Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 06.12.1987, Síða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 FIWWLAWD og kalda stríðið eftir KRISTÍNU BJARNADÓTTUR Inngangur Þegar sijjurvejjaramir úr seinni heimsstyijöldinni skiptu löndum Evrópu milli sín á Jaltaráðstefnunni í febrúar 1945, lenti Finnland á áhrifasvæði Sovétríkjanna. Finnland hafði þá nýlega tapað tveim- ur styrjöldum við Sovétríkin, „vetrarstríðinu" 1939—1940 og „framhaldsstríðinu" 1941—1944. Finnum tókst að komast að sam- komulagi við Sovétstjórnina, sem tryggði landinu áfram lýðræðislega stjómarhætti og sjálfstæði, þótt öll önnur ríki á áhrifasvæði Sov- étrikjanna neyddust til þess að taka upp kommúnístískt stjóraskipu- lag. Það samræmdist ekki hugmyndum kaldastríðsáranna, að sambúð kapítalístísks ríkis og sósíalsks gæti veríð friðsamleg. Ýmsir töldu því, að Finnland væri ekki annað en leppríki, sem stjóraað væri frá Moskvu, og var þetta fyrirkomulag seinna nefnt „Finnlandísering“. Þetta orð er eitur í beinum Finna og þeir mótmæla því harðlega, að þeir séu hallarí undir Sovétríkin en önnur ríki. Stefna þeirra sé að hafa góð samskipti við öll ríki bæði i austrí og í vestri og þeir reyni að gæta þess að styggja hvorugt rísaveldið, heldur leitist við að bæta samskipti á alþjóðavettvangi. Grundvöllur samskipta Finna við Sovétríkin er Paasikivistefnan (seinna Paasikivi-Kekkonenstefnan), en hún grundvallast á þeirri hugsun, að Sovétríkin hafi ekki áhuga á að leggja Finnland undir sig, heldur sé eini tilgangur þeirra með afskiptum af Finnlandi að efla varnir sínar gegn árás. Ef Finnar taki að sér að ábyrgjast, að ekki verði ráðist á Sovétríkin gegnum Finnland, muni- þau ekki hrófla við sjálfstæði þess. Þessi stéfna var nokkuð umdeild i Finnlandi framan af og í raun- inni varð ekki fylgi við hana almennt fyrr en eftir 1962. Reynslutími hennar fellur því saman við tímabil kalda stríðsins og hér verður rakið, hvemig það hafði áhríf á finnsk stjórnvöld. Sögulegar rætur Samskipti Finnlands og Rúss- lands eiga sér langa sögu og til þess að skilja samband þessara þjóða á 20. öld er nauðsynlegt að rekja það helsta úr henni, þótt stikla verði á stóru. Finnland var öldum saman aust- urhluti sænska ríkisins, en það áttii í sífelldum landamæradeilum viði þjóðimar, sem bjuggu þar fyrir- austan, fyrst Novgorodríkið og; síðan Rússland. Einkum mögnuðust; þessar deilur eftir 1700, þegar Pét- ur mikli stofnaði St. Pétursborg; rétt austan við þáverandi landa-. mæri og fór að taka þátt í barátt- unni um yfirráð á Eystrasalti. Þegar- Norðurlandaófriðnum mikla lauk; árið 1721, fengu Rússar væna sneið) af Finnlandi innst við Finnska flóai til þess að tryggja öryggi St. Pét-. ursborgar. Á 18. öld reyndu Svíar- nokkrum sinnum að ná þessu landi aftur, en tókst ekki betur til en svo, að landamærin færðust enn vestar. Árið 1809 unnu Rússar allt Finnland og var það þá gert að stórhertogadæmi ásamt því landi, sem Rússar höfðu ráðið frá 1721. Stórhertogadæmið Finnland var ekki innlimað í rússneska keisara- dæmið, heldur heyrði beint undir keisarann og naut sjálfstjómar í innri málum. Stjómarskrá sænska ríkisins var látin gilda áfram í fínnska stórhertogadæminu og sænska varð opinbert