Morgunblaðið - 13.01.1988, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
Canon
Ijósritunarvélar
Hentugar vélarfyrir minni fyrirtæki,
deildir stærri fyrirtækja o.fl.
Ljósritar í fjórum litum báðum megin
á allan pappír og glærur. Mjög skörp
og góð Ijósrit. Viðhaldsfríar vélar. o>
VerA aðeins:
FC-3 36.900- stgr.
FC-5 39.990- stgr.
I<rifvélin hf
Suðurlandsbraut 12, s: 685277
RÆÐUMENNSKA OG
MANNLEG SAMSKIPTI
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn
fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30 á
Sogavegi 69.
Allir velkomnir.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust.
★ Láta í Ijósi skodanir þínar af meiri sannfæring-
arkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu
og viðurkenningu.
★ Talið er að 85% af velgengni þinni séu kom-
in undir því hvernig þér tekst að umgangast
aðra.
★ Starfa af meiri iífskrafti -
heima og á vinnustað.
★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða.
Fjárfesting í menntun
skilar þér arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
STJÖRI\IUI\IARSKOLIIVI\l
c/o Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin*
Bryndís Pálma-
dóttir - Minning
Fædd 1. marz 1897
Dáin 4. janúar 1988
Í dag verður gerð frá Fossvogs-
kirkju útför Bryndísar Pálmadóttur,
sem andaðist á 91. aldursári í
Hjúkrunarheimilinu í Kumbaravogi.
Hún var ekkja Steindórs heitins
Gunnlaugssonar lögfræðings frá
Kiðjabergi, sem var þekktur borg-
ari í Reykjavík og andaðist 17.
marz 1971. Frú Bryndís var glæsi-
leg kona, sem búin var miklum
mannkostum.
Hún hét fullu nafni Sigríður
Bryndís og var fædd á prestssetrinu
að Höfða á Höfðaströnd í Skaga-
fírði, og voru foreldrar hennar séra
Pálmi Þóroddsson og kona hans,
Anna Hólmfn'ður Jónsdóttir. Séra
Pálmi var fæddur 9. nóvember 1862
að Hvassahraunskoti í Hraunum,
dáinn 2. júlí 1955. Foreldrar hans
voru Þóroddur Magnússon frá Ey-
vindarstöðum á Álftanesi, sem síðar
var bóndi í Kothúsum og Skeggja-
stöðum í Garði, og kona hans, Anna
Guðbrandsdóttir bónda í Kothúsum
Þórðarsonar. Ungur að árum þótti
séra Pálmi bera af öðrum ungum
drengjum sökum góðra hæfíleika.
Fyrir atbeina góðra manna var hon-
um veittur ríflegur styrkur úr
Thorkilli-sjóði, en sá sjóður hafði
þann tilgang að veita fátækum og
efnilegum piltum styrk til æðra
náms. Þessi styrkur gerði Pálma
hinum unga kleift að ganga í Lærða
skólann og síðan Prestaskólann, og
lauk hann prófum úr báðum skólum
með lofsamlegum vitnisburði. Hann
lauk prófí í guðfræði 21. ágúst
1885, þá 23 ára að aldri. Hann
gerðist prestur að Felli í Sléttuhlíð
í Skágafírði 1. september 1885 og
hlaut vígslu 6. s.m. Síðan varð hann
prestur að Höfða 1891 vegna sam-
einingar prestakalla og loks varð
hann prestur 1908 á Hofsósi og
gegndi því embætti til 1. júní 1934,
er hann fékk lausn frá embætti.
Þá hafði hann verið í prestsþjón-
ustu 49 ár. Hann átti sæti í sýslu-
nefnd 1900—1928, og fleiri
trúnaðarstörf hafði hann á hendi,
þótt eigi verði rakin hér. Séra Pálmi
var glæsimenni, vel á sig kominn á
velli, hár og beinvaxinn, og fríður
sýnum og svipgóður. Hann þótti
góður ræðumaður og inna prests-
verk öll af hendi með sóma. Þess
skal getið, að séra Pálmi átti eina
systur, Ingibjörgu, sem var gift
Lofti Jónssyni bónda á Mýrum í
Sléttuhlíð. Meðal barna þessara
hjóna voru Jón Loftsson stórkaup-
maður í Reykjavík og Pálmi Lofts-
son forstjóri Skipaútgerðar ríkisins.
