Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 35 Veitingahús ía græn- meti og ávexti í flugi FYRIRTÆKIÐ Rekstrarvörur liefur hafið innflutning á fersk- um ávöxtum og grænmeti frá Hollandi, tilbúnu til matreiðslu, og verður það flutt til landsins með flugi tvisvar í viku. Um er að ræða sérþjónustu við hótel og veitingahús. Hægt er að flytja á annað hundrað tegunda inn að sögn Kristjáns Einarssonar, eig- anda Rekstrarvara. Rekstrarvörur eru umboðsaðili fyrir hollenska fyrirtækið Bakker, sem er einn stærsti dreifingar- og söluaðili á grænmeti og ávöxtum í Evrópu. Grænmetið kemur hingað með flugi, þvegið og tilbúið til mat- reiðslu. Kristján sagði verðið fylgja heimsmarkaðsverði og ekki vera hærra en gerðist og gengi. Stærst- ur hluti þess grænmetis sem flutt væri inn kæmi með flugi og því væri þetta grænmeti ekki dýrara en í verslunum. Hann sagði að fyrirtæki sitt hefði gert tilraun með innflutning í haust sem nokkrir matreiðslumenn hefðu tekið þátt í. Einn þeirra, Sverrir Halldórsson, aðstoðaryfirmat- reiðslumaður á Holiday Inn, sagði reynsluna hafa verið góða. Matjurt- imar hefðu verið fyrsta flokks og geymsluþolið væri um það bil helm- ingi meira en á því grænmeti sem keypt væri út úr búð. „Við viljum fá sjaldgæfar tegundir grænmetis og ávaxta og með þessu móti er hægt að útvega okkur nánast hvaða tegund sem er. Maturinn verður ólíkt fjölbreyttari þegar hægt er að breyta til eftir árstíðum," sagði Sverrir. Ekki er fyrirhugað að bjóða versl- unum þessa þjónustu en Rekstrar- vömr sérhæfa sig í þjónustu við hótel og veitingahús. Fyrirtækið sýnir grænmeti á ávexti á Hótel Holiday Inn við Sigtún kl. 14 til 17 í dag. Rekstrarvörur kynna um 70 teg- undir grænmetis og ávaxta á Holiday Inn í gær og í dag. F.v.: Sverrir Halldórsson, aðstoðar- yfirmatreiðslumaður, Jóhann Jakobsson, yfirmatreiðslumaður, Kristján Einarsson, eigandi Rekstrarvara og Úlfar Finn- björnsson, matreiðslumaður. Morgunblaðið/Sverrir Loðnuaafli orðinn 100 þús- und tonn frá áramótum LOÐNAN er nú að ganga suður með Austfjörðum. Nokkur skip Eldey hf. hefur keypt Vött SU 3 Heldur fljótiega á veiðar sem Eldevjar-Hjalti Kcfkavík. STUTT er á milli skipakaupa hjá Eldeýjarmönnum þessa dagana. A föstudaginn var gengið frá kaupunum á Boða GK frá Njarðvík og daginn eftir keyptu þeir Vött SU 3 frá Eskifirði. Vöttur er skráður 170 tonn og var kaupverð hans 70 miljjónir. Auk þess var tnikið magn veiðar- færa að andvirði 10 miiljóna keypt með skipinu. Vöttur verð- ur afhentur um helgina og fer þá á línuveiðar sem Eldcyjar- Hjalti og selur afla sinn hjá Fiskmarkaði Suðurnesja. Boði GK fékk nafnið Eldeyjar-Boði og hefúr hann þegar hafið veið- ar. Jón Norðfjörð stjómarformaður Eldeyjar hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að Vöttur SU væri ákaflega vel búinn tækjum, um borð í bátnum væri beitingavél, búið væri að skipta um vél í skip- inu, byggja yfir það og skipta um brú. Jón bjóst við að sama áhöfn yrði áfram á bátnum til að bytja með, en hann hefur verið gerður út frá Eskifirði. „Víð höfum verið að svipast um eftir togskipi og gerðum tilboð í Eini HF sem hentar vel til slíkra veiða, en við höfum ekki orðið var- ir við nein viðbrögð af hálfu eiganda bátsins. Því erum við famir að svjp- ast um eftir öðrum skipum sem gætu hentað til slíkra veiða og hug- myndir eru um að kaupa jafnvel tvö slík skip,“ sagði Jón erinfremur. -BB hafa fengið afla út af Gerpi, en veiðin hefúr aðallega verið litlu norðar. Mjög mikil veiði hefúr verið síðustu daga og víða er þróarrými á þrotum. Aflinn frá áramótum er orðinn tæp 100.000 tonn. