Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
32
Sparískírteini ríkissjóðs:
Venjulegur dagur
- segir Arndís Steinþórsdóttir í fjár-
málaráðuneytinu
ALLT gekk eðlilega fyrir sig í Seðlabankanum á mánudag þrátt
fyrir að ekki hafi verið hægt að gefa út ný spariskírteini ríkissjóðs,
að sögn Amdísar Steinþórsdóttur deildarviðskiptafræðings hjá fjár-
málaráðuneytinu.
Ríkissjóður hefur ekki getað gef-
ið út ný spariskírteini vegna þess
að lánsQárlög hafa enn ekki verið
afgreidd frá Alþingi og fær fólk því
afhendar kvittanir á ný skírteini
þegar það kemur með gömul
skírteini til innlausnar. Arndís sagði
að áður hefði komið fyrir að ekki
hefði verið hægt að afhenda ný
spariskírteini, en það var vegna
verkfalls í Finnlandi þar sem
skírteinin voru prentuð.
„Þessi dagur er ekkert öðruvísi'
en aðrir dagar. Margir eiga spari-
skírteini sem voru innleysanleg í
gær og í dag. En fólk þarf ekki
nauðsynlega að leysa þau inn strax
og dagurinn var ósköp venjulegur,"
sagði Amdís.
Áfengi og tóbak
hækka um 5,7%
ÁFENGI og tóbak hækkaði í verði
í gær. Hækkunin nam um 5,7%
að meðaltali og nú kostar pakki
af Winston-vindlingum 136 krón-
ur í stað 130 króna og Royale-
vindlingar hækka úr 114 í 126
krónur. Þá kostar flaska af Ball-
Tölvuvædd
burð-
arvirkja
NÁMSKEIÐ á vegum _ Verk-
fræðistofnunar Háskóla Islands
í notkun tölvu við greiningu
burðarvirkja verður haldið dag-
ana 18.-22. janúar nk. kl. 15.00-
18.00.
VHÍ hélt slíkt námskeið í júní
sl. og var það fullskipað. Á nám-
skeiðinu verður kennd notkun
COSMOS/M-hugbúnaðar sem
byggir á einingaaðferðinni og nýt-
ir einkatölvur og aðrar samhæfðar
tölvur.
Gert er ráð fyrir að þátttakend-
ur hafi þekkingu á burðarþols-
fræði, en námskeiðið felst aðallega
í því að láta þátttakendur leysa
töluleg verkefni og öðlast þannig
leikni í notkun forritsins.
antine’s-viskýi 1.620 krónur i stað
1.550 króna og verð á Smirnoff-
vodka hækkaði úr 1.320 i 1.370
krónur.
10 stykkja pakki af London
Docks-vindlum hækkar um 10,5% —
úr 190 krónum i 210 krónur. 25
stykkja pakki af Caminante-vindlum
hækkar úr 1.150 í 1.275 krónur.
St. Emillion-rauðvín hækkaði um
8,8% úr 680 krónum í 740 krónur.
Rauðvín hækkaði að jafnaði um 8-10
%, hvítvín um 10-12%, sterkt áfengi
um 4-5%. Vindlingar hækkuðu um
4,5-10,5%, bandarískir minnst en
franskir mest.
Að sögn Höskuldar Jónssonar for-
stjóra ATVR er helsta ástæða
hækkananna sú að samkvæmt fjár-
lögum er gert ráð fyrir að ÁTVR
skili ríkissjóði 4275 milljónum króna
ári á yfírstandandi ári. Það er þriðj-
ungi meira en í fyrra en þá skilaði
stofnunin ríkissjóði 3200 milljónum
króna. Einnig hefur það áhrif að
margir framleiðendur hækka verð
framleiðslu sinnar um áramót og
einnig er um talsverða uppsafnaða
erlenda verðhækkun að ræða vegna
þróunar Evrópumyntar en langmest
er keypt hingað af áfengi frá ríkjum
Evrópu. Lækkanimar sem orðið hafa
á bandaríkjadal að undanfömu hafa
hins vegar haft áhrif til að halda í
lágmarki hækkunum á þeim tegund-
um sem fluttar eru inn þaðan.
Morgunblaðið/BAR
Afmælií Álftaborg
Bamaheimilið Álftaborg við Safamýri átti 20 ára afmæli í gær. Héldu bömin og fótstmmar upp á daginn
eins og vera bar.
Reykingabann New
York-búa óraunhæft
- segir Ingimar Sigurðsson í heilbrigðisráðuneytinu
BANN við reykingum var undirritað í New York á fimmtudag í
síðustu viku og er það nokkru strangara en það bann sem er í gildi
hérlendis. íslensk lög um tóbaksvarnir, sem tóku gildi árið 1985,
voru á margan hátt einstæð í heiminum, að sögn Ingimars Sigurðs-
sonar deildarstjóra I heilbrigðisráðuneytinu. Telur hann aðgerðir
New York-búa vart raunhæfar, því séu lögin of ströng, sé verr af
stað farið en heima setið.
