIÐ HEFST 5. JANÚAR 1988 Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækl- inga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 23 Páll Þorkelsson -Minning Fæddur 17. nóvember 1906 Dáinn 15. nóvember 1987 Okkur langar til að kveðja góðan vin og starfsfélaga, Pál S. Þorkels- son. Palli, eins og við kölluðum hann, er dáinn. Hann var alltaf til í að spjalla og taka í spil. í Ræsi var hádegis- og morgunkaffið fast- ur punktur. Þá gátum við spilað við Palla og hina karlana. Ævinlega var pláss fýrir eina eða fleiri í við- bót við borðið og spilareglurnar voru yfirleitt miðaðar við aðstæður hverju sinni. Eftirminnilegar eru sendiferðirn- ar sem við fórum með honum. Með þeim rúntum bjargaði hann okkur frá daglegum störfum. Vandamálið var að það mátti bara ein fara með í einu. Þó að Páll væri enginn unglingur þá vann hann fram á sfðasta dag og er óhætt að fullyrða að þannig vildi hann hafa það. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar. Guðrún Helga, Helga Hrönn, Jóna Pála og Tóta. Tveim dögum áður en Páll vinur minn Þorkelsson kvaddi áttunda tug æfi sinnar sagði hann einnig skilið við jarðlíf sitt. Rólegur og yfirvegaður, sem var hans ein- t Innilegar þakkir kæru ættingjar og vinir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, ÁGÚSTAR OTTÓS JÓNSSONAR frá Gróf, Tjarnarbraut 23, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Guðmundi Benediktssyni lækni og starfsfólki á deildum 11 og 13 G Landspítalanum. Einnig karlakórn- um Þröstum fyrir hans framlag við útförina. í stað þakkarkorta munum viö láta andvirði þeirra renna til Krabba- meinsfélags (slands. Þóra Bachmann Stefánsdóttir, Stefán G. Ágústsson, Sjöfn Jónasdóttir, Jónína Ágústsdóttir, Ragnar Örn Ásgeirsson, barnabörn og systkinin frá Gróf. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Sauðhúsvelli, V-Eyjafjöllum. Guðjón Sigurðsson, Þóra Sigurðardóttir, Jóna Kristfn Sigurðardóttir, Magnús Sigurdsson, Sigmar Sigurðsson, Þorberg Olafsson, Halldóra Jóhannsdóttir, Einar Ó. Ágústsson, Jónína Jónasdóttir, Inga Björg Ragnarsdóttir, Margrét Jóna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem með hlýju handtaki, samúðarkveðjum, blómum og krönsum auðsýndu okkur samúð og virðingu við andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EYÞÓRS ÓSKARS SIGURGEIRSSONAR, Kjarrhólma 36, Kópavogi. Hrafnhildur Sveinsdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR, Dúfnahólum 2. Garða Jónsdóttir, Erla Aðalsteinsdóttir, Sigurður Oddsson, Hinrik Aðalsteinsson, Friðlín Valsdóttir, Ömar Aðalsteinsson, Ella Stefánsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður míns, GUNNARS BJARNASEN frá Vestmannaeyjum. Anton Bjarnasen. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR frá Eystri-Hól f Landeyjum. Jóhanna Stefánsdóttir og fjölskyída. kenni, settist hann í stólinn sinn og sofnaði svefninum langa. Páll hafði marga mannkosti, sem veitti honum vináttu góðra manna. Hann átti heiða og heiðarlega hugsun, var sérlega traustur og ábyggilegur og vann öll sín störf af kostgæfni og alúð, enda vildu menn ekki missa hann úr störfum og því þurfti hann ekki að fara milli vinnustaða á langri æfi sinni. Páll var Vestfirðingur, fæddur á Þúfum í Vatnsfirði, sonur hjónanna Petrínu Bjarnadóttur og Þorkels Guðmundssonar. Systkinin frá Þúf- um voru ellefu fædd, þrjú dóu í bernsku, eftirlifandi nú eru Arndís, Halldóra, Ingunn og Gunnar. Öll voru þau atgervisfólk, farsæl og vel látin, samfundaglöð og söngvin, sérstaklega minnist ég þegar þeir bræður, Páll og Guðmundur, köfuðu djúpt í bassanum. Páll stundaði nám á Hvanneyri árin 1927 til 1929. Halldór skóla- stjóri vandaði val starfsfólks síns og byggðist hans búskaparfarsæld ekki minnst á mannþekkingarhæfi- leika hans. Páll var ráðinn ársmaður á Hvanneyri strax að námi loknu og var þar til dauðadags Halldórs 1936. Hann var bflstjóri staðarins, enda þarfnaðist bú og skóli mikilla flutninga á aðföngum og afurðum, en Halldór seldi vikulega til Reykjavíkúr margskonar matvæli. Þegar til Reykjavikur kom réðist Páll starfsmaður hjá Dósaverk- smiðjunni við Rauðará, en árið 1944 hóf hann störf hjá bifreiðaverk- stæði Ræsis og vann lengi við bflasprautun, sem var eitt vanda- samasta verk, sem á slíkum stað var unnið á þeim tíma. Hann skipti ekki oftar um vinnustað. Árið 1937 kvæntist hann Sigríði, dóttur Halldórs skólastjóra, hinni ágætustu konu. Hún lést 2. nóv. 1956. Þau eignuðust 2 börn, Tryggva, sem dó á bezta aldri, og Halldóru, sem giftist Herði Adólfs- syni, verzlunarmanni í Reykjavík. Börn þeirra eru: Sigríður Þórhalla, Erna, ívar, Einar Páll, Hörður og Svava Björg. Páll verður jarðsunginn í Foss- vogskapellu mánudaginn 23. nóvember kl. 1.30. Þar býst ég við að sjá nokkur eldri andlit Hvanneyr- inga frá fj'órða tug aldarinnar. Gunnar Bjarnason Nú er elsku afi okkar horfinn. Við kveðjum hann með söknuði og hugann fullan af ljúfum minn- ingum. Hann kvaddi svo skyndilega lífsins amstur. Kraftur og ótrúlegt þrek fylgdi afa til hinztu stundar Að geta skilað fullum vinnudegi, áttræður, er ekki öllum gefið. Tryggð hans og hollusta við þá er hann umgekkst var hans aðals- merki. Við höfum engan vitað eins fróð- an og áhugasaman um landið okkar eins og afa. Hann tók sér ferð á hendur sl. sumar norður í land, gekk um holt og hæðir eins og unglingur og skoðaði ótal staði. Ekki var hægt að sjá nein merki um þreytu, en ánægjan skein út úr svip hans, svo mjög naut hann þess að vera úti í náttúrunni. Við barnabörnin og barnabarna- börnin geymum öll minninguna um Pál afa í hjörtum okkar og biðjum algóðan Guð um að blessa hann og varðveita. Megi hann hvfla í friði. Sígriður Þórh., Erna, ívar, Einar Páll, Hörður og Svava Björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.