Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Frá Eþíópíu. Með fríðun frá beit vex aftur upp náttúrlegur skógur. Þessar fjallshlíðar hafa notið fríðunar i 9 ár.
Er ísland vanþró-
að land að því er
skógrækt varðar?
Eitthvað á þessa leið
hljóðaði fyrirsögn erindis
sem sænski skógfræðing-
urinn Márten Bendz flutti
á skógræktarþingi sem
Skógræktarfélag Islands,
Skógrækt ríkisins og
Landbúnaðarráðuneytið
efndu til í apríl síðastliðn-
um.
Márten Bendz er þekkt-
ur vísindamaður á skóg-
ræktarsviðinu sem oft
hefur komið til íslands og
er gerkunnugur staðhátt-
um hér. Hann hefur
undanfarin ár unnið að
skógræktarmálum á al-
þjóðlegum vettvangi og
rekur nú sjálfstæða ráð-
gjafarstofnun á því sviði
með verkefni frá sænsku
þróunarhjálpinni. Aður
var hann um árabil rektor
sænska skógræktarhá-
skólans, vann um tíma að
skógræktarverkef num
hjá FAO í Róm og var í
sex ár aðalforstjóri
Sænska skógareigendafé-
lagsins í Suður-Svíþjóð
sem telur um 20 þúsund
meðlimi.
Hann var sérstakur
gestur skógræktarþings-
ins fyrrnefnda og vakti
erindi hans verðskuldaða
athygli þinggesta, enda
haf a þessi mál ekki áður
verið rædd hér á landi út
frá þessum sjónarhól.
Erindi hans birtist í Ársriti Skóg-
ræktarfélags íslands 1987 sem út
kemur um þessar mundir í þýðingu
Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra.
Hér fara á eftir nokkrar glefsur
úr erindinu.
Márten Bendz hóf mál sitt með
því að segja að yfírskrift erindisis
gæti bent til þess að ísland teldist
í flokki vanþróaðra þjóða að því er
þessi mál varðar en svo væri ekki
að hans mati í hefðbundnum skiln-
ingi þess orðs. Hins vegar sagði
hann reynslu af skógræktarstarfí í
vanþróuðum löndum geta komið
íslenskri skógrækt að gagni, eins
og sú reynsla hefði líka gagnast
vel á hinum Norðurlöndunum.
Ástæðumar væru einkum tvær:
í fyrsta lagi hefði samskonar þróun
átt sér stað á árum áður í Skand-
inavíu og nú er að gerast meðal
hinna vanþróuðu og fátæku þjóða.
I öðru lagi gæti margt af því sem
lærist af vinnu með vanþróuðum
þjóðum komið þeim að gagni sem
lengra eru komnir — ekki síst að
því er varðar hina félagslegu, efna-
hagslegu og pólitísku þætti.
Márten Bendz varpar fram þeirri
spumingu hvaða merking felist í
hugtakinu „vanþróað land“? Hann
bendir á að þá verði okkur hugsað
til fátækra Afríkuríkja þar sem
ólæsi er mikið, meðalaldur lágur,
sjúkdómar skæðir, landbúnaður
frumstæður og iðnvæðing skammt
á veg komin. Þar verði oft hungurs-
neyð og náttúruhamfarir tíðar. í
ljósi þessa séu íslendingar að sjálf-
sögðu ekki í flokki vanþróaðra
þjóða.
„En vanþróuðu löndin eiga oft
verðmætar auðlindir,“ segir hann,
„sem þau geta ekki nýtt.“ Kína
segir hann t.d. hafa talist vanþróað
land að þessu leyti þar til ráðamenn
gerðu sér grein fyrir þeirri miklu
auðlegð sem fælist í mannfjöldan-
um — þessum 6.000 milljónum
Kínveija. Mannfjöldinn væri ekki
vandamál heldur auðlind.
Fýrir 150 ámm flokkaðist
Svíþjóð undir það sem við gætum
kallað vanþróað land. Auðlindir
landsins voru vannýttar eða ofnýtt-
ar og rangnýttar og af þessu leiddi
hungur og fátækt.
Þegar horft er á málið frá þeim
sjónarhól má vera að ísland geti
talist vanþróað land. í landinu er
til auðlind sem menn hafa annað
hvort ekki komið auga á eða ekki
skilið að er fýrir hendi. . . þ.e. sá
möguleiki sem landið býður upp á
í skógrækt til viðarframleiðslu. Er
hægt að nýta þann möguleika?