mál stjóm- valda, enda var finnska varla til ennþá sem ritmál, og Finnar héldu sinni lúthersku trú. Alexander I Rússakeisari vann eið að því að virða þessa . sjálfstjóm Finna og sama gerðu allir eftirmenn hans. Finnar undu hag sínum vel undir stjóm keisarans framan af. Þeir höfðu verið hálfgerð nýlenda undir stjóm Svía, en nú tók allt þjóðlíf við sér og sérstök fínnsk menning fór að blómstra. En á síðasta ára- tug 19. aldar komust til valda í Rússlandi þjóðemissinnar, sem álitu að öllum þjóðum innan keisaraveld- isins væri fyrir bestu að taka upp rússneska tungu og siði. Þama gætti áhrifa panslavismans, en hug- myndafræði hans var á þá leið, að slavneskir kynþættir og tunga þeirra væm öðmm æðri. I samræmi við þessar hugmyndir hugðist nú rússneska stjómin gera Finnland rússneskt og innlima það smám saman í keisaradæmið, þvert ofan í eiða keisarans, Nikulásar II, sem var viljalítið verkfæri í höndum stjómarinnar. Finnar bmgðust við þessari lög- leysu með tvennum hætti. Annars vegar vom þeir, sem vildu standa á réttinum og sýna aðgerðum stjómarinnar í St. Pétursborg and- stöðu, og hins vegar þeir, sem í von um betri tíma vildu láta undan að vissu marki til þess að styggja ekki stjómina og kalla þannig á harðari aðgerðir hennar. í hópi hinna síðar- nefndu var meðal annarra J.K. Paasikivi, síðar forseti Finnlands. Sjálfstæðisbaráttan stóð til 1917 og gekk á ýmsu, en þegar byltingin var gerð í Rússlandi gripu. Finnar tækifærið og lýstu yfír sjálfstæði sínu 6. desember 1917. Ekki var samt vandinn leystur, því að nú hófst grimmilegur innan- landsófriður, sem stóð nokkra mánuði. Þar tókust á „rauðir" með stuðningi rússneskra bolsévíka og „hvítir", sem studdust við þýskar hersveitir. Þeir „hvítu" sigmðu und- ir stjóm Mannerheims marskálks, en áhrifa borgarastyijaldarinnar gætti öll millistríðsárin. Margir áttu um sárt að binda vegna bræðravíga og hafa Finnar yfirleitt ekki viljað ræða þessa tíma fyrr en á siðustu ámm. Sigurvegaramir létu kné fylgja kviði í uppgjörinu eftir sigur- inn, kommúnistaflokkurinn var lengst af bannaður og fasistísk samtök á borð við Lapua-hreyfíng- una ofsóttu þá, sem grunaðir vora um kornmúnisma. Mikillar tor- tryggni gætti líka í garð Sovét- stjómarinnar, sem hafði stutt þá „rauðu" og tók nú við útlægum kommúnistum frá Finnlandi. Aftur á móti áttu Finnar góð samskipti við Þýskaland. Landamærin milli Finnlands og Sovétríkjanna vom nú hin sömu og höfðu verið milli Svíþjóðar, Finn- lands og Rússlands fyrir 1721, gegnum Ladogavatn og yfír Kiij- álaeiði 30 km frá Leningrad (St. Pétursborg). Þegar Þýskaland tók að hervæðast á fjórða áratugnum og Rússar þóttust sjá fram á styij- öld við þá, óttuðust þeir, að ráðist yrði á Leningrad gegnum Finnland. Þeir treystu ekki hlutleysi því, sem Finnar höfðu lýst yfir við stofnun lýðveldisins, þar eð þeir álitu stjóm Finnlands jafn þýsksinnaða og ýmis félagasamtök og blöð í landinu. Sovétstjómin fór því fram á það við Finna árið 1939, að fá land- svæði á Kitjálaeiði og víðar, en bauð í staðinn svæði norðan við Ladogavatn. Þegar Finnar neituðu þessum kröfum réðust Sovétríkin yfír landamærin 30. nóvember 1939 og Vetrarstríðið hófst. Stalín mun hafa búist við auð- veldum sigri, því að útlægir fínnskir kommúnistar höfðu gefíð til kynna, að þjóðin biði eftir að verða frelsuð undan oki kapítalista. Strax á öðr- um degi stríðsins var mynduð Finnland frá 14. öld fram á okkar daga. W 1 W- 2 ^ rv' " . 