Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
31
Morgunblaðið/Júllus
Þrir af helstu aðstandendum eldvamarmyndarinnar „Það þarf ekki
að gerast“ halda á reykskynjara og slökkvitœkjum sem þurfa að
vera tíl staðar til að koma í veg fyrir eldsvoða. Frá vinstri eru: Sig-
urður Ásmundsson, framkvæmdastjóri ísfilm, Armann Pétursson og
Björn Gíslason, félagar i Brunavarðafélagi íslands.
Brunavarðafélag Reykjavíkur:
Sýna sjónvarpsmynd
og selja reykskynj-
ara í eldvarnarátaki
Brunavarðafélag Reykjavíkur
gengst fyrir sérstöku bruna-
vamaátaki nú um jól og áramót,
þann árstíma þegar eldhætta er
mest. Sjónvarpsmynd sem gerð
var á vegum félagsins verður
sýnd i ríkissjónvarpinu á þriðju-
daginn næstkomandi, og slökkvi-
liðsmenn munu selja reykskyiy-
ara í Kringlunni og neðst á
Laugaveginum.
Með þessu átaki vill Brunavarða-
félagið benda á þær brunagildrur
sem ástæða er til að varast sérstak-
lega um jólin, og benda á að
reykskynjarar geta - og hafa -
bjargað mörgum mannslffum.
í myndinni „Það þarf ekki að
gerast", sem sýnd verður í sjón-
varpinu þriðjudaginn 22. desember
kl. 20:40, er rakin atburðarásin
eftir að eldur kviknar í íbúðarhúsi
að næturlagi - annarsvegar ef reyk-
skynjari er til staðar, og hinsvegar
ef hann vantar. Myndin er 20
mínútur að lengd, en 3 mínútna
útdráttur úr henni verður sýndur
öðru hvoru á milli dagskrárliða. Það
var Brunavarðafélag Reykjavíkur
sem hafði forgöngu að gerð mjmd-
arinnar, sem Isfilm hf. framleiddi,
en Húsatryggingar Reykjavíkur og
vátiyggingarfélög innan Sambands
íslenskra tryggingafélaga kostuðu
gerð hennar.
Slökkviliðsmenn í Reykjavík
munu selja reykskynjara og slökkvi-
tæki í Kringlunni og neðst á
Laugaveginum til að fylgja sjón-
varpsmyndinni og öðrum eldvam-
aráróðri eftir. Salan hófst á
föstudaginn sl., en hún heldur
áfram á verslunartíma eftir hádegi
allt til jóla.
Þær brunagildrur sem Bruna-
varðafélagið vill vara. sérstaklega
við eru m.a. skreytingar með lif-
andi kertaljósum, sem alltaf valda
nokkrum brunum um jólin, og
skreytingar með rafmagnsljósum
þar sem perur liggja nálægt eld-
fimum efnum, rafleiðslur eru
gamlar og úr sér gengnar, eða ijöl-
tengi eru ofhlaðin. Félagið vill
benda á að mest hætta stafar af
eldsuppkomu að næturlagi, og að
eina örugga ráðið gegn þeirri hættu
sé reykskynjari.
SJAVARRETTASALAT
HAMBORGARHRYGGUR
KJÚKLINGAR
HEILSTEIKT NAUTAFILLET
KARTÖFLUSALAT
HRÁSALAT
DIPLOMATABÚÐINGUR
SÉRSTAKLEGA VILJUM VIÐ MINNA Á SMURÐA BRAUÐIÐ OKKAR
EINKAR ÞÆGILEGT OG LJÚFFENGT, BLANDAÐ ÁLEGG
6—8 TEGUNDIR Á VÆGU VERÐI.
!/& óenc/um
SPARIO YKKUR TÍMA, FE OG FYRIRHÖFN.
VIÐ SENDUM ÁN ENDURGJALDS.
OKKAR VEGNA, VINSAMLEGAST PANTIÐ TÍMANLEGA.
Nú senda allirsína eigin Ijósmyndájólakorti.
Við bjóðum þér tværgerðirjólakorta fyrir
STÓmrnj/ndir 110x15). Kort, myndog umslag39kr. Gemft JÓÍk FmÓmlegrí
FRAMKÖLLUN
nmimdiifi
^rxr-m wi wiwiivivf
LÆKJARGÖTU 2 - S. B21350
ÁRMÚLA 30 - S. B87785