Það er ekki sjálfgefíð. Verið
gæti að annar og betri kostur væri
á því að nýta það land til annars
sem hins vegar best væri fallið til
nytjaskógræktar. Þá verður líka að
taka tillit til kostnaðarins og hag-
kvæmninnar. Til þess að skýra það
dæmi betur mætti nefna að sjálf-
sagt væri lafhægt að rækta
grænmeti í Sahara-eyðimörkinni
með því að bera á nægan áburð og
vökva. Þetta hvort tveggja væri þó
of dýrt. Merking hugtaksins „van-
þróun“ getur því verið margs konar.
Eftirfarandi lýsing mundi þó eiga
vel við ástand í vanþróuðu ríki sam-
kvæmt okkar skilningi:
„Næstu aldir voru myrkar og
ollu því margir örlagaríkir atburðir.
Drepsóttir herjuðu á árunum 1306,
1347-48, 1510-12, 1555, 1616
og 1707. Síðasttalda fárið varð um
það bil þriðjungi þjóðarinnar að
bana. Margs kyns óáran bættist
við. Verst var ástandið á árunum
1602—1787. Hungursneyð ríkti,
53% nautpenings fórst vegna nátt-
úruhamfara, 70% hrossa, 82%
sauðfjár. Loks var ástandið orðið
svo slæmt að stjómvöldum datt það
ráð í hug að flytja þá sem eftir lifðu
úr landi og bjóða þeim búsetu ...
en það kom þó aldrei til fram-
kværnda."
Hér er lýst mjög svipuðu ástandi
og því sem okkur berast annað slag-
ið í fréttum frá Afríku, sjúkdómum,
hungursneyð, náttúruhamförum og
þjóðflutningum. Þessi lýsing er hins
vegar ekki frá Eþíópíu eða Súdan.
Hún á við um Island fyrr á öldum.
(Tilvitnanir færðar svolítið í stílinn
úr skýrslu sem nefnist „Yfirlit yfír
landbúnað á íslandi“ eftir Guðmund
Jónsson, skólastjóra á Hvanneyri
(1952).)
Svipaða lýsingu má fínna um
skandinavísku löndin. Þar ríkti fá-
tækt og neyð meðal almennings
fýrir 100—200 árum. Nú er hins
vegar svo komið að hin þróuðu
iðnríki reyna að koma þeim bág-
stöddu til hjálpar — flýta fyrir
jákvæðri þróun m.a. með leiðbein-
ingarstarfi í skógrækt.
Sérstök áhersla er lögð á skóg-
rækt meðal þessara þjóða sem
skammt eru komnar í iðnvæðing-
unni, ekki síst vegna þess hve
eyðing skóga er ör í heiminum í
dag, og þá hröðust í vanþróuðum
ríkjum. Eyðing skóganna hefur
margskonar afleiðingar í för með
sér. Jarðvegur rýmar og með hon-
um jarðrakinn, jafnvægi í náttúr-
unni fer úr skorðum með eyðingu
skóganna og takmarkar stórum alla
möguleika á nýtingu landsins.
„Eyðing skóga á íslandi heyrir
sögunni til,“ segir hann, „því nú
eru varla nokkrir náttúrlegir skógar
eftir. Sennilega hafa á undanföm-
um öldum eyðst um 30.000 ferkfló-
metrar skóglendis eða 3 milljónir
hektara."
Mynd 1 sýnir hvaða orsakir
liggja að baki eyðingarinnar en
landnýting er eðlilega lögð þar til
grundvallar.
Meðal vanþróaðra þjóða nútím-
ans er algengast að skógar eyðist
þegar land er brotið til akuryrkju
eða beitar. Búskaparhættir eru
frumstæðir og fólkinu fjölgar.
Fátækt er líka örlagaríkur þátt-
ur. Fátækt fólk á ekki annars
úrkosta en að mergsjúga náttúm-
auðlindimar og búsmalanum er
ofbeitt á landið. Þar sem loftslag
er þurrt leiðir ofnýtingin fljótt til
uppblásturs. Þess vegna eru nú víða
eyðimerkur þar sem áður voru
grænir skógar.
Nauðsynlegt er að snúa slíkri