Morgunblaðið - 13.01.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.01.1988, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 Afvopnunarviðræðurnar í Genf: Samið verði um hömlur á geimvamaáætlunina Genf, Moskvu, Reuter. ALEXEJ Obúkhov, samninga- maður Sovétríkjanna í afvopnun- armálum, sagði í gœr að stórveldin verði &ð komast að samkomulagi um hömlur á geim- vamaáætlun Bandarikjamanna áður en samið verði um helm- ingsfækkun langdrægra kjarn- orkuflugskeyta. Obúkhov sagði á blaðamanna- fundi, þegar hann kom til Genf í gær, að forsenda þess að samið verði um helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuflugskeyta stór- veldanna sé að þau virði samningin um gagneldflaugakerfi, sem gerður var árið 1972. Fulltrúar stórveld- anna hefja viðræður í Genf á fímmtudag og Obukhov sagði að þeirra biði erfítt verkefni. Hann sagði að stuttur tími væri til stefnu en hann bætti við að nýr samningur ætti að geta verið tilbúinn þegar fundur leiðtoga stórveldanna hefjist í júní. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að Júlí Vorontsov muni leiða samninga- nefnd Sovétmanna, en fréttaskýr- endur höfðu talið, að það félli í skaut Obúkhovs. Bagaza skipað að yfirgefa Belgíu Brussel, Reuter. FYRRUM forseta Burundi, Je- an-Babtiste Bagaza, sem vikið var úr embætti í september, hef- ur verið gefinn átta daga frestur til að yfirgefa Belgíu, að því er talsmaður belgiska dómsmála- ráðuneytisins sagði í gær. Hann sagði ennfremur að Bagaza, sem hefur dvalið í Belgíu síðan i nóv- ember, hefði ekki leitað hælis sem pólitiskur flóttamaður og að timabundið vegabréf hans væri ekki lengur í gildi. Bagaza vill snúa aftur til Bur- undi, en núverandi valdhafar hafa hvað eftir annað komið í veg fyrir að hann komist þangað. Starfs- menn belgíska flugfélagsins Sabena leyfðu honum ekki að fara með flug- vél til Burundi á föstudag þar sem hann hefði áður reynt að fara þang- að með annarri flugvél, en þarlend yfírvöld hefðu neitað að veita vél- inni lendingarleyfi. Talsmaður belgísku stjómarinn- ar sagði að Frakkland hefði boðið Bagaza hæli sem pólítískum flótta- manni og auk þess að fá þar íbúð og framfærslustyrk. Því hefur Bagaza svarað á þá leið að Frakkar hafí ekki boðið sér neitt opinberlega og þeir hafí samið um þetta við valdhafana í Burundi. Hann kvaðst ennfremur aðeins vilja fá að lifa f friði í Burundi, þar sem eignir hans og skyldmenni séu. Ryzhkov í Svíþjóð; Brottvísun Zaire-búa mótmælt Svissneskir lögreglumenn draga hér unga konu sem reyndi ásamt 150 öðrum að loka leiðinni frá vegabréfaeftirliti flugvallarins í Zilrich til að mótmæla því að Mathew Musey, flóttamaður frá Zaire, yrði fluttur úr landi. Musey leitaði hælis sem pólitfskur flóttamaður eftir að hafa verið skipað að yfirgefa Sviss árið 1983, þar sem hann hefur búið í 17 ár. Hann hafði verið í felum f 11 mánuði þegar lögreglan fann hann á bóndabæ nokkrum og sendi hann með einkaflugvél til Zaire f gær. Svissneskir embættismenn segja að hann hafi lagt fram fölsuð skilrfki. Að sögn tals- manns Sameinuðu þjóðanna er Musey hætta búin í Zaire og að það væri brot á alþjóðlegum reglum að senda hann þangað með valdi. Barentshafið innifalið í afvopn- unarviðræðum á Norðurhöfum Bauð Norðurlandaþjóðum að senda fulltrúa á heræfingar Rauða flotans ^ Stokkhólmi, Reuter. Á MÁNUDAG lagði Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, fram ný tilboð um afvopnunarviðræður milli Sovétríkjanna og Norðurlanda, sem tækju til heija á Norðurhöfum, þar með töldu Barentshafi, en á slíkt hafa Sovétmenn ekki minnst áður. Tilboð þetta kann ef til vill að slá nokkuð á ótta Norðurlandabúa við risann í austri, en líklega mun það valda Atlantshafsbandalaginu nokkrum erfiðleikiun. „Þetta er f fyrsta skipti, sem Sovétmenn sting upp á takmörkunum á eigin flotaumsvifum," sagði Richard Fieldhouse, hemaðarsérfræðingur við Alþjóðlegu friðarrannsóknarstofnunina f Stokkhólmi (SIPRI). ERLENT . „Gorbatsjov ræddi um flotatak- markanir í norðri, á Grænlands- og