Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 2

Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 Lát konunnar við Klapparstíg: Eiginmað- urinní gæslutil 3. febrúar Eiginmaður konunnar, sem fannst látin í ibúð þeirra hjóna við Klapparstíg 11 á sunnudag, var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald til 3. febrúar. Hann kærði úrskurðinn til Hæstarétt- ar. Samkvæmt upplýsingum, sem Rannsóknarlögregla ríkisins veitti í gær, er enn á huldu hver dánaror- sök konunnar var, en hún var með áverka á hálsi og höfði. Enginn er til frásagnar um atburði nema eig- inmaður konunnar og krafðist rannsóknarlögreglan gæsluvarð- halds yfir honum á mánudag. Síðdegis í gær var beiðnin tekin fyrir í Sakadómi Reykjavíkur og maðurínn úrskurðaður í gæslu til 3. febrúar, en hann kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. MorgunbIaðið/Ól.K.M. 70 tonna hús fer á flakk Hús nr. 11 við Tjarnargötu, sem flytja á suður í gamla Tívolí við Skerjafjörðinn vegna byggingar ráðhúss við Tjörnina, var tekið af grunninum i gær. Að sögn Harðar Runólfssonar verk- taka er húsið trúlega 60 tU 70 tonn að þyngd eða svipað og Kleppshúsið sem flutt var í Arbæ. Húsið verður væntanlega flutt í nótt á tveimur samhliða vögnum og vegna flutningsins þarf t.d. að taka niður umferðaryós við Hótel Sögu, rifa niður girðing- una við flugvöllinn að hluta og taka niður umferðarskUti. Afkoma borgarsjóðs betri 1987 en 1986 AFKOMA borgarsjóðs var betri 1987 en 1986 og staða borgarinnar gagnvart viðskiptabanka sinum, Landsbanka íslands, var töluvert hagstæðari nú én áramótin þar á undan. Var staða borgarinnar og fyrirtækja hennar jákvæð gagnvart Landsbankanum um áramótin. Einnig hafa útistandandi skuldir borgarinnar, miðað við útistand- andi kröfur, verið hagstæðari en áður. „Almennt má segja að fjárhags- afkoma borgarinnar hafi batnað og var hún þó allgóð fyrir,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Þetta þýðir að vaxtagreiðslur og aðrar greiðslur verða hagstæðari en áður og auðvit- að skapar þetta borginni betri skilyrði til að setja saman sína fjár- hagsáætlun. Borgin og fyrirtæki hennar hafa á undanfömum ámm greitt niður lán sem tekin höfðu verið til framkvæmda. Hafa engin lán verið tekin, nema þau sem bund- in hafa verið fasteignakaupum borgarinnar, svo sem vegna kaupa á leiguíbúðum, og öðmm lánum, það er að segja eftirstöðvum, sem jafnan em á slíkum lánum. Borgin hefur hins vegar ekki tekið venjuleg eriend rekstrarlán, sem vom tekin á ámm áður, og fyrirtæki borgar- innar em nær öll að greiða alfarið niður sínar erlendu skuldir. Raf- magnsveitan er búin að því, Hita- veitan er langt komin og sömuleiðis Reykjavíkurhöfn," sagði borgar- stjóri. " Sjómannadeilan á Patreksfirði leyst SAMIÐ var í deilu sjómanna á bátunum Patreki og Vestra við útgerðarmenn á Patreksfirði í gær, en deilan hefur staðið síðan Tryggvi Pálsson: Fer ekkí í bankastjóraval gegn vilja fuUtrúa sjáJfstæðismanna 18. desember og bátarnir legið bundnir við bryggju þann tíma. Að sögn Hjörleifs Guðmundsson- ar, formanns Verkalýðsfélags Patreks^arðar, náðist samkomulag sem báðir deiluaðilar gátu unað við á fundi þeirra síðdegis í gær. Bát- amir em nú tilbúnir til róðra, nema hvað spáð er stormi á miðunum, en þeir munu leggja afiann upp hjá saltfiskverkun útgerðarfélagsins Odda hf. Hraðfrystihús Patreks- fjarðar er enn iokað vegna vanskila þess við Orkubú Vestfjarða. TRYGGVI Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans