Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Skoðanakönnun Skáís íyrir Stöð 2: Tveir þriðju borgarbúa vilja að ráðhús rísi í skoðanakönnun, sem Skáis vann fyrir Stöð 2, kemur fram, að tæpiega helmingur landsmanna vill að ráðhús verði byggt í 'Reykjavík. Um helmingur þeirra sem eru fylgjandi ráðhúsbygg- ingu vilja að það verði reist við Tjörnina. Stöð 2 greindi frá niðurstöðu reisa við Tjörnina eða annars stað- skoðanakönnunarinnar í frétta- tíma sínum í gærkvöldi. Þar kom fram, að 838 einstaklingar, 18 ára og eldri, voru spurðir hvort þeir væru fylgjandi byggingu ráðhúss við Tjömina. Rætt var við fólk í Reykjavík, á Reykjanesi og í dreif- býli. 34% Reykvíkinga vildu byggja ráðhús við Tjömina, en 33% vildu hafa það annars staðar. Þá vildi tíundi hver borgarbúi ekki ráðhús. íbúar á Reykjanesi voru heldur hlynntari byggingu ráðhúss við Tjömina, en 5% þeirra vildu ekkert ráðhús. Þriðji hver íbúi á Reykjanesi hafði ekki myndað sér skoðun á málinu. í dreifbýlinu er minni áhugi á ráðhúsbyggingu og töldu 44% þar að ráðhús ætti að ar. Ef teknir em allir þeir sem spurðir vora kemur í ljós, að tæp- lega þriðjungur landsmanna vill ráðhús við Tjömina, um fjórðung- ur vildi að það yrði reist annars staðar og flestir hinna höfðu enga skoðun á málinu. í frétt Stöðvar 2 kom einnig fram, að 48 tillögur komu um annan stað fyrir ráðhús en við Tjörnina. Oftast nefndu menn Mið- bæjarskólann, Austurbæjarskól- ann, Hafskipslóðina og hafnar- svæðið. Þá var einnig stungið upp á Amarhvoli, Sambandshúsinu, Kleppi, Útvegsbankahúsinu, Út- varpshúsinu, Landsbókahúsinu og Hótel Borg. Fiskmarkaðirnir í Bretlandi: Verðfall á þorski VERD á ferskum fiski í Bret- landi hefúr faUið verulega frá því í síðustu viku. Meðalverð fyrir þorsk úr gámum í gær var 56,88, en 84,60 í síðustu viku. Meðalverð fyrir þorsk úr skipum í síðustu viku var 75,64. Vaxandi framboð héðan og talsverður afli úr Eystrasalti veldur rnestu um verðlækkun- ina. Framboð á fiski héðan í þessari viku er ekki mjög mikið, en í næstu viku er búízt við því að mjög mikið af fiski fari héðan í gámum. Skýring þess er meðal annars sú, að nokkur frystihús hafa enn ekki hafið vinnslu eftir jólafrí vegna taprekstrar, sem tal- inn er vera taisvert yfír 10% af tekjum. Víðir HF seldi í gær hluta afla síns í Bremerhaven. Hann seldi alls 113 tonn, mest karfa fyrir samtals 8,2 milljónir króna, meðal- verð var 73,08. 45 tonn til viðbótar verða seld í dag. Síðdegis í gær hafði LÍÚ fengið upplýsingar um sölu á 337 tonnum af fiski úr gámum héðan í Bret- landi. Heildarverð var 20 milljónir króna, meðalverð 59,80. Þar af voru 312 tönn af þorski, sem að meðaltali fór á 56,88. í dag Bjöllurnar hræddu þjófa TVEIR þjófar, sem voru á ferli í Reykjavík um helgina, forðuðu sér þegar þjófa- vamakerfi tengd stjórnstöð Securitas fóru af stað. Öðrum þeirra tókst að stela arm- bandsúri, en hinn hvarf tómhentur á braut. Fyrri þjófurinn var á ferð aðfaranótt sunnudags. Hann braut rúðu í giugga hjá gull- smið í Bankastræti, en við það fór þjófavamakerfi í gang. Þjóf- urinn hrifsaði eitt úr úr glugga- num, hljóp á brott og hvarf út í nóttina. Hinn þjófurinn beið ekki fram á nótt með að brjótast inn, því hann fór inn í einbýiishús í borg- inni kl. 20.30 á sunnudagskvöld, en íbúar hússins eru erlendis. Hann fór inn um kjaUaragiugga, en þegar hann ætlaði að litast um gekk hann inn í Ijósgeisla þjófavamakerfis. Þegar kerfið fór í gang hefur þjófurinn forðað sér og hafði hann ekkert upp úr krafsinu. Morgunblaðið/'Bjom BloodaJ Fyrsti Subarubíllinn frá Drammen i Noregi var afhentur í gær. Á myndinni eru Jakob Adolf Traustason innflytjandi, Gunnhildur Ragnarsdóttir eigandi bílsins. Jón Sigurðsson innflytjandi og Margeir Margeirsson innflytjandi. Fyrstu Subarubílarnir frá Drammen fóru á götunaígær Keflavík. FYRSTU Subarubílarnir sem voru flnttir inn frá Drammen i Noregi eru komnir á götuna og þurfa eigendur þeirra ekki að koma með þá til skoðunar hjá bifreiðaeftirlitinu fyrr en árið 1990. Sama regla gildir því fyrir þá og aðra nýja bíla sem eru skráðir hjá bifreiðaeftirlitinu. Fyrsta hítinn fékk Gunnhildur Ragnarsdóttír úr Reykjavík. Hún sagðist ekki óttast að gallar ættu eftir að koma fram í bíinum. Gunnhildur sagðist eiga Su- baru árgerð 1982 sem hún ætlaði að eiga áfram, hún hefði góða reynslu af þessari bifreiðategund og