Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Fulltrúar stjómarandstöðunnar i borgarstjóm, frá vinstri Sigrún Magnúsdótdr, Bjami P. Magnús- son, Ingibjðrg Sólrún Gísladóttir, Krístin Óla&dóttir, Sigmjón Pétursson og Guðrún Ágústsdóttir. Reykjavík: Fundað um borgarmál í TILEFNI afgreiðslu §ár- hagsáætlunar Reykjavíkur- borgar 4. febrúar nk. munu fúlltrúar stjómarandstöðunn- ar, Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Kvennalista halda fúndi með borgarbúum næstu daga. I frétt frá borgrfúlltrúunum segir að fjallað verði um tillögur i firum- varpi að fjárhagsáætlun sem meiríhlutínn hefúr lagt fram en jafnframt verða þeirra hug- myndir kynntar. Þá segir að á fundinum sé fyrst og fremst ætlunin að fá fram skoðanir og óskir Reykvíkinga um þau verkefiii sem þeir telja brýnt að komist til framkvæmda. Fyrsti fundurinn verður í dag, þriðjudaginn 19. janúar í Veit- ingahúsinu Ártúni, Vagnhöfða 11, kl. 20:30 fyrir íbúa Grafarvogs. Aðrir fundir verða sem hér segin Miðvikudaginn 20. janúar, Gerðu- bergi kl. 20:30 fyrir íbúa Breið- holts. Fimmtudaginn 21. janúar, Hótel lind við Rauðarárstíg, kl. 20:30 fyrir íbúa Austurbæjar inn- an við Snorrabraut, Laugaveg/ Suðurlandsbraut, Reykjavnes- braut, Fossvogsdal og Suðurhlíð/Skógarhlíð. Laugadaginn 23. janúar, Arsel kl. 13:00 fyrir íbúa Seláss, Árbæj- ar og Ártúnsholts. Laugardaginn 23.. janúar, Glæsibæ (kaffitería) kl. 16:00 fyrir íbúa Austurbæjar innan við Sætún, Elliðavog, Suð- urlandsbraut/I^augaveg. Mánu- daginn 25. janúar, Hótel Borg kl. 20:30 fyrir íbúa í Þingholti, Mið- bæ og Vesturbæ sunnan og norðan við Hringbraut. MICROSOFT HUGBÚNAÐUR FALLEGAR OG VANDAÐAR INNRÉTT1NGAR í ALLA ÍBÚÐINA Innréttingamar einkennast af góðri nútíma- legri hönnun og sigildu útliti sem stenst tímans tönn. Þar sem góðu kaupin gerast. Smiðiuvegi 2 Kópavogi simi 44444 Jarðhitamál í Kenýa Islenskir aðilar hafa ráðgjöf- ina með höndum - segir Ingi Þor- steinsson aðal- ræðismaður SAMSTARF íslands og Kenýa á sviði jarðhita- og orkumála hafa veríð tíl umræðu að undanfornu í iðnaðarráðuneytinu. Aðalræðis- maður íslands í Nairobi, Ingi Þorsteinsson, var staddur hér á landi yfir áramótin tíl að kynna iðnaðarráöherra viðræður sínar við Biwott., iðnaðar- og orku- málaráðherra Kenýa og yfir- inenn orkumála landsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkuð hefði dregist að hrinda áætíunum í framkvæmd og væri meðal annars því um að kenna að hlutirnir gengju mun hægar fyrir sig í Kenýa en menn ættu að venjast hér heima. Ingi sagði að um væri að raeða notkun á jarðhita til orkufram- lciðslu, nýtingu jarðhita á lághita- svasðum og rafvæðingu sveita. Upphaf viðræðna hefði verið þegar iðnaðar- og orkumálaráðherra Kenýa, K.N.K. Biwott hafi komið hingað í febrúar á síðasta ári. „I framhaldi af sameiginlegum viljayfirlýsingum sem þá voru gerð- ar, var þessu fylgt eftir og sendi- nefnd frá iðnaðarráðuneytinu, Virki hf. og Jarðborunum hf. undir for- ystu Jónasar Elíssonar kom út í aprílmánuði til að fá seinni hluta viljayfiriýsingarinnar. Þá voru nokkur verkeftii í tengslum við und- irbúningsvinnu og ráðgjöf um boranir, staðsett og verðlögð og stefnt að því að ganga frá samning- um síðar á árinu. Það hefur dregist vegna þess að ráðamönnum í Kenýa tókst ekki að afla fjármagns með nægilega hag- stæðum lánskjörum. Þeir leita eftir lánum sem bera litla eða enga vexti. Dæmi um það er þegar Marg- aret Thatcher forstætisráðherra Bretlands var þar á ferð í byijun þessa árs, felldi hún