Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 13 Sænsk spítalasaga Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson P. C. Jersild: BABELSHÚS. Skáldsaga. Þórarinn Guðnason íslenskaði. Svart á hvítu 1987. Fremst í Babelshúsi er athuga- semd frá höfundinum, P. C. Jersild: „Ókleift er að gefa alhliða og nákvæma en um leið blæbrigðaríka mynd af stórsjúkrahúsi. Ég notfæri mér viðurkenndan rétt skáldsög- unnár til að nálgast viðfangsefnið á huglægan hátt. Af þeim sökum er vert að hafa einnig í huga aðrar lýsingar á sænskri sjúkraþjónustu." Jersild freistar þess engu að siður að gefa slíka mynd og þótt honum takist það vitanlega ekki kemur hann furðu víða við í Babelshúsi. Babelshús kom út í Svíþjóð 1978. Heimildaskáldsögur og skáldsögur byggðar á hvers kyns félagslegum könnunum höfðu þá verið áberandi um sinn, en um þetta leyti var sú stefna að fjara út. Það er dæmigert fyrir skáldsögur af þessu tagi að þær byrja stundum líkt og ritgerð. Læknirinn P. C. Jersild gæti alveg eins verið að skrifa inngang læknisfræðilegrar ritgerðar í því upphafi Babelshúss sem hann kallar Yfirlit: „í Svíþjóð deyja á hveiju ári níutíu þúsund manns eða þar um bil. Flestum verða að aldurtila sjúkdómar í hjarta eða æðum; nánar tiltekið heilablæðing, kransæðastífla eða önnur mein sem stafa af biluðum slagæðum." Ekki tekur betra við þegar hin eiginlega skáldsaga hefst, fyrri hluti hennar sem nefnist Fyrri leg- an. Ritgerðarformið er höfundinum áfram hugleikið: „Svæðið sem Enskede-sjúkrahúsið þjónaði náði í megindráttum yfir norðvesturhlut- ann af Suður-Stokkhólmi. Stærð og gerð húsa í þessum hluta borgar- innar var með ýmsu móti — nokkur nýleg háhýsasvæði, einnig allstórt hverfí einbýlishúsa frá því um 1930; byggingar vegna iðnaðar, ennfrem- ur hafnarmannvirki, umferðarmið- stöðvar og sýningasvæði.“ í Babelshúsi eru veikindi gamals manns, Primusar Svensson, þunga- miðjan. Primus fær hjartaáfall og er fluttur á Enskede-sjúkrahúsið. En þótt Primusar sé víða getið í Babelshúsi kynnist lesandinn fleira fólki, sumu allnáið, öðru lítillega. Skáldsagan er hópsaga, þ.e.a.s. hún lýsir í senn örlögum og dregur upp myndir úr lífi fjölda fólks þar sem erfitt reynist á köflum að greina aðalpersónur frá aukapersónum. Þannig getur sagan komið fyrir sjónir sem brotakennd og jafnvel ómarkviss á stöku stað, en tilgang- urinn er sá sem vitnað er til í upphafi, að gefa sem trúverðugasta mynd af stórsjúkrahúsi. A sjúkrahúsi vinna margir og þeir eru ólíkir um margt. Ýmsar ástæður valda því að þeir hafa val- ið sér sjúkrahúsið sem vinnustað. Margir hafa lært þau störf sem unnin eru á sjúkrahúsi eða eru tengdir heilbrigðisþjónustu með ein- hverjum hætti. Aðrir eru þar bara vegna þess að þá vantar atvinnu og á sjúkrahúsi er starfsvettvangur- inn fjölbreyttur. Sjúkrahúsið er því eins konar spegilmynd samfélagsins og mótast af þeim félagslegu við- horfum sem ríkja hveiju sinni hjá þeim sem fara með völd. Um sjúkl- ingana gildir að þeir ákveða fæstir dvöl sína á sjúkrahúsi. P. C. Jersild hefur margt að at- huga við hina ómennsku hlið stórsjúkrahússins og skáldsaga hans er eflaust skrifuð til að vera víti til vamaðar, ýta við þeim sem ráða ferðinni. En eins og góðum skáldsagnahöfundi sæmir gerir hann persónur sínar ekki að tómum