væri viss um að þeir væru alÚr í góðu lagi og þeir þyldu mun meira en þetta. Gunnhildur sagðist hafa fylgst með þessu máli frá upphafL Þrír bflar voru skráðir hjá bif- reiðaeftirtiönu í gær, tveir fóru til Reykjavíkur og þriðji bíllinn fór til Blönduóss. Þeir vora allir skráðir sem árgerð 1987. Jakob Adolf Traustason einn Qórmenn- inganna sem standa að innflutn- ingnum sagði að nú væri búið að selja bróðurpartinn af bílunum. Þeir væru flestir af tegundinni Subara 1800 sem kostaði 595 þúsund og Subaru Sedan sem kostaði 563 þúsund. Nokkrir væra af öðram gerðum og væri verð þeirra mismunandi eftir gerðum. Þegar er búið að flytja inn 91 bfl af þeim 235 sem fjórmenning- arnir keyptu og eru 144 bflar •væntanlegir til Keflavíkur síðar 1 vikunni. Samkvæmt upplýsingum hjá bifreiðaeftirlitinu verður svip- aður háttur hafður á með af-; greiðslu þeirra og nokkrir bílar skoðaðir gaumgæfriega áður l?ii skráning verður leyfð. BB Mokveiöi á loðnunni: 57.000 tonn veidd- ust á fjórum dögum MOKVEIÐI hefur verið á loðnumiðunum undanfarna daga. Frá föstu- dagsmorgni til miðs mánudags tilkynntu skipin 77 sinnum afla samtals um 57.000 tonn. Aflinn í janúar er nú að verða 100.000 tonn, en var enginn á sama tima i fyrra vegna verkfalls. Frá upphafi vertíðar í haust er aflinn þvi órðinn svipaður og á sama tima i fyrra, þó vertíð nú hæfist mun siðar en þá og færri skip hefðu ver- ið að. Alls á eftir að veiða um 500.000 tonn af leyfílegum afla þessarar vertíðar en í fyrravetur tók það flot- ann rúma tvo mánuði að taka það mikið. Vegna hms mikla afla hefur verið skortur á þróarrými á höfnun- um næst miðunum og hafa nokkur skip því siglt til Noregs eða Fær- eyja með aflann. Þar fást um og yfír 3.000 krónur fyrir tonnið. Verksmiðja í Fraserbourg í Skot- landi hefur boðið 3.500 krónur fyrir tonnið, en takmarkaður áhugi er á löndun þar, vegna slæmrar hafnar. Verð hér er mismunandi eftir fjar- lægð verksmiðjanna frá miðunum. Algengasta verðið er í kringum 2.400 krónur en nálgast 3.000 krónumar eftir því, sem fjær dreg- ur miðunum. Jón Finnsson er nú fyrstur skipa að ljúka kvóta sinum, en einhver önnur eru langt komin og má þar meðal annars nefna Börk NK. Sjá lista yfir afla loðnuskipa á bls. 35. Vdior 04 Siurta fyrir tCdflWixi -S Mesíi heiður sem mér hefur verið sýndur 1 Verður ISt-hotefrð i iþróttamið- i í Laugardai lagt niður? BLAD B Vigdís Finnbogadóttir hittir Ronald Reagan FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fer til Banda- ríkjanna 23. þessa mánaðar og mun opna fyrir hönd Norður- landa listiðnaðarsýningu í American Craft Museum í New York 27. janúar. Forsetinn mun hitta Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseta, að máli í Hvíta húsinu 26. janúar. Þessi fundur er að ósk Bandaríltjaforseta. Sýningin i American Craft Museum er haldin á vegum nor- rænu ráðherranefndarinnar og eru þar sýnd verk 35 listamanna frá öllum Norðurlöndunum. Frá íslandi verða á sýningunni verk Ásgerðar Búadóttur, Guðnýjar Magnúsdóttur, Jens Guðjónsson- ar, Jónínu Guðnadóttur, Leifs Breiðfiörð, Rögnu Róbertsdóttur og Steinunnar Þórarinsdóttur. Forseti mun dvelja í nokkra daga erlendis í einkaerindum áður en farið verður til Bandaríkjanna. í fylgd með forseta íslands verður Komelius Sigmundsson, forseta- ritari. Reykjavík: Framsókuarflokkurimi sækir um byggingarlóð Framsóknarfiokkurinn hefúr farið fram á það við borgaryfír- völd að fá úthlutað lóð. Sigurð- ur Geirdal framkvæmdastjóri flokksins segir að núverandi húsnæði flokksins við Nóatún sé óhentugt og því sé áætlað að byggja hús fyrir starfsem- Siguifiur sagði að þegar Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn áttu 50 ára afmæli fyrir um 20 áram hefðu báðir flokkam- ir fengið úthlutað lóðum í Reylgavík. Þá hefði ekki verið hægt að nýta lóðirnar en síðan hefði Alþýðuflokkurinn fengið__ við Laugaveg og byggt þar. Sigurður sagði að það húsnæði sem Framsóknarflokkurinn fékk við Nóatún þegar Hótel Hof við Rauðarárstíg var selt væri mjög óhentugt og því hefði komið til tals í haust að flokkurinn þyrfti að fá sina lóð einnig til að byggja jrfir starfsemi sína. Sigurður sagði að það yrði þó örugglega ekkert stórhýsi og 2-300 fermetrar dygðu. Sigurður sagði að sér vitanlega væri ekki búið að úthluta lóðinni ogeklri væri vitað hvar hún yrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.