Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 60

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 60
60 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Tóuleikar Boney M í Háskólabíói SÖNGSVEITIN Boney M er væntanleg til landsins og mun halda jólatónleika i Háskólabiói sunnudaginn 13. desember næst- komandi klukkan 15.00. Auk Boney M munu koma fram á tón- leikunum islenskir listamenn sem standa að jólaplötunni „Jóla- stund“, sem gefin er út á vegum Steina hf. Hljómsveitin Boney M var á sínum tíma ein vinsælasta hljóm- sveit heims, þegar „diskóbylgjan“ gekk yfir á síðasta áratug og enn nýtur hún mikilla vinsælda víða um heim. Hljómsveitin hefur selt hljóm- plötur í milljónum eintaka og hefur hlotið 42 gullplötur auk þess sem sveitin hefur komið fram í kvik- myndum og sjónvarpi á liðnum árum. Söluhæsta plata þeirra er jólaplatan, sem út kom árið 1981, en hún hefur verið í stöðugri sölu síðan og er ein vinsælasta jólaplata sem gefin hefur verið út frá upp- hafi. A þeirri plötu eru meðal annars lögin „Oh Come All Ye Faithful", „Mary’s Boy Child“, „The First Noel“ og „Hark The Herald Angel Sing“, sem eru einkum þekkt í flutningi Boney M og auk þess eru á plötunni hefðbundin jólalög svo sem „Silent Night", „White Christmas" og „Jingle Bells", svo nokkur séu nefnd. Ef að líkum læt- ur munu Boney M taka þessi lög og fleiri á jólatónleikum sínum í Háskólabíói. Af þeim íslensku listamönnum, sem fram koma á tónleikunum má nefna Bjartmar Guðlaugsson, Ey- jólf Kristjánsson, Stuðkompaníið, Sniglabandið, Helgu Möller og fleiri, sem eiga það sameiginlegt að koma fram á jólaplötunni „Jóla- stund". Undirleik hjá íslensku listamönnunum annast hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. (Ur fréttatilkynningu.) Söngsveitin Boney M. hefur áður komið hingað til lands og skemmti þá í veitingahúsinu Evrópu, þar sem þessi mynd var tekin. Eg þoli ekki mánudaga eftir Martin Elmer KOMIN er út hjá Iðunni ný ungl- ingabók sem heitir: Ég þoli ekki mánudaga og er eftir danskan höfund, Martin Elmer að nafni. Bók þessi hlaut alþjóðleg verð- laun sem besta unglingabókin 1987. Hér er á ferðinni óvenjuleg saga af grunnskólanemandanum Daníel, Sjóréttar- félagið með hádegis- verðarfund HIÐ íslenska sjóréttarfélag efnir til hádegisverðarfundar á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 8. des- ember. Fundurinn hefst kl. 12.00. Ragnhildur Hjaltadóttir deildar- stjóri flytur erindi sem hún nefnir: „Lögskráningarlögin nýju“. Ragnhildur Hjaltadóttir er lög- fræðingur að mennt og starfar sem deildarstjóri í samgönguráðuneyti. Starfar hún þar einkum að yfir- stjóm siglingamálefna. Að loknu erindi verða fyrirspumir og umræð- ur. Fundurinn er öllum opinn. sem býr einn með pabba sínum. Hann segir raunar sjálfur frá lífi sínu og upplifunum, sem á köflum nálgast hið ótrúlega. Skrýtnir hlut- ir gerast í kringum hann, hlutir hverfa af heimilinu, hver skyldi búa í kjallaranum; saklaus hálsbólga snýst upp í harðsoðið verkfall í skól- anum og ýmislegt fleira fylgir í kjölfarið án þess að hann fái rönd við reist. Mannlegum samskiptum em gerð góð skil í þessari bók, samskiptum unglinganna og full- orðinna; það er ekki auðhlaupið framhjá Aka og górillunum hans eða að hafa hömlur á uppreisnarhug Emmulínu, svo ekki sé nú minnst á Móses og son hans — eða var það dóttir? En þótt mánudagamir séu M A R T I N E L M E R dæmdir til óhappa verður þó ýmis- legt til þess að Daníel endurskoðar þá afstöðu sína... og hver veit nema ástin fari jafnvel að blómstra líka. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. (Fréttatilkynning) Herrafataverslun á Ártúnshöfða NÝ herrafataverslun, Herra- Eigendur Herraheims em Grét- heimur, var opnuð fyrir stuttu ar Ágústsson og Hafdís Gísladótt- að Funahöfða 1 í Reykjavík. ir. Mest áhersla er lögð á vönduð Herraheimur er alveg ný versl- jakkaföt á góðu verði, að sögn un sem verður með allan almenn- eigenda. Verslunin verður opin an herrafatnað á boðstólum en fyrst um sinn frá 13-18 frá mánu- flestar vömmar em frá Þýska- degi til föstudags og frá 10-16 á landi og Bretlandi. laugardögum. ALLT HRIINT FYRIR JOLIN Nú er rétti tíminn að koma með allan jólaþvott til okkar. Jóladúka, skyrtur, gardínur og allt annað sem þarf að vera hreint um jólin. Láttu okkur létta undir með þér og sjá um þvottinn. FÖNN VILL HAFA ALLT Á HREINU! Skeifunni 11 Simar: 82220, 82221 og 34045 Bladió semþúvaknarvió! SPARH) YKKUR SP0RIN Gyllnm seðlaveskin tiljólagjafa ámeðan beðið er Seðlaveski miklu úrvali_________________ Töskur, buddur og smáleðurvara ._________________ Framleiðum matseðla og vínlistamöppur eftir pöntunum Viðgerðir á leðurfatnaði __ Sérstökkjör fyrir fyrirtæki sem panta leðurvörur til jóla- gjafa með merki fyrirtækis og nafni viðtakanda. Sendum í póstkröfu. Leður PYNGJAN Hverfisgata 52, 2. hæð, sími 21454.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.