Morgunblaðið - 13.01.1988, Side 37

Morgunblaðið - 13.01.1988, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 37 Jómfrúræða Birgis Dýrfjörð: Við erum ekki öðru- vísi en aðrar þjóðir Hér fer á eftir jómfrúræða Birgis Dyrfjörð (A.-Nv.) sem flutt var á Alþingi 5. nóvember sl. í umræð- um um bjórfrumvarpið. Herra forseti. Enn þá einu sinni er komið til umfjöllunar á hinu háa Alþingi frv. til laga um breytingu á áfengislögum eða bjórfrumvarp eins og það _er almennt nefnt manna á meðal. í grg. með frv. segir m.a. um tilgang flm. að hann sé að draga úr hinni miklu neyslu sterkra drykkja, að breyta drykkjusiðum þjóðarinnar til batnaðar. Með þessum markmiðum hafa flm. skipað sér í raðir þeirra sem styðja áfengisstefnu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar en hún heldur því fram á grundvelli rann- sókna að aukin neysla áfengis sé ávísun á aukið heilsufarslegt, efna- hagslegt og félagslegt tjón. Og stofnunin leggur til við þjóðir heims að þær marki sér áfengisstefnu sem minnki þetta óumdeilda tjón, þ.e. minnki áfengisneyslu þegnanna. Kunnug eru viðbrögð stórveldanna sem hafa hert mjög áfengislöggjöf sína og gert aðgengi að áfengi miklu torveldara en áður var. Ég dreg ekki í efa að flm. gangi gott eitt til með frv. þessu og þann tilgang þeirra styð ég af heilum hug, að breyta drykkjusiðum þjóðar- innar og draga úr neyslu sterkra drykkja. Hér er mikið í húfi og því mann- leg skylda okkar að fara með þetta mál af alvöru og gætni. Því áð ef sala áfengs öls á Islandi næði ekki þeim tilgangi flm. að breyta drykkju- siðum þjóðarinnar til batnaðar heldur snerist í ranghverfu sína, þá yrði hún samkvæmt alþjóðarann- sóknum ávísun á aukið heilsufars- legt, efnahagslegt og félagslegt tjón. Og þá höfum við tekið tappann úr þeim legg sem hýsir þá plágu sem við öll óttumst og enginn getur bætt. Það er nú svo þegar áfengi er annars vegar að það er oft auð- velt að taka tappann úr en erfiðara að setja hann í aftur. Ekkert okkar vill valda aukinni drykkju. En við höfum ekki reynslu af ftjálsu áfengu öli. Okkur ber því að afla gagna hjá þeim sem þá reynslu hafa. Og ef reynsla annarra þjóða býður okkur ótvírætt að hafna áfengu öli þá má ekkert okkar vera svo lítilmótlegt að láta persónulegar tilhneigingar ráða afstöðu sinni. Ég trúi því að hver og einn þm. hafi nægan manndóm til að ráða við slíkar tilhneigingar jafnvel þó áleitn- ar verði. Herra forseti. Ég mun hér á eftir vitna til staðreynda af reynslu ann- arra og okkur menningarlega skyldra þjóða af áfengu öli — og ég endurtek staðreynd, herra forseti, ekki kenninga. Þó vil ég að vísu fyrst vitna í íslenska stofnun. Þjóðhagsstofnun hefur gert áætlun um hver áfengis- neyslan verði ef bjórstefnan verður ofan á. Niðurstaðan er 33% aukning vegna áfenga ölsins. Og þá spyr maður: Er ekki líklegt að 33% aukn- ing á áfengisneyslu færi okkur frá tilgangi frv. um að breyta drykkju- siðum þjóðarinnar til batnaðar? Við getum þó huggað okkur við að þetta er aðeins útreikningur og það frá Þjóðhagsstofnun sem ýmsir hv. þm. gera að vísu lítið með. I stað útreikn- inga skulum við því leita staðreynda sem ekki þarf um að deila. Það er oft vitnað í Danmörku sem fyrirmyndarland um áfengisneyslu, en þar drekka menn aðallega öl og veik vín. Þó jókst drykkja þar á árun- um 1966—1982 um 