Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 33 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Sterk staða Reykjavíkurborgar Fjárhagsáætíun Reykjavík- urborgar fyrir líðandi ár ber öll merki traustrar og far- sællar fjármálastjómar. Rekstrarafgangur borgarinnar, samkvæmt fmmvarpinu, fer langleiðina í tvö þúsund milljón- ir króna. Þessi niðurstaða gerir stjómendum borgarinnar kleift að bæta enn þjónustu og halda áfram alhliða uppbyggingu, án þess að hækka álögur eða auka á skuldir með sama hætti og gerzt hefur í ríkisbúskapnum og hjá allmörgum sveitarfélög- um. Þeir framkvæmdaþættir, sem setja svip á nýbyijað ár hjá borginni, eiga ekki sízt rætur í vexti hennar og nýjum borgarhverfum, sem kalla á margvíslegar samfélagslegar framkvæmdir. Reykjavík- urborg hefur vaxið á síðast liðnum sex ámm sem svarar til íbúa í þriðja stærsta kaupstað landsins, eftir nokkra stöðnun árin þar á undan. Börnum fækkaði i borginni fyrir þetta vaxtarskeið, en fjölgar nú að meðaltali um 350 á ári. Reykjavíkurborg hefur og hærra hlutfall aldraðra en önn- úr byggðarlög, máske vegna þess, að hér er betur búið að öldruðum en víðast annars stað- ar. Það kemur því engum á óvart að helztu framkvæmdir em meðal annars á sviði skóla- bygginga, gatnagerðar, félags- mála og íþrótta, dagheimila, öldmnarmála og heilbrigðis- þjónustu. Framkvæmdir borgarinnar spanna og víðtækara svið. Með- al annars mestu virkjunarfram- kvæmd, sem unnið er að í landinu, virkjunina að Nesja- völlum, sem á að tryggja íbúum höfuðborgarsvæðisins heitt vatn um fyrirsjánlega framtíð. Nefna má og Borgarleikhús, sem tekið verður í notkun á næsta ári, framlag til bygging- ar borgarráðhúss, framlag til kaupa á leiguíbúðum og til verkamannabústaða, og fram- lög til að mæta brýnni þörf fyrir aukin bílastæði, einkum í miðborginni. Síðast en ekki sízt skal nefnt stóraukið framlag til umhverfismála. Það vegur þyngst útivistarsvæðið í Laug- ardal, fyrirhuguð hús á tjald- svæðinu, framhald átaks við að hreinsa fjörur í borgarlandinu, auk fjárveitinga til leikvalla- gerðar og ræktunarverkefna. Helztu fyrirtæki borgarinn- ar, hitaveita, rafmagnsveita, vatnsveita og hafnarsjóður, standa og vel. Af 1.748 m.kr. ráðgerðum telqum hitaveitu ganga 1.278 m.kr. til fram- kvæmda, meðal annars til Nesjavallaveitu og aukningar dreifíkerfís. Framkvæmda- og fjárfestingarkostnaður raf- magnsveitunnar verður um 397 m.kr. Sérstaka athygli vekur að rafmagnsveitan hefur greitt upp erlend lán, þrátt fyrir lækk- un raunverðs raforku. Staða vatnsveitu og hafnarsjóðs er og góð. Meðgjöf borgarsjóðs með Strætisvögnum Reykjavíkur 1988 verður hinsvegar um 246 m.kr., en SVR hafa átt í vök að verjast vegna fækkunar far- þega á sama tíma og þjónustu- svæðið stækkar. Fjárhagsáætlunin ber vitni um trausta fjármálastjóm, mik- inn framkvæmdavilja og sterka fjárhagsstöðu bprgarinnar. Davíð Oddsson, borgarstjóri, kvað engu að síður rétt að hafa allan fyrirvara á útgjaldaáætl- unum vegna mikillar óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Orðrétt sagði borgarstjóri þeg- ar hann mælti fyrir fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar 1988: „Samandregin er niðurstað- an sú, að fjárhagsáætlun þessi einkennist af framkvæmdavilja borgaryfírvalda og framkvæm- dagetu, án þess að gengið sé úr hófi fram, og án þess fjár- festingu þurfí að fjármagna með stórfelldum lántökum, eins og hefur gerzt hjá ríkinu og allmörgum sveitarfélögum, bæði hérlendis og eins í höfuð- borgum Norðurlandanna, svo þekkt dæmi séu nefnd. Borgin hefur verið í mikilli framfarasókn á undanförnum árum. Borgarbúar hafa orðið þess varir, að borgin þeirra er að taka stakkaskiptum, verða myndarlegri, geðfelldari og feg- urri en áður. Þessi fjárhags- áætlun er enn ein varðan á þeirri leið. “ Stafsetning í grunnskólum: Stúlkur í Reykjavík bestar, vestfirskir drengir lakastir Tíð kennaraskipti á Vestflörðum helsta orsökin? tleÖQlviIlufjoldi í 6. og 8. bekk eftir kynjum Ky n ÁBERANDI munur er á milli kynja og landshluta í stafsetning- arkunnáttu, samkvæmt könnun sem Guðni Olgeirsson, náms- stjóri i íslensku, hefur gert á stafsetningu barna i 6. og 8. bekk grunnskóla. Nemendur sýna mikla framíor frá 6. bekk til 8. bekkjar, en drengir í 8. bekk sýna álíka mikla færni i stafsetn- ingu og stúlkur í 6. bekk. Reykvíkingar eru betur að sér í stafsetningu en nemendur úti á landi, en Vestfirðingar koma verst út úr þessum samanburði. Á Vestfíörðum eru kennaraskipti tíðari en annars staðar á landinu, en reykvískir nemendur búa við mestan stöðugleika í þessu sam- bandi, og telur Guðni það vera hugsanlegt að samband sé á milli tíðra kennaraskipta og lélegs árangurs í stafsetningu. Þetta kom fram í erindi sem Guðni hélt á ráðstefnu um rann- sóknir á móðurmáli í skólastarfi, sem haldin var í Borgartúni 6 á föstudaginn og laugardaginn sl. Tíð kennaraskipti, lélegur árangnur í erindi sínu skýrði Guðni frá rannsóknum á árangri 7821 nem- anda í öllum fræðsluumdæmum á samræmdu stafsetningarprófi í október 1986. Meðalvillufjöldi í 117 orða stíl er 19,80 orð hjá nemendum í 6. bekk, en 12,89 hjá nemendum í 8. bekk. Eins og áður sagði er árangur stúlkna á stafsetningar- prófínu áberandi betri en árangur pilta, og eykst munurinn hlutfalls- lega á milli bekkja. Þegar árangur nemenda eftir landshlutum er bor- inn saman kemur einnig greinilegur mismunur í ljós, þannig að nemend- ur í Reykjavík gera færri villur en jafnaldrar þeirra annarsstaðar á landinu. Guðni sagði það ekki vera auð- velt að fínna einfaldar skýringar á þessu misræmi milli landshluta, en það væri þó mjög athyglisvert að hlutfall nemenda með nýjan kenn- ara er einna hæst þar sem árangur í stafsetningu er lakastur. Þannig hafa nær 70% vestfírskra barna í þessum tveimur bekkjum fengið nýjan kennara í byijun skólaársins, en aðeins rétt rúm 20% reykvískra bama. Þá er hlutfall bama á Suð- urlandi með nýjan kennara mjög hátt, en þar er villutíðni á prófínu næsthæst á landinu. Þó að þessar tölur sanni ef til vill ekki að beint samband sé þama á milli, þá vekja þær upp þá spumingu hvort ör kennaraskipti geti haft neikvæð áhrif á nám barna. Þá er hæsta hlutfallið af réttindalausum kennur- um yfirleitt þar sem kennaraskipti em tíðust. Skiptir Qöldi kennslu- stunda ekki máli? Það vekur athygli að ekki virðist vera skýrt samband á milli fíölda kennslustunda og árangurs í staf- setningu - böm sem höfðu aðeins eina kennslustund á viku í stafsetn- ingu gerðu aðeins um 15% fleiri villur en þau sem höfðu 2 kennslu- stundir á viku. Þá er næstbesti árangur á landinu á Norðurlandi eystra, þar sem fæst börn ná tveim- ur kennslustundum í stafsetningu á viku. í fyrirlestri sínum varpaði Guðni fram þeirri spurningu hvort þetta sýndi að stafsetningarkennsl- an nýttist ekki nógu vel. Þá eru greinileg tengsl á milli gæðar skriftar og árangurs í staf- setningarprófinu. Þeir nemendur sem em með læsilega og áferðarfal- lega skrift - langflestir stúlkur - standa sig aberandi betur en hinir. Ekki liggja fyrir neinar fann- sóknir á því hvort réttritun og íslenskukunnáttu nemenda fer al- mennt batnandi eða "hrakandi, en Ijóst er að nemendum fer mikið fram á tímabilinu frá 6. bekk til 8. bekkjar. Ekki hafa heldur verið gerðar ítarlegar rannsóknir á íslenskukunnáttu framhaldsskóla- nema, en Baldur Hafstað, M.A., hefur gert athugun á ástandi íslenskukennslu í framhaldsskólum á vegum Menntamálaráðuneytisins, og gerði hann grein fyrir niðurstöð- um sínum í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni. Skrifa meira á dönsku og ensku en íslensku Baldur byggir