Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 1
128 SÍÐUR B/C 266. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-Evrópa: Eru þjóðirnar að týna sjálfum sér? Brussel, Reuter. Menningarlegri margforeytni í Vestur-Evrópu stafar stórhætta af vaxandi samstarfi og sam- tvinnun efnahagslifsins í álfunni. Lét framkvæmdastjóri Evrópu- ráðsins þessi viðvörunarorð falla á föstudag. „Nánara samstarf Vestur-Evr- ópurfkjanna verður öðrum þræði að miðast við að varðveita tungu og menningarleg einkenni smáþjóð- anna og einstakra héraða en við stöndum nú frammi fyrir allsheijar- stöðlun og samsömun," sagði Marcelino Oreja, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, á ráðstefnu, sem haldin var í Brussel og sótt af 100 fulltrúum lítilla menningarsvæða í Vestur-Evrópu. Fram kom á ráðstefnunni, að til stendur að bæta hlut smáþjóðanna og þeirra, sem eiga mállýskur að móðurmáli, en það veldur líka áhyggjum, að á fjölfömum ferða- mannastöðum er íbúunum hætt við að týna sínum þjóðlegu einkennum án þess að tileinka sér nokkur önn- ur. Geimskot Ariane-2 tókst fullkomlega Paris, Reuter. GEIMSKOT Ariane-2 flaugar evrópsku geimvísindastofnunar- innar (ESA) aðfaranótt laugar- dags tókst með ágætum. Flaugin kom vestur-þýzkum sjónvarps- hnetti á braut um jörðu. Ariane-2 var skotið frá frönsku geimferðastöðinni í Kourou í Frönsku Guiana í Suður-Ameríku. „Það gekk allt upp, þetta var full- komið geimskot," sagði Frederic d’Allest, forseti Arianespace, dótt- urfyrirtækis ESA. Mikil bjartsýni ríkir i herbúðum ESA eftir geimskotið í gær, sem kemur í kjölfar velheppnaðs geim- skots öflugri flaugar af gerðinni Ariane-3, sem kom tveimur fjar- skiptahnöttum á braut fyrir tveimur mánuðum. Þykjast starfsmenn stofnunarinnar vissir um að þeim hafí tekizt að komast alveg fyrir alvarlegan smíðsgalla, sem var á kveikikerfi þriðja og efsta þreps Ariane-2. Sjónvarpshnötturinn, TV-SAT 1, sem Ariane-2 flaugin kom á braut vó 2,1 tonn og er því stærsti hnött- ur, sem skotið hefur verið á loft með Ariane-flaug. Reuter Flaugin hefur sig á loft frá Frönsku Guiana. Bandaríkin: Samkomulag við Kúbu- stj órn um iimflytjendur Washington, Reuter. Aðgerðir gegn f járlagahalla í Bandaríkjunum: Samkomulaginu fálega tek- ið á verðbréfamörkuðunum Washington og Lundúnum, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, og leiðtogar Bandaríkjaþings bundu í gær enda á fjögurra vikna langar viðræður um niðurskurð fjárlagahallans. Féllust báðir aðilar á að minnka hann um tæplega 76 milljarða Bandaríkjadala á næstu tveimur árum. „Þetta er að líkind- um ekki besti samningurinn, sem hefði getað náðst, en þetta er góð byrjun," sagði forsetinn á sameiginlegum blaðamannafundi með þing- leiðtogum. Verðbréfasalar voru greinilega efagjarnari, þvi þeir tóku fregnunum fálega og báru viðskipti þess merki. Töldu margir í þeirra hópi að ekki væri nóg aðhafst og of seint. Fregnimar af samkomulaginu styrktu Bandaríkjadal nokkuð í sessi, en ekki var þó um neina afger- andi hækkun að ræða, eins og sumir höfðu búist við. í Wall Street hækk- uðu verðbréf talsvert, en ekki í líkingu við það, sem vonast hafði verið til. Sögðu flármálasérfræðing- ar að viðræður Bandaríkjastjórnar og þingleiðtoganna hefðu tekið svo langan tima, að samkomulagið hefði engum komið á óvart. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur fjárlagahallinn skorinn niður um 30,2 milljarða Bandarikjadala á þessu ári og 45,85 á hinu næsta. Enn mun þó eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum í þinginu, bæði hvað varðar niðurskurð og tekjuöflun. „Þetta er alvöru pakki . . . engar sjónhverfingar," sagði Baker fjár- málaráðherra. Samkvæmt honum verða útgjöld til vamarmála lækkuð um 5 milljarði dala á þessu ári og 8,2 á því næsta. Þá verða opinber framlög tii sjúkrasamlagsins, land- búnaðamiðurgreiðslna og námslána skert nokkuð. Á hinn bóginn verða ýmis gjöld ríkisins hækkuð þannig að tekjur þess muna aukast um 11 milljarða dala á þessu ári og 17,3 milljarða á næsta fjárhagsári. Utanrikísráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti síðla á föstudag að samkomulag hefði náðst við Kúbustjórn þess efnis að 2.746 Kúbumenn, sem komu til Banda- ríkjanna árið 1980 færu heim, en 23.000 fengju að flytjast til Bandarikjanna árlega. Talsmaður ráðuneytisins, Charles Redman, sagði að embættismenn ríkjanna hefðu orðið ásáttir um þetta á fundum í Mexíkó-borg í vikunni. Þeir ríflega 2.700, sem um ræðir, komu til Bandarikjanna eftir að Kúbumenn leyfðu fólki að fara til Bandaríkjanna um Mariel-höfn árið 1980. Þá tæmdi Kúbustjóm fangelsi sín og geðveikrahæli og voru glæpa- mennimir og geðsjúklingamir sendir án frekari umsvifa til Flórída. í framtíðinni mun Bandaríkja- stjóm veita 20.000 vegbréfsáritanir til kúbanskra innflytjenda, en að auki verða veittar 3.000 áritanir til þeirra, sem leita hælis, sem póli- tískir flóttamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.