Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
70
C
4
uu i i iui rvirnyND/iNNA
Fjórða samþykkt-
in með
Michael Caine
Michael Calne (til vlnstri) kemst á slóð Rússans sem ætlar að sprengja kjamorkusprengju í Bretlandi í
myndinni Fjórða samþykktin, sem sýnd verður í Regnboganum.
Árið 1984 kom út bókin „The
Fourth Protocol" („Fjórða sam-
þykktin") eftir spennusagnahöf-
undinn Frederick Forsyth. Eins og
títt er um bækur höfundarins varð
hún metsölubók og tilboð um að
- kvikmynda hana streymdu inn. En
Forsyth ætlaði ekki að sleppa
hendinni af þessari. Hann hefur
verið vinur leikarans Michael Ca-
ine í mörg ár og ræddi við hann
eigin hugmyndir um kvikmynd eftir
sögunni og Caine samsinnti því
þegar að sagan væri gott efni í
kvikmynd. En ekki nóg með það.
Caine vildi sjálfur leika aðalhlut-
verkið í henni.
Það varð úr að félagarnir settu
á stofn sitt eigið framleiðslufyrir-
tæki utan um myndina og einsettu
sór að afla fjár frá óháðum aðilum
svo þeir gætu haft fullkomna stjórn
á gerð myndarinnar sjálfir. Þeir
töluðu við framleiðandann Timothy
Burrill („Tess", „Supergirl") og
báðu hann að sjá um framleiðsl-
una. „Ég las söguna og fannst hún
sérlega vel til þess fallin að kvik-
mynda hana," sagði hann. Þetta
var í júlí árið 1985 og núna er
myndin væntanleg í Regnbogann
á næstunni.
Forsyth skrifar m.a. um efni
myndarinnar: Meginþema sögunn-
ar er iskaldur veruleikinn. Með
þeirri tækni sem við höfum yfir að
ráða í dag er mögulegt að smíða
litla kjarnorkusprengju úr nokkrum
hlutum sem auðveldlega er hægt
að smygla úr einhverju landi aust-
urblokkarinnar, setja saman í
næsta húsi við þig og setja í gang
með tímastilli. Það fær enginn fjög-
urra mínútna viðvörun, enginn
getur svarað með gagnárás, engin
radarviðvörun, enginn veit hver
hefur gert sprengjuna — aðeins
kjarnorkusprenging úr einhverjum
kjallaranum.
Bandaríkin, Sovétríkin og Bret-
land samþykktu árið 1968 að gera
aldrei svona nokkuð því allir stæðu
jafn varnarlausir gagnvart mar-
tröðinni. Það var Fjórða samþykkt-
in. Núna eru einhverjir að reyna
að brjóta þá samþyklrt.
Áróraáætlunin varð til í sveita-
húsi í Norður-Rússlandi. Hún var
samin af yfirmanni sovésku leyni-
þjónustunnar KGB og breskum
liðhlaupa. Tilgangurinn. Að
sprengja litla kjarnorkusprengju
við herflugvöll Bandaríkjamanna í
Bretlandi, koma af stað mótmæla-
öldu gegn veru Bandaríkjamanna
í Evrópu og fá Evrópubúa til að
reka þá burtu. Það þýddi endalok
NATO.
Það er ekkert minna. Með
helstu hlutverkin í myndinni auk
Michael Caine fara Pierce Brosn-
an, sem litiu munaði að yrði James
Bond í stað Timothy Daltons.
Brosnan er kunn sjónvarpsstjarna
í Bandaríkjunum en hann leikur
Rússann sem smíðar sprengjuna
í Bretlandi og á að setja hana af
staö. Ned Beatty, sem finna má í
ólíklegustu myndum, leikur rúss-
neskan leyniþjónustumann sem
grunar að ekki só allt með felldu
innan KGB. Ray McAnally, sem lók
kardinálann íTrúboðsstöðinni (The
Mission) svo stórkostlega, er
næstvaldamestur innan KGB,
kemst á snoðir um Áróraáætlunina
og vill koma í veg fyrir hana. Að
lokum má geta þess að lan Ric-
hardson, sem við sáum síðast leika
Anthony Blunt í sjónvarpinu á sinn
kalda, yfirvegaða máta, leikur yfir-
mann Caine í myndinni.
V-Þýskaland
Fundur um þjóðarmorð
„Wannsee-rádstefnan“ er leikin heimildarmynd
sem endurskapar afdrffaríkan
fund örfárra nasista um endanlega lausn
gyðingavandamálsins
Fyrir þremur árum var sýnd í
Vestur-Þýskalandi leikin heimildar-
mynd, sem heitir „Wannsee-ráð-
5 > stefnan" og endurskapar frá
mínútu til mínútu afdrifaríka ráð-
stefnu 15 háttsettra nasista við
Wannsee-vatn í úthverfi Berlínar
þann 20. janúar árið 1945. Sam-
kvæmt þeim heimildum sem til eru
um ráðstefnuna, sem stóð í 85
mínútur, var aðeins eitt mál á dag-
skrá: „Endanleg lausn gyðinga-
vandamálsins." Þeir ræddu morð
á 11 milljónum gyðinga í Evrópu.
Yfirmennirnír sem voru sam-
ankomnir frá Gestapo, ráðuneyt-
unum og Nasistaflokknum töluðu
þó aldrei um morð. Fundur þeirra
var heldur vinalegur og samhuga
meö fullt af koníaki, hlýlegheitum
og hlátrasköllum.
