Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 17

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 17 leikið á hljóðgervla af einum og sama manninum, Jóni Kjell. „Við spilum mest af plötunni þrír, ég, Jón Kjell og Gunnlaugur Briem á trommur. Auk þess er Þórður Ama- son í nokkrum lögum á gítar, Rúnar Georgsson á saxafón í einu lagi og í síðasta laginu er strengjasveit og harpa úr Sinfóníuhljómsveitinni," segir Gunnar til útskýringar. Ljósvíkingur heitir næsta lag, sem Egill Olafsson syngur af mik- illi innlifun. „Hann reyndi fyrst að syngja þetta mjúklega og venjulega en það gekk ekki. Það var ekki fyrr en hann var búinn að finna „karekterinn" og gat lifað sig inni í hann að þetta small saman. Egill er ekki síður leikari en söngvari og að því leyti er mjög gaman að vinna með honum," segir Gunnar. „Ég hafði séð fyrir mér þennan dæmi- gerða fjölmiðlamann frá fyrri árum, með der. Þaðan kemur þessi gamai- dags fílingur laginu.“ Það má vissulega til sanns vegar færa, að lagið er gamaldags, í sveiflustíl, létt og grípandi, og manngerðina kannast sjálfsagt margir við: Eg sit við hljóðnemann heilar nætur, heilinn í mér bólginn, stirðir fæt- ur. Ég er poppfræðingur og plötu- snúður, pendúll tískunnar og dapur trúð- ur. Ljósvakans Ijósvikingur. Gunnar hefur á orði að ef til vill sé þetta lagið, sem eigi eftir að fá mesta spilun í útvarpi af lögunum á plötunni. Hann fer heldur ekki í grafgötur með að mörg laganna kunni að reynast of tormelt til að falla inn í síbylju útvarpsstöðvanna. Nú eru þama nettar meldingar á ljósvakafólkið, bæði í þessu lagi og öðrum. Ertu ekkert hræddur um að það fyrtist við og stingi plötunni undir stól, -að hún verði hreinlega ekkert spiluð af þeim sökum? „Það hefur hvarflað að okkur að einhveijir kunni að stuðast af þessu. Þó held ég að það geti varla komið til. Þetta eru ekki svo alvarlega ádeilur að menn þurfl að verða sár- ir. Ég trúi ekki öðru en að þetta fólk hafi húmor fyrir þessu." Nýr maður fjallar um tölvufrík sem leitar hamingjunnar við tölv- uskjáinn: „Aðeins eitt sem ég af alefli þrái, að augun í mér breytist í tölvuskjái." Lagið er með léttleik- andi danstakti og það er Björgvin sem syngur. Morgungjöf er eina lagið á plöt- unni, sem var tilbúið í ágúst sl., þegar Gunnar hófst handa við gerð plötunnar. „Ég samdi þetta fyrir nokkrum árum og hef tvisvar sent það inn í Eurovision-keppnina, en því var hafnað í bæði skiptin. Sjálf- um finnst mér þetta hins vegar gott lag og var ákveðinn í að koma því frá mér.“ Lagið stingur svolítið í stúf við annað efni á plötunni og textinn ber það með sér að hann er saminn með öðrum formerkjum en textam- ir um ljósvakabyltinguna. Jóhanna Linnet syngur lagið og fellur það ágætlega að hennar rödd, enda með léttklassísku ívafi og gefur for- smekkinn af því sem koma skal. Uppinn fjallar um „einfaldann mann með einfaldan smekk“, sem endar hjá sálfræðingnum sínum. Eiríkur Hauksson syngur lagið en Gísli Rúnar Jónsson er í hlutverki sálfræðingsins. Lagið er kraftmikið í takti, tónum og söng og ekki skaða vel heppnaðar „skreytingar" Þórðar Ámasonar á gítar. Þá kemur sérkennilegt lag sem heitir Hláturtíð. Eiríkur syngur og Gísli Rúnar er í hlutverki kynnis: „Vandaðu valið, láttu fagmennina velja handa þér viðeigandi hlátur: Stálkaldan stjómmálahlátur, af- vopnandi útvarpshlátur, vígalegan viðskiptahlátur, kaldan kvenn- mannshlátur, litríkan listamanns- hlátur, síglaðan sjónvarpshlátur.