Morgunblaðið - 19.01.1988, Page 9

Morgunblaðið - 19.01.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 9 Karlmannaföt, verðfrá kr. 2.995,- Terylenebuxur, kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,- Gallabuxur nýkomnar, kr. 795,- og 850,- Peysuro.fi. ódýrt. Andrés I Skólavörðustíg 22, sími 18250. HRAÐLESTRARNAMSKEK) Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðjudaginn 2. febrúar nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn og læra árangursríkar aðferðir í námstækni, skaltu skrá þig strax á námskeiðið. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 611096. --- HRADLESTRARSKOUNN Að læra af sögunni Á sunnudaginn hófu þeir Páll Heiðar Jónsson og Dagur Þorleifsson að nýju að flytja sagnfræðilega þætti á rás 1 í Ríkisútvarpinu, þar sem lýst er átökum milli austurs og vesturs á dögum kalda stríðsins, það er frá Potsdam-ráðstefn- unni 1945 til Kúbu-deilunnar 1962. Samantekt þeirra félaga minnir á, hve hart var tekist á milli kommúnistaríkja og ríkja hins frjálsa heims á þessum árum. Þar er því einnig lýst, hvernig mat manna á slíkum átökum hefur breyst eftir að allir helstu deiluaðilarnir urðu gráir fyrir kjarnorku-járnum. Af þessari sögu er ekki unnt að læra annað en frek- ar hafi þróast í betri átt á þeim tíma, sem liðinn er frá spennunni í kalda stríðinu, þrátt fyrir alkunna útbreiðslu kjarnorku- vopna. Við samskipti austurs og vesturs er staldrað í Staksteinum í dag og vitnað í Franz Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands, sem telur okkur standa á þeim sögulegu tímamótum, að stríð og byltingar séu úreltar a.m.k. í Evrópu, ef árvekni sé gætt í öryggismálum. Strauss og Gorbatsjov Af mörgum hefiir Franz Josef Strauss, for- sætisráðherra Bæjara- lands og formaður kristilega flokksins þar, sem á aðild að sambands- stjóminni í Bonn, verið talinn einn síðasti fulltrúi kaida stríðsins í evrópsk- um stjómmálum. Þetta orðspor hefur hvorki dregið úr vinsældum hans heima fyrir, en ná- lægt 60% kjósenda i Bæjaralandi kjósa hann til æðstu starfa áratug eftir áratug, né komið í veg fyrir samskipti hans við forystumenn í kom- múnistaríkjunum. Ný- lega var Strauss tíl að mynda i Moskvu og ræddi við Míkliaíl Gor- batsjov, flokksleiðtoga. Fór Strauss loflegum orðum um Gorbatsjov að þeim fundi loknum. Skömmu áður en Strauss fór til Moskvu birtist grein eftir hann í nýju ársQórðungsriti um Evrópumálefiii Europ- ean ASkirs, sem er gefið út í Hollandi. Þar veltir hann því fyrir sér hvert Gorbatsjov stefiii. Ef hugmyndir hans séu þær, sem við höldum, kunni þær að leiða til umbóta í Sovétríkjunum og í ai- þjóðlegum samskiptum. Vilji aðalritarinn slikar breytingar og komi þeim í framkvæmd séum við ef tU vili á merkum tíma- mótum i mannskynssög- unni. Þess vegna eigum við að styðja stefiiu, sem gefi Gorbatsjov tækifæri tíl að sýna hvað i honum býr. En oft sé langt bU á milli vona og verka. Við lifiim ekki enn á guUöld friðar og réttlætis, raun- ar sé hún ekki í sjónmáli. Strauss segir, að glas- nost og perestrojka séu hugtök í kommúniskri hugmyndafræði, sem eigi ekkert skylt við skýr- ingar Vesturlandabúa á þcim. Gorbatsjov vilji ' ekki umbylta sovéska kerfinu, heldur auka af- köst þess. Hann vijji draga úr vigbúnaði en ekki hvería frá sovésk- um hernaðaryfirburðum. Hann vilji losa um hlekk- ina á þjóðum Austur- Evrópu en ekki fjarlægja þá. Stríð úrelt í grein sinni segir Strauss, að vijji vestræn- ar þjóðir gegna þeirri sögulegu skyldu sinni að varðveita frelsi sitt verði þær ávaUt. að hafa þetta kjörorð Atlantshafs- bandalagsins í huga: Enginn friður án ár- vekni. Hafi Vestur- landabúar vilja til að haga sér í samræmi við þetta verði styijaldir úr sögunni sem leið til að ná pólitískum markmið- um, að minnsta kosti þar sem ríki úr austri og vestrí standa öflugust andspænis hvert öðru, það er í Evrópu. Þessi staðreynd leiði ekki til þess að framvinda sög- unnar muni stöðvast, mennirnir ráði henni og þess vegna sé þar um sifellda hreyfingu að ræða. Siðan segir Franz Jos- ef Strauss: „Engar sögulegar breytingar í Evrópu eiga eftir að ger- ast á vígvellinum eða í götuvirkjum byltingar- manna. Agreiningurinn milli stjómkerfanna verður leiddur til lykta með hugarorku, fyrir til- stilli vísinda og tækni. Akvarðanimar verða teknar í rannsóknastof- um vísindamanna með störfúm þróunar-verk- fræðinga í nútímalegum verksmiðjum. Þetta ger- ist á sviði rafeindatækni og ör-rafeindatækni, geimvísinda, líf- og erfðatækni og á öðrum rannsóknasviðum nú- timavisinda, sem ekki eru enn innan sjónmáls. Ég er sannfserður um að lýðræðislegir stjórn- arhættir Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku og Jap- ans munu sigra í þessum átökum. Hvers vegna? Vegna þess að sá vinnur sigur, sem leyfir fijálsa miðlun upplýsinga, fijálsar umræður og jafiiframt frelsi í rann- sóknurn." Strauss segir, að flest bendi til þess að mikil- vægi landamæra í hefðbundnum skilningi muni minnka jafnt og þétt. Þar komi til sú stað- reynd, sem vonandi sé rétt, að styijaldir eða byltingar eigi ekki eftir að valda sögulegum breytingum í Evrópu. Visindi og tækni hafi í för með sér efnahagsleg- ár kröfúr, sem ýtí landamærum til hliðar. Bylting i fjölmiðlatækni ryðji hindnmum milli þjóða í burtu. Þegar fram líði stundir eigi landamæri eftir að vera stjórnsýslumörk í stað pólitískra viglína. Þessi breytíng á landamærum eigi að ná til allra þjóða í Evrópu, jafiit í austri ! og vestri. EFTIRLAUNAREIKNINGU R VIB: Nýtt ár meðnýjum og góðum venjum! □ Eftirlaunareikningar VIB em veröbréf í eigu einstaklinga skráð á nafn hvers eiganda. □ Eftirlaunareikningar VIB em alveg óbundnir en þeir eru ávaxt- aðir eins vel og frekast er unnt án þess að taka of mikla áhættu. □ Flestir greiða mánaðarlega í eftirlaunareikningsinn. VIB sér um að senda gíróseðla eða minna á reglulegar greiðslur með öðrum hætti. □ Síminn að Ármúla 7 er 68 15 30. Heiðdís, Ingibjörg, Siguröur B., Vilborg og Þórólfur gefa allar nánari upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Armula 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.