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á föstudag: Helga II RE 330 og rifna nót til Raufarhafnar, Börkur NK 1.180 til Noregs, Sighvatur Bjarnason VE 700 til Vestmanna- eyja, Keflvíkingur KE 630 til Raufarhafnar, Eskfirðingur SU 610 til Eskifjarðar, Beitir NK 1.250 til Neskaupstaðar, Gullberg VE 620 til Seyðisfjarðar, Víkur- berg GK 590 til Seyðisfjarðar og Albert GK 750 til Seyðisfjarðár. Á laugardag fengu eftirtalin skip afla: Súlan EA 800 í Krossa- nes, Hilmir SU 1.020 til Noregs, Hákon ÞH 1.000 til Noregs, Magn- ús NK 520 til Seyðisfjarðar ísleifur VE 740 til Seyðisfjarðar, Hrafn GK 640 til Reyðarfjarðar, Sigurður RE 1.400 til Vestmannaeyja, Guð- mundur Ólafur ÓF 600 til Ncs- kaupstaðar, Húnaröst ÁR 620 til Hornafjarðar, Bergur VE 530 til Reyðarfjarðar, Gígja VE 770 til Raufarhafnar, Örn KE 750 í Krossanes, Pétur Jónsson RE 1.050 til Sigluíjarðar, Víkingur AK 1.100 til Akraness, Rauðseý AK 710 til Vopnafjarðar, Bjarni Ólafsson AK 1.150 til Seyðisfjarð- ar, Svanur RE 710 til Raufar- hafnar, Grindvíkingur GK 1.000 til Bolungarvíkur, Eldborg HF 1.200 til Eskifjarðar, Guðmundur VE 900 til Seyðisfjarðar, Þórður Jónasson EA 580 í Krossanes, • Höfmngur AK 930 til Raufar- hafnar, Jón Finnsson RE 600 til Seyðisfjarðar, Hilmir II SU 580 til Reyðarfjarðar, Fífill GK 580 til Raufarhafnar, Guðrún Þorkels- dóttir SU 680 til Eskifjarðar, Harpa RE 500 til Reyðarfjarðar og Erling KE 550 til Raufarhafnar. Á sunnudag vom eftirtalin skip með afla: Galti ÞH 500 til Þors- hafnar, Jón Kjartansson SU 1.100 til Eskifjarðar, Skarðsvík SH 650 til Raufarhafnar, Dagfari ÞH 520 til Reyðarfjarðar, Sjárvarbog GK 820 til Reyðarfjarðar, Rauðsey AK 550 til Vopnafjarðar, Gísli Ámi RE 650 til Siglufjarðar, ísleifur VE 740 til Eskifjarðar, Keflvíking- ur KE 540 til Raufarhafnar, Gígja VE 770 til Þórshafnar, Bergur VE 530 til Eskifjarðar og Víkurberg GK 590 til Raufarhafnar. Síðdegis á mánudag höfðu eftiii- talin skip tilkynnt um afla: Esk- firðingur SU 620 til Eskifjarðar, Hrafn GK 650 til Grindavíkur, Húnaröst ÁR 620 til Homafjarðar, Albert GK 700 til Grindavíkur, Fífill GK 500 til SeyðisQarðar, Pétur Jónsson RE 750 til Seyðis- fjarðar, Magnús NK 530 til Raufarhafnar, Guðrún Þorkels- dóttir SU 700 tii EskiQ'arðar, Bjarni Ólafsson AK 1.150 til Seyð- isfjarðar, Gullberg VE 620 til Seyðisfjarðar, Guðmundur Ólafuh ÓF 600 til Neskaupstaðar, Beitir NK 1.050 til Neskaupstaðar, Höfr- ungur AK 930 til Raufarhafnar, Öm KE 750 til Færeyja, Guðmund- ur VE 700 til Neskaupstaðar, Þórður Jónasson EA 650, löndun- •arstaður óákveðinn. INNLENT Leitað að tvennum hjónum í jeppaferð á hálendinu Höfðust við um nóttina í kofa við Hlöðufell ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, leitaði í gærmorgun að tvennum þjónum sem farið höfðu á tveimur bílum frá Reykjavík upp á hálendið á sunnudagsmorgun og ætluðu að koma til byggða á sunnu- dagskvöld en höfðu ekki skilað sér. Þyrlan fann fólkið um há- degisbilið í gær við kofa Ferðafélags íslands við Hlöðu- fell, en þar höfðu hjónin látið fyrirberast um nóttina ásamt fjórum öðrum mönnum. Kon- urnar tvær voru fluttar til Reykjavíkur í þyrlunni en karl- mennirnir voru á leiðinni til byggða í gærdag með bílana. Bima Amaldsdóttir, önnur kvennanna, sagði við Morgun- blaðið við komuna til Reykjavíkur, að þau hjónin hefðu farið á tveim- ur jeppum, Ford Bronco og Lada sport, frá Reykjavík kl. 10 á sunnudagsmorgun. Ætlunin var að fara upp Uxahryggi, uppfyrir Skjaldbreiði og koma síðan niður um kvöldið hjá Gullfossi. Birna sagði að eiginmennimir, Birgir Axelsson og Hjalti Berg, væm vanir svona ferðum og fyrir þá hefði aldrei komið neitt, en