í reykingabanni New York-borg-
ar er lagt blátt bann við reykingum
í almenningi Ieikhúsa, stórra veit-
ingahúsa, verslana, sjúkrahúsa,
skóla og flestra vinnustaða í borg-
inni. Hérlendis er reykingabannið
ekki eins strangt, óheimilt er að
reykja í verslunum, almenningi
stofnana, almertningsvögnum og
lyftum. Víða öm reykingar tak-
markaðar eða háðar ákvörðunum
yfirmanna þeirra staða er um ræð-
ir. Áhersla er lögð á að ekki sé
reykt á stöðum ætluðum bömum
og unglingum og þeim stöðum er
þau eigi aðgang að. Einnig að þeir
sem ekki reyki verði ekki fyrir
óþægindum af völdum tóbaksreyks.
En þegar kemur að því að fram-
fylgja lögunum telur Ingimar að
pottur sé brotinn. „Það hefur sýnt
sig að það þarf að taka miklu
strangar á eftirlitsþættinum hér.
Mér sýnist hafa slaknað á eftirlitinu
og það ekki vera nægilegt, því mið-
ur. Það þjónar engum tilgangi að
setja lög sem ekki er framfylgt.
Við verðum að koma á öflugu eftir-
liti með lögunum eins og þau eru
og síðan að fylgjast með hvernig
þessu reiðir af í New York.“
Ingimar segir að ýmsir þættir í
lagasetningu New York-búa hafi
verið taldir óraunhæfir af þeim sem
stóðu að setningu íslensku tóbaks-
varnarlaganna fyrir þremur árum.
„Við reyndum að fara raunhæfar
leiðir við þá lagasetningu, segir
hann. „Mér sýnist þetta bann þeirra
ganga mjög langt, þar má nefna
blátt bann við reykingum í sam-
komuhúsum, t.d. almenningi í
kvikmyndahúsum. Ég vona að vel
takist til, en ég hef áhyggjur af því
að þétta verði mjög erfitt í fram-
kvæmd því þetta er svo stórt stökk
í einu."
piv wm
| 11 ***+ !§ ”... •
Morgunblaðið/Sverrir
Heilbrigðisfrömuðir íheilsurækt
HEILSUVERND í Kringlunni hófst formlega í gær er gerðar voru teygjuæfingar að hætti Kínverja.
Ólafur Ólafsson, landlæknir og Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra sýndu gott fordæmi
og stóðu fremstir í flokki er leikfimin hófst. Auk æfinganna verða sérstök „heilsutorg“ í Kringl-
unni þar sem fólk getur leitað ráða um mataræði og heilsuvernd. Heilsuverndarátakið stendur út
þennan mánuð.
Verðfall á hörpudiski:
Versnandi afkoma,
en næg atvinna enn
- segir Sturla Böðvarsson, bæjar-
stjóri á Stykkishólmi
„SEM BETUR fer er ekkert neyð-
arástand hér; hér er næg atvinna
eins og stendur, og ekki horfur á
að það breytist í nánustu framtíð"
sagði Sturla Böðvarsson, bæjar-
stjóri í Stykkishólmi, þegar
Morgunblaðið spurði hann um
afleiðingar verðfallsins á hörpu-
diski. Afleiðinganna væri þó farið
að gæta í minnkandi tekjum hjá
sjómönnum, og versnandi afkomu
útgerðar, vinnslu, og bæjarsjóðs.
Sturla sagði að það væri vafasamt
að hætta veiðum á hörpudiski,
þrátt fyrir verðfallið, þar sem það
gæti haft slæm áhrif á markað-
inn.
Nú eru tvær af þremur hörpudisk-
vinnslum á Stykkishólmi starfandi,
og 6-7 bátar á veiðum. Sturla sagði
að verð á hörpudiski hefði farið
lækkandi allt síðasta ár og menn
hefðu verið að undirbúa sig fyrir
erfíða tíma. Vinnslumar á Stykkis-
hólmi hefðu leitað annarra markaða
en í Bandaríkjunum, og hefðu til
dæmis reynt að komast inn á Frakk-
landsmarkað. Hins vegar hefði góð
grásleppuveiði bætt hag sjómanna í
fyrra, en horfurnar í ár væru ekki
eins góðar hvað það snerti.
Aðspurður um viðbrögð við verð-
fallinu sagði Sturla afi reynt yrði að
auka aðra veiði en hörpudiskveiði á
meðan verð á honum væri í lægð,
en hættulegt væri að hætta veiðum,
eins og stungið hefði verið upp á,
þvl erfitt gæti reynst að komast aft-
ur inn á markaði sem væru alveg
lokaðir um stundarsakir. Um 40%
af vinnandi mönnum í Stykkishólmi
vinna nú við sjávarútveg, en þó að
það sé lægra hlutfall en víða annars
staðar, þá er mikilvægi hörpudis-
kveiða hvergi meira en í Stykkis-
hólmi, því hörpudiskurinn er um
helmingur af verðmæti sjávarafla
sem þar berst á land. „Sennilega er
enginn bær í Evrópu er eins háður
hörpudiskinum og Stykkishólmur"
sagði Sturla Böðvarsson, bæjar-
stjóri.