98% á sama tíma og á bjórlausu íslandi um 34,7%. Finnar aftur á móti leyfðu á þessum árum sölu á áfengu öli sams konar og lagt er til í okkar frv. og hjá þeim jókst neyslan um 146,2%. Þetta eru óhrekjandi staðreyndir sem okk- ur er skylt að skoða og spyija í framhaldi af því: Erum við örugg um að það sama gerist ekki hér og ef við erum ekki örugg, er áfenga ölið þá áhættunnar virði? Á árunum 1958—1978 fjórfald- aðist drykkja í Danmörku og niður- stöður rannsókna sýna nú að alvarlegustu fylgisjúkdómar drykkju, þ.e. skorpulifur og briskirt- ilsbólga, fjórfölduðust einnig, en dánarlíkur af þessum sjúkdómum eru svipaðar og gerist um flestar tegundir krabbameins.. Þetta eru ekki kenningar, hv. þm., heldur stað- reyndir sannaðar með mannslífum. Gleymum því ekki. Við hljótum að spyija: Gæti þetta einnig gerst hér eða er það öruggt að við séum öðruví- si en aðrar þjóðir? f skýrslu tryggingastofnunar danska ríkisins fyrir 1980 kemur fram að 52% þeirra karla sem eru öryrkjar í Kaupmannahöfn eru það eingöngu vegna drykkjuskapar. Gæti það gerst hér eða erum við örugg um að verða öðruvísi? Afengisneysla kvenna hefur auk- ist gífurlega og nú er svo komið fyrir Dönum að áfengisneysla móður á meðgöngutíma er orðin jafnalgeng orsök fávitaháttar eða algengari en mongólismi hefur nokkurn tíma ver- ið. Gæti það gerst hér eða erum við öðruvísi? Danir eru sú þjóð sem hefur hvað flest sjúkrarúm. á hveija þúsund íbúa, en í meira en helmingi sjúkra- rúma í Kaupmannahöfn er fólk með mein vegna áfengisneyslu. Ég end- urtek: Meira en helmingur sjúkra- rúma í Danmörku fer undir alkóhóltengda sjúkdóma. Gæti það gerst hér eða erum við kannski örðuvísi en Danir? Við getum svo sannarlega margt lært af Dönum og staðreyndum þeirra um öldrykkju. í Danmörku er öldrykkja ekki aðeins vandamál á flölda vinnustaða. Ofneysla bjórs er algeng meðal bama þar í landi og ofdrykkja skólabarna stórfellt vandamál. Við rannsókn sem dansk- ir geðlæknar stóðu fyrir kom í Ijós að ölkær skólaböm 14 ára drekka nú meira en nokkru sinni fyrr. Sér- fræðingar þessir gera af þessum ástæðum ráð fyrir að 10% úr hveij- um aldursflokki muni verða fyrir alvarlegum heilaskemmdum af þess- ari ölneyslu. Tíundi hver unglingur í þessum aldursflokki mun verða fyrir alvarlegum heilaskemmdum af þessari ölneyslu. Það er augljós staðreynd að áfengt öl bætir ekki drykkjusiði þessa eyðilagða unga fólks. Hvað íslensku æskufólki viðkemur spyr ég: Er öruggt að það sé öðruvísi en danskir unglingar? Er áfenga ölið áhættunnar virði? Er ósanngjamt að óska eftir því að þau okkar sem í ölið langar greiði atkvæði gegn löngun sinni ef það mætti verða til þess að einhver hluti íslenskrar æsku hljóti ekki þessi voðaörlög og ástvin- ir komist hjá þeirri þjáningu, kvöl og sorg sem fylgir? En við skulum skoða staðreyndir víðar en frá Danmörku.