Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 48

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 48
48 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 atvirma — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Dagvist barna auglýsir Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar eða um áramót á eftirtalin heimili: Efri Hlíð sími 83560. Bakkaborg sími 71240. Iðuborg sími 76989. Völvuborg sími 73040. Upplýsingar gefa forstöðumenn heimilanna og umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna, sími 27277. Framleiðslustörf Óskum eftir að ráða starfsmenn til framtíð- arstarfa. Starfið felst í framleiðslu á máln- ingu. Æskilegt er að viðkomandi hafi áður komið nálægt vélum. Boðið er uppá góða starfsaðstöðu í nýrri verksmiðju á Funahöfða 9. Upplýsingar veitir framleiðslu- eða verkstjóri á staðnum milli kl. 13.00 og 15.00 eða í síma 685577. málning Starfsmaður óskast á sambýli aldraðra Sambýli aldraðra, Skjólbrekka, sem starfrækt er í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf sem fyrst. Um vaktavinnu er að ræða. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 45088. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skjólbrekku, Skjólbraut 1a, Kópa- vogi. Umsóknarfrestur er til 12. desember. Félagsmálastjóri. Fararstjórn sumarið 1988 Samvinnuferðir-Landsýn undirbýr nú ferða- áætlun ársins 1988. Þar sem ráðgert er að auka enn frekar þjónustu okkar á erlendri grund er þörf á fleira fólki í fararstjórahópinn okkar. Við leitum að kraftmiklu fóíki sem hefur áhuga á líflegu, fjölbreyttu og krefjandi þjón- ustustarfi á komandi sumri. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í apríl/maí og starfað fram undir lok september. Á vormán- uðum verður haldið stutt námskeið fyrir verðandi fararstjóra. Umsækjendur skulu uppfylla eftirtalin skil- yrði. ★ Góð tungumálakunnátta. ★ Fjölbreytt starfsreynsla. ★ Reynsla af dvöl eða lengri ferðalögum erlendis. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma- afgreiðslu á skrifstofu Sarr\vinnuferða- Landsýnar, Austurstræti 12, Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 20. desember. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727 Verkstjóri Kaupfélag Eyfirðinga óskar að ráða verk- stjóra í saltfiskverkun félagsins í Grímsey. Ásamt verkstjórn er starfið fólgið í daglegum rekstri fiskverkunarinnar. Heildarinnvegið magn hefur verið 1500 - 2000 tonn á ári. Fjöldi starfsmanna er um 10. Frítt húsnæði. Nánari upplýsingar veita Kristján Ólafsson sjávarútvegsfulltrúi, heimasími 96-61353 vinnusími 96-21400 eða Guðbjörn Gíslasson starfsmannastjóri, vinnusími 96-21400. Kaupfélag Eyfirðinga. Laus staða Hafnarsjóður Vestmannaeyja auglýsir hér með stöðu lausa til umsóknar, sem felst í hafnsögu auk skipstjórnar og vélgæslu á M.S. Lóðsinum. Væntanlegir umsækjendur þurfa að hafa skipstjórnar- og vélstjóraréttindi. Umsóknar- frestur er til 8. desember nk. Upplýsingar um stöðuna veitir hafnarstjóri í símum 98-1207 og 98-1192. Hafnarstjórn Vestmannaeyja. Ritari ístess hf. óskar eftir að ráða ritara. Um er að ræða hlutastarf en gera má ráð fyrir að innan tíðar verði um fullt starf að ræða. Starfið felst einkum í vélritun, símavörslu og öðrum almennum skrifstofustörfum. Við- komandi þarf að hafa gott vald á norsku (eða öðru Norðurlandamáli), góða vélritunarkunn- áttu og reynsla við tölvuvinnslu er æskileg. Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fyrir- tækisins, Glerárgötu 30, Akureyri, eða í síma 96-26255. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu fyrirtækisins eigi síðar en 14. desember nk. jstess h.f. Glerárgata 30 600 Akureyri Island @ (9)6-26255 Vélgæslumaður ístess hf. óskar eftir að ráða vélgæslumann. Um er að ræða vaktavinnu a.m.k. mestan hluta ársins. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í meðferð véla og tölvubúnaðar. Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fyrir- tækisins, Glerárgötu 30, Akureyri, eða í síma 96-26255. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu fyrirtækisins eigi síðar en 14. desember nk. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. ístess h.f. Glerárgata 30 600Akureyri Island @ (9)6-26255 Sölumenn - bóksala Vantar sölumenn til að selja þekkt ritverk, frjáls vinnutími. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi bíl til umráða. Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í símum 689815 og 689133 á daginn og 12573 og 656095 á kvöldin. Viðskiptafræðingur með haldgóða 3ja ára starfsreynslu óskar eftir tímabundnu starfi 6-10 mán. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „DES — 87“ fyrir 13. desember. Hárgreiðslunemi óskast Hárgreiðslustofan Rún, Garðabæ, óskar eftir að ráða nema sem gæti byrjað fljótlega. Upplýsingar í síma 656671. Rofaborg - Árbær Okkur vantar fólk til starfa. Við erum að vinna skemmtileg og fjölbreytt uppeldisstörf með ungum Árbæingum á aldr- inum 3ja-6 ára. Hefur þú áhuga á að vera með? Komdu þá í heimsókn eða hringdu í forstöðu- mann í síma 672290. Selásborg Árbæjarhverfi Vilt þú koma og taka þátt í uppeldisstarfi með skólabörnum á aldrinum 6-9 ára. Við leitum að fóstru eða starfsmanni með reynslu frá og með áramótum. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 84816. Tannlæknastofa Tannlæknir óskar eftir vönum starfskrafti, hjúkrunarfræði- eða sjúkraliðamenntun æskileg. Um 80% vinna. Góð laun fyrir góðan starfskraft. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist auglýsingadeild Mbl. merkt- ar: „T - 4241“. Grandaborg Leikskólinn/dagheimilið Grandaborg, Boða- granda 9, óskar eftir fóstru, þroskaþjálfa og aðstoðarfólki. Um er að ræða heila stöðu, stuðning við barn með sérþarfir. Vinnutími kl. 13.00-17.00 og skilastöðu vinnutími 15.30-18.30. Upplýsingar í síma 621855. Forstöðukona. Bókhaldsstarf Endurskoðunarstofa í Múlahverfi óskar eftir starfskrafti til bókhaldsstarfa. Um fullt starf er að ræða. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu af bókhaldsstörfum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegum upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal skila til skrifstofu minnar næstu daga. Ivar Guðmundsson, lögg. endurskoðandi, Síðumúla 33, 3. hæð, 108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.