Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 27 Jónas Fálsson og Eyrún Gísladóttir afhenda kennurum skírteinin. „Það sem felst í kenn- ingum Humphreys er breyttur hugsunarhátt- ur gagnvart fötluðum börnum. „í stað þess að líta á þau sem mis- heppnuð, þá reynum við að sjá hvernig við getum kennt þeim með það sem þau hafa. Fötl- un á ekki að hindra nokkurn mann í að nema og læra. Þegar barni misheppnast í námi, þá er það vegna þess að verkefnið sem lagt var fyrir það var of erfitt. Sérkennsla hefur alltof lengi verið tengd kennslu sem ekki er ætlað að bera árang- ur, en þetta er að breytast. Frá sálfræði- legu og læknisfræði- legu sjónarmiði er barnið kannski andlega eða líkamlega fatlað, en frá okkar sjónarmiði er það efiiilegur nem- andi sem skilar árangri. Ennþá eru það þó ein- göngu læknar og sál- fræðingar sem samkvæmt lögum ákveða hvort barn fari í sérskóla eða ekki. En við lítum allan tímann svo á að kennsla okkar sé árangursrík og að við séum með efhilega nemendur í höndunum. Þetta við- horf gerir það að verkum að börnunum gengur námið betur og kennaranum finnst kennslan árangursrík.“ Eyrún Gísladóttir sem var um- sjónarmaður Kennaraháskólans með starfeleikninámskeiðunum. María Kjeld skólastjóri Þjálfun- arskólans í Kópavogi. Hópur ungmenna úr Öskjuhlíðarskólanum söng islensk lög við mikla hrifiiingu viðstaddra. kennara hefur heldur ekki verið góð, þeim hefur aldrei verið kennt að semja námsefni fyrir börn með sérkennsluþarfir. “ Humphreys talar um þá tilhneig- ingu íslendinga að vera sífellt að fá hingað alls kyns erlenda fræði- menn sem koma með nýjar hugmyndir og fara síðan. „Þetta er hættuleg þróun því hún hreinlega skaðar viðhorf til þekkingar. Kenn- arar taka við nýjum hugmyndum af áhuga sem þeir aidrei fá tíma til að prófa í reynd, hjakka síðan áftam í gamla farinu í þeirri góðu trú að þeir kunni skil á öllu því nýjasta í kennslumálum." Þegar talið berst að stöðu sér- skólanna hér á landi, þá segir Humphreys: Ég vil segja það hér að gefnu tilefni, að við erum ekki tilbúin að leggja niður sérskólana. Enn sem komið er geta kennarar ekki sinnt sérkennslunni í hinum almenna grunnskóla, hvað þá að taka við bömum sem nú em í sér- skólum. Ef slík mistök yrðu gerð myndu bömin vissulega líða fyrir það. Ennfremur finnst mér það sið- leysi að íslenskt skólakerfi skuli ekki gefa nemendum úr sérskólum eða þeim 30% nemenda sem falla árlega á samræmdu prófi tækifæri til framhaldsnáms. Hér er aðeins úrvalinu boðið upp á framhalds- menntun.“ Einhver lét þau orð falla, að sennilega yrði Keith Humphreys minnst í íslenskri skólasögu. Þegar ég spyr hann hvemig honum líði þegar hann heyri slík ummæli, þá lítur hann út um gluggann á milt janúarveðrið _og svarar eftir andar- taksþögn: „Ég finn til stolts og auðmýktar." Þekkingin ein dugir skammt Eyrún Gísladóttir var umsjónar- maður KHÍ með starfsleiknináminu í sérskólum. En fyrir tveimur og hálfu ári völdu kennarar úr hinum fjórum sérskólum átta leiðbeinend- ur, tvo kennara úr hveijum skóla sem hefja skyldu undirbúningsnám. Þetta nám stóð í fjóra mánuði og eftir það fóru þeir til baka í skóla sína og leiðbeindu þar starfsbræð- mm sínum. Eyrún leit yfir farinn veg í ávarpi sínu og minntist m.a. á nám og vinnu Ieiðbeinenda. „Við þurftum að meðtaka nýjar hug- myndir, æfa starfsleikniþættina í skólunum, útbúa námseftii og sjá meðal annars um gerð myndbanda- efnis. Námið var gífurlegt átak, bæði fyrir leiðbeinendur og þátttak- endur, en ég nota orð Jónasar Pálssonar rektors þegar hann sagði eitt sinn: Átök em af hinu góða.“ Grétar Marinósson dósent lét svo um mælt þegar hann þakkaði Ey- rúnu störf hennar, að menn skyldu ekki láta blekkjast af sakleysislega brosinu, þvf undir því byggi mikil harka, væri Eyrún á við hvem her- foringja og auk þess vinnuþjarkur mikill. Ég lét samt þessa alvarlegu aðvömn ekki aftra mér frá því að spyija Eyrúnu hvemig á því hefði staðið að hún lét hafa sig út í þessa miklu vinnu, sem enginn vissi hvemig mundi enda. , „Það var ósk af hálfu KHÍ og Keiths Humphreys að ég tæki þetta að mér, en ég hafði kynnst hug- myndum Humphreys á námskeiði í Öslquhlíðarskóla þegar ég var þar talkennari. Mér þótti það bæði áskoran og heiður að vera beðin um þetta, auk þess langaði mig að vera með í þessu nýbreytnistarfi. Þetta reyndist vera mikil vinna, satt er það. Stöðug og erfið því eftir dagvinnu tóku við kvöldin og helgar, jafnvel páskafrí og sum- arfrí.“ En Eyrún hafði í fleira að snúast en náminu, því á þessum tíma eign- aðist hún bam og'var því ærið oft með burðarrúmið með sér á vinnu- fundum. Hún hlær bara þegar ég tala um þetta, en fannst henni aldr- ei erfitt að samræma heimili og vinnu? „Stundum jú, en mér fannst ég svo ábyrg fyrir því að þetta tækist. Þetta var fyrsta starfsleikninámið, og ef við gæfumst upp þá biði góð hugmynd hnekki, og það gat ég ekki hugsað mér.