Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 56

Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 56
Þjónusta íþínaþágu 4 JW, ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA ^SsAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ^ 91-27233 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Skipverjarnir á Berg- þóri KE 5 í samtali: „Lokserbátur- inn blés út sáum við lífið koma“ „ÞAÐ var magnað að sjá gúmmí- björgrinarbátinn springa út, þá sáum við lífið aftur,“ sagði Einar Magnússon stýrimaður á Berg- þóri KE 5 i samtali við Morgun- blaðið í gær, en hann var einn þriggja skipveija af fimm sem komust af þegar Bergþór fórst út af Garðskaga síðastliðinn föstudag. Þeir áttu. í mikilli bar- áttu við að opna gúmmíbjörgun- arbátinn, en Magnús Þórarinsson skipstjóri, faðir Einars, og Elvar Þór Jónsson háseti fórust með bátnum. „Ég heyrði hljóð bátsins þegar hann fór niður," segir Einar í við- ^tali á miðopnu blaðsins í dag, „það var ægileg tilfínning. Um síðir tókst mér að draga björgunarbátslínuna á enda, líklega eina 25 metra, og þá loksins opnaðist flaskan í björg- unarbátnum og hann byijaði að blásast upp. Gleðitilfínningin og ópið sem fylgdi er ólýsanlegt. Við vorum vissulega orðnir svartsýnir, því það gekk svo hægt með bátinn, en ég vonaði að hinn björgunarbát- urinn hefði losnað sjálfkrafa eins og hann átti að gera þótt við næð- JH^n ekki að opna hann handvirkt innan úr stýrihúsinu og þá gátu hugsanlega einhveijir okkar komist í þann bát.“ Sjá viðtöl við skipveijana þijá og frétt um sjóprófin á miðopnu. Grétar Róbertsson læknir á slysadeild Borgarspítalans gerir að meiðslum Hildar Björgvinsdóttur i gærkvöldi, en hún hafði dottið á hálku og brotið úlnliðinn. Reykjavík: Hálkan kostar 10-15 úlnliðsbrot á dag Tillögur vegna sprengihættu frá Áburðarverksmiðjunni: Ammoníakið kælt eða verksmiðjan lögð niður STARFSHÓPURá vegum félagsmálaráðuneytisins, sem gera átti til- lögur um úrlausn vandamála vegna ammóníaksgeymis Aburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi, kemst að þeirri niðurstöðu i skýrslu, að komi mikill leki að geyminum eins og hann er nú geti það haft mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér og stefnt lifi starfsmanna og íbúa á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í hættu. Líkur á slíku óhappi eru þó taldar litlar en ekki sé hægt að útiloka að það geti orðið. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti þessar niðurstöður á ríkis- stjórnarfundi í gær og lagði auk þess til að byggður verði nýr kæligeymir og að framfylgt yrði þeim öryggisráðstöfunum sem nauð- synlegar eru. Að öðrum kosti verði verksmiðjan lögð niður, einkum vegna þeirrar hættu sem er samfara staðsetningu hennar. HÁLKAN, sem verið hefur í Reykjavík undanfarna daga, veldur nokkru annríki á slysa- deild Borgarspítalans, þvi þangað flykkist fólk sem hefur brotið bein við fall á hálum ís. í ^t£Lcstum tilfellum er um eldra fólk að ræða og þá aðallega kon- ur. Á degi hveijum þurfa læknar á slysadeild að fást við 10-15 úln- liðsbrot. Stefán Carlsson, læknir á slysa- deild, sagði að síðastliðna viku hefði beinbrotum fjölgað mjög í höfuð- -^rginni, enda hefði þá í fyrsta sinn komið hálka á þessum vetri. „Það er yfirleitt um úlnliðsbrot að ræða, því fólk ber fyrir sig hendur þegar það dettur f hálkunni," sagði Stef- án. „Úlnliðsbrot eru algengust hjá konum á miðjum aldri og þaðan af eldri. Þá er einnig nokkuð um ökklabrot, en þau eru ekki jafn mörg.“ Stefán sagði að annríkið væri mest hjá þeim á morgnana og aftur síðdegis, eða þegar fólk fer til og frá vinnu. Hann hvatti alla til að fara sér hægt í hálkunni og sagði mannbrodda undir skó oft koma að góðum notum. Vinnueftirlit ríkisins sendi, í des- ember árið 1985, félagsmálaráðu- neytinu skýrslu, um mat á hættu sem stafað gæti frá ammóníaks- geymi Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Áðurnefndur starfshópur var síðan skipaður 26. febrúar 1986 af þáverandi félagsmálaráðheiTa. í tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að tekin verði upp kæling á ammoníaki í núverandi geymi verk- smiðjunnar, undirstöður geymisins verði styrktar og tryggt verði að undirstöður glati ekki styrkleika vegna kælingarinnar. Þá er lagt til að gerð verði neyðaráætlun í tengsl- um við Almannavamir ríkisins og að reglubundið eftirlit verði með öll- um búnaði sem notaður er til að landa og flytja ammoníak. Er ríkis- stjómin sammála um að þegar verði að grípa til nauðsynlegra öryggis- ráðstafana í Gufunesi. „Það em mjög litlar líkur á að mikill ammoníaksleki gæti komið að geyminum, en þær em engu að síður fyrir hendi og þvf nauðsynlegt að gera ákveðnar ráðstafanir," sagði Jóhanna Sigurðardóttir við Morgun- NÝ þjóðhagsspá Vinnuveitenda- sambands Islands verður vænt- anlega kynnt í dag og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þar spáð að viðskiptahallinn á árinu 1987 verði nær sex millj- arðar króna. í spánni er enn- fremur gert ráð fyrir að viðskiptahallinn á þessu ári, ár- inu 1988, verði á bilinu 9 til 10 milljarðar króna, þrátt fyrir að miðað sé við minni kaupmátt en á árinu 1987. Hagfræðingar Vinnuveitenda- blaðið í gær. Hún sagðist leggja áherslu á að ef tekin verður ákvörð- un um að kæla núverandi geymi þá sé nauðsynlegt að grípa til allra þeirra öryggisráðstafana sem hægt er til að draga úr þeirri hættu, sem fylgir núverandi ammoníakgeymi meðan á breytingu stendur. Kostnaður vegna kælingar á nú- verandi geymi, auk byggingu öryggishúss er áætlaður um 27 millj- ónir króna en kostnaður við bygg- ingu á nýjum geymi er áætlaður á bilinu 70 til 80 milljónir króna. sambandsins hafa unnið þessa spá. í spá Þjóðhagsstofnunar í febrúar á síðasta ári, eða fyrir tæpu ári, var því spáð að viðskiptahallinn á árinu 1987 yrði tæpur milljarður króna. í þjóðhagsáætlun Þjóðhags- stofnunar sem lögð var fram í október síðastliðnum var spáð að viðskiptahallinn yrði 2,4 milljarðar. Boðað hefur verið til sambands- stjómarfundar VSÍ á föstudaginn kemur þar sem verða til umræðu viðhorfin í efnahags- og launamál- um. Ný þjóðhagsspá VSÍ: ViðskiptahaUinn nær 6 milljarðar 1987

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.