Sagnfræðingar eru sammála
um að Wannsee-ráðstefnan hafi
verið lykilatburður í þeirri þróun
er leiddi til hápunkts gyðingaof-
sóknanna. Tilgangurinn með henni
var tvíþættur; að vinna hugmynd-
um Reinhard Heydrich um útrým-
ingu 11 milljón gyðinga fylgi og fá
menn til að deila ábyrgðinni.
Heimildir um ráðstefnuna komu
fyrst upp í hendurnar á Manfred
Korytowski, v-þýsk-ísraelskum
sjónvarpsframleiðanda, þegar
hann vann að gerð heimildarmynd-
ar um réttarhöldin yfir Adolf
Eichmann, eins fulltrúans á
Wannsee-ráðstefnunni. Korytow-
ski fannst efnið þesslags að það
yrði að kvikmynda það og eyddi
næstu sex árum í heimildaleit í
ísrael, V-Þýskalandi og Banda-
ríkjunum. Utkoman varð myndin
„Wannsee-ráðstefnan". Hún var
frumsýnd fyrir stuttu í Bandaríkjun-
um.
„Þessi mynd var mér mjög,
mjög mikilvæg. Tilgangur minn var
að gera mynd fyrir framtíðina,
heimild fyrir ungt fólk í Þýska-
landi," sagði Korytowski í viðtali
við The New York Times. „Ég varð
að sýna aö það var möguleiki á
því að ein ráðstefna leiddi til dauöa
sex milljóna manna." Það var ein-
mitt hið hrikalega bil á milli vinale-
grar nasistasamkomunnar og
hinna sex milljón moröa, sem af
henni hlutust, sem Korytowski
fannst hann verða að varðveita.
Hann ákvað að bæta engu við:
Myndin hefst á komu fulltrúanna
til ráðstefnunnar og endar 85
mínútum síðar með brottför þeirra,
nákvæmlega eins og í raunveru-
leikanum. Ekkert annaö. „Ég sýni
engar útrýmingarbúðir, engar um-
ræður um það sem á undan var
gengið eða það sem á eftir kom,
engar bakgrunnslýsingar á nas-
ismanum. Aðeins 85 mínútur í
Wannsee þann 20. janúar, 1942,"
sagði hann.
Korytowski var í mun að endur-
skapa í smáatriðum og eins
nákvæmlega og unnt var málfar,
andrúmsloft og stíl mannanna sem
komu saman í Wannsee og setja
þeim í munn orð sem þeir gætu
allt eins hafa notað. Hann eyddi
einnig miklum tíma í leit að þýskum
leikurum sem líktust fundarmönn-
unum og klæða þá viðeigandi
20. janúar, 1942; naslstarnir koma saman að ræða um endanlega
lausn gyðingavandamálsins.
einkennisbúningum. Jafnvel penn-
arnir og armbandsúrin í myndinni
eru frá öndverðum fimmta ára-
tugnum. Wannsee-úthverfið sést
aöeins í upphafsatriðinu en annars
var myndin öll tekin í sjónvarps-
upptökusal í Bæjaralandi.
Satt er það að fjöldaflutningar
og morð á evrópskum gyðingum
voru þegar vel á veg komin þegar
Wannsee-ráðstefnan var haldin.
En hún staöfesti formlega þá
ákvörðun að fara af stað með
„endanlegu lausnina", kerfisbund-
in morð á 11 milljón gyðingum frá
öllum löndum Evrópu sem Þriðja
ríkiö hafi hertekið eða stjórnaöi.
Maðurinn sem sakaður er um
að hafa skipulagt þjóðarmorðið var
Reinhard Heydrich, hinn valdasjúki
yfirmaður SD, öryggisþjónustu SS.
Ef honum átti að vera kleift að
vinna svo gríðarlegt verkefni varð
hann að koma á samstarfi allra
mikilvægustu yfirvaldanna og fá
þau til að viöurkenna yfirstjórn
hans.
Helsti aðstoðarmaöur hans var
Eichmann, þá 36 ára og lítt þekkt-
ur yfirmaður þeirrar deildar
Gestapó sem sá um gyðinga-
vandamálið. 20 árum seinna sagði
hann frá því fyrir rétti i Jerúsalem
að Heydrich hafi verið svo ánægð-
ur með hversu vel og mótþróalaust
fundarmenn tóku ráðagerðum
hans að hann braut þá reglu sína
að neyta hvorki áfengis né tóbaks
og fékk sór
koníak og sígarettu eftir fundinn.
Það atriði er í myndinni. Einnig
það þegar Eichmann viðurkennir
að hafa orðið illt þegar hann sá
vörubíl hlaðinn dauðum og deyj-
andi gyðingum. „Sjálfur yfirmaður
SS féll í yfirlið við aftöku," segir
Heydrich við aðstoðarmann sinn
og á við Heinrich Himmler. „Ekk-
ert óvirðulegt við það. Það sýnir
að við Þjóðverjar erum mannlegir.
En það er óvirðing í því að fram-
kvæma ekki það sem komandi
kynslóðir krefjast af okkur, hvort
sem það er ánægjulegt eða ekki.
Það er óvirðulegt að vera veiklund-
aður, sem við í SS erum ekki."
í síðasta mánuði var haldin ráð-
stefna í Berlín um að setja upp
minnisvarða og rannsóknarmið-
stöð er fjallaöi um Helförina í
fundarhúsi nasistanna í Wannsee.
Nóbelsverðlaunahafinn Elie Wies-
el, sem ritað hefur margt um
Helförina, átti síðasta orðiö á ráð-
stefnunni. Hann sagði: „Refsingin
sem morðinginn óttast mest er
minning fórnarlambsins."