Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 16

Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 H Ráðhúsraunir eftirÞóru Kristjánsdóttur Hildigunnur Hjálmarsdóttir reynir í Morgunblaðinu 16. desem- ber, að svara fyrir sig vegna þess sem kalla mætti með hennar orðum og heimfæra upp á hana sjálfa „að rjúka af stað í blindu offorsi" í Ráðhúsmálinu. — Efnisatriðin eru þijú. Hildi- gunnur viðurkennir, að tilraun hennar til að taka dæmi af Alster- vatni og ráðhúsinu í Hamborg hafí verið óheppileg, þar eð ráðhúsið í Hamborg stendur ekki við Alster- vatn, heldur Ráðhústorgið í þeirri mætu borg, og geri ég það ekki frekar að umræðuefni. — í öðru lagi talar Hildigunnur um „þáverandi húsameistara Guð- jón Samúelsson", þegar íshúsið Herðubreið, verðandi Listasafn ís- lands, var reist 1916. Þetta er því miður misskilningur hjá Hildigunni. Rögnvaldur Ólafsson gegndi slíku embætti um þær mundir. Guðjón Samúelsson lauk ekki námi fyrr en 1919, og varð þá fyrst settur húsa- meistari ríkisins. Hann teiknaði nokkur hús á námsárum sínum, en þó einkum í hléum frá námi, m.a. hús Nathans og Olsens, nú Reykjavíkurapótek, svo og þetta umrædda íshús, — bæði 1916. Hann Kjarni þessa ráðhúss- máls er sá, að meirihluti Reykvíking’a hafnar þessari byggingn. Til þess eru skýrar ástæð- ur, og sem flokksbund- inn sjálfstæðismaður vil ég frábiðja mér, að mér og öðrum sjálfstæðis- mönnum séu gerðar upp annarlegar póli- tískar hvatir vegna afstöðu okkar. hafði hvorki aðstæður til þess að skrifa upp á teikningar annarra á þeim árum, né mun hafa haft skap- gerð til slíkra hluta, ef marka má heimildir. Frægasta dæmi um slíkt eru samskipti hans við Einar Jóns- son myndhöggvara vegna safn- hússins á Skólavörðuholtinu, en þeirra samstarf fór út um þúfur af þeim sökum. Ef í ljós kemur að Guðjón Samúelsson hefur ekki teiknað umrætt hús sjálfur, þá mun fleirum en mér þykja það mikils- verð tíðindi. En það þarf að sjálf- sögðu að sanna með rökum, sem mark er á takandi. — Loks verður Hildigunni tíðrætt um aðstöðu til þess að gefa öndun- um frá þessari umdeildu fyrir- huguðu ráðhúsbyggingu í Reykjavíkurtjöm. Kjarni málsins er sá, að Hildigunnur styðst við gamla mynd og úrelta, þegar hún rýkur af stað til að skrifa. Höfundar ráðhússins lýsa húsinu sjálfír þannig, að það „rísi beint upp úr tjöminni, án nokkurra bakka, þijár hæðir upp“. Suðurhliðin „rís eins og sef úr friðsælu vatninu“. Að vísu gerðu þeir ráð fyrir í hug- myndum sínum smá land-krika þar sem syðri byggingin tengdist landi við Tjamargötuna. En þegar þær hugmyndir voru kynntar í júní í sumar tók dómnefndin skýrt fram, að óæskilegt væri að hafa aðkomu að bflageymslum frá Vonarstræti, — bflaumferð myndi m.a. tmfla tengsl húsanna við miðbæjarkvos- ina, og umferð gangandi að aðalinn- gangi ráðhúsbygginganna. í grunnmynd, sm birtist í Morgun- blaðinu 11. okt. sl., var svo búið að færa inn- og útkeyrslur (og þá allan umferðaþungann) í þetta umrædda suðvesturhorn svðra hússins við