Morgunblaðið - 13.01.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 13.01.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 31 AKUREYRK Reynum að semja víð bankana ef SIS neitar ábyrgðunum segir Guðmundur Þórisson í Hléskógum ENGIN afstaða var tekin á fundi stjórnar SÍS sl. mánudag til beiðni ábyrgðarmannanna átta sem gengust i ábyrgðir fyrir Kaup- félag Svalbarðseyrar á sínum tíma. „Mér sýnist stjórnin vera að velta málinu áfram á undan sér enda hlýtur ákvörðun i máli sem þessu að vera erfið. Við erum fyrst og fremst óánægðir með að ekki skuli vera tekin ákveðin af- staða til beiðninnar svo við getum farið að gera viðeigandi ráðstaf- anir. Ef svo fer að Sambandið neitar að taka yfir ábyrgðirnar, munum við líklegast reyna að komast að samkomulagi við bank- ana um lengri greiðslufrest f stað þess að horfa upp á uppboð á eign- um okkar,“ sagði Guðmundur Þórisson i Hléskógum i samtali við Morgunblaðið f gær sem jafn- framt er einn af ábyrgðarmönn- Alls nema kröfur á hendur bænd- unum nú um 40 milljónum króna að viðbættum vöxtum og verðbótum, að sögn Guðmundar. Þar af eru kröf- ur Samvinnubankans um 20 milljónir og kröfur Iðnaðarbankans annað eins. Iðnaðarbankinn hefur gert kröfu um fjámám hjá þeim sjö mönn- um er gengust í ábyrgðir hjá bankanum fyrir hönd KSÞ, en upp- boð á eignum þeirra hefur ekki verið auglýst. Samvinnubankinn á nú flestar eignir KSÞ á Svalbarðseyri og er að reyna að selja þær á fijáls- um markaði sem ekki hefur enn tekist. Samningaþóf mun hafa staðið yfír um nokkurt skeið á milli Sam- vinnubankans og Kaupfélags Eyfírð- inga um kaup KEA á eignunum og komu forsvarsmenn Samvinnubank- ans norður rétt fyrir jól til funda við þá KEA-menn. Upp úr mun hinsveg- ar hafa slitnað vegna ágreinings um verð og greiðslulqör. Samvinnubank- inn mun ætla að falla frá kröfum á hendur ábyrgðarmönnunum takist að selja eignir sínar á Svalbarðseyri. Guðmundur sagðist hafa þá trú að menn væru að losa sig víða úr ábyrgðum fyrir kaupfélögin og jafn- vel hjá sterkustu kaupfélögum landsins. „Ef menn hætta að gang- ast í ábyrgðir fyrir kaupfélögin, hljóta þau að þurfa að draga saman seglin eða jafnvel stöðva rekstur sinn vegna ónógrar bankafyrirgreiðslu. Sambandið hlýtur þá sjálft að þurfa að afskrifa skuldir félaganna mikið til upp á eigin spýtur." Guðmundur sagði að það muni hafa tíðkast mjög viða að stjómarmenn félaganna gengust í persónulegar ábyrgðir fyr- ir hönd kaupfélaga sinna, þó stjóm- armenn KEA fullyrða að sú hefði aldrei verið raunin hjá KEA. „Við höfum engin tromp á okkar hendi til að útvega okkur fjármagn, en við hljótum að reyna að semja við kröfuhafa ef illa fer þannig að við fengjum að halda okkar eignum gegn lengri greiðslufresti. Báðir aðil- ar munu eflaust tapa meira á uppboði. Persónulega er ég ákaflega svartsýnn á að Sambandið ætli sér að hjálpa upp á okkur eitthvað. Þetta ,er vont mál fyrir SÍS. Það er ekki vinsæl ákvörðun að neita okkur um aðstoð og hinsvegar er það dýr ákvörðun fyrir SÍS að yfírtaka ábyrgðir okkar. Stjómarmennimir eiga eflaust erfítt með að meta hvor kosturinn sé verri og það er álit margra að frestur sé af illu bestur," sagði Guðmundur að lokum. Eldur í slippnum SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kvatt að Slippstöðinni. Eldur hafði komið upp í einangrun á milli þilja í káetu í Sæþóri EA frá Arskógsandi. Eldsupptök eru ókunn. Ekki var verið að vinna í bátn- um er eldurinn kom upp kl. 15.20. Slökkvistarf gekk fljótt fyrir sig, en mikill reykur var í káetunni svo reykkafarar fóm á undan. A slökkviliðsstöðinni stóð yfír fundur með flestöllum slökkviliðs- mönnum bæjarins er útkallið kom og héldu þeir allir á vettvang. Ekki kom þó til að gjömýta þyrfti allt liðið þar sem eldur var minni- háttar. Morgunblaflifl/GSV Reykkafarar fóru á undan nið- ur í káetu með útblásturstæki. Báru rúm 18 þúsund tonn að landi að verð- mæti 405 millj. kr. TOGARAR Útgerðarfélags