Morgunblaðið - 19.12.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.12.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Tekistáum ________Baakur Björn Bjarnason ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ÁTAKASAGA Höfundur: Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Svart á hvitu, Rvík 1987. 397 bls., myndir, nafnaskrá. Óskar Guðmundsson varð nýlega ritstjóri tímaritsins Þjóðlífs, áður starfaði hann á Helgarpóstinum, eftir að hann hætti sem ritstjómar- fulltrúi á Þjóðviljanum. í bókinni Alþýðubandalagið átakasaga dreg- ur Óskar upp næsta miskunnar- lausa mynd af ástandinu í flokknum. Hann er ekki óvæginn í dómum en kemur gagnrýnum skoð- unum sínum oft hnyttilega á framfæri. Hann dregur taum þeirra, sem studdu ólaf Ragnar Grímsson í formannskjörinu í Alþýðubanda- laginu á dögunum. Honum er í nöp við arftaka Kommúnistaflokks ís- lands í flokknum og er lítt hrifinn af „skrifstofuveldinu" í verkalýðs- hreyfíngunni. Sjálfur hefði hann vafalítið kosið að fá meiri frama á Þjóðviljanum. Hann kemst á einum stað þannig að orði um Mörð Árna- son, nýskipaðan ritstjóra Þjóðvilj- ans: „Þó slæddist einstaka ungmenni inn í Alþýðubandalagið eða á jaðar þess, meðfram pólitískri virkni annars staðar. Til dæmis að taka var Mörður Ámason kosinn formaður æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins 1973. Hann er enn, hálfum öðrum áratug síðar, meðal yngstu og efnilegustu manna í Al- þýðubandalaginu." Að mínum dómi á að lesa þessa bók sem mat eins þátttakenda í átakasögu Alþýðu- bandalagsins og veitir hún áreiðan- lega trúverðuga sýn inn í hana. Þessi átök snúast fremur um menn en málefni. Raunar gerir höf- undur lítið af því að bijóta stefnu Alþýðubandalagsins til mergjar. Hún virðist hreint aukaatriði í þeim mannvígum, sem verða hvað_ eftir annað á vettvangi flokksins. I stað þess að rekja einstök ákvæði í stefnuskrá flokksins birtir höfundur oft langar nafnaraðir til að sýna, hvaða armur eða armar máttu sín meira í þeim slag, sem lýst er. Fyr- ir lesanda með áhuga á persónu- sögu frekar en misjafnlega vel ígrunduðum stjórnmálaályktunum, verður bókin skemmtilegri fyrir bragðið, auk þess sem hún gefur ágæta mynd af valdahópunum í Alþýðubandalaginu. Og lýsingin er oft ófögur eins og sjá má á þessum orðum: „Ótrúlega margt fólk sem áhuga hefur á stjómmálum hefur horfíð frá þátttöku í þeim eftir að hafa lent í mulningsvélum flokksátaka og hræringa. Og þeir sem hafa lent í þvíumlíku einu sinni leggja býsna margt á sig til að forðast endur- tekningu. Þeir em því seinþreyttir til að fylgja eftir skoðanaágreiningi — og lifa í skugga þeirrar kenning- ar valdsmanna að átök leiði til klofnings. Hér er að hluta til komin skýringin á því hversu lengi ýmsir hafa reynt að þreyja þorrann í Al- þýðubandalaginu, þrátt fyrir stöð- ugan málefnaágreining í flokknum." Óskar Guðmundsson drégur þennan málefnaágreining ekki nægjlega skýrt fram. Eins og áður sagði er barist um menn en ekki málefni. í stuttu máli eru átökin á þan'n veg, að arftakar Kommúnista- fíokks íslands ganga til samstarfs við menn úr öðrum flokkum: Héðinn Valdimarsson, Hannibal Valdimars- menn son og Ólaf Ragnar Grímsson. Starfa með þeim í nokkum tíma, safna liði gegn þeim og kasta síðan fyrir róða. Er helst að skilja sögu Óskars á þann veg, að. með því að kjósa Ólaf Ragnar sem formann á dögunum sé hópur flokksmanna að hefna þess, að Hannibal og sonur hans Jón Baldvin urðu undir á fundi í Tónabíói við ákvörðun um fram- boðslista 1967. Þótt þessi hópur beijist svo gegn Jóni Baldvin á hin- um almenna póiitíska vettvangi. Árið 1977 var efnt til þess, sem alþýðubandalagsmenn kalla „fjall- skilafund", þar sem arftakar gömlu kommanna höfðu