Á ýmsum vinnustöðum í Þýskalandi fær það fólk hærri laun sem ekki drekkur öl yfír vinnudaginn. Þannig reyna Þjóðveijar að veijast því sem við enn erum laus við. Háskólinn I Hamborg lét í sjö ár rannsaka áfangismagn i blóði manna sem lentu í vinnuslysum þar. Af þeim voru 85% með 1,5% eða meira af áfengi í blóðinu. Gæti þetta gerst hér eða emm við örugg- lega öðruvísi en þetta fólk? Árið 1985 birtu þrír franskir vísindamenn grein um rannsókn sína á áfengisneyslu og skorpulifur. Sú niðurstaða af rannsókn þeirra sem kom hvað mest á óvart er að öl- drykkjumenn virðast í meiri hættu að fá þennan banvæna sjúkdóm en þeir sem neyta víns og sterkra drykkja. Erum við örugg að íslend- ingar séu öðruvísi, að þetta geti ekki einnig gerst hér? í Belgíu eru 95% allra drykkju- Morgunblaðið/Þorkell Birgir Dýrfjörð sjúklinga öldrykkjumenn, þ.e. menn sem drekka helst ekki aðra áfenga drykki en öl, og 66% í Bretlandi. Það er nefnilega þannig að það er uppi sú kenning og búin að vera lengi að alkóhólismi, áfengissýki, komi af því að menn drekki sig ofur- ölvi. Gömlu góðu heiðarlegu íslensku fylliríin séu svo hættuleg. En stað- reyndin er sú að það er sídrykkjan, það er litli daglegi skammturinn sem er langsamlega varasamastur og hættulegastur. Þess vegna eru nið- urstöður Belgíumanna að 95% af ofdrykkjumönnum þar eru öl- drykkjumenn. Sama er í Bretlandi. Þessar staðreyndir frá Belgíu og Bretlandi eru alvarleg viðvþrun til okkar. Og ég spyr. Er áfenga ölið áhættunnar virði? Sala milliöls, sama öls og við erum að fjalla um hér, var leyfð í Svíþjóð 1965. Þeir sem fyrir því börðust þar trúðu því, eins og hv. flm. þessa frv. hér, að áfengt öl drægi úr neyslu sterkra drykkja og breytti drykkjusiðum til batnað- ar. Reynslan varð þveröfug. Ungl- inga- og barnadrykkja jókst gífurlega og sænska þingið bannaði framleiðslu og sölu milliöls af illri reynslu. Getum við treyst því að fs- lendingar séu öðruvísi en Svíar? Ef ekki, er áfenga ölið þá áhættunnar virði? Hefur nokkur íslenskur þm. burði til að axla þá ábyrgð að loka augunum fyrir þessum staðreyndum — ekki kenningum, staðreyndum? Vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð hafa rannsakað afleiðingar sem ég vil kalla árangur af milliölsbanni Svía. Drykkja bama og unglinga i 6.-9. bekk grunn- skóla minnkaði um 20—39%. Er okkur ekki skylt að hafa þessa stað- reynd í huga? Færeyingar leyfðu sölu áfengs öls 1980 á tveim stöðum í Færeyjum. Þeirra reynsla var söm og annarra. Áfengisneysla jókst gífurlega. Finnar leyfðu 1968 sölu á áfengu öli, sams konar og við erum að fjalla um hér. Á sex árum jókst áfengis- neysla þeirra um 146% á öli og sterkum dryklqum. Gæti það gerst hér? Gæti það gerst hér með sam- þykkt þessa frv.? Þeim sem börðust fyrir sölu áfengs öls í Finnlandi gekk það sama. til og flm. okkar frv., þ.e. að draga úr hinni miklu neyslu sterkra drykkja og breyta drykkjusiðum þjóðarinnar til batnaðar. Uppskeran varð harmleikur heillar þjóðar. Emm við öðmvísi en Finnar? Er það ör- uggt? Er okkur' ekki skylt að hafa þessa staðreynd í huga þegar við greiðum atkvæði? f Noregi er reynslan sú sama og þaðan höfum við þær skelfílegu stað- reyndatölur að fjórði hver táningui sem neytir öls leiðist yfír í neyslu á harðari vímuefnum, svo sem hassi. Og I öllum þessum löndum er það reynsla að það er ölviman sem opnar öðmm efnum leíð, svo sem hassi, kók, spitti og hvað það nú er. Yrði það ömgglega öðmvísi hér? Hvaða ábyrgð emm við að axla? Herra forseti. Okkur fínnst áfenga ölið ekki áhættunnar virði, okkur sem þomm ekki að horfa fram hjá staðreyndum um reynslu þeirra þjóða sem reynt hafa að breyta drykkjusiðum til batnaðar með sölu áfengs öls, okkur er ákaflega oft borin á brýn forræðishyggja. Alþingi er löggjafarsamkunda og lög em forræði. Og ég spyr: Hvenær tapar einstaklingurinn tfðast forræði sínu samkvæmt lögum hins háa Alþingis? " Það er þegar hann neytir þess efnis sem hér er um fjallað, áfengis. Ýmsar daglegar athafnir verða sak- næmar, eiðar hans, vitnisburður og samningar ógildir. Ég vék að því í upphafi að ég styð af heilum hug þann tilgang flm. frv. að draga úr hinni miklu neyslu sterkra drykkja og breyta diykkju- siðum þjóðarinnar tíl batnaðar. Ég vék einnig að því að þar sem við hefðum ekki reynslu af sölu á áfengu öli yrðum við að kynna okkur stað- , reyndir um reynslu annarra þjóða, þeirra þjóða sem hafa aðhyllst þau rök sem flm. þessa frv. leggja til gmndvallar fyrir að leyfa sölu áfengs öls. Eftir að hafa kynnt mér þær staðreyndir varðar engu hvort mig langar í bjór eða ekki. Ég rís ekki undir þeirri ábyrgð að gera tíl- raun með það að við íslendingar séum svo mikið öðmvisi en aðrar þjóðir að við losnum við þær hör- mungar sem yfír þær hafa gengið vegna aukins aðgengis að áfengu öli vegna samþykktar sambærilegs frv. við það sem hér liggur frammi, lagt fram í góðri meiningu svo sann- arlega. Herra forseti. Þó tilgangurinn sé talinn góður get ég ekkí greitt þessu frv. atkvæði mitt. Mér finnst svo yfírgnæfandi líkur að það fari fyrir okkur íslendingum á sama veg og hjá þeim þjóðum sem reynt hafa bjórinn. Ég þori ekki að treysta því að við séum öðmvísi en þær og legg því til að frv. verði felit, Upphitaður grasvöll- ur í Borgarnesi Borgarnesi. BORGARNESBÆR hefur samið við Völl hf., sem er nýtt verktaka- fyrirtæki i Borgamesi, um gerð tveggja íþróttavalla í fjörunni við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Samningurinn hljóðar upp á tæpar nítján milljónir sem greiðast með skuldabréfi til sex ára. Að sögn Bjama Johansen, bæjar- tæknifræðings Borgamesbæjar, er þama um 100 þúsund rúmmetra verk að ræða. Gerður verður um 400 metra langur og 8 metra breiður gijótgarður eftir fjömnni í vestur frá íþróttamiðstöðinni að svokölluðum „Settutanga". Innan þessa gijót- garðs verður síðan fyllt upp með sandi og möl. Annar völlurinn verður grasyöllur en hinn verður malarvöll- ur. í grasvöllinn verða lagðar hita- lagnir og hann hitaður upp með afrennsli frá Gmnnskóla Borgamess og íþróttamiðstöðinni. Á þessu svæði sem þama verður byggt upp verður einnig gert ráð fyrir að rúmist fleiri vellir og útisundlaug. Fyrirtækið Völlur hf. á að skila þessu verki fyr- ir 1. júlí á þessu ári. Sagði Bjami Johansen að frágangur hitalagna, grasþökulagning og gerð áhorfenda- svæðis, væri fyrir utan þennan samning við Völl hf. Ennfremur sagði Bjami að gera mætti ráð fyrir því að gamli íþróttavöllurinn i „Neðri Sandvík" yrði lagður niður og það svæði þá tekið til annarra nota. Sagði Bjami að þegar uppbyggingu þess- ara íþróttamannvirkja væri lokið Verktakafyrirtækið Völlur hf. í Borgaraesi byijar framkvæmdir í fjörunni við fþróttamiðstöðina, en þar eiga að koma tveir útivell- ir næsta sumar. Frá undirskrift samnings um íþróttavallargerð i Borgaraesi, talið frá vinstri: Eyjólfur Torfi forseti bæjarstjórnar, Guðmund- ur Ingi Waage framkvæmda- sljóri VaUar hf., Óii Jón Gunnarsson bajarstjóri og Bjarni Johansen bæjartækni-. fræðingur. væri komin góð aðstaða til að halda landsmót eða stór íþróttamót í Borg- amesi. - TKÞ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.