Móðir Bryndísar og kona séra
Pálma var Anna Hólmfríður, dóttir
séra Jóns prófasts Hallssonar í
Glaumbæ í Skagafírði og Valgerðar
Sveinsdóttur. Hún ólst upp á heim-
ili föður síns og Jóhönnu Halls-
dóttur konu hans með 10 systkinum
sínum þar, sem upp komust og eru
eftirtalin: Sigurður á Reynisstað,
Stefán verzlunarstjóri á Sauðár-
króki, Ingveldur átti Stefán stúdent
Einarsson í Krossanesi, Jóhanna
Lovísa kona Einars B. Guðmunds-
sonar alþm. á Hraunum, Sesselja
kona séra Isleifs Einarssonar á Stað
í Steingrímsfírði, Þorbjörg óg.,
Sigríður óg., Björg átti Sigurð Pét-
ursson á Hofsstöðum, Stefanía óg.,
María átti Einar stúdent og bók-
haldara Stefánsson. Allt var þetta
myndarfólk og góðum hæfíleikum
gætt. Séra Jón Hallsson var talinn
ríkismaður og héraðshöfðingi, enda
glæsilegur hæfíleikamaður.
Af þessari stuttu frásögn af föð-
ur- og móðurætt Bryndísar Pálma-
dóttur, sem nú er kvödd hinztu
kveðju, er augljóst að hún hefir átt
til gagnmerks hæfíleikafólks og
höfðingja að telja, enda var svipmót
og öli framkoma hennar og þeirra
systkina af því mörkuð.
Á heimili foreldra sinna ólst
Bryndís upp í stórum systkinahópi,
en þau séra Pálmi og frú Anna eign-
uðust alls 11 böm, sem upp komust,
og skulu þau öll talin hér upp í ald-
ursröð: Þorbjörg átti Jóhann Möller
verzlunarstjóra á Sauðárkróki,
Björg Lovísa átti Guðmund Svein-
bjömsson ráðuneytisstjóra í
dómsmálaráðuneytinu, Jón Sigurð-
ur bóndi á Þingeyrum átti Huldu
Á. Stefánsdóttur húsmæðraskóla-
stjóra, Jóhann Marinó verzlunar-
maður ókv., Þóranna átti Pétur
Pétursson kaupmann á Akureyri,
Friðrika Hallfríður átti Vilhelm Er-
lendsson kaupmann á Hofsósi,
Stefán bústjóri á Korpúlfsstöðum
ókv., Jóhanna Lovísa átti Jón H.
ísleifsson verkfræðing í Reykjavík,
Sigrún átti Jón Sigurðsson óðals-
bónda og alþm. á Reynistað, Sigríð-
ur Bryndís, sem hér er minnzt, átti
Steindór Gunnlaugsson lögfræðing,
og Þórður kaupfélagsstjóri síðast í
Borgamesi átti Geirlaugu Jóns-
dóttur frá Bæ á Höfðaströnd. Hann
er nú einn á lífí þeirra systkina.
Geta má nærri, að erfitt hefír
verið flárhagslega að sjá þessum
stóra bamahópi farborða af prests-
launum, sem voru lág á þessum
árum. En þau séra Pálmi og frú
Anna voru hagsýn og dugleg við
búskap, meðan þau höfðu jarð-
næði, og auk þess var séra Pálmi
vanur sjósókn af Suðumesjum og
gat því að nokkru leyti stuðzt við
sjávarafla. En öll þessi böm kom-
ust vel til manns og voru einstak-
lega vel af Guði gerð, vel gefín,
fjölhæf og dugleg, auk þess sem
þau vom rómuð fyrir fríðleik og
glæsimennsku. Þau hlutu öll góða
skólamenntun, eftir því sem þá
tíðkaðist.
Þann 24. maí 1918 giftist
Bryndís Steindóri Gunnlaugssyni
lögfræðingi í Reykjavík, miklum
ágætismanni. Foreldrar hans vom
Gunnlaugur Jón Halldór hreppstjóri
og dbrm. á Kiðjabergi, Þorsteins-
sonar sýslumanns og kanselliráðs á
Kiðjabergi, Jónssonar administrat-
ors á Stóra-Ármóti í Flóa, Jónsson-
ar sýslumanns á Móeiðarhvoli.
Móðir Steindórs og kona Gunnlaugs
á Kiðjabergi var Soffía Skúladóttir
prófasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð
Gíslasonar.
Þau Bryndis og Steindór eignuð-
ust tvö böm, sem em: Anna Soffía,
sem átti Pál Sigurðsson yfírverk-
fræðing og rafmagnseftirlitsstjóra,
sem andaðist fyrir aldur fram 16.
desember 1966; þeirra böm em:
Sigurður matvæla- og lyfjafræðing-
ur og Gunnlaugur Þór kvikmynda-
gerðarmaður. Gunnlaugur Pálmi
forstjóri Dynjanda sf., Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Haraldsdóttur,
og em synir þeirra: Steindór verzl-
unarmaður, kvæntur Hrefnu Njáls-
dóttur, og eiga þau eina dóttur, að
nafni Bryndís Dögg, og Haraldur
Páll nemandi.
