Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 1

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 1
128 SÍÐUR B/C 266. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-Evrópa: Eru þjóðirnar að týna sjálfum sér? Brussel, Reuter. Menningarlegri margforeytni í Vestur-Evrópu stafar stórhætta af vaxandi samstarfi og sam- tvinnun efnahagslifsins í álfunni. Lét framkvæmdastjóri Evrópu- ráðsins þessi viðvörunarorð falla á föstudag. „Nánara samstarf Vestur-Evr- ópurfkjanna verður öðrum þræði að miðast við að varðveita tungu og menningarleg einkenni smáþjóð- anna og einstakra héraða en við stöndum nú frammi fyrir allsheijar- stöðlun og samsömun," sagði Marcelino Oreja, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, á ráðstefnu, sem haldin var í Brussel og sótt af 100 fulltrúum lítilla menningarsvæða í Vestur-Evrópu. Fram kom á ráðstefnunni, að til stendur að bæta hlut smáþjóðanna og þeirra, sem eiga mállýskur að móðurmáli, en það veldur líka áhyggjum, að á fjölfömum ferða- mannastöðum er íbúunum hætt við að týna sínum þjóðlegu einkennum án þess að tileinka sér nokkur önn- ur. Geimskot Ariane-2 tókst fullkomlega Paris, Reuter. GEIMSKOT Ariane-2 flaugar evrópsku geimvísindastofnunar- innar (ESA) aðfaranótt laugar- dags tókst með ágætum. Flaugin kom vestur-þýzkum sjónvarps- hnetti á braut um jörðu. Ariane-2 var skotið frá frönsku geimferðastöðinni í Kourou í Frönsku Guiana í Suður-Ameríku. „Það gekk allt upp, þetta var full- komið geimskot," sagði Frederic d’Allest, forseti Arianespace, dótt- urfyrirtækis ESA. Mikil bjartsýni ríkir i herbúðum ESA eftir geimskotið í gær, sem kemur í kjölfar velheppnaðs geim- skots öflugri flaugar af gerðinni Ariane-3, sem kom tveimur fjar- skiptahnöttum á braut fyrir tveimur mánuðum. Þykjast starfsmenn stofnunarinnar vissir um að þeim hafí tekizt að komast alveg fyrir alvarlegan smíðsgalla, sem var á kveikikerfi þriðja og efsta þreps Ariane-2. Sjónvarpshnötturinn, TV-SAT 1, sem Ariane-2 flaugin kom á braut vó 2,1 tonn og er því stærsti hnött- ur, sem skotið hefur verið á loft með Ariane-flaug. Reuter Flaugin hefur sig á loft frá Frönsku Guiana. Bandaríkin: Samkomulag við Kúbu- stj órn um iimflytjendur Washington, Reuter. Aðgerðir gegn f járlagahalla í Bandaríkjunum: Samkomulaginu fálega tek- ið á verðbréfamörkuðunum Washington og Lundúnum, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, og leiðtogar Bandaríkjaþings bundu í gær enda á fjögurra vikna langar viðræður um niðurskurð fjárlagahallans. Féllust báðir aðilar á að minnka hann um tæplega 76 milljarða Bandaríkjadala á næstu tveimur árum. „Þetta er að líkind- um ekki besti samningurinn, sem hefði getað náðst, en þetta er góð byrjun," sagði forsetinn á sameiginlegum blaðamannafundi með þing- leiðtogum. Verðbréfasalar voru greinilega efagjarnari, þvi þeir tóku fregnunum fálega og báru viðskipti þess merki. Töldu margir í þeirra hópi að ekki væri nóg aðhafst og of seint. Fregnimar af samkomulaginu styrktu Bandaríkjadal nokkuð í sessi, en ekki var þó um neina afger- andi hækkun að ræða, eins og sumir höfðu búist við. í Wall Street hækk- uðu verðbréf talsvert, en ekki í líkingu við það, sem vonast hafði verið til. Sögðu flármálasérfræðing- ar að viðræður Bandaríkjastjórnar og þingleiðtoganna hefðu tekið svo langan tima, að samkomulagið hefði engum komið á óvart. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur fjárlagahallinn skorinn niður um 30,2 milljarða Bandarikjadala á þessu ári og 45,85 á hinu næsta. Enn mun þó eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum í þinginu, bæði hvað varðar niðurskurð og tekjuöflun. „Þetta er alvöru pakki . . . engar sjónhverfingar," sagði Baker fjár- málaráðherra. Samkvæmt honum verða útgjöld til vamarmála lækkuð um 5 milljarði dala á þessu ári og 8,2 á því næsta. Þá verða opinber framlög tii sjúkrasamlagsins, land- búnaðamiðurgreiðslna og námslána skert nokkuð. Á hinn bóginn verða ýmis gjöld ríkisins hækkuð þannig að tekjur þess muna aukast um 11 milljarða dala á þessu ári og 17,3 milljarða á næsta fjárhagsári. Utanrikísráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti síðla á föstudag að samkomulag hefði náðst við Kúbustjórn þess efnis að 2.746 Kúbumenn, sem komu til Banda- ríkjanna árið 1980 færu heim, en 23.000 fengju að flytjast til Bandarikjanna árlega. Talsmaður ráðuneytisins, Charles Redman, sagði að embættismenn ríkjanna hefðu orðið ásáttir um þetta á fundum í Mexíkó-borg í vikunni. Þeir ríflega 2.700, sem um ræðir, komu til Bandarikjanna eftir að Kúbumenn leyfðu fólki að fara til Bandaríkjanna um Mariel-höfn árið 1980. Þá tæmdi Kúbustjóm fangelsi sín og geðveikrahæli og voru glæpa- mennimir og geðsjúklingamir sendir án frekari umsvifa til Flórída. í framtíðinni mun Bandaríkja- stjóm veita 20.000 vegbréfsáritanir til kúbanskra innflytjenda, en að auki verða veittar 3.000 áritanir til þeirra, sem leita hælis, sem póli- tískir flóttamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.