Morgunblaðið - 19.12.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.12.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 57 aðarsambandsins í sýslunni. Vorið 1938 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Hjálmarsdóttur frá Stóradal. Þá var þrefalt systkinabrúðkaup á Stóru- Giljá og mikill hátíðisdagur fjöl- skyldunnar, því samtímis gengu í hjónaband báðar systur Guðmund- ar, Oktavía og Þorbjörg. Guðmundur og Ingibjörg stofn- uðu heimili sitt á Stóru-Giljá í leiguhúsnæði hjá þeim öðlings- mönnum Sigurði og Jóhannesi Erlendssonum, sem þar bjuggu um langt skeið af óvenjulegum myndar- skap og prýði. Vissi ég aldrei annað en það sambýli allt gengi eins og best mætti verða. Giftingarárið sitt keyptu þau hjónin hálfa jörðina Öxl í Þingi og hófust þar handa um búskap upp úr 1960. Framkvæmdir á jörðinni hóf Guðmundur með því að reisa íbúðarhús, sem telja má óvenjulega mjmdarlegt. Af bæjar- hlaði blasir við Qallahringurinn, byggðin, vötnin og hið næsta Ey- lendið sem fyrir fótum manns, allt í sínum árstíðabundna brejrtileik íslenskrar náttúru, en þegar blíðast lætur fegurra flestu í héraðinu. Bóndinn í Öxl lét sér annt um bústofn sinn og ræktaði hann með árangri, bæði fé og hross. Var hann þó ekki það sem kallað er glöggur á skepnur. Hann sótti ekki eftir opinberum störfum, en gegndi þeim þó nokkrum fyrir sveit sína, sat m.a. í hreppsnefnd um skeið. Hann var valinn til forystu í fasteigna- matsnefnd í Austur-Húnavatns- sýslu, sem endurskoðaði mat allra fasteigna í héraðinu fýrir og um 1970 til undirbúnings fasteigna- matinu, sem tók gildi með lögum 1976. Var það ærið starf og naut sín þar vel þekking hans, einkum á byggingum. Guðmundur Bergmann var prúð- ur maður í framgöngu og hófsamur, vel viti borinn sem margir hans ættmenn, traustur og fastur fyrir í skoðunum sínum. Hann var hjálp- samur, enda mjög til hans leitað þegar bæta þurfti úr einhveiju sem laut að byggingum eða jafnvel tækjabúnaði. Hygg ég að hann hafí ekki alltaf hirt sín daglaun að kveldi fyrir þau verk. Margar slíkar ferðir átti hann að AJcri, auk þess sem hann byggði þar íbúðarhús um 1950. Föður mínum varð oft á orði á fyrri tíð ef eitthvað skyldi lag- færa sem útsjón þurfti við: „Við skulum kalla á Munda." Slíkar setn- ingar segja langa sögu. Á heimili þeirra hjóna Guðmund- ar og Ingibjargar vac jafnan gestkvæmt, enda tekið á móti gest- um af rausn og hlýju. Húsbóndinn átti ríka kímnigáfu og gladdist með gestum sínum og ekki var síðri hlut- ur húsfreyjunnar, sem er bæði fróð kona og skemmtileg. Þau eignuðust ekki böm en ólu upp tvö fóstur- böm, Bogeyju Jónsdóttur, sem búsett er á Reyðarfirði og son henn- ar Guðmund Amarson, sem búsett- ur er í Reykjavík. Guðmundur var hneigður til úti- vistar, stundaði veiðiskap allmikið og var oftast fengsæll í veiðiferðum. Hann var heilsuhraustur lengst af, jafnvel svo að ég vissi varla til að honum jrrði misdægurt. Hann gekk a.m.k. fram eftir aldri berhöfðaður og berhentur hvemig sem viðraði og virtist ekki verða kalt. Var ég stundum kulvís við hlið hans er við áttum saman í veiðisýsli f kalsa- veðri. Geta má nærri hvílíkt áfall það var þessum þrekmanni þegar hann allt f einu lamaðist alvarlega fyrir rúmum fimm ámm. Því áfalli mætti hann þó af fágætum dugnaði og bjartsýni, sem smám saman færði honum nokkum styrk að nýju, þangað til á síðari hluta þessa árs, er sá tók að sækja að sem ekki varð til lengdar vísað á bug. Guð- mundur vissi að hverju fór og hafði sín mál á hreinu við vistaskiptin. Sú hafði löngum verið regla hans í lífinu. Að leiðarlokum óska ég góðum vini velfamaðar til nýrra heim- kynna, þakka allt það sem hann gerði fyrir mig og mitt fólk og þakka vináttu hans sem aldrei haggaðist. Við Helga sendum Ingibjörgu, fósturbömum og venslafólki ein- lægar samúðarkveðjur. Pálmi Jónsson Njósnari af lífi og sál er af mörgum talin besta spennusaga þessa árs. Sagan sómir sér vel meö- al eldri verka le Carré, sem eru íslendingum að góðu kunn. Paradís skotið áfrest er makalaus skáldsaga um líf og brostnar vonir Breta frá lokum seinna stríðs. Sagan að baki hinna róm- uðu sjónvarpsþátta, sem sýndir verða í RUV í jan- úar og hlotið hafa fá- dæma lof um allan heim. ^vart á fxvítu PARADÍS JOHN MORIHIHER RIGN&OOABAKUR C/5 XI 2 o STEFÁN JÓNSSON Bernskuminningar Stefáns Jónssonar fyrrverandi fréttamanns og þingmanns. „Mér er eiður sær að bók sambærileg þessari hefur ekki komið til þessarar þjóðar áður.“ Jónas Árnason rithöfundur (í útvarpsviðtali). S/mrtáhvítu 1 VIGDIS GRIMSDOTTIR kaldaljós „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ást- ar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt.“ Jóhanna Kristjónsdóttir Morgunblaðinu „Þessi skáldsaga Vigdísar er án efa eitt athyglis- verðasta skáldverk sem jólabókaflóðið færir okkur í ár... hér er ósvikið listaverk á ferðinni." Soffía Auður Birgisdóttir Helgarpóstinum. ^vort á fivítu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.