Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 43 STEFÁN FRIÐBJARNARSON 100-120 þúsund lítra mjólkur ár- lega. Það þarf því ekki nema um eitt þúsund slík bú til að framleiða það magn sem von er til að seljist." í dag eru mjólkurframleiðendur milli 1.800 og 1.900 - og hefur þó fækkað á sl. áratug um talsvert á annað þúsund. IV Landbúnaðarhagfræðingurinn sagði að líkur stæðu til enn frekari samdráttar í kindakjötsframleiðslu. Orðrétt sagði hann: „Ef gert er ráð fyrir að hún verði um 8.500 tonn á ári, má segja að til þeirrar framleiðslu þyrfti 450.000 vetrarfððraðar kindur, en það svarar til um 1.000 fjöl- skyldubúa með 400-500 kindur. Nú eru sauðfjárbú, lítil og stór, á fjórða þúsund. Þeir bændur sem hafa lífsviðurværi sitt að umtals- verðu leyti af sauðfjárrækt eru örugglega yfir 2000." Þessar tölur segja okkur töluvert um líklega framvindu mála á næsta áratugn- um. Sem betur fer eru líka ljósir punktar í landbúnaðardæminu: * Loðdýrarækt er í örum vexti. Loðdýrabú verða hátt á þriðja hund- rað á næsta ári. * Fiskeldi hefur og vaxið fiskur um hrygg. í ár eru starfandi nærri 60 fiskeldisstöðvar. Hugsanlega geta bændur snúið sér í allnokkrum mæli að fiskeldi [bæði einyrkja- stöðvum og samstarfsstöðvum] sem og að betri nýtingu vatnafiska. * Ferðamannaþjónusta í sveitum fer og vaxandi. Þeirri „hliðarbú- grein" er nú sinnt á um 100 býlum. Hinsvegar gætir offramleiðslu bæði í alifugla- og svínarækt. Ekki er líklegt að störfum fjölgi í þeim starfsgreinum á næstunni. Sama máli gegnir um grænmeti, bæði ylrækt og annað og garðávaxta- ræktun. VI Landbúnaður, hagur hans og framtíð, er ekki sérmál bænda einna. Selfoss, fundarstaður byggðaráðstefnunnar, er talandi dæmi um það, hvern veg þéttbýli, atvinna og afkoma fólks í kaup- stað, tengist landbúnaðinum og Þarf ekki nema 450.000 vetrarfóðraðar kindur til að metta íslenzka kindakjötsmarkaðinn, 8.500 tonn á ári? nærliggjandi sveitum. Selfossbær er að stærstum hluta grein á meiði landbúnaðar. Sama máli gegnir um nágranna- þéttbýli: Hveragerði á aðra hönd, Hellu og Hvolsvöll á hina. Reyndar einnig um Egilsstaði eystra, Búð- ardal vestra og Blönduós nyrðra, svo fáein dæmi af mörgum séu nefnd. Höfuðstaður Norðurlands, Akureyri, stendur öðrum fæti til- veru sinnar í landbúnaði, það er iðnaði og verzlun í tengslum við hann. Þannig mætti lengur telja. Það þéttbýli er vandfundið sem skarast ekki hagsmunalega (að ekki sé nú talað um menningarlegan bakgrunn eða ætta- og fjölskyldu- bönd) við sveitir landsins og sjávar- pláss. Við getum deilt og karpað enda- laust um flest milli himins og jarðar. Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd að ef leki kemst í eina lest þjóðarskútunnar varðar málið skipshöfnina alla. Forsætisráðherra lauk ræðu sinni á byggðaráðstefhunni með þessum orðum: „Ríkisstjórnin mun gera sitt til að skapa skilyrði fyrir íslendinga til að búa í landinu, í sátt við sjálfa sig og í sátt við landið." Megi henni vel takast í þeirri og annarri jákvæðri viðleitni. VÉLflVERKSTflEÐI SIG. SVEINBJÖRNSSON W. SKEIÐARÁSI — 210 GARÐABÆ — SÍMAR 52850 & 52661 VIÐ FRAMLEIÐUM: D Togvindur 5, 7,10,12 eða 16 tonna splittvindur eða sambyggðar vindur með sjálfvirku vlrastýri, handvirkt eða sjálfvirkt autotroll vlrmælar. Autotroll með litaskjá. D Grandaravindur. 3 til 12 tonna með hraðslökun. ? Gilsvindur, Bakstroffuvindur akkerisvindur og m.fl. ? Möguleiki á fjarstýringu og sjálfvirkum bremsum á allarvindur. D D Tengiblokkir fyrlr ventla sem einfalda mjög vökvalagnir. Hönnum og setjum upp vökvakerfi. $ fáááámáááááÁáámámáámmáááámÉÁÉÉÉÉÁdÁÉÉÉA Samofinn hugbúnaður SYHflPHOIUY FJölbreytt námskeið íhinum vinsæla hugbúnaði Symphony sem býður upp á mikla möguleika í skýrslugerð. Efni námskeiðsins er eftirfarandi: * Vinnuumhverfi Symphony. Ritvinnsla. Töflureiknir. Gagnagrunnur. Teiknivangur. Samskiptakerfi. Verklegar æfingar. Leiöbeinandi: Eirlkur porbiörnsson, tœknitræðingur Tími: 24.-27. nóvember kl. 17-20. Innritun í símum 687590 og 686790 VR og.BSRB styðja sína félaga til þátttöku á námskeiðinu. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 . ¦;-¦¦;. : ¦ ¦;-;. ¦¦ ........... .:....... Laxveiðijörð í Dalasýslu Jörð á Skarðsströnd ertil sölu ef viðunandi tilboð fæst. Jörðinni fylgir 30% veiðiréttur í laxveiðiá ásamt nýuppgerðu íbúðarhúsi með 4 svefnher- bergjum, stofu, baði, snyrtingu og eldhúsi. Svefnaðstaða er fyrir 12 manns. Húsið er fullbúið húsgögnum. Rafmagn, vatn og sími er í húsinu. Stórt ræktað og girt tún er á jörðinni. Á landareigninni eru silungsvötn og kjörin aðstað'a til gæsa- og rjúpnaveiða. Gott berjaland. Allar upplýsingar varðandi jörðina verða gefnar í síma 38674. lúndaafbestu gerð og sérstaklega falfegur frágangur. E kta silkisatín, undurmjúkt og íétt. Náttúruefni sem „andar". ¦•- ðkósíður og efnismíkill. Cffl AUGLYS1NQAP*>ÍUSTAN ISIA Gjöjin heimar Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á horni Pósthússtrætis og Kirkjustrætis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.