þetta hefði verið í fyrsta skipti sém hún og Bergþóra Guðmundsóttir fóm með. „Veðurspáin var mjög góð fyrir sunnudaginn en veðrið fór fljót- lega að versna og tók að dimma," sagði Bima. „Við vissum af Hlöðufellsleið og ákváðum að breyta um áætlun og fara hana. Fljótlega lentum við í slæmu færi. Það var mikið krap og vatn á slóð- inni og okkur miðaði hægt. Síðan festum við Broncoinn og vomm á ijórða tíma að ná honum upp aft- ur og þá kom ýmislegt fyrir. Við reyndum að draga hann upp og eitt sinn slitnaði kaðallinn og slóst svo fast í afturrúðuna að hún mélaðist inn um allan bíl án þess þó að valda meiðslum. Síðan fór dekk á bílnum af felgunni en við vomm með tjakk og rafmagns- pumpu og náðum að koma dekkinu á aftur. Við vomm alveg til klukkan 10 um kvöldið að ná Bronconum upp. og gáfumst þá upp og snér- um við að skálanum sem við vissum af við Hlöðufell. Þar hitt- um við fólk sem við höfðum hitt áður og ákváðum að stoppa við og bíða morguns. Við höfðum þijár talstöðvar og reyndum að kalla í bæinn en náð- um ekki engin þeirra náði. Þær vom ekki nægilega sterkar og auk þess var veðrið orðið slæmt, of- anhríð og hvasst. Eg held að við höfum ekki ver- ið í neinni hættu en mér leist ekki á blikuna þegar bfllinn var svona lengi fastur. Ég reyndi þó að vera bjartsýn og þegar við vomm komin í skálann og gátum hitað þar aðeins upp þá leið okkur betur. Okkur fannst verst að geta ekki látið ættingjana vita því við vomm bæði hjónin með lítil böm í pössun og vissum að farið yrði að óttast um okkur þá um kvöld- ið. Og þegar ég vaknaði upp um nóttina missti ég alveg kjarkinn. En baráttuhugurinn kom þó strax aftur um morguninn þegar við sáum að veðrið var orðið gott,“ sagði Bima. Lögreglan á Selfossi var látin vita kl. 6.30 á mánudagsmorgun að hjónin hefðu ekki komið til byggða á tilsettum tíma en ákveð- ið var að bíða birtingar og kalla þá þyrlu Landhelgisgæslunnar út. Þyrlan fór í loftið kl. 10.45 og reyndi fyrst að kanna svonefndan Eyfirðingaveg upp frá Gjábakka til að en lenti í hríðarbil og snéri frá. Þyrlan reyndi þá að fara upp hjá Laugarvatni en lenti þá aftur í byl. Flugmenn þyrlunnar bmgðu þá á það ráð að lenda við Mið- dalsá hjá Miðdalskoti og bíða þess að veðrið gengi yfir. Sú bið tók hálftíma og lagði þyrlan-aftur af stað kl. 11.55 í átt að kofanum við Hlöðufell. Skömmu seinna sáust bílamir fjórir á Hlöðufell- svöllum og fólkið hjá. Birna sagði að þau hefði verið í þann mund að leggja af stað til byggða þegar þyrlan lenti. Bílarn- ir vora þó orðnir bensínlitlir utan einn og var fyrirhugað að koma hinum þremur eins lagt og ben- sínið entist. „Við hlustuðum á útvarpið um morguninn en þegar ekkert var sagt um okkur í 10 fréttunum vomm við róleg. Það var því ekki laust við að okkur brygði þegar við sáum þyrluna," sagði Bima. Það var afráðið að konumar færa með þyrlunni til Reykjavíkur og lenti þyrlan á Reykjavíkurflug- velli kl. 12.35. Karlmennimir héldu í átt til byggða með bflana og í gærdag lögðu 3 menn frá björgunarsveitinni á Selfossi af stað á móti þeim með bensín og matvæli. Bima sagði að aðbúnaðurinn í skálanum hefði ekki verið nægi- lega góður. Þau hefðu samt sem áður verið þokkalega vel útbúin og vel klædd, og að mennimir Qórir sem þau hittu hefðu verið mjög vel útbúnir. Þó sagði hún að fleiri teppi hefðu átt að vera með í förinni, auk álhitapoka eða svefnpoka. „Ég er ennþá hrædd og hef ömgglega fengið hálfgert áfall. En það var gaman að þessu fram að því áð bíllinn festist og ég gefst ekkert upp þótt svona hafi farið, en fer betur útbúin næst,“ sagði Birna Amaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.