Morgunblaðið - 13.01.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 13.01.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 41 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ungn fólki, 16-25 ára, sem ekki hef- ur lögfformlega undanþágu, er skylt að leggja til hliðar 15% af launum sínum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúða- kaupa eða -bygginga. Féð er ávaxtað hjá Innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins. I dag er tæplega tveggja milljarða króna (1.900 rn.kr.) skyldusparnaður — inni- stæða ungs fólks — hjá sjóðnum. Þessir ungu lög- skylduðu sparendur sæta 3,5% vöxtum. Á sama tima býður ríkissjóður 8,5% raun- vexti af ríkisskuldabréfum. Miðað við inneign þeirra er vaxtamunur (vaxtatap) um 95 m.kr. á ári. En „ég mun beita mér fyrir hækkun vaxta á skyldusparnað,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra, á Alþingi fyrir áramótin. I Enginn vafí er á því að skyldu- spamaður ungs fólks hefur í Úölmörgum tilfellum gert gæfu- muninn í frumraun þess í húsnæðismálum. Löggjafínn hefur og greitt spamaðargötu þess að nokkm leyti. Fé það, sem lagt er til hliðar með þessum hætti, hefur verið undanþegið tekjuskatti og útsvari. Sem eign hefiir það verið, að vöxtum með- töldum, skattfrjálst en framtals- skylt. Þetta Iögskyldaða spamaðar- form hefúr á hinn bóginn sætt annarri og mun lakari ávöxtun en ríkið býður öðmm sparend- um, samanber það sem sagt er í upphafí þessa pistils. Lágir vextir á skylduspamað hafa ver- ið réttlættir með framangreindu skattfrelsi. II Hinsvegar gerir staðgreiðslu- kerfí skatta, sem út af fyrir sig er stórt framfaraskref, ekki ráð Ungir sjómenn frá Grindavík fylkja liði við Alþingishúsið í sjómannadeilu í janúarmánuði á síðast- liðnu ári. SKYLDUSPARNAÐUR OG VEXTIR Færri undanþágur — Lægri sparnaðarprósenta fyrir því að ungt fólk njóti áfram þessara skattfríðinda. Þess- vegna var fyrirspum Finns Ingólfssonar (F/Rvk) tímabær, sem hann bar fram við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra, „hvort hún hyggist beita sér fyrir hækkun vaxta á skyldu- spamað til íbúðabygginga þegar staðgreiðslukerfí skatta kemur til framkvæmda um næstu ára- mót“ (nú næstliðin áramót). III í svari ráðherra kom fram að ipnstreymi og útstreymi skyldu- spamaðar hafí nánast jafnast út á næstliðnum árum, þann veg, að skylduspamaðurinn hafí ekki styrkt ij árhagsgrundvöll Byggingarsjóðs ríkisins að ráði síðustu árin. Starfshópur, sem ráðherra skipaði til að skoða ákveðin at- riði varðandi skylduspamað, leggur og til, að undanþágum frá skylduspamaði verði fækk- að. „Tillaga hópsins er sú að einungis verði gerð undanþága til greiðslu skyldusparnaðar: 1) vegpia íbúðakaupa, 2) ef um er að ræða einstæða foreldra sem njóta mæðra- eða feðralauna hjá Tryggingastofnun, 3) vegna andláts. Jafnframt yrði skyldu- spamaðarprósentan ákveðin 8%“ í stað 15%. IV Ráðherra sagði og að þegar skattahagræðing vegna skyldu- spamaðar væri úr sögunni stæðu eftir 3,5% vextir, auk verðtryggingar. Orðrétt sagði ráðherra um ávöxtun skyldu- spamaðar: „Fyrstu níu mánuði yfirstand- andi árs (1987) hefur skyldu- spamaðarreikningur með 3,5% vöxtum gefíð 23,5% ávöxtun. Verðtryggður bundinn reikingur í sex mánuði með 7% vöxtum hefði gefíð 27,2% heildarávöxt- un á sama tímabili... Þar sem bundið er í lögum um Húsnæðisstofnun að vextir af innlánum á skylduspamaðar- reikningi skuli vera þeir sömu og gilda á hveijum tíma um lán úr Byggingarsjóði ríkisins þarf lagabreytingu ef breyta á vöxt- um um nk. áramót. Þar sem stefnt er að því að gera breytingar á fleiri atriðum skylduspamaðar en einungis vaxtaprósentunni, eins og fram hefur komið í mínu máli, og enn hefur ekki unnist tími til þess að taka afstöðu til ýmissa til- lagna í því sambandi, m.a. að leita samráðs við stjómarflokk- ana í því efni, þá tel ég ekki rétt að taka vaxtaprósentuna eina og sér út. úr og leggja nú frumvarp fram til breytinga á henni. Þess í stað steftii ég að því að leggja fram fmmvarp til breytinga á skylduspamaðark- afla húsnæðislaganna fljótlega eftir áramótin. Þeirri fyrirspum, sem hér liggur fyrir um hækkun vaxta og skylduspamaðar, svara ég því játandi. Ég mun beita mér fyrir hækkun vaxta á skylduspamaðinum. Jafnframt tel ég rétt að stefna að því að fækka undanþágum í skyldu- spamaði og lækka skylduspam- aðarprósentuna sem og að tryggja skilvísari innheitu skylduspamaðar, en með til- komu staðgreiðslukerfís skatta opnast nýir möguleikar til virk- ara eftirlits í samvinnu við skattyfírvöld." 5 ÓSKAH IANDI OG Wrtl) GðÐS OG GRrtDUKSÆLS ÁRS Dagatal Verzlunarbankans. Tré og skógar á daga- tali Verzltmarbajikans STJÓRNUN STARFSMANNAFRÆÐSLU 25./. INNRfWNTIL 22.JAN. SÍMI: 621066 STARFSMANNAFRÆÐSLA ER EINN MIKILVÆGASTI ÞÁTTUR REKSTRAR- INS OG ÞARF AÐ SKILA HÁMARKS ÁRANGRI EKKI SÍÐUR EN AÐRIR. Þess vegna þarf hún að lúta öruggri stjórn. Aðferðina lærirðu hér. LEIÐBEINANDI: Randall Fleckenstein M.A. Ed.s. TlMI OG STAÐUR: 25. og 26. jan. kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. DAGATAL Verzlunarbankans er í ár tileinkað trjám og skógum landsins. Hverjum mánuði fylgir ljósmynd af tijátegund sem vex hérlendis, nákvæm teikning af grein viðkomandi trés og lýsing á tegundinni. Myndir og lýsingar eru gerðar með það í huga að menn geti lært af þeim að þekkja trjátegundir í umhverfi sínu. Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri hefur samið tegundarlýsingamar en flestar Ijósmyndimar em eftir Sigurð . Blöndal skógræktarstjóra. Da- gatalið er gefið út í 20 þúsund eintökum. í fréttatilkynningu segir að auk- inn áhugi á náttúmvemd hafi hafi opnað augu manna fyrir mikilvægi þess að rækta tré og skóga, til að græða land og prýða - og einnig til beinna nytja. Verslunarbankinn vilji leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknum áhuga á náttú- mnni og að sá áhugi nái að festa þær rætur í þjóðlífínu að unnt verði að greiða skuld okkar við landið og klæða það aftur þeim búningi sem við höfum svipt það. INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Símanámskeið 18.-20. jan. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunarfélag Islands —- ■ ■ l Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 I T.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.