yfirborðsmanneskjum. Hann leitar inn fýrir skelina og hikar ekki við að sýna lesandanum að læknar og hjúkmnarfólk eiga líka sitt einkalíf. Astarævintýri læknisins Gustafs og læknanemans Martínu verður sann- ferðugt í lýsingu Jersilds og í miklum fjarska frá hinum kunna læknaróman sem nýtur víst vin- sælda enn. Við kynnumst þessu fólki vel. Sama er að segja um hinn drykkfellda sölumann, Bemt, son Primusar Svensson. Ég býst aftur P. C. Jersild EOF á móti við því að lesendum þyki persónusafnið í fjiilbreyttara lagi og ekki auðvelt að átta sig á því. Skáldsagan er stundum eins og að koma inn á spítala í fyrsta sinn og hafa farið inn um rangar dyr. Eigi skáldsögur fyrst og fremst að vekja til umhugsunar um sam- félagsvanda er Babelshús vel heppnuð skáldsaga. Hópsöguað- ferðin veldur því að persónumar verða margar óskýrar, en þær sem alúð er íögð við minnisstæðar. Þýðing Þórarins Guðnasonar er læsileg og vandað hefur verið til hennar. Sumt kann undirritaður lesandi ekki við, til dæmis orðið „brostfeldugir" um æðaveggi þótt hér sé kannski læknamál á ferð. Ekki kann ég því heldur vel að tal- að sé um að sjúkrabílar „lendi", það á betur við um sjúkraflugvélar. Slíkum sparðatíningi mætti halda áfram. Séníið á gæruskinninu Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Þórbergnr Þórðarson: MITT RÓMANTÍSKA ÆÐI. Úr dagbókum, bréfiim og öðrum óprentuðum ritsmíðum frá árun- um 1918-1929. Helgi M. Sigurðs- son bjó til prentunar. Mál og menning 1987. Alltaf orkar tvímælis hvort allt æviverk rithöfunda eigi erindi á prent, ekki síst efni sem þeir hafa ekki lagt neina áherslu á sjálfir að gefa út í bókum. Mitt rómantíska æði eftir Þórberg Þórðarson er samtíningur úr dagbókum, bréfum og ýmsu öðru sem höfundurinn lét eftir sig. Gallinn við bókina er fyrst og fremst sá að hér er á ferð efni sem lesendur Þórbergs þekkja að miklu leyti úr öðrum bókum og sumt er fjarska veigalítið. Kostur aftur á móti sá að víða er bókin skemmtileg aflestrar og á stöku stað er Þórbergur í essinu sínu, rit- leiknin í algleymingi. Það er til dæmis gaman að fylgj- ast með Þórbergi á ferðalögum um landið, hvort sem hann er á slóðum sinnar heittelskuðu í Hrútafirði eða hjá Vilmundi á ísafirði. Sama er að segja um utanlandsferðir sem hann lýsir með sínum hætti í bréf- um. Bréf til Vilmundar (18. janúar 1925) er með því hressilegasta og forvitnilegasta í bókinni. í þessu bréfi segir hann frá láti Jóns Skúla- sonar Thoroddsens, viðtökum Bréfs til Láru og Stefáni frá Hvítadal um það leyti sem hann snerist til ka- þólskrar trúar. Sorglegir atburðir og kátlegir verða ljóslifandi í bréfi Þórbergs. I Formála Helga M. Sigurðssonar er vitnað í bréf frá Siguijóni Jóns- syni rithöfundi til Stefáns Einars- sonar, en í því er lýst kvöldstundum heima hjá Hallbirni Halldórssyni prentara og konu hans, Kristínu Guðmundsdóttur: „Þar var gaman að koma. Þang- að komum við kvöld eftir kvöld, ár eftir ár, Guðmundur G. Hagah'n, Halldór Kiljan Laxness, Stefán frá Hvítadal, Þóbergur Þórðarson. Og var þá setinn Svarfaðardalur. Allir sátu í eldhúsinu, Þórbergur lá alltaf á gæruskinni á gólflnu. Þarna var ræddur hinn nýrri skáldskapur og pólitík. Beinum fleygðum við til Þórbergs á gólfinu sem greip þau á lofti og braut þau til mergjar með „humoristiskum