Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 18

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Svava Jakobsdóttir GUNNLAÐAR SAGA Patrick Siiskind ILMURINN Saga af morðingja Nína Björk Ámadóttir MÓÐIR KONA MEYJA FORLAGIÐ KYNNIR íslensk stúlka er handtekin í Þjóðminjasafni Dana þar sem hún stendur við brotinn sýning- arglugga með forsögulegt gullker í höndunum. Móðir stúlkunnar fer til Kaupmannahafnar og skýringar dótturinnar á verknaðinum hrinda af stað óvæntri atburðarás svo að dvöl móðurinnar verður önnur en hún hugði. Af einstöku listfengi dregur Svava Jakobsdóttir upp magnaða samtímalýsingu sem er í senn saga um ást, svik, trúnað, sekt og sakleysi. Gunnlaðar saga er ótvíræður bókmennta- viðburður. Sagan af Jean-Baptiste Grenouille, eins af snjöllustu og andstyggilegustu mönnum sög- unnar. Hann er snillingur í ilmvatnsgerðarlist, en útskúfaður úr mannlegu samfélagi og ein- setur sér að skapa þann ilm sem vekur ást og hylli. En til þess þarf hann að myrða. Ilmurinn vakti heimsathygli þegar hún kom út á þýsku enda eitt sérstæðasta og stórbrotnasta bókmenntaverk seinni tíma. Ilmurinn er mögnuð spennusaga og situr á metsölulistum um allan heim. Kristján Árnason þýddi. Sveitastúlka, sem eignast hefur barn í lausaleik, ræðst í vist til ríkmannshjóna í Reykjavík. Árið í húsinu er tími mikilla atburða og skiptir sköpum í lífi hennar. Hér mætast tveir heimar: Annars vegar heimur glæsileika, auðs og menntunar - hins vegar heimur örbirgðar, niðurlægingar og ráðleysis - trylltur og ástríðufullur í senn. Frásögnin er spenhandi, hún einkennist af heitum erótískum lýsingum og er gædd þeim ljóðrænu töfrum sem Nína Björk hefur flestum skáldum betur á valdi sínu. HEIMSBÓKMENNTIR Á ÍSLENSKU Aíercé Rodoreda DEMANTSTORGIÐ Saga Spánverja á tímum borgarastyrjald- arinnar þegar frelsisvonir urðu að engu og þjóðin horfði á eftir mannréttindum sínum í klær fasismans. Á ógleymanlegan hátt segir skáldkonan þessa sögu frá sjónarhóli konu - fulltrúa þeirrar orðlausu alþýðu sem sjaldnast er til frásagnar um þjáninguna. Demantstorgið er eitt af sígildum meistaraverkum spænskra bókmennta. Guðbergur Bergsson þýddi. William Heinesen TÖFRALAMPINN Nýjasta bók sagnameistarans í Þórs- höfn hefur að geyma tíu sjálfstæðar frásagnir sem þó eru margvíslega tengdar. Langar og sterkar hroll- vekjur skiptast á við örstutta gam- ansamari kafla. í þessari bók fetar ótroðnar slóðir og bætir enn nýjum streng í frásagnarleikni sína. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Anne Civardi - Stephen Cartwright BARNABÆKUR FORLAGSINS OGfltlW KUGGUR (YBIRBÆBI SieRONEOJWN FORLAGIÐ FRAKKASTÍG 6A, S.91-25188 Charles Dickens JÓLADRAUMUR Fáar sögur hafa notið slíkra vinsælda sem þetta sígilda jólaævintýri. Sagan segir frá nirflinum Scrooge sem hatast við jóhn og boðskap þeirra. En hann á sögulega jólanótt í vændum. Þetta er ný útgáfa bókarinnar sem kom út um síðustu jól. Fjöldi mynda. Sigrún Eldjám KUGGUR OG FLEIRI FYRIRBÆRI Hér segir frá Kuggi og kostu- legum vinum hans: Málfríði og mömmu hennar - skrýtnum kerlingum sem kalla ekki allt ömmu sína. Geirólfi á Grísatá að ógleymdum Mosa - glaðlyndu og hrekkjóttu kríli sem býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Meira en 40 litmyndir eftir höfundinn. VIÐ SEM VINNUM VERKIN T —-Mk| Hvað hefur fólk fyrir stafni á YlJ} SEM h ðaginn? Flestir fara í vinnuna. ygfWM VERKINI tgjÉf ' awpwj Msij' rVAtn, I 1W' ijg?j Syen .Noalqvisl ^YÁ >. h-l, ■Á- lí ■ ? o I í Roger Leloup YOKO TSUNO - VÍTISELDUR Þriðja teiknimyndasagan um Yoko og vini hennar. Þau eiga í höggi við harðsvíraða glæpa- menn sem engu þyrma. Uppi eru áætlanir um tortímingarvopn og allt mannkyn er í hættu. Villi og Palli bregðast Yoko ekki og þau teíla djarft til sigurs. ■YYSm Sven Nordkvist JÓLAGRAUTURINN Búálfarnir sinna því sem mann- fólkið kemur ekki í verk eða gleymir að gera. Ef fólkið gleymir að fara út með grautar- skál handa búálfunum á aðfanga- dagskvöld, þá boðar það óham- ingju. Þessi jól hafði grauturinn næstum gleymst. Heillandi saga, prýdd fjölda litmynda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.