hefur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsms, tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins og bankaráðsmönnum Landsbankans að hann viyi ekki taka þátt í vali um bankastjóra Landsbankans verði báðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bankaráðinu andvígir ráðningu hans. Hvorki Jón Þorgilsson, sem kemur nú í bankaráðið í stað Ama Vil- hjálmssonar prófessors, né Árdís Þórðardóttir sem er varamaður sjálfstæðismanna í ráðinu, vildu í gær upplýsa Morgunblaðið um hvort þau styddu Tryggva eða Sverri Hermannsson sem forysta Sjálfstæðisflokksins styður til embættisins. Jón sagði i þvi sambandi að hann vissi ekki hvort hann stæði frammi fyrir því að þurfa að velja milli Tryggva Pálssonar eða Sverris Hermannssonar og meðan svo væri ætti hann erfitt með að segja til um hvorn hann ætli að styðja. Tryggvi Pálsson vildi í gær ekk- ert segja um þetta mál við Morgun- blaðið. Eyjólfur K. Siguijónsson fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráð- inu, sem lýst hefur yfir stuðningi við Tiyggva í stöðu bankastjóra, vildi heldur ekkert segja um stöðu málsins eftir að Ámi hafði sagt af sér, og sagðist aðspurður ekki hafa íhugað hvort hann taki upp tillögu um Tryggva sem Ámi lagði fram Siglufjörður: Saumastofan Salína lokar LÍKUR eru á að Saumastofan Salína á Siglufirði muni loka vegna verkefnaskorts í næstu viku. Að sögn Hannesar Bald- vinssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra, hefur rekstur saumastofunnar gengið þokka- lega, en Álafoss hf. hefur ekki látið stofuna fá nein verkefni að undanfömu. Um 10 manns vinna nú við saumastofuna. Hannes sagði að undanfarin ár hefði Salína tekið að sér verkefni fyrir Álafoss, sem hefðu verið 90-95% af verkefnum saumastof- unnar, og einnig fyrir Sambandið. Við sameiningu Alafoss og ullariðn- aðardeildar Sambandsins í haust hefði framleiðslan orðið skryklqott, þangað til nú, að algjör verkefna- skortur blasir við. Hannes sagði að erfíðlega hefði gengið að ná í for- svarsmenn Álafoss hf. til að ræða málin við þá. á bankaráðsfundi 29. desember. Eyjólfur sagðist hinsvegar harma það að Ámi hefði sagt sig úr ráðinu og sagði það áfall fyrir bankann að missa svona hæfan og traustan mann úr bankaráðinu. Kristinn Finnbogason varafor- maður bankaráðsins sagði Morgun- blaðinu að fundur hefði verið boðaður í ráðinu á fimmtudaginn hl. 15.30. Hann sagði ekki ljóst hvort bankastjóraráðning yrði þá á dagskrá en ef menn væru tilbúnir til að afgreiða hana væri ekkert því til fyrirstöðu. Hann sagðist þó vilja vekja athygli á að þessi banka- stjóraráðning hefði varla verið tímabær fram að þessu þar sem Jónas Haralz hefði ekki ákveðið enn hvenær hann lætur af störfum í sumar. Kristinn sagðist síðan vilja benda á að um langt árabil hefði ekki orðið eining um ráðningu bankastjóra að Landsbankanum og þannig hefðu t.d. allir þeir banka- stjórar sem nú væru við störf verið ráðnir með atkvæðum 3 af 5 fulltrú- um. Fyrir bankaráðinu liggja tillögur um yölgun aðstoðarbankastjóra. Þegar Morgunblaðið spurði Tryggva Pálsson hvort hann myndi taka við slíkri stöðu svaraði hann að þær stöður yrðu væntanlega auglýstar og hann myndi taka af- stöðu til þess hvort hann sækti um þegar að'því kæmi. Fulltrúar í bankaráð rfkisbank- anna eru kosnir af þingflokkum á Alþingi en Ólafur G. Einarsson formaður þingfiokks Sjálfstæðis- flokksins sagði að afsögn Áma Vilhjálmssonar hefði ekki verið rædd á þeim vettvangi. Ólafur sagði að sér hefði að sjálfsögðu verið kunnugt um afsögnina sem þing- flokksformanni en hann hefði ekki talið það tilefni til sérstaks