Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 9 HUGVEKJA Klókindi eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON Það að vera klókur getur hvoru tveggja verið, að vera hygginn og að vera slóttugur. Það er hrós- yrði eða skammaryrði. Lífsbar- áttan kennir okkur þessi klókindi. Við segjum það okkur til afsök- unar um leið og við verðum að horfast í augu við að klókindin ná allt of langt. Við erum hætt að greina á milli þess sem er rétt og rangt á mörgum sviðum fjármálaafskipta. Einkum er það skattauppgjör okkar við ríkið sem hefiir brenglað hugsun okk- ar. Viðurkennd eru opinberlega stórfelld skattsvik einstaklinga og fyrirtækja sem nemur hundr- uðum milljóna að talið er og öll þekkjum við söluskattsvikin: Það kostar ef þú vilt reikning, annars er það þetta mikið ódýrara. Og eitt leiðir af öðru. Um leið og samvizka okkar slævist gagn- vart uppgjöri við ríkið, er hætt við að uppgjör við vinnuveitenda sljóvgist, tímamir verði fleiri en unnir eru, veikindafrí tekið til hins ýtrasta og ef við ráðum yfír sjóðum er freistingin, að fá sér lán sem á að endurgreiða síðar. Öll verzlun virðist fá á sig við- mót klókinda og svo víða, víða ná angar þessara viðskipta. Verðbréf hækka eða falla og allt- af bætast við nýir möguleikar til að græða fé, sýna slægð eða hyggindi, eftir því hvort maður er gerandi eða þolandi. Þegar svo klókindin eru allsráðandi í pen- ingaviðskiptunum, nær hugsunin til annarra þátta mannlífsins og ef til vill gjörða einnig. Lifa tvö- földu lífi í blekkingum frásagna, endalausum afsökunum með til- búnum aðstæðum allt til þess að lifa framhjáhald í hjónabandi, sem reynt er að leyna. Þetta byijaði allt með hygg- indum sem varð að slóttugheit- um, sem eyðilagði innviðinn og kjölfestuna, eyðilagði hugsunina og svæfði samvizkuna. Það voru klókir menn sem lögðu á ráð saman. Þeir voru reyndar oftast ósammála, en sameinuðust við að reyna að koma höggstað á Jesú. Þetta voru Farísear og Heródesar- sinnar. Þeir ætluðu að flækja hann í orðum, villa um fyrir hon- um og sögðu: „Meistari, vér vitum að þú ert sannorður og kennir Guðs veg í sannleika og hirðir eigi um neinn, því að ekki fer þú að mannvirðingum. Seg oss því, hvað virðist þér? Leyfíst að greiða keisaranum skatt eða ekki?“ Hér var vissulega leið klókind- anna farin. Byijað að hæla og smjaðra og sagt þvert um hug og síðan kom spumingin sem átti að leiða í gildru, því það var að þeirra hyggjuviti sama hvem- ig svarað var, hvom tveggja myndi leiða til dómsáfellingar. Jesús svaraði þeim og okkur: „Greiðið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ Ef greiðslan til Guðs bregst hjá okkur hygg ég að allar aðrar greiðslur bregðist. Hver er greiðsluskylda okkar til Guðs? Er hún nokkur? Þannig spyr ég g bið þig, sem þessar línur lest að hugleiða svarið. Hugsaðu um lífið, upphaf þess og enda, lífshlaup þitt, heimili og tækifærin öll til að leiða til góðs, til að gleðja, til að vera þú sjálfur, heill í hugsun og orði, samvizkusamur í starfi og trú- verðugur. Hugsaðu um gleðina sem er tengd þvf að vera treyst og reýnast trausts verður. Og hvað um heilbrigði og heilsu og alla dagana sem gátu orðið öðm vísi og dagana sem framundan ■ 23. sd. e.Trin. Mt. 22; 15.-22. em, sem geta ráðið úrslitum um hamingju eða óhamingju. Vonandi tekst sfjómmála- mönnum okkar að breyta því skattakerfí sem við búum við í dag, þannig að við teljum það sjálfsagt að greiða ríkinu það sem ríkisins er. Það þarf meira að koma til en nýtt staðgreiðsiu- kerfí og breytt söluskattskerfí. Endumýjunin þarf að ná til hug- arfarsins. Við megun gjaman líta á yfírskrift gjaldmiðilsins, sjá þar slq'aldarmerki og físka og á seðl- unum sjáum við þá baráttumenn, sem lögðu gmnn að velferðar- þjóðfélagi okkar, sem við emm í dag að grafa undan með öllum klókindunum. Við þurfum að leggja okkur sjálf á vogarskálina sem vegur útgjöld okkar, útgjöldin til ríkis- ins og til Guðs. Við getum reynt að komast undan því, en það er aldrei hægt til lengdar. Með ein- um eða öðmm hætti kemur það okkur í koll og eitt er víst: Að síðustu emm við krafín reiknis- skila. Þá emm við áreiðanlega spurð um það sem við gerðum eða létum ógert. Þá verðum við ef til vill vör við að samvizka okkar svaf ekki, hún hrópaði, en henni var samt ekki hlýtt, hún talaði, en mótrökum var beitt, hún hvíslaði og við þóttumst ekki heyra. Við þessi hinztu reikningsskil verður engum klókindum, — hvorki hyggindum né slægð, við komið. Við verðum spurð um skil okkar við Drottinn Guð, um skil okkar við lífíð'og okkar nán- ustu, við samfélagið og okkur sjálf. HER ERU UPPLYSINGAR SEIR SKILA HAGNAÐI <& téW' IBK w & \ <» Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins hafa ávallt kappkostað að gefa sem gleggstar upp- lýsingar um alla möguleika varðandi spamað. Til marks um það höfum við gefíð út marga veglega bæklinga. í öllum þessum bækling- um eru haldgóðar upplýsingar um spamað- arkosti sem skila þérhagnaði þegar á reynir. FJARFESTINGARFELAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík s: (91) 28566 Kringlunni 103 Reykjavík s: (91) 689700 Allt frá árinu 1976 hefur Fjárfestingarfélagið verið í fararbroddi í öflugri upplýsingastarf- semi og faglegri ráðgjöf. Komdu við á verð- bréfámarkaði okkar í Kringlunni og Hafnar- stræti 7 og ræddu við ráðgjafa okkar. Fáðu þér upplýsingabæklinga í leiðinni. Þú getur einnig hringt eða sent okkur svar- seðilinn og við sendum þér bæklingana um hæl. Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 20. nóv. 1987: Kjarabréf 2,437 - Tekjubréf 1,275 - Markbréf 1,247 - Fjölþjóðabréf 1,060 SVARSEÐILL Vinsamlegast sendið mér neðangreinda bæklinga: □ Kjarabréf □ Verðbréfamarkaðurinn s □ Tekjubréf □ Fjármálareikningur I □ Markbréf □ Frjálsi lífeyrissjóðurinn Nafn: Nafiinr.: Heimili: Staður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.