sans“. Allt var gagnrýnt og sundurtætt í brenn- andi háði. Ný sannindi fundust, ný spakmæli fæddust, ný dirfska, ný viðhorf. Kristín útdeildi kaffi og harðfiski, hélt glaðværðinni sívak- andi. Af þessu fólki þótti mér Þórberg- ur bera af um allan frumleik. Margt af því sem þarna bar á góma og Þórbergur sagði fyrst, fann ég litlu síðar í ritum Halldórs Laxness ... Þórbergur var „sjeníið", og er ssnjallastur allra núlifandi rithöf- unda." Það er athyglisvert sem Þórberg- ur skrifar Vilmundi um Bréf til Láru því að í ljós kemur að fleiri en samheijar tóku bókinni vel. í brefinu stendur m. a. : „Pólitískir andstæðingar mínir eru mjög hrifn- ir af henni. Magnús Kjaran bætti t.d. við sig þrem eintökum eftir að hann hafði lesið eitt." Þetta ætti að styðja þá kenningu að borgara- stéttin kann yfirleitt best að meta rithöfunda sem hvað mest er upp- sigað við hana, dáir og elskar vandræðabörn sín. Enda vitnar Þórbergur til Bernhards Shaw sem sagði um sjálfan sig að hann væri hirðfífl ensku kapítalistanna. Þór- bergur segir í framhaldi af því: „Fyndni hans og skemmtunin af að lesa rit hans yfirgnæfir svo allar hans bitru, pólitísku ádeilur. Líkt er um mig og Bréf til Láru.“ Ferðabók 1918 sem greinir frá orðasöfunarleiðangri Þórbergs er sérstaklega vandaður og skemmti- legur kafli í bókinni Mitt ró- mantíska æði. í honum er vikið að stúlku „hér niður í firðinum, sem eg var skotinn í og kysti og fjallaði um frekar næsta vetur í Reykjavík". Einnig segir frá séra Guðlaugi Guð- Þórbergur Þórðarson mundssyni á Stað og konu hans, foreldrum Jónasar skálds. Sú frá- sögn er litrík þótt ekki sé hún löng. Þórbergur gat snemma dregið upp eftirminnilegar myndir og skrifað mergjaðar mannlýsingar. Þórbergur Þórðarson kunni vel þá list að leika einfalda sál, en vai margbrotnari og vissi betur en hanr lét í veðri vaka. Neytendasamtökin Framleiðslu stjórnun á eggjum mótmælt „Neytendasamtökin skora á samtök eggjaframleiðenda að falla frá fyrirhuguðum hug- myndum um framleiðslustjórnun á eggjum með fóðurbætis- skömmtun,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu frá Neyt- endasamtökunum, sem Morgun- blaðinu hefiir borist. í tilkynningunni segir ennfremur:' „Slík skömmtunarstjómun er á kostnað íslenskra neytenda og Neytendasamtökin hafna með öllu tilraunum framleiðenda til þess að skipta framleiðslunni á milli sín, án þess að fyrir liggi upplýsingar um það hvemig nýir framleiðendur geti komist inn í greinina og hvemig tilflutningur á framleiðslurétti get- ur færst á milli framleiðenda í því skyni að ná fram eðlilegri hag- rseðingu og verðlækkun af þeim ástæðum. Ljóst er að þá verður að verðleggja egg opinberlega ef slík framleiðslustjómun verður tekin upp en því verður tæpast trúað að allir framleiðendur telji það æski- legt“. HAGGUINOS DENISON VÖKVADÆLUR ☆ Olíumagn frá 19-318 l/mln. ☆ Þrýstingur allt að 240 bar. ☆ Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ☆ Hljóðlátar, endingargóðar. ☆ Einnig fjölbreytt úrval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ☆ Hagstætt verð. ☆ Ýmsar geröir á lager. ☆ Varahlutaþjónusta. ☆ Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIG. SVEINBJÖRNSSON HF. Skelðarásl, Carðabæ símar 52850 - 52661
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.