Morgunblaðið - 19.12.1987, Síða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
„Gegn ofbeldi á jólaföstuu
$
t
Blaðinu hefur borist eftirfar-
andi frá nemum á námskeiðinu
„Ofbeldi í fjölskyldunni“:
„Bráðum koma blessuð jólin,
bömin fara að hiakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt...“
Foreldrar, afar og ömmur, frænd-
fólk og systkini. Viljum við ekki öll
bömum það besta? Eru stríðsleik-
föng skaðleg? Um það eru skiptar
skoðanir, en þó eru sumir sem álíta
að hægt sé að vera án stríðsleik-
fanga og að þau hafi ekki sérstakt
uppeldislegt gildi. Aðrir benda á að
þeir hafi alist upp með Roy Rogers
og tindátum sem og byssum af
ýmsu tagi og ekki hlotið varanlegan
skaða af.
En nú er öldin önnur — eða hvað?
Nútímastríðsleikföng eru raun-
verulegri og fullkomnari en áður og
það eina sem vantar til að fullkomna
myndina eru vélbyssuhreiður og
skriðdrekar í mátulegri stærð fyrir
böm. En er það þetta sem við viljum?
Á tímum afvopnunarsamninga og
friðarvilja um gjörvallan heim hefur
úrval stríðsleikfanga aldrei verið
meira og finnst mörgum að hér
skjóti skökku við.
Þess vegna leggjum við til að
þeir sem ætla að gefa bömum jóla-
gjafir sneiði hjá ofþeldisleikföngum
og gefi frekar „eitthvað fallegt" eins
og segir í kvæðinu. Utrýmum
stríðsleikföngum úr heimi bamanna.
Mörgum finnst eflaust í stórt ráð-
ist og við ofurefli að etja þar sem
leikfangaframleiðendur neyta allra
leiða til að koma vöru sinni á fram-
færi. Nýjasta nýtt em teiknimynda-
flokkar í sjónvarpi þar sem beinlínis
er kennt hvemig leika skuli með
þessi leikföng þannig að ímyndunar-
afl bamanna fær ekki að njóta sín
og þroskast.
Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi og sú
spuming vaknar hvort ofbeldisleikir
leiði ekki af sér ofbeldi á öðrum
sviðum, t d. í samskiptum bama við
hvort annað?
Hnefarétturinn er sá réttur sem
liggur kannski beinast við eftir alla
þá innrætingu sem fylgir ofbeldis-
leikjum.
Ofbeldi gegn börnum
Það er hlutskipti margra bama
að upplifa ofbeldi en hvað felst í því
að verða fyrir ofbeldi?
Ofbeldi gegn bömum er líkamleg,
sálræn eða kynferðisleg valdbeiting
sem skaðar bam og gengur þvert á
rétt þess. Böm sem upplifa ofbeldi
verða örvæntingarfull.
Þau verða næm fyrir ofbeldisað-
stæðum og læra að forðast þær. Þau
missa tilfinningatengsl við annað
fólk og hætta að treysta því. Bam
sem verður fyrir ofbeldi breytir oft
hegðun sinni og gerist það á ýmsan
hátt. Yngri böm sækjast mikið eftir
ástúð og stundum verða þau á eftir
í þroska. Böm á skólaaldri hætta
að fylgjast með, stofna til óeirða eða
em óeðlilega þæg. Böm sem búa
við ofbeldi á heimili eiga oft fáa vini
eða að þau koma aldrei með vinina
heim.
Unglingum sem verða fyrir of-
„Ofbeldi leiðir af sér
ofbeldi og sú spurning
vaknar hvort ofbeldis-
leikir leiði ekki af sér
ofbeldi á öðrum svið-
um, t.d. í samskiptum
barna við hvort ann-
að?“
beldi hættir til að skrópa í skólanum,
eða vera illa undirbúnir eða öfugt,
þeir eru mjög duglegir og draga í
lengstu lög að fara heim.
Hvernig má koma í
veg fyrir að börn
verði fyrir ofbeldi?