Heimili Bryndísar og Steindórs
var alla tíð í Reykjavík. Það var
annálað fyrir myndarskap og mikla
gestrisni. Þangað vom ættingjar
og aðrir vinir hjónanna ætíð vel-
komnir og þeim vel fagnað með
rausnarlegum veitingum og sér-
stakri alúð húsbændanna. Á jóium
og öðmm hátíðum buðu þau jafnan
til sín ættingjum og venzlafólki og
var þar jafnan gott að vera. Vegna
tengsla minna við Bryndísi, þar sem
kona mín var systurdóttir hennar,
naut ég með henni, móður hennar
og systur oft gestrisni á þessu góða
heimili, og hefí ég hugljúfar minn-
ingar frá þeim tíma. Mér er einnig
kunnugt um, að á heimili Bryndísar
og Steindórs dvöldu ættingjar
þeirra beggja oft lengri og skemmri
tíma. Þau hjón vom um þetta og
annað einkar samhent, og var
hjónaband þeirra með ágætum.
Bryndís var fríð kona sýnum,
myndarleg og vel á sig komin á
allan hátt. Hún var mikil húsmóðir
og góð móðir bömum sínum. Hún
var góðum gáfum gædd, listfeng,
og léku hannyrðir og hússtjóm í
höndum hennar. Hún var alla tíð
glaðleg og ljúf í viðmóti og ein-
kenndist mjög af þeirri framkomu
að vilja sýna öðm fólki góðleik og
láta gott af sér leiða.
Af þessum mannkostum Bryndís-
ar leiddi, að hún var hvers manns
hugljúfi og öllum, sem kynntust
henni, þótti vænt um hana. Minn-
ingin um þessa mætu konu mun
lifa í hugum og hjörtum okkar, sem
þekktum hana.
Bömum hennar, bamabömum
og tengdadóttur sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Jóhann Salberg Guðmundsson
Þegar frú Bryndís Pálmadóttir
hefur gengið til hinstu hvílu, á
tíræðisaldri, fer ekki hjá því að
margs sé að minnast. Hún var ekkja
Steindórs Gunnlaugssonar, lög-
fræðings, sem var eitt af svokölluð-
um Kiðjabergssystkinum, og var
hún seinust bama og tengdabama
þeirra hjóna, Soffíu og Gunnlaugs
Þorsteinssonar, sem yfírgefur þenn-
an heim.
Milli þessa fólks vom ávallt mjög
sterk ijölskyldutengsl, og skar
Bryndís sig síður en svo úr í þeim
efnum. Vom miklir kærleikar með
henni og ömmu minni, Soffíu
Skúladóttur, ég tala nú ekki um
milli hennar og móður minnar Guð-
rúnar Gunnlaugsdóttur. Á seinni
ámm leið varla svo dagur, að þær
töluðu ekki saman meðan báðar
lifðu.
Vinátta Bryndísar var ávallt
fölskvalaus og einlæg og minnist
ég nú sérstaklega jólaboða þeirra
hjóna, sem vom heilt ævintýri. Auk
mikilla góðgerða var margt sér til
gamans gert, spilað á spil eða farið
í leiki. Bryndís kunni marga jóla-
leiki og dansa, sem húri kenndi
okkur, svo sem „að vefa vaðmál"
og margt, margt fleira. Nú virðast
þessir jólaleikir að mestu fallnir í
gleymsku og er það miður, því að
þetta var græskulaust fjöískyldu-
gaman.
Steindór, eiginmaður hennar, var
alla tíð mikill hestamaður og átti
ávallt afbragðs hesta. Þau hjón
vom glæsimenni að vallarsýn, og
var til þess tekið í Skagafírði, þeg-
ar Steindór var þar settur sýslu-
maður á árunum 1918—19, hve
sýslumannsfrúin sat vel hest í söðli,
og kölluðu Skagfírðingar þó ekki
allt ömmu sína í þeim efnum.
Bryndís var mjög listræn í eðli
sínu, gerði fallega heimilismuni Og
var sérstaklega myndarleg húsmóð-
ir. Þar var allt í röð og reglu og lék
allt í höndum hennar. Þar var
ávallt gestkvæmt og öllum tekið
af stakri alúð og rausnarskap. Voru
þau hjón mjög samhent í þeim efn-
um.
Að leiðarlokum er bömum henn-
ar, Önnu Soffíu og Gunnlaugi
Pálma, og fjölskyldum þeirra vottuð
samúð, en lengst og best mun vara
minningin um góða og göfuga konu.
Gunnlaugur B. Briem
^BROWNING
veggjatennisvörur
Bikarínn
Skólavörðustíg