niður 37 millj- ón dollara skuld Kenýa með einu pennastriki. Þetta hefur dregist, auk þess sem tilraunaboranir hafa mistekist. Þegar árangur úr til- raunaborununum sem nú er verið að gera kemur í ljós, verður haldinn fundur með fremstu vísindamönn- um heims á sviði jarðhitarannsókna, þar á meðal íslendingum, og þeirra niðurstöður verða kjmntar fulitrú- um Alþjóðabankans í apríl en Alþjóðabankinn fjármagnar boran- imar. Hann mun halda áftam að lána fé til Kenýa í stærri verkin." Iðnaðarráðherra til Kenýa um mitt ár Ingi sagði íslendinga ekki hafa nægilegt flárhagslegt bolmagn til að keppa við stórþjóðir um boran- imar. Ekki hefði tekist að útvega fé til boranana hér heima eða á Norðuriöndum en gengið hefði ver- ið frá fjármögnun ráðgjafaþjón- ustunnar. Sagði hann að íslensku aðilamir myndu að öllum líkindum ekki taka þátt í borununum, en líkur væru á að þeir fengju ráðgjöfina. „Um svipað leyti vilja Kenýa- menn ráða Islendinga sem vísinda- lega ráðgefendur um jarðhitamál. Þeim hluta verkefnisins sem var rætt um í febrúar og apríl verður framfylgt um mitt þetta ár en þar er aðaliega um ráðgjöf að ræða. Þá fer iðnaðarráðherra út og von- ast er til að þá verið gerðir fyrstu verksamningar. Það er þó háð því að Kenýastjóm takist að afla fjár til þeirra verkþátta sem þeir hafa hug á semja um við íslensk fyrir- Ingi Þorsteinsson aðalræðismað- ur íslands i Nairobi. tæki. Þá verða tillögur um raf- væðingu sveita einnig ræddar á meðan á dvöl iðnaðarráðherra stendur. Ég fer utan með nýjar tillögur um sveitarafvæðingu fyrir Kenýa, en þar hefur RARIK meðal annars komið með mikilvægar ábendingar. Einnig tiilögur um framleiðslu á straumbreytum, hingað til hafa þeir flutt inn alla þá straumbreyta sem þeir þurfa til eigin framleiðslu. Þeir vilja að við aðstoðum þá við að kanna möguleika á að setja upp þvílíka verksmiðju." Ekki eru öll verkefni upptalin, því fljótlega fer Ingi ásamt ferða- málaráðherra landsins til að skoða svæði þar sem til greina kemur að sefja upp heilsurækt með notkun lághitagufu. Þá er einnig áhugi á að setja upp tilraunagróðurhús, því oft eru vandræði með vatn og rign- ingu. Fyrir utan jarðhitann er einnig áhugi á að byggja upp framtíðar ftskiðnað og fiskiveiðar. Kom sendi- nefnd frá Kenýa í sumar sem hefur áhuga á að kaupa fiskimjölsverk- smiðju og lýsisverksmiðju. Ingi tók fram að ekkert þessara mála væri þróunaraðstoð, þetta væru allt mál á viðskiptalegum grundvelli. Mikilvægt að við bregð- umst við skjótt I Kenýa er nú staddur einn íslenskur verkfræðingur á vegum Alþjóðabankans en undanfarin tvö ár hafa þeir verið þrír. Enn eru starfsmenn Virkis að ljúka verk- efni. „Þessvegna eru þessi verkefni ákaflega mikilvæg fyrir íslensku fyrirtækin," sagði Ingi. „Samvinna við Kenýamenn er alveg óplægður akur og það er mikilvægt að við bregðumst skjótt við nú svo við missum ekki af lestinni, því við eig- um í samkeppni við aðrar þjóðir. Það á bæði við um jaiðhita og fisk. Vegna smæðar okkar eigum við auðvelt með að laga okkur að að- stæðum. Kenýamenn og Tansaníu- menn eru að heíjast handa og við virðumst geta framleitt hvaða stærðir sem er, á meðan stærri þjóð- ir eru með þessi verk meira stöðluð og íjöldaframleidd, sem þeir þvinga upp á smáþjóðimar, jafnvel þó að þau henti ekki. Á þessari upptalningu sést að það er langt frá því að menn séu hætt- ir við það sem þeir byijuðu á. Það hefur aðeins teygst á lopanum en hann hangir enn saman," sagði Ingi Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.