fundar. Þingmönnum flokksins hefði þó verið gerð grein fyrir stöðu málsins á mánudagskvöld. Ólafur sagði aðspurður að það væri ekki umræðuefni á þingflokks- fundum Sjálfstæðisflokksins hver eigi að vera bankastjóri í Lands- bankanum og þar.hefði aldrei verið gerð samþykkt um að sjálfstæðis- menn í bankaráðum skuli styðja þennan eða hinn. Hins vegar hefði forysta flokksins, ráðherrar og fleiri, skoðanir á því og í þessu til- felli hefðu Áma Vilhjálmssyni verið þær skoðanir kunnar en hann ekki fellt sig við þær. Þegar Ólafur var spurður hvort samkomulag hefði verið gert við sijómarmyndun milli ríkisstjómar- flokkanna um bankastjórastóla Landsbankans og Búnaðarbankans visaði Ólafur á formenn flokkanna en sagði að slíkt hefði ekki verið á dagskrá í þeim eiginlegu stjómar- myndunarviðræðum sem hann tók þátt í. Bankastjóramál Landsbankans urðu tilefiii umræðna á stjómar- fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Sveinn Skúlason formaður ráðsins sagði við Morgun- blaðið að engar samþykktir hefðu verið gerðar í stjóm fulltrúaráðsins en málin hefðu verið rædd á fundin- um. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins lýstu ýmsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu sem málið hefði tekið. Spurningar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hófst 1. janúar sfðastliðinn og f til- efni af því gefur Morgunblaðið lesendum sínum kost á að fá svarað á sfðum blaðsins spurn- ingum sem kunna að vakna varðandi staðgreiðslukerfið. Morgunblaðið kemur þeim spumingum sem berast á fram- færi við embætti ríkisskattstjóra. Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstu- daga og borið fram spumingar sínar. Yfirlýsingar kaupmanna um nauðsyn óbreyttrar krónuálagningar: Jaðrar við ólöglegt sam- ráð um verðlagningu - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að yfirlýsingar forvígis- manna eða starfsmanna samtaka kaupmanna um að þeir þurfi óbreytta krónutöluálagningu þótt tollar og vörugjald lækki, jaðri við samráð um verðlagningu sem sé ekki í samræmi við lög. Við- skiptaráðherra hefur skrifað Verðlagsstofnun bréf þar sem ítrekuð eru tilmæli um að fylgjast vel með verðlagningu i kjölfar sölu- skatts- og tollabreytinga og er þeim tilmælum beint til stofnunarinnar að hún beiti öllum þeim tækjum sem verðlagslögin leyfa, þar á meðal tímabundinni bindingu álagningarhlutfalls eftir því sem þörf krefur. Mál þetta var m.a. til umræðu á ríkisstjómarfundi í gærmorgun og kynnti viðskiptaráðherra þar bréfið sem hann sendi Verðlagsstofnun. Jón Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að í bréfinu hefði hann minnt á beiðni sína frá í des- ember sl. um að fylgjast með að þær verðlækkanir sem hljótast ættu af lækkun tolla og vörugjalda gengju eftir, og gæta þess að hækk- un verðs vegna söluskattsbreytinga verði ekki of mikil. Jón sagðist ekki vilja halda því fram að kaupmenn hafi hagnýtt sér þessar breytingar sér til hagsbóta. Því væri að vísu haldið fram af ýmsum en hann teldi of fljótt að dæma um það. Jón bendi jafnframt á dæmi um að kaupmenn hefðu lækkað verð fyrr en birgðastaðan byði. „Ég vil því treysta á mátt samkeppni og upplýsinga um verð en ég vil að það sé morgunljóst að ríkisstjómin teQi ekki Verðlags- stofnum í því að beita þeim tækjum sem lögin leyfa þeim,“ sagði Jón Sigurðsson. Starfsmenn Verðlagsstofnunar sátu á fundum í allan gærdag til að fara yfir með hvaða hætti væri best að framfylgja tilmælum stjóm- valda. Sjá ennfremur fréttir á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.