Ak- ureyringa öfluðu á árinu 1987 rúmlega 18.252 tonn, heldur minna en á árinu 1986, en þá báru togarar ÚA rúmlega 19.816 tonn að landi. Aflaverðmæti árs- ins 1987 nemur brúttó 405,6 milljónum króna, en nam á árinu 1986 377,7 milljónum kr. Fryst var um borð hjá ÚA í fyrsta skipti i lok síðasta árs þegar Sléttbakur EA 304 hélt á veiðar eftir að honum hafði verið breytt í frystiskip. Hann bar úr býtum á árinu 379,6 tonn eftir 52 út- haldsdaga, en á árinu 1986 kom Sléttbakur að landi með tæplega 3.524 tonn eftir 282 veiðidaga. Til eigin vinnslu Útgerðarfélags- ins fóm á síðasta ári 17.556,5 tonn og til annarra fóm 316 tonn. 1986 fóm 19.219,5 tonn til eigin vinnslu og um það bil 596 tonn til annarra. Veiðiferðir togaranna vom alls 112 í fyrra á móti 104 árið 1986. Meðal- afli á veiðidag var 1,1 tonni minni á árinu 1987 en árið 1986, eða 15,8 tonn á móti 14,7. Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja tjá sig um afkomu fyrirtækisins, en hann sagði að nýju fiskveiðilögin yrðu ömgglega ekki til þess að auka aflabrögðin þar sem þau gerðu ráð fyrir samdrætti í þorsk- og karfaveiðum. „Talað er um að skerða þorskkvótann um 10% og hlýtur öll aflaminnkun að koma niður á okkur sem og öðmm aðilum í sjávarútvegi. Af heildarafla ÚA nemur þorskur 41,6%, karfi 26,7%, grálúða 16,6% og ufsi 7,9%. Sam- tals gera þessar tegundir 92,8% og munu því 7,2% af heildaraflanum skiptast niður á aðrar físktegundir.“ Togarar ÚA em nú sex talsins. Á árinu 1987 aflaði Kaldbakur EA 301 4.779 tonn eftir 346 úthalds- daga, Svalbakur EA 302 aflaði 4.982,3 tonn eftir 365 daga, Harð- bakur EA 303 aflaði 4.965,6 tonn eftir 340 úthaldsdaga og Hrímbak- ur EA 306 aflaði 3.060 tonn eftir 326 úthaldsdaga. Sólbakur EA 305, Hótel KEA: 22 ný her- bergi tekin í notkun 1» / / .jum VIÐBYGGINGU Hótels KEA miðar vel áfram að sögn hótel- stjórans Gunnars Karlssonar, enda hefur tíðarfarið fyrir ára- mót hjálpað mikið til. í viðbyggingunni em 22 tveggja manna herbergi og mun því hótelið hafa yfir að ráða alls 72 herbergjum þegar framkvæmdum lýkur. Gunnar sagði að meiningin væri að opna nýju herbergin þann 1. júní nk., en endanlegur kostnaður vegna framkvæmdanna liggur ekki fyrir. Togarar Útgerðarfélags Akureyringa: sem áður hét Dagstjarnan og keypt var frá Keflavík seint á árinu, bar rúmlega 85 tonn að landi eftir 25 úthaldsdaga og Sléttbakur kom með 379 tonn að landi eftir 52 daga úti, eins og að framan greinir. Alls vom úthaldsdagar togar- anna 1.454 á árinu miðað við 1.648 árið 1986. Veiðidagar vom 1.153 miðað við 1.347 árið áður. Fjöldi veiðidaga var 112 á móti 134 árið 1986 og meðalverð á hvert kg. nem- ur 22,22 krónum árið 1987, en var 19,06 árið áður. Alls vom hraðfryst 6.424 tonn af flökum. Skreið nemur tuttugu tonnum, en vom sjö árið 1986. Saltfiskur nemur 683 tonnum á árinu, en var 923 tonn í hitteð- fyrra. Þurrkaðir vom 205 tonn af hausum miðað við 149 árið áður og Sléttbakur frysti um borð 180 tonn. Vilhelm sagði að Útgerðarfélagið væri þessa dagana að leita fyrir sér með nýsmíði erlendis. „Þeim skipa- smíðatöðvum, sem árið 1983 gerðu tilboð í smíði gamla Sólbaks, var sent bréf seint á síðasta ári til að kanna áhuga þeirra á nýsmíði fyrir okkur. Bann var sett á smíðar nýrra skipa þegar við ætluðum að fara út í þær framkvæmdir á sínum tíma, en nú höfum við keypt Sólbak gagn- gert til að skipta út fyrir nýjan togara. Skipasmíðastöðvar þessar em allar erlendar, á Norðurlöndun- um, í Þýskalandi, Bretlandi, á Spáni Sléttbakur var I breytingum nær allt síðasta ár, en náði að afla fyrir 24,4 milljónir króna eftir 40 veiði- daga. Hér er verið að landa afla úr fyrstu veiðiferðinni. Kaupfélag Svalbarðseyrar: og í Japan og hafa þær allflestar sýnt okkur jákvæð viðbrögð." Vil- helm sagði óvíst hvenær útboð færi fram, en bjóst þó við að það væm einhverjar vikur þar til að því kæmi. Vilhelm Þorsteinsson Morgunblaðið/GSV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.