betur í átökum um val manna á landsfund flokks- ins. Er líklegt að þá hafí gamla kommafylkingin einmitt talið nauð- synlegt að fjölmenna til fundar í því skyni að veita Ólafí Ragnari Grímssyni og félögum viðnám, en þeir komu formlega til ieiks í Al- þýðubandalaginu haustið 1976. Virðast átökin í Alþýðubandalaginu þannig ná hápunkti á tíu ára fresti. í fyrri hluta bókarinnar er rakinn aðdragandinn að því að Alþýðu- bandalagið varð til árið 1956 og lýst störfum og stefnu Kommún- istaflokksins og Sósíalistaflokksins. Höfundur hefur litla samúð með sovétdekri kommúnista og segir réttilega, að þeir hafí starfað á þann veg, að það „sem gerðist í Sovétríkjunum jafngilti viðburðum í eigin landi“. Óskar lætur þó þann- ig eins og margir aðrir, að þessi hollusta Brynjólfs Bjamasonar, Einars Olgeirssonar og félaga þeirra við Sovétríkin hafí tekið á sig aðra mynd eftir siðari heims- styijöldina en fyrir hana. Það er ástæðulaust að gera því skóna; andstaða Sósíalistaflokksins við mótun utanríkisstefnunnar eftir Tómas Þorvaldsson hann hefði ekki tekið þann pól í hæðina að flytjast til Vesturheims. Tómas hefur alla tíð tekið virk- an þátt í björgunarstarfí. Ýtarlega lýsir hann t.d. strandi olíuskipsins Clam við Reykjanesvita og björgun þess hluta skipshafnarinnar sem ekki háfði áður farið frá borði. Varð atburður sá hvað minnis- stæðastur af skáldsögu Hannesar Sigfússonar, Strandinu, en Hann- es dvaldist þá í Reykjanesvita og tók þátt í björguninni. »Clam er stærsta skip, sem strandað hefur hér við land, að því er ég best veit,« segir Tómas. Nú, þegar búið er að setja púnt- inn aftan við endurminningar Tómasar Þorvaldssonar og unnt er að vega og meta ritið sem heild, mun óhætt að skipa því í betri flokk ævisagna. Tómas ólst upp í kreppu, nam í skóla lífsins, hefur alltaf starfað í sömu grein- inni en þó skipt um hlutverk: frá því að láta hendur standa fram úr ermum á þilfarinu til þess að selja erlendis það sem dregið er úr sjó. Og eins og Gylfí Gröndal segir í eftirmála: »störf hans hafa borið giftudijúgan árangur.« Ævidagar út- gerðarmanns Bókmenntir Erlendur Jónsson Gylfí Gröndal: SKYLDU ÞEIR RÓA f DAG? 192 bls. Setberg. Reykjavík, 1987. Fyrri hluti endurminninga Tóm- asar Þorvaldssonar, útgerðar- manns í Grindavík, sem út kom í fyrra, var ákaflega skemmtileg og notaleg bók. Þar sagði sögumaður frá bemsku og æsku á heimaslóð- um. Nú kemur annað bindið og hefst þegar sögumaður er um tvítugt. Og fyrsta setningin í bók- inni hljóðar svo: »ísland hefur verið hemumið.« Tómas er þá orð- inn sjómaður. Og fyrir sjómann í Grindavík boðar hemámið marg- háttaðar breytingar. Af stríðinu leiddi að erlend fískiskip hurfu af íslandsmiðum. Hafði friðun sú í för með sér að aflinn jókst fljót- lega um þriðjung. En nú varð ýmislegt arðbærara en sjósóknin, enda þótt fískur stigi ört í verði og seldist jafnóðum og hann veidd- ist. Og við lá að útgerð legðist með öllu niður í þessari grónu verstöð. Tómas gekk á land og réðst sem verkstjóri hjá hemum. Og þar var ekki um nein smáverk að tefla því áður en lauk höfðu Grindvíkingar fengið í nánd við sig einn af stærstu flugvöllum heims! Og þá hafði fleira breyst.' »Það ísland, sem var og hét þegar herinnn kom, heyrði fortíðinni til,« segir Tómas. Stríði lauk og Tómas fór aftur á sjóinn. Síðan stofnaði hann út- gerðar og fískvinnslufyrirtæki. Og fljótlega upp úr því tók hann að sinna málefíium útgerðarinnar á landsvísu, einkum sölu- og mark- aðsmálum, sem upp frá því varð hans annað starf. Hann segir að sér hafí verið »ýtt inn á svið, sem var mér algjörlega nýtt og fram- andi.