Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 43 Otrúlegt en satt ________Bækur_______________ Ævar R. Kvaran Nigel Blundell & Roger Boar: Draugar, svipir og dularfull fyr- irbrigði. Þýðandi: Björn Jónsson. Útg. Frjálst framtak, Rvk. Svo ótrúleg eru þau fyrirbæri, sem sagt er frá í þessari bók, að hún hefði þess vegna getað haft að titli fyrirsögn þessarar greinar. Sá sem þetta hripar kannast við ýmis þeirra furðulegu fyrirbæra, sem getið er um í bókinni, en ýms- ir lesenda mundu kalla sumt af því yfímáttúruleg fyrirbæri. En það er sitt af hverju, sem ekki virðist hægt að skýra, en á sér stað engu að síður. Hér segir frá mögnuðum draugagangi bæði til sjós og lands, undrum og ógnum. Höfundum, sem leituðu víða fanga um efnisöflun, kom á óvart hve margt fólk hefur orðið fyrir reynslu, sem erfitt reyn- ist að útskýra með nokkrum sanni. Ég hygg að höfundarnir Blundell og Boar séu enskir og hafa því vafalaust fært sér í nyt skýrslur Breska sálarrannsóknarfélagsins, sem var stofnað 1682 og hefur alla tíð verið stjómað af mikilsvirtum mönnum, oft hálærðum vísinda- mönnum, og hefur gegnum árin safnað feiknamagni af frásögnum, sem rannsakaðar hafa verið af vönduðustu rannsóknarmönnum sem til þess fengust á hveijum tíma. Það er vafalaust skýringin á því, að sá sem þetta hripar kannast við sitt af hverju um efni þessarar bók- ar, því hann hefur margt rannsakað úr skýrslum þessarar frægu bresku stofnunar. Þessari bók er skipt í marga kafla og gefa fyrirsagnir þeirra góðar upplýsingar um það efni, sem hér er fjallað um eða sagt frá. Þessi bók er ekki skrifuð af rannsóknarmönnum sálvísinda og því ekki í henni að fínna neinar skýringar á fyrirbærunum. Hins vegar er bókin prýdd fjölda góðra ljósmynda, sem gefa henni mikið gildi. Þótt undirrituðum þyki sú lé- legust, sem valin hefur verið framaná bókina og er af leikaranum Vincent Price í ótrúlega viðvanings- legu gerfí úr einhverri hryllings- myndinni, sem hann hefur svo miklar mætur á að leika í. Hvað sem því líður er bókin mjög spenn- andi aflestrar; þótt sumt kunni jafnvel að vekja ótta meðal tauga- veikra. En þótt ekki væri nema sumt af því sem hér er sagt frá satt, þá minnir það til dæmis á orð þau sem Shakespeare leggur í munn Hamlets, þegar hann er að tala við vin sinn. Hamlet segir: „Það er fleira á himni og jörðu, Horas, en heimspekina þína dreymir um.“ Að lokum vil ég aðeins bæta því við, að það er vandasamt að þýða bækur um slíkt efni, en það hefur Bjöm Jónsson leyst með sóma. Eins og við var að búast í slíkri bók koma hér fyrir tilfelli, sem á erlend- um bókum eru kennd við þýska orðið Poltergeist, sem ekki fer vel á íslensku og ég hef þýtt með orð- inu ærslandi, því polter á þýsku táknar hávaða en geist þýðir andi. Björn virðist mér sammála um þetta, en þýðir orðið poltergeist öðruvísi en ég, því hann kallar slíka anda skarkára. Morgunblaðið/Þorkell Fjölmenm á átfabrennu- Fáks á Víðivöllum ÁLFAKÓNGUR og álfadrottning ásamt Grýlu, Leppalúða, jólasvein- um, álfum, tröllum og púkum voru á ferð við álfabrennu á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks á Víði- völlum í Reykjavík á laugardaginn. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Víðivöllum og að sögn Fáksmanna fylgdust yfír þúsund manns með álfabrennunni. Um helmingur þeirra kom við í Félagsheimili Fáks og naut veitinga sem kvennadeild félagsins bauð upp á. MS -DOS I 25.1. INNRITUN TIL 22.JAN. SÍMI: 621066 INNRITUNTIL 22.JAN. SÍMI: 621066 ÞU KYNNIST STYRIKERFI EINKATOLV- UNNAR OG MÖGULEIKUM ÞESS. Námskeiðið er gagniegt hverjum þeim sem notar einka- tölvu og mikil þörfer á að a.m.k. einn starfsmaður á hverjum vinnustað hafi þá þekkingu sem hér er boðin. EFNI: Hlutverk stýrikerfa • Innbyggðar skipanir og hjálparforrit • Notkun skipanaskráa • Pípur, síur og té • Skráarkerfi MS-DOS og greinar þess • Stýriforrit fyrir jaðartæki • Uppsetning nýrra forrita • Afritataka og daglegur rekstur. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 25.-28. jan. kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. ORDSNILLD 25.1. HÆTTA A STAFSETNINGARVILLUM OG RITVILLUM HVERFUR NÁNAST EF ÞÚ BEITIR ORÐSNILLD. Orðsnilld (Word Perfect) inniheldur m.a. orðabók með 106.000 íslenskum orðum sem auka má við eftir þörfum notenda. Allar valmyndir og skipanireru á íslensku. EFNI: Skipanir kerfisins • Æfingar í notkun Orðsnilldar • Möguleikar orðasafns • Helstu stýrikerfisskipanir LEIÐBEINANDI: fíagna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TlMI OG STAÐUR: 25.-28. jan. kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. INNRITUN ER AÐ LJÚKA f: Multiplan 18.-21. jan. og Word 18.-21. jan._ ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunarfélag ls[ands TÖLVUSKÓLI i Ánanaustum 15 Simi: 62 10 66 s FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK AÐALFUNDUR Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn miðviku- daginn 13. janúar nk. kl. 21.00 í Átthagasal, Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ræða: Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra. 3. Önnurmál. Stjórnin. flD PIOIVEER Laugavegi 71 II hæó Simi 10770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.