Á öllum þegnum þess lands hvílir
sú skylda að tilkynna allar þær mis-
fellur sem þeir verða vitni að í
aðbúnaði bama. Lögregla og bama-
vemdamefndir eru þeir aðilar sem
hægt er að snúa sér til og er málið
þá kannað.
Bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi
getur haft mjög alvarlegar afleiðing-
ar, en hér veljum við að fjalla
einungis um einn þátt: Kynferðislegt
ofbeldi.
Kynferðisleg áreitni og
kynfræðsla í skólum
Mikil umræða hefur verið í gangi
undanfarið um kynferðislegt ofbeldi
gagnvart bömum, en minna um alls-
kyns kynferðislega áreitni sem nær
til miklu stærri hóps og þá einkum
til unglingsstúlkna. Með kynferðis-
legri áreitni eigum við við klám og
klámfengið orðalag, t.d. tvíræðni og
þukl.
En nú er kominn tími til að taka
á'þessum málum með raunhæfum
aðgerðum. Alvarlegustu afleiðing-
amar em andlegir erfiðleikar sem
oft eru varanlegir. Draga mætti úr
þeim erfiðleikum með aukinni upp-
fræðslu og umræðu um þessi mál í
skólum. T.d. mætti taka þetta upp
í kynfræðslu þannig að bömum verði
ljóst að þetta er fyrirbrigði sem er
til staðar í þjóðfélaginu og það ræðst
af tilviljun hveijir verða fyrir kyn-
ferðislegri áreitni og er því ekki
aðeins vandamál þess sem fyrir því
verður og þeir bera ekki alla sökina
heldur eiga að veijast og segja frá
atburðunum.
Böm og unglingar geta m.a. leitað
sér aðstoðar hjá unglingadeildum
ríkis og sveitarfélaga, bamasíma
Rauða krossins og bamahóps
Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarf-
ið eru þau félagasamtök sem hafa
unnið mikið að þessum málum.
Styðjum Kvenna-
athvarf
Þegar Kvennaathvarfið var opnað
6. desember 1982 kom strax í Ijós
að þörfín fyrir það var brýn. Á árinu
1983 leituðu 151 kona og 109 böm
skjóls þar. Þessar konur höfðu flest-
ar þolað ofbeldi ámm saman. Þær
höfðu leitað það mikið til ættingja
og vina að sá möguleiki var fullnýtt-
ur. Það eru takmörk fyrir því hvað
kona með böm getur búið lengi á
annarra manna heimili.
Auk þess getur ofbeldismaðurinn
sífellt valdið ónæði. Venjulega hafa
konumar því farið heim aftur. Þær
hafa oft leitað til lögreglu og lækna
og hafa litla hjálp fengið. Með til-
komu Kvennaathvarfs opnaðist ný
undankomuleið fyrir þessar konur.
Það, að enginn veit hvar athvarfið
er staðsett er stór kostur, því kon-
umar em þá óhultar fyrir ofbeldis-
mönnunum.
Er ekki kominn fcími til að við
hættum að fría okkur allri ábyrgð
þegar við verðum vitni að ofbeldi
gegn konum og bömum eða heymm
um það? Hér er ekki um einkamál
að ræða heldur þjóðfélagslegt
vandamál. Með tilkomu Kvennaat-
hvarfs hafa konur fengið aukna
samkennd, aukinn styrk og loks von
um betra líf. Er ekki vonin það
fyrsta sem þarf til að bijóta þann
vítahring sem konan lifir í.
Ástæðan fyrir þessari greinarbirt-
ingu er sú að á þessum tíma árs
eiga aðilar sem verða fyrir ofbeldi
sérstaklega um sárt að binda. Hér
að framan hafa ýmsir þættir • of-
beldis verið raktir og er það von
okkar að þeir veki fólk til umhugsun-
ar um þessi mál.
Nemar i Háskóla íslands á
námskeiðinu:
Ofbeldi í fjölskyldum.
Anna Sigríður Þorkelsdóttir,
Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir,
Ingelise Allentoft,
Kristjana Sigmundsdóttir,
Margrét Sigrún Jónsdóttir,
Þóra I. Stefánsdóttir.