niðurstöður sínar einkum á samtölum við kennara og skólastjómendur. Hann sagði að nemendur fengju gott yfiriit yfir íslenskar bókmenntir, en á flestum öðrum sviðum íslenskukennslu væri úrbóta þörf. Stafsetning væri of einangruð í kennslunni, ekki hefði tekist að glæða áhuga nemenda á málfræði, og ritgerðasmíð virtist ekki vera undir nógu góðu eftirliti kennara. Baldur sagði að grunn- skólanum væri hér að nokkru um að kenna, en Guðni Olgeirsson, námsstjóri í íslensku, hefði bent á Morgunblaðið/Ámi Sæberg Birgir Isleifúr Gunnarsson, menntamálaráðherra, setti ráð- stefnu Rannsóknastofiiunar uppeldismála um rannsóknir á móðurmáli í skólastarfi á föstu- daginn sl. að nemendur grunnskóla skrifuðu meira á ensku og dönsku en íslensku í úndirbúningi fyrir sam- ræmd próf grunnskóla. Þá skorti mjög á að nóg væri kennt í framsögu á mæltu máli, til dæmis væri ljóðalestri mjög lítið sinnt, og kvartanir heyrðust um að nemendur hefðu ekki brageyra. Hann sagði að íslenskukennsla væri allt of mikið sundurgreind, og Meðal vi I luf jöldi í 6. og 8. bekk ■ 6. bíkkur □ 8. bekkur Reykjavík Reykjanes Vesturlarid Vestfirfcir Moríurl.v. NorSurl.ey. Austurland Suturland frœlsluumdœmi * Hlutfall nemenda með nýjan kennara Frœfisluumdaími á vantaði að tengja hinar mismun- andi greinar íslenskunnar saman í eina heild. Óaðlaðandi námsbækur Baldur taldi upp þær tillögur sem hann hefur gert um úrbætur í íslenskukennslu, en þær eru m.a.: að auka íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum um nálægt einn tíma á viku, að kennarar, aðr- ir en íslenskukennarar, fái einhveija þjálfun í atriðum sem tengjast móð- urmálinu, að takmarka hópastærð í kennslustofum og að auka íslenskukennslu í almennu kennar- anámi við Kennaraháskóla Islands. Þá væri mikill skortur á heppilegu námsefni í íslensku, en það „væri ótrúlegt hvað sumar kennslubækur gætu verið óaðlaðandi", og kennar- ar erlendra tungumála hefðu yfir- leitt miklu betri kennslugögn. Ný gerð sjálfVirkra neyðarbauja Skyldubúnaður í mörg- um nágrannalöndum Reglugerð í undirbúningi hérlendis Slysavarnafélag íslands próf- aði á laugardaginn í samvinnu við Landhelgisgæsluna, Póst og síma og Siglingamálastofnun og Flugmálastjórn sjálfvirka neyð- arbauju fyrir skip, sem sendir geisla um gervihnött til jarð- stöðvar og nota má til að stað- setja skip með fljótum og öruggum hætti. Ekki á að skeika I meira en 1000 metrum á staðar- ákvörðuninni. Nefnd vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um radíóbúnað i islenskum skipum og er reiknað með að mælt verði með að þessar baujur verði gerð- ar að skyldubúnaði hérlendis á næstu misserum en þær hafa óðum verið að ryðja sér til rúms í nágrennalöndunum. Til dæmis hafa Bretar og Norðmenn þegar lögleitt þær og á þessu ári verða þær skyldaðar um borð í skipum stærri en 12 metrar í Kanada og Bandaríkjunum. Baujan er fest á brúaiþak skipa en losnar og flýtur upp við fjögurra - metra dýpi og sendir frá sér merki á tveimur tíðnisviðum, annars vegar á neyðartíðni flugvéla á 121,6 mHz og hins vegar á 406 mHz. Þetta neyðarmerkjakerfí er hluti af Cosp- as/Sarsat gervihnattaneti sem er rekið sameiginlega af Bandaríkja- mönnum, Sovétmönnum, Kanada- mönnum og Frökkum. Aljóða siglingamálastofnunin hefur ákveð- ið að frá og með árinu 1991 skuli baujur af þessari gerð vera skyldu- búnaður um borð í skipum. Nokkrar þjóðir, þeirra á meðal Bretar- og Norðmenn, hafa þegar lögleitt þess- ar baujur um borð í sínum skipum. Nýleg íslensk skip smíðuð í Noregi, til dæmis Sjóli og Pétur Jónsson, eru búin baujunum og einnig nokk- ur kaupskip sem íslensk skipafélög hafa á leigu erlendis frá. Að sögn Þórðar Þórðarsonar hjá Siglingamálastofnun rkisins munu Kanada- og Bandaríkjamenn á þessi ári lögleiða þennan búnað í ölium skipum stærri en 12 