Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
MIÐBÆRINN
"r A ■ '
Hér eru nokkur af
helstu bílastæðum á
miðbæjarsvæðinu
I Faxaskálasvæði
I Völundarlóð
I Eimskipafélagsportið
) Kolaportið
I Við Iðnskólann
Auk fjölda minni stæða
víðsvegar um miðbæinn
Það tekur ykkur t.d.
aðeins 3 mínútur að
ganga frá Skúlagötu
udo á Laugaveg.
Á miðjum Laugavegi er
Verslunin Vínberið, nán-
ar tiltekið í húsinu númer
43, þarsem Siiii og Valdi
versluðu um árabil. í
Vínberinu hefur verslun-
in þróast upp í sérversl-
un með konfekt og
ferska ávexti, aukþess
sem verslunin býðurupp
á allra nauðsynlegustu
matvöru til daglegra
þarfa.
Logi Helgason kaupmaður
var í önnum ásamt starfs-
fólki sínu þegar okkur bar
að garði. Verslunarfólk úr
nágrannaverslunum dreif
að til að kaupa inn matvöru
eftir að búðir þeirra lokuðu.
„Smásöluverslunin er öll í
þróun, sérverslanir verða
fleiri, og þannig hefur þetta
verið hórna. Ég legg þunga
áherslu á að hafa nánast
allt það úrval sem til er af
konfekti, og eins legg óg
mig allan fram um að bjóða
upp á mikið úrval af fersk-
um ávöxtum af bestu
gerðum", sagði Logi.
Og satt er það, konfektúr-
valið í Vínberinu er með
ólíkindum, innlent sem inn-
flutt frá ótal mörgum
VI'NBERIÐ, LAUGAVEGI43- SÉRVERSLUN MEÐ
KONFEKT OG FERSKAÁVEXTI
VERSLUNIN TEKURÁBYRGÐA HVERJUM KASSA
OG PAKKAR ÓKEYPIS íJÓLAPAKKNINGU
ekki síst ef konfektið er
ætlað til gjafa.
Kofektkassi er ævinlega
vel þegin jólagjöf. Það fylg-
ir nánast jólunum að stinga
upp í sig góðum bitum,
meðan jólabókin er lesin,
eða hlustað er á nýju jóla-
plötuna.
Núna fyrir jólin er lang-
stærstur hluti sölunnar á
konfekti ætlaður til gjafa.
Vínberið býður upp á þá
góðu þjónustu aö pakka
inn í jólagjafapappír. Þetta
er að sjálfsögðu mikið not-
uð þjónusta, sem kostar
viðskiptavininrv ekkert
aukalega.
Hin mikla samkeppni og
það mikla úrval sem í boði
er í Vínberinu af konfekti,
þýðir að hægt er að kaupa
konfektkassa á ótrúlega
lágu verði. Hægt er að fá
400 gramma kassa á 199
krónur, - og svo er annar
jafn þungur á 450 krónur.
Það er því upplagt að
kanna úrvalið í Vínberinu
vel áður en jólakonfektið
handa vini eða kunningja
er keypt. Það er úr 130
mismunandi vörumerkjum
og pakkningum að velja II
Góð gjöf sem þarf ekki að
kosta stórfé.
Logi f Vínberinu með sýnishorn af úrvalinu.
þjóðlöndum. Glansandi
jólaepli frá Washington-ríki
á ' vesturströnd Banda-
ríkjanna skera í augun og
gefa frá sér þessa einu
réttu jólalykt. Ótal margir
spennandi og gómsætir
ávextir fylla ávaxtaborðið.
Það hefur vakið athygli aö
hverjum konfektkassa frá
Vínberinu fylgir sérstakt
ábyrgðarskírteini. Þetta
hefur orðið vinsælt. Logi
segir hinsvegar að nánast
aldrei komi til þess að
kassa sé skilað. Varan er
alltaf fersk í búðinni, stopp-
ar stutt í hillunum. Hins-
vegar finnist mörgum
öryggi í að fá slíkt skírteini.
GAMLI MIÐBÆRINN
GULL .
0G GRÆNIR SKOGAR
Gullsmiðir i Gamla Miðbænum
HJALMAR TORFASON
Gullsmiður
Laugavegi 71
JÓN OG ÓSKAR
Laugavegi 70
JÓHANNES LEIFSS0N
Gullsmiður
Laugavegi 30
GULLKISTAN
Frakkastíg 10
GUÐMUNDUR ANDRÉSSON
Laugavegi 50 A
HALLDÓR
Skólavörðustíg 2
ÚR OG SKART
Haraldur Kornelíusson
Bankastræti 6
GULL OG DEMANTAR
Kjartan Ásmundsson
Aðalstræti 7
MÓDEL SKARTGRIPIR
Hverfisgötu 16 A
GULL OG SILFUR
Laugavegi 35
JENS GUÐJÓNSSON
Gullsmiður
Pósthússtræti 13
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
Úra- og skartgripaverslun
Bankastræti 12
PÝRÍT
Gullsmiðja Önnu Maríu
Vesturgötu 3
JÓN SIGMUNDSSON
Laugavegi 5
GULLHÖLLIN
Laugavegi 72
ÁRNI HÖSKULDSSON
Gullsmiður
Bergstaðastræti 4