Skáia
fell
BobbyogJohn spila
dans-ogjólatónlist.
^HOTEL^
■BH
FLUCLFIDA fSm HOTEL
Opið öll kvöld til kl. 01.00.
Aðgangseyrir kr. 200.-
flö PIOIMEER
Opið til
kl. 03.00
í nótt!
AÐGÖNGUMIÐAVERÐ KR. 500.-
ÍOASABLANCA.
^Skúlagötu 30 - sími 11555 DISCOTHEQUE
Við komu Svartfaxa, Fokker-
vélar Flugleiða, voru öll tæki
reynd og er Húsavík þá 16.
flugvöllurinn þar sem afgreiðsla
er frá Olís.
Morgunblaðið/Sigurður P. Björnsson
Húsavík:
OIís á flugvellinum
Húsavík.
Á Húsavíkurflugvelli hefur
Olíuverslun íslands hf. sett upp
afgreiðslu eldsneytis fyrir allar
þær flugvélar sem annast innan-
landsflug.
Áður var aðeins hægt að afgreiða
þar flugvélabensín, sem minni vélar
nota, en ekki það eldsneyti, sem til
dæmis Fokkervélar Flugleiða nota.
En nú hefur Olís bætt úr þessu með
aukinni þjónustu, sem er vel þökkuð
og sem skapar öryggi á vissan hátt.
Við komu Svartfaxa, Fokkervél
Flugleiða á þriðjudaginn 15. desem-
ber sl. voru öll tæki reynd og er
Húsavík þá 16. flugvöllurinn þar sem
afgreiðsla er frá Olís.
Ónnur tímamót eru einnig í sögu
Húsavíkurflugvallar, þar sem síðast-
liðinn laugardag voru 30 ár liðin frá
því að völlurinn var tekinn í notkun
og Flugleiðir hófu áætlunarflug til
Húsavíkur. Þar með hófst nýr þáttur
í samgöngumálum héraðsins og af
staðnum létt töluverðri einangrun.
Þá fóru dagblöðin að koma oftar,
ekki allt að 10 blöð í einu, meira en
viku gömul, þá komu þau mest
þriggja daga, en nú má segja að við
fáum þau daglega, því að vetri eru
sex ferðir í viku en að sumri er flog-
ið alla daga og suma tvisvar á dag.
Stöðug þróun hefur orðið í fram-
kvæmdum við völlinn. Flugbrautin
var upphaflega 1000 metrar, síðan
lengd í 1200 og er nú 1500 metra
löng með fullkomnum ljósaútbúnaði.
Ný og glæsileg flugstöð var tekin í
notkun í mars 1986. Næsti áfangi
er að fá flugbrautina malbikaða og
svo er talað um ýmislegt fleira í sam-
bandi við það að Húsavíkurvöllur
hefur ýmsa bestu kostina, sem vara-
flugvöllur fyrir millilandaflugið, hann
er einn af sex sem eru í athugun
þar til skipaðrar nefndar.
— Fréttaritari
Jólapakkakvöld
Jólapakkakvöldin okkar hafa notið mikilla
vinsælda undanfarin ár. Nú endurtökum við þau
laugardagskvöld og sunnudagskvöld.
Matseðill
_ Hreindýrapaté með purtvínshlaupi
Cognacskryddað krabbaseyði með hörpuskelfiski
Heilsteiktar nautalundir með Camembert
og rósapiparsósu
Astríðukrapís
Kaffi og konfekt
Matseðillinn gildir sem happdrættismiði,
aðalvinningur er flugfarseðill til London
Víkingaskipið er sérstaklega skreytt.
Ingveldur Hjaltested syngur jólasálma við undirleik
Jónínu Gfsladóttur
Sigurður Guðmundsson leikur jólalög á píanó.
«4*. Stjórnandi kvöldsins er Hermann Ragnar Stefánsson.
Model samtökin kynna jólafatnað á alla
Sr fjölskylduna, börn, unglinga og fullorðna.
£ J Borðapantanir í síma 22322 —22321 Verið velkomin
1 HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIOA
' HÓTEL