metrar. Þórður sagði að nefnd ynni nú að endurskoðun reglugerðar um radíó- búnað í skipum og kvaðst hann reikna með að tillögur hennar liggi fyrir fljótlega og að í þeim verði mælt með að þessi búnaður verði skyldaður hérlendis. Hálfdán Henrýsson hjá Slysa- vamarfélagi íslands sagði að æfíngin hefði tekist vel og baujan uppfyllt þær vonir sem við hana voru bundnar. Henni var sökkt norður af Gróttu en steig upp á yfírborðið við fjögurra metra dýpi eins og ráð var fyrir gert. Þyrla Landhelgisgæslunnarvar skammt undan og kannaði möguleika til miðunar og bátar SVFÍ, Jón E. Bergsveinsson og Gísli Johnsen, voru einnig notaðir við athugunina. Jón Bergsveinsson miðaði merkið út í 7 mílna íjarlægð, en flugvél Flugmálastjómar í 20 mílna fíar- lægð í 2000 feta hæð. Jarðstöð Cospas/Sarsat í Toulouse í Frakkl- andi náði merkjum frá baujunni 20 mínútum eftir að henni var sökkt en sú stöð var notuð til aðstoðar við þessa æfíngu. Þegar kerfið verð- ur orðið útbreitt er hins vegar reiknað með að stöðin í Tromsö og björgunarstöðin í Bodö sjái um þjónustu við strendur íslands. Morgunblaðid/Emilía Hálfdán Henrýsson deildarstjóri fijá Slysavarnarfélagi íslands heldur á neyðarbauju eins og þeirri sem prófúð var út af Gróttu á laugardag. Á borðinu sést hylkið sem baujan er geymd í. Það er upphitað og ver baujuna gegn ísingu. Hálfdán kvaðst áætla að bauja sem þessi kosti frá 50-70 þúsund krónur og að hún entist viðhaldslítið allt að tíu árum. mmL Landsbanki íslands: Fyrsta fyrirtækið tengt tölvu bankans árið 1985 NOKKUR fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Landsbanka ís- lands eru nú tengd tölvu bankans i gegnum símalínu. Fyrsta fyrir- tækið var tengt tölvunni í ágúst 1985, en það var Tollvörugeymsl- an hf. Síðastliðið haust var fyrirtækið Einar J. Skúlason hf. tengt og síðan hafa nokkur fyrir- tæki bæst við. Hekla hf. sem tengdist tölvu Búnaðarbanka ís- lands á dögunum er því ekki fyrst íslenskra fyrirtækja til að notfæra sér slíka þjónustu eins og kom fram í frétt Morgun- blaðsins á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá bönkunum hafa aðeins þessir tveir bankar, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, tekið upp þessa þjónustu. Brynjólftir Helgason fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Lands- banka íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að þau fyrirtæki sem nú væru tengd tölvu Landsbankans gætu séð yfirlit yfir daglegar inn- borganir inn á tékkareikninga sína, og innborganir inn á gíróreikninga. Einnig geta þeir séð yfírlit yfir sparisjóðsbækur og erlenda gjald- eyrisreikninga, stöðu á viðskipta- mannareikningi þeirra við bankann, t.d. stöðu inn- og útlána, gengis- skráningu dagsins og eldri gengis- skráningar. Þau hefðu einnig aðgang að útreikniforriti fyrir víxla og skuldabréf, ýmsum almennum upplýsingum, svo sem töflum yfír vísitölur o.fl. Þessi fyrirtæki tengjast tölvu Landsbankans í Reiknisstofu bank- anna í gegnum beina símalínu. Brynjólfur sagði að það væri mjög dýrt, en í framtíðinni væri fyrir- hugað að nota mótald, þannig að hvert fyrirtæki þyrfti ekki að hafa sérstaka símalínu tengda tölvunni. „Við erum að fikra okkur áfram með þetta og á næstu mánuðum verða nokkur fyrirtæki til viðbótar tengd tölvunni," sagði hann. „Þegar fleiri tengjast tölvunni, til dæmis einstaklingar, verður að leggja mikla áherslu á að tryggja öryggi notendanna eftir föngum.“ Hjá Utvegsbankanum, Verslun- arbankanum, Iðnaðarbankanum og Alþýðubankanum fengust þær upp- lýsingar að verið væri að athuga þessi mál. Ekki fengust upplýsingar um það hjá Iðnaðarbankanum hve- nær hugsanlegt væri að viðskipti í gegnum tölvu yrðu tekin upp. Hjá hinum bönkunum þremur verður það ekki gert í náinni framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.