“ — Varstu alltaf sammála Keith Humphreys? „Ég hafði nú litlar forsendur til að vera á öðra máli og þurfti líka að ná tökum á hugmyndum áður en ég færi að gagnrýna. Hugmynd- ir Humphreys era bæði áhugavekj- andi og sannfærandi, enda er hann snillingur í að setja flókna hugmynd fram á ofur einfaldan hátt, en það er ekki öllum gefið. Kannski hefði undirbúningsnámið fyrir leiðbein- endur mátt vera betra. En þar gátum við kennt tímaskorti um.“ — Hvað hefur þetta nám fært þér persónulega? „Ég hef lært geysimikið og sjón- deildarhringurinn víkkað alveg ótrúlega. Meðan ég starfaði sem talkennari leit ég á minni einingar, en skil nú mikilvægi þess að líta á heildina. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu ef við getum ekki yfirfært hana á starfið í skólastof- unni. Við þurfum að virkja þá þekkingu sem við búum yfir. Neikvæð reynsla af náminu var engin. Mér þótti kannski slæmt að mæta óánægju þátttakenda vegna vinnuálags, en það var meira en gert var ráð fyrir í upphafi." — Er starfsleiknináminu þá lokið hér með? „Nei, síður en svo, þetta er upp- haf að frekari þróun skólastarfs. Starfsleikninámið var grundvall- amám fyrir fjölda kennara og skólastjórar era mjög áhugasamir um áframhaldandi samvinnu. Það er ósk mín að takist að fylgja þessu starfsleikninámi eftir með ýmiss konar samvinnu við skólana, þar á meðal starfsrannsóknum. Verkefni mundu þá til dæmis tengjast ákveðnum kennuram og ákveðnum bekkjum, og utanaðkomandi leið- sagnaraðili aðstoða kennara við að sjá eigin starfshætti í hlutlægu Ijósi, og vinna með ákveðna þætti." Samvinnan gerir námið kröftugt Yfir hressingu, sem boðið var upp á eftir athöfnina, náði blaðamaður tali af þeim Maríu Kjeld skólastjóra Þjálfunarskólans í Kópavogi og Þorsteini Sigurðssyni skólastjóra Safamýrarskólans. Sjálf var María einnig þátttakandi og hún viður- kenndi að oft hefði hun verið að því komin að láta hugfallast. „Því kennsla fyrir mikið fötluð böm er ný af nálinni og því hefur ekki ver- ið mikið um rannsóknir á því sviði. Við erum sífellt að leita, hvað er innifyrir og hvemig eigum við að finna það.“ — Hafa kennsluaðferðir ykkar breyst meðan á námskeiðinu stóð? „Já, við höfum lært að nota ný verkfæri, en einnig þau gömlu bet- ur. Áður treystum við sjálfum okkur ekki nóg, fóram frekar eftir ráðum lækna og sálfræðinga, en nú tengj- um við þetta tvennt betur saman og leggjum líka áherslu á að nota eigin reynslu, eigin dómgreind." — Varstu aldrei andsnúin þessum nýju hugmjmdum? „Nei, ég var alltaf spennt fyrir þeim. Én það þýðir heldur ekkert annað en standa sig, enda hef ég öðlast ákveðna kennslutækni og hef getað sett reynslu mína inn í betri ramma. Það besta er kannski sam- vinnan, hún hefur breyst og er orðin meiri og nánari. Kennaramir eiga meira sameiginlegt núna, því eins og gefur að skilja varð öll umræða meiri í skólanum. En samvinnan, það er hún sem gerir námið kröft- ugt.“ Nú lyftir Þorsteinn höfði og seg- ir rólega: „Þetta er angi af mannréttindabaráttu." Og Þor- steinn tekur undir þau orð Maríu að umræða hafi öll orðið meiri í skólanum, og eiginlega hafi ekkert nám komist í hálfkvisti við þetta. — Geturðu gefið mér lítið dæmi um það hvemig þið í sérskólunum notið starfsleikni ykkar í reynd? „Við nýtum okkur fyrri upplýs- ingar um bamið, bæði sálfræðilegar og læknisfræðilegar þannig að við vitum allt sem máli skiptir, síðan metum við hæfni barnsins á ýmsum sviðum, svo sem hreyfingar, skynj- un, boðskipti og hugsun. Þegar þetta liggur fyrir er námsmarkmið- ið sett fram fyrir barnið. Hver einstaklingur fær sína námskrá," sagði Þorsteinn að lokum. Texti: Kristín Marja Baldursdóttir Myndir: Ólafiir K. Magnús- son En við lítum allan tímann svo á að kennsla okkar sé árangursrík og að við séum með efnilega nem- endur í höndunum. Þetta viðhorf gerir það að verkum að börnunum gengur námið betur og kennaranum finnst kennslan árangursrík.“ Við ræðum um stöðu hins al- menna kennara sem hefur í bekk sínum nemendur á öllum námsstig- um og er ætlað að sinna þeim öllum með takmarkað námsefni í höndun- um. Og þegar við lítum á þá staðreynd að 30% nemenda stand- ast ekki samræmd próf grannskól- ans, þá má ætla að eitthvað sé bogið við íslenskt skólakerfi. Þorsteinn Signrðsson skólastjóri Safamýrarskólans. „Hér kemur námsefnið að ofan inn í skólann, sem er auðvitað al- rangt, því kennarinn á að vera með í því að semja námsefnið. Þjálfun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.