Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 15 Vínartónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Vínartónleikar eru að verða föst hefð hjá Sinfóníuhljómsveit íslands og þá um leið fengnir til samstárfs tónlistarmenn frá Vínarborg. Að þessu sinni voru það söngkonan Silvana Dussmann og fiðluleikarinn Peter Guth. Leik- in voru lög eftir Johann Strauss yngri en aðeins eitt, Vínargeð, eftir föður hans, Johann Strauss eldri. Það sem gerði flutning Vínargeðs skemmtilegan var hljóðfæraskipanin, tvær fiðlur, lágfiðla og kontrabassi, sem tíðkaðist að vera danshljómsveit- imar á þeim tíma þegar verkið var samið. Þeir sem fluttu þessa hugljúfu danstónlist voru, auk hljómsveitarstjórans, Guðný Guð- mundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Jón Sigurðsson og var flutn- ingur þeirra góður og eitt skemmtilegasta atriði tónleik- anna. Söngkonan Silvana Dussmann söng m.a. aríur úr Vínarblóði, Leðurblökunni og Sígaunabarón- inum eftir Johann Strauss yngri. Dussmann er ágæt söngkona og lét sig ekki muna um að taka þátt í smá kampavínsglensi. Kirkju- kórinn og kór Fjölbrautaskólans á Akranesi sungu með í lögum úr Sígaunabaróninum og í Dón- árvalsinum og gerðu það með prýði. Það var auðheyrt að hljóm- sveitin skemmti sér hið besta og lék með töluverðri Vínarsveiflu og það sem kom þægilega á óvart, að undirraddimar voru leiknar sérlega veikar og hryn- rænt léttar. Peter Guth og Silvana Guss- mann eru frábærir tónlistarmenn og ekki að efa að þau kunna fleira fyrir sér en að leika Vínarvalsa, sem í höndum Austurríkismanna eru orðnir táknrænir fyrir lífsgleði og kátínu. Það ríkti ósvikin kátína á tónleikunum, kátína sem er sprottin upp úr þeirri frumþörf mannsins að skemmta sér og gleðjast. Sá sem stýrði þessum gleðileik, fiðluleikarinn Peter Guth, var ekki aðeins að skemmta tónleikagestum, heldur einnig sjálfum sér en þar { er fólginn galdurinn að gleðjast á góðri stund í góðum félagsskap. Selfoss: Árfoss hf. með nýja tollvöruskemmu Talsverð aukning í flutningum Eim- skips og Flugleiða austur fyrir flall SelfossL ÁRFOSS hf. á Selfossi flutti nýlega starfeemi sína í nýja tollvöru- skemmu sem fyrirtækið reisti við Gagnheiði. Á síðastliðnu ári varð 10-20% aukning í vöruafgreiðslu fyirtækisins. Arfoss hf. hefur umboð fyrir Eim- skip hf. og flugfrakt Flugleiða og hefur á sinni könnu alla þjónustu sem þessi fyrirtæki veita, þar með talda flutninga innanlands á vegum Eimskips. Unnt er að koma með vörumar á afgreiðslu fyrirtækisins sem síðan sér um að koma henni rétta boðleið með Eimskip. Vörur sem fluttar eru inn með Eimskip eða flugfrakt Flugleiða eru tollafgreidd- ar á Selfossi og að henni lokinni geta innflytjendur sótt vörur sínar í vöruskemmuna. Að þessari þjónustu er mikið hagræði sem Sunnlendingar nýta sér í vaxandi mæli. Nýja vöruskemman er 600 fer- metrar og mögulegt að stækka hana um helming. I öðrum enda skem- munnar er gert ráð fyrir skrifstofu- húsnæði og geymslu minni pakka. Auk þess að afgreiða vörumar sjá starfsmenn Árfoss um tollskýrslu- gerð fyrir þá sem þess óska. Þessi nýja skemma gerir að verkum að unnt er að taka allar vömr i hús, þar með talið timbur og annað bygg- ingarefni. Vömflutningabílum er ekið inn í skemmuna og þeir losaðir þar. Uppistaðan í flutningum fyrirtæk- isins er hráefni til iðnaðar. Einstakl- ingar nýta sér einnig þjónustuna í auknum mæli og verslanir sem flytja vömr sínar inn beint. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kjartan Ólason og Magnús Guðmundsson, starfemenn Arfoss hf. Hin nýja vöruskemma Árfoss við Gagnheiði á Selfossi. Utsala Utsala Utsala ...allt að 0% afsláttur Verð áður Herraföt Buxur lJdQ9T- Sokkar Peysa Skíðabuxur Bolur IA9&: Barnaföt Úlpur Úlpur 1.999- Peysur 7J99T Skyrtur Buxur J&9r- Háskólabolir Leikföng & giafa Útvegsspilið 1£89-- Skólaborð/stóll 2J599- Laserbyssur 2jm- Vínglös.Tulip J&9- Vcrð nú Verð áður Verð núl 999- 49- 6994 Púðar.glansefni 299- 299- Dömuföt Skyrtur Frakkar Dúnúlpur Pils Poplin blússur Kanvasbuxur Gallabuxur 999- 2.999- ^A99: 2.999- \J99^ 1.299- IA9&- 799- \£&9r- \£&9r- Skór 999- 999- 1 99-j1 Hælaskór dömu \J289T- Mokkasíur dömu Kuldaskór bama Leðurökklaskór 2^90= 1.999- Ökklaskór dömu \J299r 1.299- 699-! 899- 799- ■ Bókamarkaðurinn ; er í fullum gangi. Fjöldi góðra bóka með 30 - 70% aíslælli m HBB Æó- ; * HAGKAUP Kringlunni Skeifunni Kjörgarði Akureyri Njarðvík MARGRA ÁRA ÞRÓUN í EINNI TÖLVU - IBM PS/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.