Morgunblaðið - 19.01.1988, Page 53

Morgunblaðið - 19.01.1988, Page 53
MORG' INBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 53 Kristín var gæfusöm í einkalífi sínu, eignaðist hún eina dóttur, Þórdísi Toddu, hjúkrunarfræðing, gifta Erlingi Þorsteinssyni, lækni, og tvö mannvænleg og yndisleg barnabörn. Það fór ekki framhjá neinum hið kærleiksríka andrúms- loft er ríkti á heimili þeirra, en hjá þéim bjó Kristín alla tíð eftir að þau stofnuðu sitt heimili. Við hjónin og Bergdís dóttir okk- ar þökkum henni heils hugar fyrir áralánga vináttu og tryggð um leið og við sendum fjölskyldu hennar og vinum innilegustu samúðar- kveðjur. Sigríður og Jón S. Jakobsson. Nú er elsku hjartans amma okk- ar dáin, sem okkur þótti svo óendanlega vænt um. Þessi yndis- lega kona, sem vakti yfir okkur hvenær sem við þurftum á því að halda, kona, sem skildi mann, skildi vandamál unglingsins, unglings, sem var að lifa tíma sem hún hafði lifað lyrir mörgum áratugum, en skildi þau svo vel að það var eins og hún væri nýbúin að ganga í gegnum það sama, fyrir örskammri stundu. Hvemig þetta var hægt, var erfítt að skilja, en svona var næmi hennar ótrúleg á mannlegar tilfinningar. Amma okkar var vel af guði gerð, hún hafði yndislega jafnaðar- lund. Aldrei nokkum tíma munum við eftir því að amma væri ekki í góðu skapi. Það var ekki til í henn- ar hugarheimi að vera ekki í góðu skapi. Alltaf var hún fylgjandi öllum framfömm og nýjungum, sem hún hélt að gætu orðið manninum til bóta og var um leið tilbúin að leggja því málefni lið. Sama var að segja sæi hún einhvem sem átti bágt, þá var hún strax tilbúin að leggja allt sitt honum til handa og gerði það að því marki sem henni var mögu- legt og hefði hver maður getað verið stoltur af þó betur væri stæð- ur. Hún var stórbrotin manneskja og efum við að við komum til með að hitta nokkra stórbrotnari á lífsleiðinni að öllum öðmm ólöstuð- um, hvar sem á það er litið. Hún hafði miklar og góðar gáf- ur, notaði þær vel og hafði þá eiginleika að geta séð hlutina í víðu samhengi, vegið þá og metið frá því sjónarhomi sem gaf þeim sem farsælasta lausn. Mikla unun hafði hún af því sem við kom mönnum og málleysingjum og mátti hvergi auma sál sjá. Þótt viðkomandi væri víðs fjarri varð hún ekki róleg fyrr en hún hafði lagt hönd á plóginn honum til hjálpar þó um langan veg væri að fara. Ömmu okkar óskum við guðs blessunar og alls þess besta sem hægt er að húgsa sér og hlökkum til að sjá hana þegar okkar tími er kominn. Við þökkum henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur í gegnum þá yndislegu tíð sem við höfum átt með henni og ekki verður þökkuð með orðum. Guð vaki yfir elsku ömmu okkar alla tíð. Þorsteinn og Guðrún Kristín Bíömmtofa FriÖfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Ingibjörg Daða- dóttir Kveðjuorð Fæddl7.maíl884 Dáin 30. desember 1987 Ég vil með nokkrum orðum minnast Ingibjargar Daðadóttur, Stykkishólmi, mætrar konu og frænku minnar. Hún var fædd að Dröngum á Skógarströnd 17. maí 1884 og því 103 ára er hún lést 30. desember sl. Foreldrar Ingi- bjargar voru María Andrésdóttir, systir skáldkvennanna Ólínu og Herdísar og Daði Daníelsson, en þau áttu alls 15 börn. Böm þeirra urðu mjög langlíf. Ég var samtíða Ingibjörgu í Stykkishólmi og manni hennar, Sigurði Magnússyni hrepp- stjóra. Þau samskipti voru mér mikils virði og blessa ég þau. Alltaf kom Ingibjörg þannig fram að eftir var tekið hennar prúðmennsku og elskulegheitum og mörgum yljaði hún um hjartarætur með nærveru sinni. Hún hafði góð áhrif á um- hverfið. Þetta em mínar minningar og þakkarefni. Það geta sjálfsagt fleiri undirstrikað. Ég vil minnast þessarar mann- kostakonu og þakka þá sólargeisla sem hún færði á götu mína. Guð blessi hana eiljflega. Árni Ketilbjarnar t ARNÓR STEINASON, Narfastöðum, andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi þ. 16. þessa mánaðar. Útför hans fer fram á Leirá, laugardaginn 23. þessa mánaðar kl. 14.30. Aðstandendur.' t Móðir mín, GUÐRÍÐUR SIGURBORG FINNSDÓTTIR, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 17. janúar. Garðar Kjartansson. t SIGURÐUR ÓLASON hæstaréttarlögmaður, lést í Borgarspitalanum aðfaranótt 18. janúar. Aðstandendur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Áhersla lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð með tvö- földu línubili. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mamom/Gmíi Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður + Eiginmaður minn, HELGI FINNLAUGSSON, Lambhaga 10, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju miðvikudaginn 20. janúar kl. 13.30. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 sama dag. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeir, sem vilja minnast hins látna, eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Fyrir hönd barna og annarra vandarrianna, Ragnhildur Benediktsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Ásvallagötu 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. janúar kl. 13.30. Ásdís B. Óskarsdóttir, Gísli Jónsson, Jón Kr. Óskarsson, Sigurborg H. Magnúsdóttir, barnabörn oy barnabarnabörn. + v GUÐJÓN JÓNSSON bóndi, Árnanesi, verður jarðsunginn miðvikudaginn 20. janúar kl. 14.00 frá Bjarnar- neskirkju. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guttormur Rafnkelsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS HELGASONAR, Höfðabrekku 16, Húsavik. Helga Ingólfsdóttír, Skúli Skúlason, Guðrún Ingólfsdóttir, Þorbjörg Ingólfsdóttir, Guðmundur Steinsson, Halldór Ingólfsson, Guðrún Þorgrimsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ■* + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elskulegrar dóttur okkar og systur, ÞÓRUNNAR HJÖRDÍSAR GESTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir faerum við konum úr systrafélagi Víðistaðasóknar fyrir ómetanlega hjálp og Kór Víðistaöasóknar fyrir góðan söng og hluttekningu. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Benjamínsdóttir, Gestur Guðjónsson og systkini. + Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SIGURLÍNU JÓNSDÓTTUR, Kirkjubraut 7, Akranesi. Sigurlaug Sigurðardóttir, Vilhelmína Elísdóttir, Benedikt Sigurðsson, Heiðrún Þorgeirsdóttir, Helgi Sigurðsson, Arný Kristjánsdóttir, Sigrún Rafnsdóttir, Einar Guðíeifsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BRYNDÍSAR PÁLMADÓTTUR. Anna Soffía Steindórsdóttir, Gunnlaugur P. Steindórsson, Guðrún Haraldsdóttir, Sigurður Pálsson, Gunnlaugur Þór Pálsson, Steindór Gunnlaugsson, Hrefna Njáisdóttir, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Bryndís Dögg Steindórsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og útför GUÐNA SKÚLASONAR, Grýtubakka 20. Herdís Karlsdóttir. <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.