« Þó svo að Tómas ynni þar mikið starf og gott — og bjargaði stundum málum þegar í óefíii var komið — segist hann, þegar hann lítur yfír farinn veg, hafa verið »ónýtur skrifstofumaður; kann best við mig á róli, þar sem fólk er við vinnu sína að skapa verð- mæti fyrir þjóðarbúið.« Þar sem í fyrri hluta endur- minninga Tómasar segir frá fólki og atburðum er hér meira farið ofan í málefni. Þó saga sú sé öll hin merkilegasta er því ekki að leyna að fólkið í Grindavík á árun- um milli stríða var skemmtilegra en karlar þeir sem sitja fundi í Reykjavík og ræða markaðsmál og söluhorfur. Frásagnir af opin- berum störfum vilja oft verða fjarlægar og ópersónulegar. Og kynni manna formleg og yfír- borðsleg. «En þau eru fleiri málefnin sem Tómas hefur látið til sín taka um ævina. Nokkrir kaflar fjalla hér um slysavamamál en þau hafa alla tíð verið Tómasi hugleikin. Svo vill til að það var einmitt í Grindavík sem fyrst var tekið skipulega á þeim málum. For- göngumaðurinn var séra Oddur V. Gíslason, kempan sú, prestur á Stað. Hann sótti sjó af kappi, sóknarpresturinn sjálfur, og varð Grindvíkingum minnisstæður fyrir margra hluta sakir. Sundmaður var hann góður á tímum er fáir sem engir kunnu þá íþrótt. Telur Tómas að séra Oddur hefði getað látið fleira gott af sér leiða Grindvíkingum til hagsbóta ef mAá .. 'V 1 Óskar Guömundsson 1 ÍIL ÉÉ ■Hra 0 WjV u MB/4 Átdka.- saga stríð og hatrömm barátta flokksins gegn aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og vamarsamningnum við Bandaríkin er af sömu rót og andstaða þeirra við baráttu gegn nasistum, á meðan griðasáttmáli feirra Stalíns og Hitlers var í gildi. Sovétríkjunum voru menn á móti NATO, Marshall-aðstoð o.fl., o.fl. Þess vegna voru kommúnistar hér á landi á móti því hinu sama, en þeir reyndu auðvitað að færa skoð- anir sínar í þjóðemislegan eða þjóðfrelsislegan búning. í ljósi þess- arar fortíðar flokksins sem vilja- laust verkfæri í höndum stjómenda heimskommúnismans er þessi lýs- ing Óskars Guðmundssonar athygl- isverð: „Alþýðubandalagið er flokkur sem aldrei gerði upp við fortíð sína — hann reyndi að þróa sig frá henni. Sósíalistaflokkar og komm- únistaflokkar annars staðar í álfunni gengu flestir í gegnum sárs- aukafullar umræður og uppgjör sem leiddu til klofnings og að nýir flokkar þróuðust eða þeir minnkuðu sumir hveijir. Þó flokkurinn og arf- taki hans hafí þróast frá óhugnan- legum stalínisma þykir mörgum sem eimi eftir af því andrúmslofti í Alþýðubandalaginu sem fylgdi ofstækisfullum söfnuðum slíkra flokka. Það safnaðarandrúmsloft er oft yfirþyrmandi í Alþýðubanda- laginu." í greiningu sinni á viðhorfí og stefnu Ólafs Ragnars Grímssonar fínnst mér að höfundur hefði mátt minna lesandann á, að í ræðu á landsfundi Alþýðubandalagsins i nóvember 1980 nefndi Ólafur Ragnar þá í sömu andránni Karl Marx, Friðrik Engels og Jón Sig- urðsson forseta og tengdi saman Kommúnistaávarpið og boðskap Jóns í Nýjum félagsritum. Er ekki að efa, að sú ræða hafí fallið þeim vel í geð, sem vilja ekki að Al- þýðubandalagið geri upp við stefnu Sósíalistaflokksins og Kommúnista- flokksins. Bók Óskars Guðmundssonar op- inberaði fyrir mér betur en flest annað, að á vinstri kanti stjórn- málanna lifa hinir áhugasömustu og hrærast í pólitískri baráttu, sem er mun persónubundnari en ég hef ætlað til þessa. Dæmunum er alltaf stillt upp í kringum einstaka menn. Er til dæmis athyglisvert að kynn- ast þeirri óttablöndnu virðingu, sem” höfundur ber fyrir Finnboga Rút Valdimarssyni. Honum er lýst sem hinum gáfaða manni á bak við tjöld- in, einskonar örlagavaldi, er tefldi ávallt til vinnings, hætti á hvaðeina fyrir meiri völd og áhrif. Er gefíð til kynna að þeir Hannibal bróðir hans og Jón Baldvin bróðursonur hans hafi verið einskonar strengja- brúður í hendi Finnboga Rúts. Óskar veltir oft fyrir sér