4 5 l \ H d Mannerheim forsetl tekur á mótl ríkisstjórn Paasikivis í nóvember 1044. leppstjóm í Terijoki rétt við landa- mærin undir foiystu 0. V. Kuusinen, sem var atkvæðamestur útlaganna. En Finnar tóku hraustlega á móti, gleymdu innanlandseijum og börð- ust af grimmd fyrir landi sínu. Þeir urðu þó að láta í minni pokann fyr- ir ofureflinu og í mars 1940 var samið um frið í Moskvu og landa- mærin þá ákveðin að mestu leyti eins og 1721. Eftir að Þjóðveijar réðust á Sovétríkin 1941 hófu Finnar stríð að nýju til þess að ná aftur landsvæðum þeim, sem þeir höfðu orðið að láta af hendi árið áður. Þegar því lauk með sigri Sov- étríkjanna árið 1944 vom Finnar Kort af Finnlandi frá 14. öld fram á okkar daga. þeir á, að þeir hefðu hvorki sótt að Leningrad né Murmanskjámbraut- inni, þótt Þjóðveijar hefðu farið fram á það. En Sovétstjómin krafð- ist þess í vopnahléssáttmálanum, að þeir, sem bæm ábyrgð á „fram- haldsstríðinu“, yrðu sóttír til saka fyrir stríðsglæpi. Þeirra á meðal var forseti landsins, Risto Ryti. Þingið samþykkti einróma árið 1944 að fá Mannerheim marskálk til þess að gegna forsetaembættinu og fól hann Paasikivi að mynda stjóm. Það var fyrst og fremst myndugleik þessara manna og þeirri virðingu, sem þeir nutu með- al þjóðarinnar, að þakka, að það tókst á næstu ámm að breyta al- menningsálitinu. Þeir vom sam- mála um, að nú yrði fínnska þjóðin að hætta að líta á Rússa sem erfða- féndur og snúa sér að því að vinna traust þeirra. Mannerheim mun þó ekki hafa verið trúaður á að þetta tækist og dró hann sig í hlé 1946, bæði vegna þessa og vegna hnign- andi heilsu. Passikivi var þá falið að gegna forsetaembættinu það sem eftir var af kjörtímabili Mann- erheims. Juho Kusti Paasikivi (1870—1956) var 75 ára gamall og hafði verið í flokki þeirra, sem vildu sæta lagi í sjálfstæðisbaráttunni, og fylgdi hann enn þeirri stefnu. Hann þreyttist aldrei á að brýna fyrir þjóð sinni, að nú yrði að snúa við blaðinu og hætta að hata og tortryggja Rússa; þeim gengi ekki annað til en að treysta vamir Sov- étríkjanna. Ekki þýddi að loka augunum fyrir því, að smáríki, sem ætti landamæri að stórveldi, yrði að móta utanríkisstefnu sína í sam- ræmi við það. Þegar þannig stæði á, þýddi lítið að tala um réttlæti og sjálfsákvörðunarrétt, vandinn væri að fínna lausn, sem tæki tillit til hvors tveggja; vama Sovétríkj- anna og sjálfstæðis Finnlands. Finnar mættu ekki móta neina þá utanríkisstefnu, sem ekki væri í samræmi við óskir Sovétstjómar- enn verr á vegi staddir en eftir vetrarstríðið, því að auk meiri landamissis urðu þeir nú að greiða háar stríðsskaðabætur. „Hættuárin“ 1944—1948 Fyrstu árin eftir stríðið vom full óvissu um hvað tæki við. Stjómin hafði haft samvinnu við Þjóðveija, en Finnar neituðu því eindregið að hafa barist með Þjóðveijum í seinni heimsstyijöldinni; þeir hefðu ein- ungis ætlað að ná aftur þeim landsvæðum, sem töpuðust í vetr- arstríðinu. Því til stuðnings bentu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.