“ Lagið ber keim af nútíma- tónsmíðum og gæti jafnvel verið úr framúrstefnusöngleik. „Já, það má búast við að einhveijum þyki þetta tormelt svona til að byrja með,“ segir Gunnar. „Steinar Berg heldur því fram að þetta verði smell- ur, ásamt „Enginn er eyland" og einu eða tveimur öðrum, en ég trúi því nú varla. Ég held að þetta sé aðeins of flókið í uppbygging til að ná almennum vinsældum. Eg hef meiri trú á lögum eins og „Ljósvík- ingnum" og „Enginn er eyland" í þeim efnum. / loftinu fjallar á spaugilegan hátt um símatíma ljósvakaijölmiðl- anna svo sem upphafíð ber með sér „HaBó, halló. Er einhver á línunni? Einhver vansvefta, einhver örvita, einhver með vandamál, sem höfðar til fjöldans? Gjörðu svo vel, talaðu, tjáðu þig, þú ert í loftinu. “ Eiríkur og Laddi flytja lagið og Gunnar bendir réttilega á að í því má fínna ýmis tónlistarafbrigði svo sem blús, jass, rokk og klassík. Ef harpa þín þagnar er enn ein vísbendingin um klassískar til- hneigingar Gunnars á þessari plötu. Lagið er í rólegri kantinum og það er Björgvin Halldórsson sem syng- ur. Þegar hér var komið sögu fór ég að velta því fyrir mér hvort Gunnar væri á leið út úr popptón- listinni og inn í síglidla tónlist. Má ef til vill eiga von á sinfóníu eftir Gunnar Þórðarson í framtíðinni? „Ég veit það ekki, en ég játa að ég hlusta orðið mikið á klassíska tónlist og er aðeins farinn að fikta við tónsmíðar í þeim anda. Það yrði vissulega gaman að semja heila sin- fóníu einhvem tíma og ég útiloka ekki að sá draumur eigi eftir að rætast. Hins vegar get ég upplýst það hér að ég er staðráðinn í að semja söngleik áður en langt um líður og þá á ég við „grand" söng- leik í samvinnu við góðan textahöf- und með góðum söguþræði. Þetta er nánast óplægður akur hér á landi. Það hafa engir söngleikir verið samdir hér síðan Jónas og Jon Múli voru og hétu og mér fíiinst það fáránlegt að láta þessa list- grein deyja út. Alla vega hef ég mikinn áhuga á að reyna bæta þar úr og sjá hvað kemur út úr því. Það er kominn tími á nýjan íslensk- an söngleik." Skammdegi heitir næsta lag og textinn er ekkert sérlega upplífg- andi eins og nafnið ber með sér. Hann fjallar um náunga sem er á „bömmer“, eins og sagt er á fag- málinu og það er Egill Olafsson sem túlkar manngarminn. Það sem ann- ars er athyglisverðast við þetta lag að mínum dómi er stórgóð saxafón- sóló Rúnars Georgssonar, sem blæs þar eins og honum einum er lagið. Næturljóð er síðasta lagið á plöt- unni og væri nær að tala um verk í því sambandi því það er í tveimur pörtum. Sá fyrri er sunginn af Björgvin Halldórssyni en sá seinni er spilaður af 35 manna strengja- sveit og einni hörpu úr Sinfóníunni. Spilaði kaflinn minnir svoítið á gömlu meistarana og á meðan ég hlusta á hann fer ég að trúa því að Gunnar sé í raun og veru þess umkominn að semja sinfóníu. „Ég sótti sinfóníutónleika nokkuð stíft á síðasta vetri og þetta eru áhrifín af því,“ segir hann um leið og síðustu tónarnir >ja út. Það er býsna langur vegur frá popparanum, sem gerði garðinn frægann með Hljómum frá Keflavík í gamla daga, og til þess Gunnars Þórðarsonar sem birtist okkur á þessari plötu. Og ég get ekki varist þeirri hugsun að platan sanni að enn sé Gunnar leiðandi maður í íslenskri dægurtónlist og eigi margt eftir ógert. Þetta kann sumum að þykja skondin staðhæfing þar sem hér á í hlut maður sem af gárungun- um hefur stundum verið nefndur „afi íslenskrar popptónlistar". Hins vegar læðist að mér sá grunur að Gunnar hafí með þessari plötu tek- ið ákveðna áhættu og ég nefni það við hann. „Já, ég er alveg klár á því, en það var annað hvort nú eða aldrei. Eins og ég sagði var ég ákveðinn í að fara ekki þessa hefðbundu leið þar sem grípandi slagarar tryggja pottþétta sölu. Ég tók áhættu, gerði það sem mig sjálfan langaði til og það var vel þess virði.“ Sv.G. philips sjönvörp 20” tneð þráðlausri fjarstýringu (digital) Litir.Svartoggrátt. VERÐ AÐElNS KR- 760r 20” án fjarstýringar “S. sSSn mw á sk’a 4 öllum stillingum, ofl. ofl. Litir. Hnota og grútt. VERÐ AÐEINS KR 16” ferðasjónvarp an fjarstýringar “ Litir. svartoggratt. VERÐ AÐEINS KR. — __ ‘ 405.- Tengist meö straumbre^n ^^olta bilg ofl. Litur: svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. 990.- aðeinskr. 31.980 HeimHlsteekLbt BIRGIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.