hæfíleik- um einstakra forvígismanna Alþýðubandalagsins. Hann segir um Svavar Géstsson, að í rauninni hafi hann getað haft „allar aðstæð- ur í hendi sér og notið virðingar og valda lengi sem formaður en svo virtist sem arfleifðin úr gamla flokknum smækkaði hann í vinnu- brögðum í Alþýðubandalaginu og engu líkara en hann teldi sig standa þar á brauðfótum." Ólafí Ragnari Grímssyni lýsir Óskar meðal annars með þessum orðum: „Hann þykir og vera öðrum fremri í „refskák" stjómmálanna, en þykir og kald- lyndur og ekki alþýðlegur. Hann höfðar meir til skynseminnar en tilfínninganna í stjómmálatali sínu og fylgja því bæði kostir og gallar fyrir stjómmálamenn. Oft þykir hann fara yfír strikið í „refskák- inni“ og láta sér of lítt bregða við spjótalög pólitískra andstæðinga sinna. Á málþingum innan flokksins hræðast andstæðingar hans mann- inn — og ráðast fremur að sam- heijum Olafs." Á öðrum stað segir Óskar frá því, að í kosningabar- áttunni fyrir síðasta landsfund Alþýðubandalagsins hafí andstæð- ingar Ólafs rekið áróður sinn gegn honum á þessum forsendum: í fyrsta lagi væri hann enginn sósíal- isti; í öðru lagi væri hann ómann- eskjulegur og tilfinningalaus og í þriðja lagi að hann notaði fólk sér til framdráttar og fleygði því síðan frá sér. Mér fínnst vanta í þessar lýsingar, að Ólafur Ragnar er að ýmsu leyti lagnari við að búa til pólitískar leikfléttur en vinna úr þeim; hann er slyngur auglýsinga- maður fyrir sjálfan sig en þegar skyggnst er á bak við tjöldin kemur í ljós, að ekki er allt sem sýnist í málatilbúnaði hans. Af bók Öskars Guðmundssonar má helst ráða það eitt, að með því að ná kjöri sem formaður Alþýðubandalagsins sé Ólafur Ragnar í fyrsta sinn orðinn skotspónn þeirra afla, sem hafa haft undirtökin í Alþýðubandalag- inUj þegar á herðir. Oskari Guðmundssyni er meinilla við þá, sem mynda skrifstofuveldi Alþýðubandalagsins í verkalýðs- hreyfíngunni. Hann segir alla harmsögu Alþýðubandalagsins fólgna í þeirri óskhyggju „að hags- munir verkalýðsforystu sem setið hefur áratugum saman á skrifstof- um sínum, með þræði í banka- og lífeyrissjóðakerfi, stjómmálaheim- inn, hafandi gífíirlegt þjóðfélags- vald — að þessir hagsmunir fari saman við mannréttindabaráttu venjulegs launafólks sem er að slást m.a. við sömu verkalýðsforystu." Spyija má: Er Ólafíir Ragnar Grímsson, háskólaprófessor, sem er á stöðugum ferðalögum erlendis í þeim yfírlýsta tilgangi að bjarga heimsfriðnum, líklegur til að skrifa lokakaflann í þessari harmsögu Alþýðubandalagsins og fyrstu blöð- in í nýrri sögu þess, er endurspegli vilja og skoðanir „venjulegs verka- fólks“? Þegar átakasögu Óskars Guðmundssonar er lokað er ástæða til að spyija: Hve lengi ætla menn- imir að halda áfram að lifa í þeirri blekkingu, að þeir séu málsvarar í baráttu fyrir launþega á íslandi? Mest af tíma þeirra fer í að beijast fyrir eigin völdum og vegtyllum. Óskar Guðmundsson og útgef- andi hans hefðu mátt vanda meira til frágangs á bókinni. Prentvillur tmfluðu ekki lestur minn en frá- gangi er ábótavant, t.d. er fyrirsögn á efnisyfírliti yfír heimildaskrá. Hefði farið vel á því að í kaflafyrir- sögnum hefði birst útdrátturinn, sem er í efnisyfirliti. Þá er alnöfnum mglað saman 1 nafnaskrá. Bókin er lipurlega skrifuð, þó em orð eins og „tilhöfðun" ekki að mínu skapi. Kapp hefur verið lagt á að koma bókinni út á þessu átakaári í Al- þýðubandalaginu. Fer vel á því að gefa út slíka bók í þann mund, sem átökin við Ólaf Ragnar Grímsson em að hefjast innan dyra í flokkn- um. Á hinn bóginn hefði bókin batnað, ef höfundur hefði haft betri tíma til að snurfusa handritið og endurrita síðari hluta þess. ÖRBYLGJUOFNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.