Noregshafí, en minntist ekki á Bar- entshaf, sem er svo að segja heimasvæði Rauða flotans," sagði Fieldhouse. Vísaði haon þar til ræðu, sem Míkhafl Gorbatsjov, Sov- étleiðtogi, hélt í Múrmansk síðast- liðinn október. Annar hemaðarsérfræðingur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að Noregur og Danmörk, sem eru í Atlantshafsbandalaginu, myndu hafa áhyggjur af þýðingu þessa fyrir vamarbandalagið og að hvaða leyti slíkar viðræður þyrftu að vera gagnkvæmar. Munu Banda- ríkjamenn sérstaklega gjalda slíkum hugmyndum varhug. Ryzhkov lét ekki þar við sitja og bauð Norðurlöndum að senda full- trúa sína á flotaæfingu Rauða flotans, sem fram á að fara í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt einhliða boð berst öðmm ríkjum en aðildarríkjum Varsjárbandalagsins. „Við vonum að slíkar einhliða að- gerðir, sem ætlaðar eru til þess að Pólland: Sænskum sendi- manni vísað úr landi Varsjá, Reuter. PÓLVERJAR hafa ákveðið að vísa sænskum stjórnarerindreka úr landi og er talið að með þvf sé verið að svara brottvísum pólsks sendimanns frá Svíþjóð á sfðasta ári. Sá var sakaður um njósnir. Jan Ammberg, 2. sendiráðsritari í menningar- og upplýsingadeild sænska sendiráðsins í Varsjá, var lýstur óæskilegur á pólskri grundu, en talsmaður sendiráðsins sagði að engin ákveðin ástæða hefði verið gefín fyrir þessari ákvörðun. Amm- berg fékk nokkrár vikur til þess að ganga frá sínum málum áður en hann hélt heim á leið. í desember á síðasta ári var pólskum stjómarerindreka í Málm- haugum vísað frá Svíþjóð vegna þess, sem sænsk stjómvöld nefnu „ólöglega njósnastarfsemi". Svíar líta á brottvísun Ammbergs sem beint svar við þeim brottrekstri. Bandaríkin: efla traust þjóða á milli, verði metn- ar að verðleikum af bandamönnum okkar og að þær verði gagnkvæm- ar,“ sagði Ryzhkov. Finnar tóku vel í þessar tillögur Ryzhkovs og sögðu þær vel til þess fallnar að efla traust á milli þjóða. Norðmenn voru hins vegar varari um sig og sagði Per Paust, talsmað- ur utanríkisráðuneytisins að enda þótt þróun mála væri jákvæð þyrftu Norðmenn að sjá ákveðnari og skýr- ari tillögur áður en þeir gætu tjáð sig frekar um málið. Ryzhkov heldur til Noregs á morgun og telja fréttaskýrendur að hann kunni að hafa fleira í poka- hominu. Reuter Richard Truly aðmfráll og yfirmaður geimferjuáætlunarinnar skýr- ir frá því, að geimferju verði skotið á loft í júlí nk. Geimferja á loft í júlí Washington. Reuter. LÍKLEGT þykir, að bandarisk geimfeija hefji sig upp í Ioftin blá á sumri komanda, f júlf mán- uði ef allt fer eftir áætlun. Vegna Challengersslyssins hafa geim- feijuferðir legið niðri f næstum tvö ár. James Fletcher, yfírmaður bandarísku geimferðastofnunarinn- ar, skýrði frá þessu í gær og bar jafnframt á móti því, að stjóm- málalegar ástæður lægju að baki ákvörðuninni. „Næsta geimfeiju- ferð ræðst aðeins af einu: Við förum þegar við erum tilbúnir," sagði Fletcher. Richard Truly aðmíráll og yfír- maður geimferðaáætlunarinnar sagði, að líklega yrði allt til reiðu í ágúst nk. Miklar athuganir og til- raunir hafa farið fram á ferjunni til að tryggja öryggi hennar en í desember sl. var ákveðið að fresta fyrirhugaðri ferð í júní nk. vegna galla, sem fram komu. Truly sagði, að í geimfeijuferð- inni í júlí yrði komið á braut gervihnetti, eftirlitshnetti líkum þeim, sem eyðilagðist með Challen- ger. Skákmótið í aan Zee: Wijk Anders- son tekur forystuna SVÍINN Ulf Andersson tók f gær forystu á skákmótinu f Wijk aan Zee er fjórða umferð var tefld. Á mánu- dag vann Georgiev biðskák sfna við Sosonko úr fyrstu umferð. Úrslitin úr fjórðu umferð urðu þessi: Hansen - Sosonko V2 - V2 Ljubojevic - Van der Wiel V2 - V2 Hiibner - Tal 0-1 Farago - Georgiev V2-V2 Andersson - Piket 1-0 Karpov - Van der Sterren 1-0 Nikolic - Agdestein 0 -1 Eins og fyrr segir er Anders- son efstur eftir fjórar umferðir með 3V2 vinning. í 2.-5. sæti eru Georgiev, Hubner, Karpov og Ljubojevic með 2V2 vinning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.