Tjamargötu. Þetta virð- ist Hildigunni hafa yfírsést. Mér fínnst harla ósennilegt að það verði talið heppilegt að leyfa bömum að prfla upp á þeim umferðarmann- virkjum, sem þar kunna að verða í framtíðinni, ef af þessum skelfílegu framkvæmdum verður, jafnvel þótt bömin verði í fylgd með fullorðnum. Þessi mál öll hafa hins vegar verið mjög lítið og illa kynnt af hálfu borgarinnar. Það er nánast farið með umferðarmál Tjarnarsvæðisins eins og mannsmorð. Það eru því miklu fleiri en Hildigunnur, sem ekki vita hvað snýr upp og hvað niður í þessu máli. Flestir sem skrifa um ráðhúsið fyrirhugaða og ágæti þess birta ófullburða, og í mörgum tilvikum úreltar teikning- ar. Samanber grein í Lesbók Morgunblaðsins nýverið, og með grein Hildigunnar í Velvakanda. Annars er karp af þessu tagi til lítils gagns og skrifum mínum útaf óröklegum málflutningi Hildigunn- ar Hjálmarsdóttur lokið. Kjami þessa ráðhússmáls er sá, að meiri- hluti Reykvíkinga hafnar þessari byggingu. Til þess eru skýrar ástæður, og sem flokksbundinn sjálfstæðismaður vil ég frábiðja mér, að mér og öðmm sjálfstæðis- mönnum séu gerðar upp annarlegar pólitískar hvatir vegna afstöðu okk- ar. En rökin eru þessi: — í fyrsta lagi em húsin tvö of stór fyrir þetta umhverfí og verða of ríkjandi í því. — I öðm lagi em þau hvað stfl snertir í hróplegu ósamræmi við aðra byggð við Tjömina. —í þriðja lagi ríkir þegar um- ferðaröngþveiti á þessu svæði og ætti eftir að versna enn, ef af bygg- ingu yrði. Engin raunhæf lausn á umferðarmálum hefur verið sett fram, enda virðist engin slík lausn fyrir hendi án þess að enn sé geng- ið á hlut 'Ijamarinnar og gatnanna umhverfís. Slíkt yrði ekki kallað annað en borgarspjöll. Við bætist reyndar, að þorra fólks þykja þessar byggingar ekki fallegar. Hástemmdar yfírlýsingar Benedikts Gröndals eða annarra um að þessi bresk-íslenska teikning sé hápunktur í listsköpun íslenskra kvenna breyta þar engu um, — þau einu viðbrögð sem slíkar yfírlýsing- ar vekja, er sá gmnur, að sendiherr- ann sé ekki mjög vel að sér um listsköpun íslenskra kvenna. Höfundur er listfræðingvr og býr við Tjarnargötu. Sérstakt jólatilboð á Dusar baðveggjum og sturtuklefum Sérstaklega sterkir og vandaðir sturtuklefar í miklu úrvali. Útsölustaðir: Vald. Poulsen, Rvík B.B. byggingavörur, Rvík Húsiö, Rvik Pensillinn. ísafiröi Byggirsf., Patreksfiröi Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Þ. Skagfjörö, Sauöárkróki KEA byggingavörur, Akureyri Skapti hf., Akureyri Kaupf. Þingeyinga, Húsavík Kaupf. Héraösbúa, Egilsstööum Kaupf. Fram, Neskaupstaö Kaupf. A.-Skaftfellinga, Höfn Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélagiö Þór, Hellu GÁ Böövarsson, Selfossi Kaupfélag Vestmannaeyja Járn og skip, Keflavik Trésmiðjan Akur hf Akranesi. Baðveggir í ýmsúm litum og gerðum 7.990 A.BERÚMANN Stapahauni2, Hafnarfirði, S:651550 Sturtuklefar kr. 9.690,- NÁTTKJÓLAR 'lœsimewion Glæsibæ Álfheimum 74 s: 33355

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.