Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 59 l*=-F=ir-sii-ci= =12= , F^JK "ÞFH? ER ENN EIMH R9 3FYRJR HVORT WB 3É HÆGT RE> BORGR RElKMINGINN MEö ÞVI SKILYRÐl f® PENlNGRRNlR FRRIEKKI I m BYGGOR ÖLDURHÚ3 SEM SNYST EIN5 0& SKOPPflRRKRlNGLFl OFflN A HtTflVElTUGElMUNUM11 Stjörnuhiminn — draumsýn Til Velvakanda. Draumgjafi minn! Þú sem skapar mér draum. — Ég leggst til hvíldar, bý mig undir svefninn. Og óðar hefst samband okkar. Eigin vitund hverfur, en þín vitund tekur við. Ég skynja hugsun þína, minningar og líf á þessari stundu. Þú horfir á stjömuhimin þinnar jarðar. Þú hef- ur oft séð hann áður. En nú skynja ég hann einnig. Þín sýn og stjörnu- athugun verður mér draumsýn. Ég horfi á himin þinn með þér. Ég renni með þér augum yfir allstórt svæði himins. Bjartar stjömur blasa við augum. Og stjörnumerki gjör- ólík þeim er sjást frá minni jörð. Mig langar til að staldra við og horfa lengur á sum þessara stjörnu- merkja, en mér verður ekki að þeirri ósk, því þú ræður ferðinni, líklega af því að þú skynjar ekki til mín. Augu þín staðnæmast við stóran hvítan blett, alskínandi. Mik- il stjörnuþyrping er þar á himni, lík kúluþyrpingum minnar vetrar- brautar, en margfalt stærri að sjá, eða eins og slíkar stjörnuþyrpingar sjást héðan í sterkum stjörnusjám. Heillaður horfi ég með þínum aug- um á þessa fögm himinsýn. Þú nýtar þessarar sýnar og ég nýt hennar með þér. Þessi sýn grópast í sofandi vitund mína, svo djúpt, að hún berst skýrt inn í vökuvitund mína, þegar draumasamband mitt við þig rofnar. Um leið og ég vakna verður mér þegar ljóst, að ég hef farið í eins- konar heimsókn til annars hnattar, þar sem þú átt heima, og þú hefur gerst gestgjafi minn eða sýngjafi og sýnt mér með þínum eigin aug- um þann hluta himins þíns, sem fegurstur er. Þessari heimsókn minni til þín fylgir magnan nokkur, því sælukennd fyllir sálu mína, fyrst eftir að ég vakna. Líklega ert þú lífmagnaðri, en við jarðarmenn. Kæri draumgjafi minn! Gjama vildi ég aftur finna þig og sjá með þínum augum fleiri furður hnattar þíns og himins og magnast af mætti þínum. Ingvar Agnarsson Waldheim og vondu mennirnir Ágæti Velvakandi. Skúli Helgason, prentari, ritar þér heldur óhugnanlega grein fimmtudaginn 14. janúar sl. sem hann kallar: „Odæðisverk ísraels- manna“. Greinin er svo full af hatri, fordómum og viðbjóði að langt er síðan önnur eins ritsmíð hefur sést í íslensku blaði. Greinin er öll svo ofstækisfull og ómerkileg að mér dettur ekki í hug að eltast við einstaka liði hennar. Satt að segja átti ég erfitt með að átta mig á hvað getur valdið svona hugarfari, þangað til ég kom að síðustu setningunni sem er svona: „Væri ekki tilvalið fyrir alheims- ráð gyðinga að snúa sér af fullu Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pístla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fýlgja öllu efni til þáttanns, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæoisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. afli að því að upplýsa heimsbyggð- ina um fortíð ráðamanna í Israel, í stað þess að rembast eins og tjúp- an við staurinn við að að leita að einhvetjum skít til að kasta í Kurt Waldheim.“ Þama liggur hundurinn graftnn. Eins og kunnugt er hefur Waldheim legið undir miklu ámæli fyrir aðild sína að stríðsmaskínu nasista. Hann hefur oftar en einu sinni verið stað- inn að því að segja ósatt um fortíð sína. Ekki er ég þess umkominn að dæma um hvort hann hefur framið einhver sérstök ódæðisverk umfram þau sem þýski herinn vann almennt í stytjöldinni. En hann er „persona non grata“ í Bandaríkjun- um og ekki beinlínis hægt að segja að rigni yftr hann heimboðum ann- ars staðar frá. Gyðingum er, að vonum, lítt um manninn gefið. Þarna er að leita aðalorsakanna fyrir bræði Skúla Helgasonar. Hann sækir greinilega hugmyndir sínar og siðfræði til vinnuveitenda Wald- heims á árunum 1939—1945. í því ljósi skulu skrif hans skoðuð. Óli Tynes, blaðantaður VISA VIKUNNAR I Tyrkland: 40 barna faðir lærði að nota getnaðarvarnir I TYRKNESKUR tóbakabóndi, látið aannfvrast af hoilaugtealu- | Mchmet Yavux, berði að nota fðlki, «om gerði honum heimaókn getnaðarvamir, cftir að hann og úukýrði getnaðarvamir fyrir hafði eignaat 40 bðrn »eð fjðrum ... - — -----*----ITyrk Við getuleysi þarf hann ekki að etja öflugri en nokkur svarthvít hetja. Hann fékk sér galla 66° norður setti mestu frjóseminni skorður. Hákur Teg: ELKE Kr. 23.980. LANDSINS MESTA ÚRVAL AF SVEFNSÓFUM H GRHDSUIKJÖR húsgagiuriiöllin I REYKJAVlK PAÐERMAUÐ! Eigum til svefnsófa fyrir al/a, hjónafóik, einstaklinga, börn, unglinga og alla hina. Teg: HELSINKI Teg: PAX Kr. 3ZA20.- Kr. 31.280.- Teg: AFRODITE Kr. 27.680.- Teg: FRAUKE Kr. 18.260.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.